Frístundastyrkur
Bláskógabyggð veitir foreldri/forráðamanni barna á aldrinum 0 til 17 ára styrk til greiðslu kostnaðar vegna þátttöku í skipulögðu frístundastarfi, svo sem íþrótta-, lista- og tómstundastarfi. Stök líkamsræktarkort falla einnig undir styrkinn. Fjárhæð styrksins nemur 50.000 kr. á árinu 2024.
Sótt er um styrkinn rafrænt í gegnum frístundakerfið Hvata (Sportabler).