Heilbrigðiseftirlit og dýrahald

Heilbrigðiseftirlit
Rekstur heilbrigðiseftirlits er eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Bláskógabyggð er aðili að Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem er byggðasamlag 14 sveitarfélaga á Suðurlandi. Skrifstofur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru að Austurvegi 65a, Selfossi, sími 480 8250. 
Hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins er að fara með heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit, matvælaeftirlit og eftirlit með eiturefnum og hættulegum efnum. Heilbrigðisnefnd, eða embætti heilbrigðiseftirlits í hennar umboði, gefur út starfsleyfi fyrir allan starfsleyfisskyldan atvinnurekstur og sinnir reglubundnu eftirliti með honum. Heilbrigðiseftirlit sinnir þjónustu og fræðslu til starfsleyfisskyldra fyrirtækja og íbúa er snýr að heilbrigðiseftirliti og vöktun umhverfis.
Á vef Heilbrigðiseftirlits Suðurlands má fletta upp öllum starfsleyfum sem eru í gildi á svæðinu:
Starfsleyfi í gildi

Dýrahald

Í sveitarfélaginu er í gildi samþykkt um hundahald. 

Dýraeftirlitsmaður starfar hjá  Bláskógabyggð og tilkynningar um hunda- og kattahald skal senda á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is

 

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?