Framkvæmda - og veitusvið
Framkvæmda- og veitusvið Bláskógabyggðar
Undir framkvæmda- og veitusvið Bláskógabyggðar fellur rekstur eftirtalinna eininga: þjónustumiðstöðvar, en undir hana heyrir m.a. sorphirða- og rekstur gámasvæða, Bláskógaveitu, vatnsveitu, fráveitu, Bláskógaljóss, þá fellur þar undir rekstur félagsheimilisins Aratungu, sem er leigt út til samkomuhalds, auk þess sem þar er rekið mötuneyti fyrir stofnanir Bláskógabyggðar, og rekstur íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti og íþróttamiðstöðvarinnar á Laugarvatni.
Einnig annast framkvæmda- og veitusvið viðhald og framkvæmdir vegna gatnakerfis, götulýsingar, fasteigna sveitarfélagsins og umsjón með vinnuskóla
Bláskógabyggðar, sem starfræktur er á sumrin.
Sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs er Kristófer A. Tómasson.