Fasteignagjöld

Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Bláskógabyggð, sem tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð. Álagningarstofninn er fenginn frá Þjóðskrá Íslands 31. desember ár hvert auk þess sem fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og ný mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðarmótum eftir að þau eru skráð og metin í Fasteignaskrá. Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í Þjóðskrá Íslands.

Hvernig nálgast ég Álagningarseðilinn minn?

  1. Ferð inná www.island.is
  2. Skráir þig inn á "mínar síður"
  3. Smellir á "Pósthólf"
  4. Þar er smellt á "Álagningarseðill fasteignagjalda" sem er að finna þar í listanum.
  5. Þar er hægt að hlaða álagningarseðli niður sem pdf skjali eða prenta hann út.

Ef einhver vandamál koma upp er hægt að leita til skrifstofu Bláskógabyggðar í síma 480 3000 eða senda tölvupóst á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?