Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
300. fundur haldinn 09.04.2025. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 4 til 11.
2.Fundargerð skólanefndar
2501003
42. fundur haldinn 2. apríl 2025. Afgreiða þarf sérstaklega 1. lið, skóladagatöl.
-liður 1, 2503022 skóladagatöl leikskólans Álfaborgar, Bláskógaskóla og Reykholtsskóla. Sveitarstjórn samþykkir skóladagatölin.
3.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
2501002
62. fundur haldinn 01.04.2025. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 7.
-liður 7, 2403039, hreinsistöð Laugarási, sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um tilhögun varðandi hreinsistöð og rotþró í Laugarási.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
4.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
2501011
Fundur stjórnar haldinn 26.03.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
2501013
83. fundur haldinn 24.03.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2501068
973. fundur haldinn 14.03.2025
974. fundur haldinn 19.03.2025
975. fundur haldinn 20.03.2025
974. fundur haldinn 19.03.2025
975. fundur haldinn 20.03.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
7.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2501068
976. fundur haldinn 04.04.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8.Styrkur Evrópusambandsins Life IceWater verkefni
2412013
Kynning á verkefni sem varðar úrbætur í fráveitumálum á Þingvallasvæðinu, sem styrkur hefur fengist til frá Evrópusambandinu.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem sveitarstjórar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps áttu með framkdæmastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, starfsmanni sem ráðinn hefur verið til að sinna verkefninu og fulltrúa Umhverfis- og orkustofnunar. Stefnt er að fundi þessara aðila með sveitarstjórnum beggja sveitarfélaganna.
9.Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2025
2503019
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir janúar til mars 2025.
Yfirlitið var lagt fram.
10.Ársreikningur Bergrisans bs 2024
2504007
Ársreikningur Bergrisans bs fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
11.Samráðshópur um málefni aldraðra
2501008
Fundur samráðshóps um málefni aldraðra með sveitarstjórn.
Fulltrúar samráðshópsins, Halldór Benjamínsson, formaður, og Fanney Gestsdóttir komu inn á fundinn. Rætt var um ýmis málefni og mun sveitarstjóri taka saman minnisblað og leggja fyrir næsta fund.
12.Aðal- og deiliskipulag Bryggju
2503053
Kynning straumvatnsbjörgunarfólks á mikilvægi kennslusvæðis í Tungufljóti.
Fulltrúar straumvatnsbjörgunarfagráðs Landsbjargar, þau Ágúst Ingi Kjartansson og Hulda Ösp Atladóttir, komu inn á fundinn og kynntu kennslu í straumvatnsbjörgun sem fram fer í Tungufljóti, lögðu þau áherslu á mikilvægi sérstöðu Tungufljóts fyrir þessa kennslu og æfingar.
13.Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf 2025
2504006
Boð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands ehf. sem haldinn verður miðvikudaginn 30. apríl 2025.
Tilnefning fulltrúa.
Tilnefning fulltrúa.
Fundarboðið var lagt fram.
Sveitarstjórn felur Önnu Gretu Ólafsdóttur að sækja fundinn f.h. Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn felur Önnu Gretu Ólafsdóttur að sækja fundinn f.h. Bláskógabyggðar.
14.Ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga 2024
2504004
Ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
15.Stjórn Minningarsjóðs Biskupstungna
2504011
Tilnefning eins fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Biskupstungna.
Sveitarstjórn tilnefnir Helga Kjartansson til setu í stjórn Minningarsjóðs Biskupstungna í samræmi við samþykktir sjóðsins.
16.Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Árnesinga 2025
2504010
Erindi skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 10.04.2025, þar sem gerð er grein fyrir áhrifum kjarasamninga á fjárhagsáætlun skólans og framlög sveitarfélaganna.
Erindið var lagt fram. Á aðalfundi Tónlistarskóla Árnesinga bs í lok apríl verður gerð tillaga um að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun TÁ sem send verður sveitarfélögunum til afgreiðslu.
17.Reglur leikskóla Bláskógabyggðar
2311003
Breyting á reglum leikskóla
Sveitarstjórn samþykkir að vísa reglunum til skólanefndar.
18.Skólastefna
2309028
Skólastefna Bláskógabyggðar
Skólastefnan var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir skólastefnuna.
19.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2504012
Umsókn um að nemandi með lögheimili í Bláskógabyggð stundi nám utan sveitarfélagsins skólaárið 2025-2026.
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
20.Deiliskipulag, Tungurimi 14, Reykholti, byggingarheimildir
2501031
Beiðni um breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar Tungurima 14, Reykholti
Lóðarhafar óska eftir að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði hækkað úr 0,4 í 0,5, um er að ræða lóð fyrir parhús á tveimur hæðum. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og að gerð verði breyting á deiliskipulagi vegna hækkunar á nýtingarhlutfalli.
21.Matarvagn á lóð Varmagerðis
2504002
Erindi Sonju Magnúsdóttur, dags. 09.04.2025, varðandi rekstur matarvagns í Laugarási.
Erindið var lagt fram, þar er spurt um ferli við útgáfu leyfis vegna matarvagns á lóð Varmagerðis í Laugarási. Sveitarstjórn bendir fyrirspyrjanda á að afla þarf samþykkis Vegagerðarinnar og sækja um starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og stöðuleyfi hjá byggingarfulltrúa. Ef selt verður áfengi þarf einnig rekstrarleyfi frá Sýslumanninum á Suðurlandi. Að öðru leyti er vísað til leiðbeininga MAST og heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga fyrir færanlega matvælastarfsemi.
22.Styrkur til Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands
2504015
Erindi Háskólafélags Suðurlands, dags. 10.04.2025, f.h. Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands, þar sem boðið er upp á endurnýjun samnings um styrk til sjóðsins til næstu 3ja ára.
Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi þátttöku í verkefninu og að samningur verði endurnýjaður til 3ja ára.
23.Samþykktir UTU
2403036
Erindi Hrunamannahrepps, dags. 27.03.2025, þar sem óskað er eftir að gerðar verði breytingar á samþykktum UTU og að aðildarsveitarfélögum UTU verði heimilt að starfrækja sínar eigin skipulagsnefndir.
Erindi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var lagt fram. Þar kemur fram að sveitarstjórn Hrunamannahrepps óskar eftir að starfrækja sína eigin skipulagsnefnd í stað þess að eiga aðild að sameiginlegri skipulagsnefnd sveitarfélaganna sex sem standa að UTU bs. Einnig kemur fram að verði ekki fallist á beiðnina þá muni Hrunamannahreppur segja sig úr byggðarsamlaginu og þar með hætta samstarfinu.
Málið hefur áður verið tekið fyrir á vettvangi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, sjá 366. fund sem haldinn var 4. september 2024. Við það tækifæri var bókað að sveitarstjórn Bláskógabyggðar telji að samstarfið og fyrirkomulagið með eina sameiginlega skipulagsnefnd hafi virkað vel og sjái ekki ástæðu til að breyta því.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítrekar fyrri afstöðu sína.
Málið hefur áður verið tekið fyrir á vettvangi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, sjá 366. fund sem haldinn var 4. september 2024. Við það tækifæri var bókað að sveitarstjórn Bláskógabyggðar telji að samstarfið og fyrirkomulagið með eina sameiginlega skipulagsnefnd hafi virkað vel og sjái ekki ástæðu til að breyta því.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítrekar fyrri afstöðu sína.
24.Truflun á starfsemi Bláskógabyggðar, kerfisvandamál
2504008
Upplýsingar til sveitarstjórnar um vandræði sem komu upp hjá þjónustuaðila við rekstur tölvukerfa Bláskógabyggðar.
Sveitarstjóri fór yfir málið og stöðu þess. Sveitarstjóra er falið að ræða við OK um þessa truflun á þjónustu. Sveitarstjórn lítur málið alvarlegum augum.
25.Lóðarumsókn Borgarrimi 10, Reykholti
2504016
Umsókn SA2 ehf um lóðina Borgarrima 10, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til SA2 ehf.
26.Lóðarumsókn Borgarrimi 11, Reykholti
2504017
Umsókn SA2 ehf um lóðina Borgarrima 11, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til SA2 ehf.
27.Lóðarumsókn Borgarrimi 12, Reykholti
2504005
Umsókn Friðheimahjáleigu ehf um lóðina Borgarrima 12, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og tvær umsóknir borist, sjá lið nr. 28. Dregið var á milli umsókna og kom lóðin í hlut Friðheimahjáleigu ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Friðheimahjáleigu ehf.
28.Lóðarumsókn Borgarrimi 12, Reykholti
2504018
Umsókn SA2 ehf um lóðina Borgarrima 12, Reykholti
Sjá afgreiðslu á lið 27 í fundargerðinni.
29.Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár
2403011
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 03.04.2025, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029, 267. mál.
Lagt fram til kynningar.
30.Stefnur og aðgerðaráætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu- og byggðamála 271. mál
2504014
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 10.04.2025, þar sem send ertil umsagnar 271. mál, stefnur og aðgerðaráætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu- og byggðamála (stefnumörkun).
Lagt fram til kynningar.
31.Kerfisáætlun 2025-2034
2504013
Beiðni Skipulagsstofnunar, dags. 11.04.2025, um umsögn um Kerfisáætlun 2025-2034, nr. 0509/2025: Kynning umhverfismatsskýrslu (Umhverfismat áætlana).
Lagt fram til kynningar.
32.Dæluhús Bláskógaveitu Laugarvatni
2305015
Úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31-2024.
Úrskurðurinn var lagður fram. Niðurstöður eru eftirfarandi:
Aðalkröfu kæranda um að Bláskógabyggð verði gert að ganga til samninga við hann er vísað frá kærunefndinni. Kröfu kæranda um að hið kærða útboð verði ógilt og lagt fyrir Bláskógabyggð að bjóða út að nýju er hafnað.
Bláskógabyggð er gert að greiða kæranda 1.000.000 kr í málskostnað og bætur vegna kostnaðar hans af þátttöku í útboðinu.
Aðalkröfu kæranda um að Bláskógabyggð verði gert að ganga til samninga við hann er vísað frá kærunefndinni. Kröfu kæranda um að hið kærða útboð verði ógilt og lagt fyrir Bláskógabyggð að bjóða út að nýju er hafnað.
Bláskógabyggð er gert að greiða kæranda 1.000.000 kr í málskostnað og bætur vegna kostnaðar hans af þátttöku í útboðinu.
Fundi slitið - kl. 12:20.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til manngerðs íshellis á Langjökli, eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Deiliskipulagið nær yfir um 5 ha svæði þar sem afmörkuð verður lóð, byggingarreitur og aðkoma að svæðinu auk skilmála. Samhliða hefur verið auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á afþreyingar- og ferðamannasvæði á jöklinum. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum og umsögn Forsætisráðuneytisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að afgreiðslu málsins eftir auglýsingu verði frestað og að athugasemdir sem bárust af hálfu Forsætisráðuneytisins verði teknar til nánari skoðunar.
-liður 5, Miðfell L170160; Úr landbúnaðarsvæði í skógræktar- og landgræðslusvæði; Fyrirspurn - 2503094
Lögð er fram fyrirspurn er varðar jörðina Miðfell L170160 í Bláskógabyggð. Í fyrispurninni felst hvort hægt sé að breyta landinu, sem flokkað er sem landbúnaðarsvæði og ræktað svæði í aðalskipulagi, í skógræktar- og landgræðslusvæði.
Umræða varð um málið. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hugnast ekki stórfelld skógrækt á svæðinu sem nýtur hverfisverndar, er í nálægð við Þingvelli, sem eru á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, og er hluti af einstakri landslagsheild.
-liður 6, Lyngbraut 5 L190167; Sameining lóða og breyttur byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting - 2503090
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Lyngbrautar 4B og 5 í Reykholti, Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lóðirnar eru sameinaðar í eina og byggingarreitur stækkaður. Lóðin heldur staðfanginu Lyngbraut 5 L190167. Skilmálar verða áfram þeir sömu og eru fyrir Lyngbraut 5 þ.e. heimilt er að byggja íbúðarhús á 1-2 hæðum, bílskúr, starfsmannahús, skemmu og gróðurhús. Almennt nýtingarhlutfall er 0,5 en getur verið allt að 0,85 ef um er að ræða byggingu stórra gróðurhúsa.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
-liður 7, Mosaskyggnir 2 (L187467); byggingarheimild; sumarhús - 2501003
Móttekin var umsókn þann 20.12.2024 um byggingarheimild fyrir 137,3 fm sumarhús á sumarbústaðalandinu Mosaskyggnir 2 L187467 í Bláskógabyggð. Um er að ræða 10.000 fm lóð sem skilgreind er innan deiliskipulags frístundasvæðis að Úthlíð. Innan umsóknar er gert ráð fyrir annarri aðkomu að lóðinni en skilgreint er á deiliskipulagi svæðisins.
Af loftmynd af svæðinu að dæma er núverandi aðkoma að landinu þar sem hún er skilgreind á framlögðum aðaluppdráttum. Af hæðarlínum að dæma er aðkoma að landinu þar sem hún er skilgreind á deiliskipulagi fremur torsótt. Auk þess bendir nefndin á að staðfang lóðarinnar bendir til þess að aðkoma að henni eigi að vera frá götunni Mosaskyggnir en ekki Skarðsvegi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Málið verði grenndarkynnt lóðarhafa Mosaskyggnis 3. Mælist nefndin jafnframt til þess að við breytingu á deiliskipulagi svæðisins til framtíðar verði horft til þess að lagfæra skilgreiningu viðkomandi aðkomu.
-liður 8, Haukadalur (L167312); byggingarheimild; bálskýli - 2503104
Móttekin var umsókn þann 31.03.2025 um byggingarheimild fyrir 55,4 m2 bálskýli á viðskipta- og þjónustulóðinni Haukadalur L167312 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
-liður 9, Klettsholt 5 (L189533); byggingarheimild; sumarhús - 2504002
Móttekin var umsókn þann 01.04.2025 um byggingarheimild fyrir 153,6 fm sumarhús á sumarbústaðalandinu Klettsholt 5 L189533 í Bláskógabyggð.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar skal nýtingarhlutfall frístundalóða ekki fara umfram 0,03. Samkvæmt skilgreiningu skipulagsreglugerðar á nýtingarhlutfalli og brúttóflatarmálið á það við um lokunarflokka A og B. Framlagði uppdrættir fara umfram heimilað hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar og mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlögðu erindi verði synjað í framlagðri mynd.
Sveitarstjórnar Bláskógabyggðar samþykkir að taka umræðu um skilgreint nýtingarhlutfall frístundalóða innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
-liður 10, Miðdalur (L167644); byggingarheimild; baðhús og íbúð - breyting á innra skipulagi - 2504012
Móttekin var umsókn þann 01.04.2025 um byggingarheimild fyrir 56,2 fm baðhús og breyta innra skipulagi á íbúðarhúsi mhl 03 og byggja svalir í Miðdal L167644 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
-liður 11, Útey 1 L167647; 2 skipulagsáætlanir sameinaðar; Deiliskipulag - 2405119
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Fyrir eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum umsækjanda, uppfærðum gögnum og andsvörum málsaðila og lóðarhafa innan svæðisins.
Sveitarstjórn telur að málið hafi fengið eðlilegan lögbundinn feril hingað til er varðar kynningar og auglýsingar þess í samræmi við kröfur skipulagslaga og reglugerðar. Lóðarhöfum og sumarhúsafélagi svæðisins hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um efni og form skipulagsins á öllum stigum málsins, eins og framlagðar umsagnir og athugasemdir gefa til kynna. Sveitarstjórn bendir á að í gildi eru tvær deiliskipulagsáætlanir á svæðinu sem hið nýja deiliskipulag tekur til. Deiliskipulagið tekur til svæðisins í heild þar sem byggingarreitir og byggingarheimildir eru skilgreindar með ítarlegri hætti en þó í samræmi við heimildir eldra deiliskipulags. Ekki er um deiliskipulagsbreytingu að ræða heldur nýtt deiliskipulag sem tekur til svæðisins í heild sinni. Að mati sveitarstjórnar er ekki forsvaranlegt að hluti núverandi lóðarhafa innan frístundasvæðisins geti takmarkað notkun núverandi eigenda jarðarinnar í takt við landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Líkt og fram hefur komið í fyrri afgreiðslum málsins telur sveitarstjórn skynsamlegt að nýta núverandi innviði sumarhúsasvæðisins til áframhaldandi uppbyggingar innan þess í takt við vilja landeigenda. Leitað var sjálfstæðs álits Lögmanna Suðurlands er varðar fullyrðingar um kvaðir sem fram koma innan athugasemda m.t.t. þess að ekki verði byggt á tilteknu svæði gagnvart ákveðnum lóðum. Er það mat lagt fram við afgreiðslu málsins. Samkvæmt því er texti í afsölum í eðli sínu ekki kvöð á viðkomandi lóðum eða á jörðinni sjálfri. Hafi yfirlýsingum verið ætlað að hvíla sem kvöð á lóðunum og jörðinni hefði þurft að þinglýsa þeim sem slíkum, með skýrum hætti. Það er því mat sveitarstjórnar að ekki séu til staðar kvaðir sem takmarka frekari uppbyggingu á svæðinu í takt við heimildir aðalskipulags. Skilgreining lóðar 34B og byggingarreitar innan hennar ásamt kvöð um aðkomu að henni í gegnum lóð 34 er unnin í samráði við lóðarhafa lóðar 34 líkt og fram kemur í framlögðum tölvupósti lóðarhafa. Að mati sveitarstjórnar er því ekki ástæða til að bregðast við athugasemdum er varðar fyrrgreinda lóð. Að sama skapi telur sveitarstjórn ljóst að landeiganda sé heimilt að nýta vegi innan frístundasvæðisins, enda hafi hann rétt til þess sem eigandi lóða sem ætlunin er að stofna á grundvelli skipulagsins. Að mati sveitarstjórnar er mikilvægt að óhindraður hringakstur geti verið á milli svæða og að allir hlutaðeigandi lóðarhafar svæðisins hafi jafnan aðgang að báðum innkeyrslum inn að svæði F32 við Eyjaveg. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að með fjölgun lóða innan svæðisins bætast við íbúar sem greiða í sameiginlega sjóði sumarhúsafélags svæðisins sem m.a. er ætlað að viðhalda vegum innan þess öllum lóðarhöfum til hagsbóta. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.