Snjómokstur

Meginmarkið snjómoksturs og hálkueyðingar er að tryggja að börn komist í skólann á réttum tíma og greiða um leið akstursleiðir þeirra sem þurfa til og frá vinnu og minnka þau óþægindi sem snjór og ís veldur einstaklingum, fyrirtækjum og skólahaldi.

Snjómokstri og hálkueyðingu í dreifbýli er stýrt af tveimur aðilum, Bláskógabyggð og Vegagerðinni. Bláskógabyggð ræður til sín verktaka sem annast mokstur í þéttbýli og á heimreiðum. Snjómokstri í þéttbýli í Laguarási, á Laugarvatni og í Reykholti er stýrt af framkvæmda- og veitusviði Bláskógabyggðar. 

Skipulag snjómoksturs. 

Ef íbúar vilja koma einhverju á framfæri um snjómokstur eða hálkuvarnir þá má hringja í síma 480 3000 eða senda tölvupóst á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?