Fráveita og rotþrær
Bláskógabyggð rekur fráveitu á Laugarvatni, í Laugarási og í Reykholti. Hluti þéttbýlis er þó ekki tengdur fráveitukerfi, heldur rotþróm. Umsókn um tengingu við fráveitukerfi skal senda á blaskogaveita@blaskogabyggd.is. Umsóknareyðublað.
Bláskógabyggð fylgir eftir reglulegri hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu. Helstu upplýsingar um hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð er hægt að fá á heimasíðu seyruverkefnisins eða með því að hafa samband við þjónustufulltrúa seyruverkefnisins með tölupósti á netfangið seyra@seyra.is eða í síma 480 5550.
Sveitarfélagið er í samlagi við fimm önnur sveitarfélög á Suðurlandi um rekstur seyrubíls, sem sér um að hreinsa rotþrærnar, og móttökustöðvar á Flúðum. Seyrunni er safnað á Flúðum þar sem hún fer í sérstakan kalkara þar sem henni er blandað við kalk og stundum grasfræ. Að lokum er kölkuð seyra notuð í uppgræðslu í afgirtan afrétt í samstarfi við Landgræðslu Ríkisins.
Hægt er að sjá hvenær hver og ein rotþró var síðast heimsótt með því að fara inn á kortavefinn og skrifa heimilisfang eignar í gluggann uppi í vinstra horninu þar sem stendur "Finna/Search". Síðan þarf að haka við fráveita, sem er undir Veitur (ýta á plúsinn fyrir aftan Veitur) í valglugga hægra megin og þá kemur upp punktur þar sem rotþróin er staðsett. Ef ýtt er á punktinn koma upp upplýsingar um númer rotþróar og hvenær hún var síðast hreinsuð.