Þjónustumiðstöð
Undir þjónustumiðstöðina heyrir umsýsla leikvalla, íþróttavalla, gatnakerfis, gangstétta, göngustíga, umferðamerkinga og opinna svæða í þéttbýliskjörnum Bláskógabyggðar.
Þjónustumiðstöðin stýrir snjómokstri og hálkueyðingu innan þéttbýliskjarnanna, sem og á heimreiðum og vegum þar sem helmingamokstursregla gildir. Þjónustumiðstöðin heldur utan um sorphirðu sveitarfélagsins, rekstur móttökusvæða sorps og hreinsun opinna svæða. Áhaldahús þjónustumiðstöðvar er staðsett að Dalbraut 2 í Reykholti.