Sveitarstjóri

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar kjörtimabilið 2022 til 2026 er Ásta Stefánsdóttir.

Ásta hefur starfað sem sveitarstjóri Bláskógabyggðar frá 2018, en starfaði fyrir Sveitarfélagið Árborg sem bæjarstjóri frá 2010 til 2018 og sem bæjarritari frá 2006 til 2010. Ásta er lögfræðingur að mennt, með viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu.

Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins ásamt því að framfylgja þeim ákvörðunum sem sveitarstjórn tekur. Sveitarstjóri telst vera æðsti yfirmaður starfsmanna sveitarfélagsins, hefur prókúruumboð sveitarsjóðs og skrifar undir skjöl sem skuldbinda sveitarfélagið (t.d. við kaup og sölu fasteigna, lántökur, ábyrgðir o.s.frv.) í umboði sveitarstjórnar.

Netfang sveitarstjóra er: asta@blaskogabyggd.is

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?