Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
299. fundur haldinn 26.03.2025, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 5.
2.Fundargerð skólanefndar
2501003
41. fundur haldinn 24.03.2025
Liður 1 er til afgreiðslu á fundinum sem sérstaka mál, sjá 14. lið á dagskrá fundarins.
Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 7.
Liður 1 er til afgreiðslu á fundinum sem sérstaka mál, sjá 14. lið á dagskrá fundarins.
Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 7.
-liður 7, 2209036, ytra mat á leikskóladeild Bláskógaskóla Laugarvatni, bréf Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 10.02.2025, varðandi eftirfylgni með ytra mati leikskóladeildar Bláskógaskóla Laugarvatni.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað varðar aðra liði, nema lið nr 1, skóladagatöl, sem er sérstakt mál á dagskrá fundarins.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað varðar aðra liði, nema lið nr 1, skóladagatöl, sem er sérstakt mál á dagskrá fundarins.
3.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
2501026
223. fundur haldinn 19.03.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)
2501015
620. fundur haldinn 19.03.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn óskar Ingunni Jónsdóttur til hamingju með ráðningu í starf framkvæmdastjóra SASS og þakkar Bjarna Guðmundssyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélaganna á Suðurlandi.
Sveitarstjórn óskar Ingunni Jónsdóttur til hamingju með ráðningu í starf framkvæmdastjóra SASS og þakkar Bjarna Guðmundssyni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélaganna á Suðurlandi.
5.Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga bs
2501018
Fundur haldinn 26.02.2025
Fundur haldinn 28.03.2025
Fundur haldinn 28.03.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
6.Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga bs
2501017
16. fundur haldinn 24.03.2024
Fudnargerðin var lögð fram til kynningar.
7.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu bs
2501012
26. fundur haldinn 14.03.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8.Fundargerð oddvitanefndar
2501020
9. fundur haldinn 11.03.2025, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 og 2.
-liður 1, ársreikningur Laugaráshéraðs, sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu oddvitanefndar um að Bláskógabyggð taki við því verkefni að sjá um gerð ársreiknings fyrir Laugaráshérað.
-liður 2, Laugaráshérað, sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu oddvitanefndar um að fenginn verði ráðgjafi til að skoða eignarhald og framtíð Laugaráshéraðs, kt. 620169-5879.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
-liður 2, Laugaráshérað, sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu oddvitanefndar um að fenginn verði ráðgjafi til að skoða eignarhald og framtíð Laugaráshéraðs, kt. 620169-5879.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
9.Fundargerðir stjórnar Umhverfis- og tæknsviðs uppsveita bs (UTU)
2501010
118. fundur haldinn 26.02.2025
119. fundur haldinn 12.03.2025
119. fundur haldinn 12.03.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
10.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
2501071
332. fundur haldinn 18.03.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
11.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
2501024
243. fundur haldinn 18.03.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
12.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
2501069
81. fundur haldinn 19.02.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
13.Viðbygging við íþróttahúsið á Laugarvatni
2501065
Hugmyndir um að byggja ofan á þann hluta íþróttahússins sem hýsir búningsklefa og fleira, áður á dagskrá á 380. fundi.
Ákveðið er að fresta þessum lið þar sem gögn hafa ekki borist.
14.Skóladagatal 2025-2026
2503022
Skóladagatal leikskólans Álfaborgar og erindi leikskólastjóra vegna starfsdaga.
Skóladagatal Bláskógaskóla Laugarvatni.
Skóladagatal Reykholtsskóla.
Skóladagatal Bláskógaskóla Laugarvatni.
Skóladagatal Reykholtsskóla.
Skólanefnd vísaði beiðni leikskólastjóra Álfaborgar um auka starfsdag til sveitarstjórnar á fundi sínum 24.03.2025.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og verða því starfsdagar í leikskólanum Álfaborg sjö talsins og er þá m.a. horft til þess að nýta þurfi einn dag til að taka ný rými á leikskólanum í notkun að loknu sumarleyfi.
Að auki er óskað eftir að tveir stakir opnunardagar verði skráningardagar, þ.e. 22. desember og 2. janúar og samþykkir sveitarstjórn það.
Í skóladagatali leikskóladeildar Bláskógaskóla er einnig gert ráð fyrir að stakur opnunardagur 22. desember verði skráningardagur og samþykkir sveitarstjórn það.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og verða því starfsdagar í leikskólanum Álfaborg sjö talsins og er þá m.a. horft til þess að nýta þurfi einn dag til að taka ný rými á leikskólanum í notkun að loknu sumarleyfi.
Að auki er óskað eftir að tveir stakir opnunardagar verði skráningardagar, þ.e. 22. desember og 2. janúar og samþykkir sveitarstjórn það.
Í skóladagatali leikskóladeildar Bláskógaskóla er einnig gert ráð fyrir að stakur opnunardagur 22. desember verði skráningardagur og samþykkir sveitarstjórn það.
15.Reglur leikskóla Bláskógabyggðar
2311003
Umræða um leikskólareglur
Umræða varð um reglurnar og ábendingar sem hafa borist. Tillaga að leikskólareglum verður tekin fyrir á næsta fundi.
16.Lóðarumsókn Hverabraut 4, Laugarvatni
2405028
Beiðni DB10 ehf, dags. 25.03.2025, um frest til að hefja framkvæmdir á lóðinni Hverabraut 4, Laugarvatni.
Erindið var lagt fram. Með vísan til 10. gr reglna um úthlutun lóða í Bláskógabyggð samþykkir sveitarstjórn samhljóða að veita fjögurra mánaða frest til að hefja framkvæmdir á lóðinni.
17.Lóðarumsókn Hverabraut 14, Laugarvatni
2405029
Beiðni DB10 ehf, dags. 25.03.2025, um frest til að hefja framkvæmdir á lóðinni Hverabraut 14, Laugarvatni.
Erindið var lagt fram. Með vísan til 10. gr reglna um úthlutun lóða í Bláskógabyggð samþykkir sveitarstjórn samhljóða að veita fjögurra mánaða frest til að hefja framkvæmdir á lóðinni.
18.Úthlutun lóða við Borgarrima 10-12, Reykholti
2303001
Tillaga um að auglýsa lóðir nr 10, 11 og 12 við Borgarrima lausar til úthlutnar með sérstökum skilmálum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðir nr 10, 11 og 12 við Borgarrima verði auglýstar lausar til úthlutunar með þeim skilyrðum að hús á lóðunum verði byggð á súlum. Mjög djúpt er á fastan botn við þennan hluta götunnar og hætt við sigi á götunni ef grafið verður á þetta dýpi. Jafnframt verði veittur 80% afsláttur af gatnagerðargjöldum lóðanna.
19.Könnunin Sveitarfélag ársins 2025
2503044
Erindi Mannauðssjóðsins Heklu, 20.03.2025, þar sem boðið er uppá þátttöku í könnuninni Sveitarfélag ársins 2025
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt og að könnunin taki til allra starfsmanna sveitarfélagins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsátælunar.
20.Fulltrúar á aðalfund Brunavarna Árnessýslu bs
2503047
Kjör fulltrúa á aðalfund Brunavarna Árnessýslu bs til loka kjörtímabilsins, tveir fulltrúar og tveir til vara
Vegna breytinga á stjórnskipulagi Brunavarna Árnessýslu bs samþykkir sveitarstjórn samhljóða að Helgi Kjartansson og Guðrún S. Magnúsdóttir verði fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi Brunavarna Árnessýslu bs sem haldinn verður í tengslum við vorfund Héraðsnefndar Árnesinga bs.
Varamenn verði Jón Forni Snæbjörnsson og Sveinn Ingi Sveinbjörnsson.
Varamenn verði Jón Forni Snæbjörnsson og Sveinn Ingi Sveinbjörnsson.
21.Fulltrúar á aðalfund Tónlistarskóla Árnessýslu bs
2503048
Kjör fulltrúa á aðalfund Tónlistarskóla Árnesinga bs til loka kjörtímabilsins, tveir fulltrúar og tveir til vara.
Vegna breytinga á stjórnskipulagi Tónlistarskóla Árnessýslu bs samþykkir sveitarstjórn samhljóða að Helgi Kjartansson og Guðrún S. Magnúsdóttir verði fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi Tónlistarskóla Árnessýslu bs sem haldinn verður í tengslum við vorfund Héraðsnefndar Árnesinga bs.
Varamenn verði Jón Forni Snæbjörnsson og Sveinn Ingi Sveinbjörnsson.
Varamenn verði Jón Forni Snæbjörnsson og Sveinn Ingi Sveinbjörnsson.
22.Landgræðsla á Tunguheiði
2503050
Erindi Lands og skóga, dags. 24.03.2025, varðandi afhendingu á svæði á Tunguheiði.
Minnisblað Lands og Skóga var lagt fram. Þar er gerð grein fyrir því að samningur um friðun Tunguheiðar hafi runnið út árið 2024, en svæðið hafi verið landgræðslusvæði frá árinu 1997. Landsvæðið er í eigu Bláskógabyggðar og Bræðratungukirkju. Í minnisblaðinu er fjallað um afhendingu á svæðinu aftur til landeiganda. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir þær tillögur og sjónarmið sem fram koma í minnisblaðinu um tilhögun girðinga, takmarkanir varðandi sleppingu fjár og nauðsyn á hnitsetningu svæðisins.
Sveitarstjórn vísar málinu til kynningar í fjallskilanefnd Biskupstungna.
Sveitarstjórn vísar málinu til kynningar í fjallskilanefnd Biskupstungna.
23.Greiðslur fyrir veiðar á ref og mink
2306017
Erindi Bjarmalands, félagsskaps atvinnuveiðimanna í ref og mink, dags. 22.03.2025, þar sem óskað er eftir að stefna sveitarfélaga um veiðar og greiðslur vegna þeirra verði samræmd.
Erindið var lagt fram til kynningar.
24.Deiliskipulag Bryggju
2503053
Deiliskipulag Bryggju í Bláskógabyggð, fundur um hugmyndir að framtíðarskipulagi Bryggju, frístundabyggð, verslunar- og þjónustusvæði ásamt virkjunarmöguleikum, haldinn 20.03.2025.
Lagður var fram tölvupóstur frá Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni, dags. 21. mars s.l. þar sem farið yfir efni fundar um tillögu að deiliskipulagi vegna jarðarinnar Bryggju í Bláskógabyggð og mætingu á fundinn. Sveitarstjórn þakkar fyrir upplýsingarnar og bendir á að þegar unnið hefur verið úr athugasemdum sem bárust í kynningarferlinu sé rétt að senda skipulagsnefnd uppfærð gögn og viðbrögð við athugasemdum.
25.Skilti við Menntaskólann að Laugarvatni
2503059
Erindi skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 18.03.2025, þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp skilti á landi sveitarfélagsins við ML.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að heimila uppsetningu skiltisins á landi sveitarfélagsins. Við staðsetningu skiltisins verði gætt að stöðlum um fjarlægð frá vegi o.fl.
26.Þingsályktunartillaga um rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni vegna gangaleiðar milli land og Vestmannaeyja 161. mál
2503054
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 20.03.2025, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um 161. mál, rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið á milli lands og Vestmannaeyja.
Erindið var lagt fram til kynningar.
27.Þingsályktunartillaga um borgarstefnu 158. mál
2503056
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18.03.2025, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu, 158. mál.
Erindið var lagt fram til kynningar.
28.Mat á umhverfisáhrifum, Hagavatnsvirkjun
2502014
Umsögn Bláskógabyggðar um umhverfismatsskýrslu vegna Hagavatns.
Athugasemdir Bláskógabyggðar við umhverfismatsskýrsluna, sem skilað var inn á Skipulagsgátt, voru lagðar fram.
29.Öryggisbrestur hjá Wise
2412021
Atvikaskýrsla vegna netárásar (innihald skýrslunnar er trúnaðarmál).
Atvikaskýrsla vegna netárásar hjá Wise frá 20.12.2024 var lögð fram.
30.Aðalfundur Öruggara Suðurlands 2025
2503049
Erindi Lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 25.03.2025, þar sem boðað er til aðalfundar Öruggara Suðurlands sem haldinn verður í Vík 8. apríl n.k.
Fundarboðið var lagt fram. Sveitarstjóri mun sækja fundinn f.h. Bláskógabyggðar.
31.Ársreikningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs 2024
2503042
Ársreikningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
32.Ársreikningur Almannavarna Árnessýslu 2024
2503046
Ársreikningur Almannavarnanefndar Árnessýslu fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
33.Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu 2024
2503045
Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
34.Ársskýrsla og ársreikningur Byggðasafns Árnesinga 2024
2503040
Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar ásamt ársskýrslu.
35.Ársreikningur Listasafns Árnesinga 2024
2503041
Ársreikningur Listasafns Árnesinga fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
36.Ársreikningur Sorpstöðvar Suðurlands 2024
2503051
Ársreikningur Sorpstöðvar Suðurlands fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
37.Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2024
2503052
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
38.Ársreikningur Uppsveitaorku ehf 2024
2503043
Ársreikningur Uppsveitaorku ehf fyrir árið 2024
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
39.Ársreikningur Límtrés-Vírnets 2024
2502010
Ársreikningur Límtrés-Vírnets fyrir árið 2024.
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.
40.Ársfundur Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands 2025
2503055
Ársskýrsla Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2024
Ársskýrslan var lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:55.
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til lagningar spennustrengs í Laugarási. Strengurinn er lagður að baðlóni þ.e. 3X95 AL/25 CU frá tengiskáp 385 að nýrri rofastöð S 347, 500 kVA. Framkvæmdin verður unnin í samræmi við reglugerð Vegagerðarinnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að framkvæmdin verði unnin í samráði við Vegagerðina. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfið út. Sveitarstjórn tekur fram að allur frágangur þurfi að vera til fyrirmyndar.
-liður 3, Laugarvatn, Bjarkarbraut 2 L224444 og 4 L224445; Skilgreining byggingarheimilda; Deiliskipulagsbreyting - 2503052
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Bjarkarbrautar 2 L224444 og Bjarkarbrautar 4 L224445 á Laugarvatni. Í breytingunni felst að lóðamörk breytast, skilgreining á byggingarreitum innan lóðar ásamt byggingarheimildum. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að rífa núverandi hús innan lóðanna og byggja ný innan nýtingarhlutfalls 0,35 á allt að tveimur hæðum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auk þess sérstaklega kynnt öðrum lóðarhöfum við Bjarkarbraut.
-liður 4, Tungubakki 1 L238041 og 2 L238042; Frístundahús og gestahús; Fyrirspurn - 2503059
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Tungubakka 1 L238041 og Tungubakka 2 L238042 í Bláskógabyggð. Lóðirnar eru skilgreindar sem landbúnaðarland og eru óbyggðar. Eigandi vill reisa frístundahús til útleigu, bílskúr og gestahús fyrir ferðaþjónustu á Tungubakka 2 og frístundahús til útleigu og bílskúr á Tungubakka 1. Nýr vegslóði verður lagður á milli lóðanna.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar er gert ráð fyrir að á landspildum á landbúnaðarlandi sé heimilt að byggja upp smábýli til fastrar búsetu, enda styrki það núverandi veitukerfi, hamli ekki eðlilegri landbúnaðarstarfsemi né spilli góðum landbúnaðar- eða verndarsvæðum. Að mati nefndarinnar samræmist uppbygging á frístundahúsum til útleigu, bílskúrum og gestahúsum ekki þeirri stefnumörkun. Forsenda uppbyggingar á slíkum svæðum og útgáfu rekstrarleyfis fyrir húsum til útleigu er að íbúðarhús sé til staðar og að föst búseta sé viðhöfð á svæðinu. Að sama skapi þarf að meta hverju sinni eftir umfangi rekstursins hvenær ástæða er til að fara fram á breytingu á aðalskipulagi þar sem meginlandnotkun svæðisins er skilgreind í takt við þá starfsemi sem viðhöfð er innan landsins. Að mati sveitarstjórnar er sú starfsemi sem lýst er innan fyrirspurnar þess eðlis að þörf væri á skilgreiningu verslunar- og þjónustusvæðis innan aðalskipulags sem tæki til starfseminnar.
-liður 5, Fellsendi (L170155); byggingarheimild; tjaldhýsi - 2503032
Móttekin var umsókn þann 12.03.2025 um byggingarheimild til að reisa 31 m2 tjaldhýsi fyrir atvinnustarfsemi á jörðinni Fellsendi L170155 í Bláskógabyggð.
Á grundvelli heimilda aðalskipulags Bláskógabyggðar þar sem tiltekið er að heimilt sé að stunda annan minni háttar atvinnurekstur þar sem er föst búseta samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Verði frekari uppbygging innan svæðisins telur sveitarstjórn nauðsynlegt að unnið verði deiliskipulag sem tekur til framkvæmdaheimilda innan þess.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.