Hitaveita
Bláskógabyggð rekur Bláskógaveitu, hitaveitu, veitustjóri er Benedikt Skúlason. Auk þess eru margar hitaveitur í sveitarfélaginu reknar af einkaaðilum.
Umsókn vegna heimlagnar frá Bláskógaveitu má senda á blaskogaveita@blaskogabyggd.is. Umsóknareyðublað.
Vaktsími veitunnar er: 860 6614. Vinsamlegast hafið eingöngu samband við vaktsíma vegna bilunar í hita- eða vatnsveitukerfi Bláskógabyggðar. Almennar fyrirspurnir varðandi nýjar tengingar, reikninga o.þ.h. skulu sendar skriflega á skrifstofu Bláskógabyggðar á netfangið blaskogaveita@blaskogabyggd.is. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu á opnunartíma í síma 480 3000.
Bilun getur verið í húskerfinu, ofnlokum eða öðrum stjórnbúnaði og þarf þá að kalla til pípara. Bilanir innanhúss eru nær alltaf á verksviði pípulagningameistara eða annarra fagmanna á sviði pípulagna.
Ef ljóst er að þrýstingur hefur fallið við inntak skal hafa samband við vaktsíma eða skrifstofu.
Mögulegt er að hreinsa þurfi síu í inntaki eftir viðgerðir og bilanir.
Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi að hitaveitugrind og inntaki. Þetta getur skipt sköpum við að koma í veg fyrir vatnstjón.