Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir:

Fréttir 23.08.2018
Föstudaginn 24. ágúst er stefnt á að malbika báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Reykholt, austan við hringtorg hjá Bjarkarbraut. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.88. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 til kl. 13:00.   Einnig er stefnt á að malbika báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Borg í Grímsnesi. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.86. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 12:00 til kl. 22:00.   Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Ábyrgðamaður veghaldara er Hallvarður 699-6450, ábyrgðamaður verktaka er Marel 660-1919. Umsjón merkinga er Ingvi Rafn 660-1921.   Smellið hér fyrir neðan til að nálgast upplýsingar: 8.0.88 Biskupstungnabraut við Reykholt 8.0.86 Biskupstungnabraut-Búrfellsvegur-Laugavatnsvegur