Byggingarfulltrúi

Byggingarfulltrúi sveitarfélagsins er með aðsetur að Hverabraut 6 á Laugarvatni á skrifstofu Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sími 480 5550.
Viðtals- og símatímar byggingarfulltrúa og aðstoðarmanna eru auglýstir á vefsíðu embættisins Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita.

 Hlutverk hans er að veita eigendum, sveitarstjórnarmönnum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um byggingarmál.

Í þjónustugátt UTU er sótt um byggingarleyfi og skipulagsmál á rafrænu formi. Við innskráningu er krafist íslykils eða rafrænna skilríkja. Umsækjandi/umsækjendur verða eftir atvikum að vera þinglýstir eigendur, umráðendur lóðar eða hönnuður í þeirra umboði. Öllum gögnum frá umsækjanda, hönnuðum eða hlutaðeigandi aðilum skal jafnframt skilað inn í gegnum þjónustugáttina.
Eyðublöð og nánari upplýsingar um skipulags- og byggingamál má finna á vefsíðu embættisins Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?