Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
-liður 10 í fundargerð 294. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var 15.01.2025, Lækjarhvammur L167642; Bakkabraut 12, 14 og 16; Frístundahúsasvæði; Deiliskipulagsbreyting.
2.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
298. fundur haldinn 12.03.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 12.
-liður 2, Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag - 2206013
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulags frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Hættumat vegna ofanflóða hefur verið unnið fyrir tillöguna auk þess sem fyrir liggur höfnun á undanþágu vegna skilgreiningar byggingarreita frá Þingvallavatni og Grafningsvegi-Efri.
Sveitarstjór Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélaganna.
-liður 3, Efri-Reykir L167080; Ártún 19, 22, 24, 26, 28, 30 og 32 og Gunnarsbraut 8; Stofnun lóða - 2502079
Lögð er fram umsókn er varðar nýja staðvísa innan nýs deiliskipulags landi Efri-Reykja L167080 vegna fyrirhugaðra lóðastofnana. Deiliskipulagið tók gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda þ. 13.10.2023 en ekki var gert ráð fyrir staðföngum lóðanna í skipulaginu. Óskað er eftir að göturnar að lóðunum fái staðvísana Ártún og Öldutún. Fyrir liggur rökstuðningur umsækjanda fyrir heitunum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð staðföng vegna fyrirhugaðra lóðarstofnana á grundvelli samþykkts deiliskipulags.
-liður 4, Útey 1 L167647; 2 skipulagsáætlanir sameinaðar; Deiliskipulag - 2405119
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Fyrir eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum umsækjanda og uppfærðum gögnum.
Að mati sveitarstjórnar er ástæða til að rýna tillöguna með ítarlegri hætti er varðar ákveðin atriði sem fram koma innan athugasemda sem bárust vegna deiliskipulagsins. Sveitarstjórn telur að málið hafi fengið eðlilegan lögbundinn feril hingað til er varðar kynningar og auglýsingar þess í samræmi við kröfur skipulagslaga og reglugerðar. Lóðarhöfum og sumarhúsafélagi svæðisins hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um efni og form skipulagsins á öllum stigum málsins, eins og framlagðar umsagnir og athugasemdir gefa til kynna. Sveitarstjórn bendir á að í gildi eru tvær deiliskipulagsáætlanir á svæðinu sem hið nýja deiliskipulag tekur til. Deiliskipulagið tekur til svæðisins í heild þar sem byggingarreitir og byggingarheimildir eru skilgreindar með ítarlegri hætti en þó í samræmi við heimildir eldra deiliskipulags. Ekki er um deiliskipulagsbreytingu að ræða heldur nýtt deiliskipulag sem tekur til svæðisins í heild sinni. Að mati sveitarstjórnar er ekki forsvaranlegt að hluti núverandi lóðarhafa innan frístundasvæðisins geti takmarkað notkun núverandi eigenda jarðarinnar í takt við landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Líkt og fram hefur komið í fyrri afgreiðslum málsins telur sveitarstjórn skynsamlegt að nýta núverandi innviði sumarhúsasvæðisins til áframhaldandi uppbyggingar innan þess í takt við vilja landeigenda. Leitað var sjálfstæðs álits Lögmanna Suðurlands er varðar fullyrðingar um kvaðir sem fram koma innan athugasemda m.t.t. þess að ekki verði byggt á tilteknu svæði gagnvart ákveðnum lóðum. Er það mat lagt fram við afgreiðslu málsins. Samkvæmt því er texti í afsölum í eðli sínu ekki kvöð á viðkomandi lóðum eða á jörðinni sjálfri. Hafi yfirlýsingum verið ætlað að hvíla sem kvöð á lóðunum og jörðinni hefði þurft að þinglýsa þeim sem slíkum, með skýrum hætti. Það er því mat sveitarstjórnar að ekki séu til staðar kvaðir sem takmarka frekari uppbyggingu á svæðinu. Hins vegar telur sveitarstjórn ástæðu til að skoða nánar skilgreiningu lóðar 34b innan deiliskipulagsáætlunar ásamt kvöð um aðgengi í gegnum lóð 34 að viðkomandi svæði. Að mati sveitarstjórnar er ekki æskilegt að einhliða kvöð sé skilgreind um lóðina án samþykkis viðkomandi lóðarhafa. Jafnframt telur sveitarstjórn að ástæða sé til að leita frekara samráðs landeigenda og sumarhúsafélagsins um vegamál innan svæðisins. Þó bendir sveitarstjórn á að í upphaflegu deiliskipulagi svæðisins er tiltekið um göngustígi, akvegi og bílastæði að jarðareigandi leggi til land undir akvegi og gangstíga en að gerð þeirra skuli kostuð af kaupendum einstakra lóða að jöfnu. Af því má ætla að allir vegir innan svæðisins séu á landi jarðareigenda þótt svo að lagning og viðhald þeirra sé á forsvari sumarhúsfélagsins. Við uppbyggingu nýrra lóða verða nýir lóðarhafar innan svæðisins samhliða hluti af þeim aðilum sem greiða sameiginlegan kostnað vegna viðhalds og reksturs vega. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir því að málinu verði frestað og hvetur landeiganda til frekara samráðs við sumarhúsafélag svæðisins er varðar atriði sem taka til sameiginlega hagsmuni nýrra og núverandi lóðarhafa innan frístundasvæðisins m.t.t. vega. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við skipulagshönnuð er varðar skilgreiningu lóðar 34b og kvaða um aðkomu yfir lóð 34.
-liður 5, Brattholt lóð L193452; Skilgreindur byggingarreitur og byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting - 2503009
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Brattholts L193452 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir sand- og vélaskemmu. Byggingarreitur er staðsettur innan friðlandsmarka friðlandsins við Gullfoss. Göngustígur verður felldur niður sunnan núverandi lóðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
-liður 6, Kolgrafarhólsvegur 17 L232044; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - 2503007
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Kolgrafarhólsvegs 17 L232044 í Bláskógabyggð. Í umsókninni felst breyting á legu byggingarreitar innan lóðarinnar. Á grundvelli umsóknar er gert ráð fyrir að húsið og jarðrask umhverfis fari ekki nær Grafará en 60 metra.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að legu byggingarreits innan lóðarinnar verði breytt svo framarlega sem hann fer ekki nær Grafará en 50 metra í takt við takmarkanir skipulagsreglugerðar 5.3.2.14. gr. er varðar skipulag við vötn, ár og sjó. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist sem geri með ítarlegri hætti grein fyrir breytingunni. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.
-liður 7, Kolgrafarhólsvegur 17 L232044; Veglagning; Framkvæmdarleyfi - 2503010
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til veglagningar á lóðinni Kolgrafarhólsvegur 17 L232044 í Bláskógabyggð. Um er að ræða einbreiðan rauðamalarveg frá Kolgrafarhólsvegi og að þeim stað sem bústaður verður á.
Sveitarstjórn mælist til þess að við breytingu á deiliskipulagi svæðisins verði gert grein fyrir legu vegslóða innan lóðarinnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda deiliskipulags þegar breytingin hefur verið grenndarkynnt.
-liður 8, Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting - 2412011
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir kynningu. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 m2 og á henni stendur 65 m2 sumarhús. Umsagnir og athugasemdir bárust við kynningu skipulagslýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Að mati sveitarstjórnar er breytt notkun viðkomandi frístundalóðar í verslun- og þjónustu ekki þess eðlis, umfram núverandi notkun hússins, að ónæði hljótist af starfseminni gagnvart nágrönnum og lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Mælist sveitarstjórn til þess að unnin verði tillaga aðalskipulagsbreytingar og hún verði kynnt á opinberum vettvangi og þeim hlutaðeigandi aðilum sem athugasemdir gerðu við tillöguna. Sveitarstjórn leggur áherslu á að fyrirhuguð starfsemi innan lóðarinnar einskorðist við núverandi heimildir deiliskipulags og útleigu hússins í heild sinni en ekki stakra herbergja.
-liður 9, Reykholt; Stækkun iðnaðarsvæði I24; Aðalskipulagsbreyting - 2503016
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðal- og deiliskipulagi í Reykholti. Í breytingunni felst breytt skilgreining á iðnaðarsvæði I24.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 10, Skálabrekka-Vestri L229116; Breyta byggingarreit; Fyrirspurn - 2503019
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til lóðar innan lands Skálabrekku-Vestri. Í fyrirspurninni felst beiðni um heimild fyrir breytingu á byggingarreit innan skipulagsins vegna landfræðilegra aðstæðna innan stakrar lóðar.
Að mati sveitarstjórnar er forsvaranlegt, á grundvelli heimilda og takmarkana skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.14. er varðar skipulag við vötn, ár og sjó að skilgreina byggingarreit lóðarinnar í allt að 50 metra fjarlægð frá vatninu í ljósi landfræðilegra aðstæðna á lóðinni. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðsins.
-liður 11, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Deiliskipulag - 2408104
Lögð er fram tillaga deiliskipulags eftir kynningu, sem tekur til lands Fells L177478 (Engjaholt) sem er um 16,3 ha að stærð. Samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 -2027, dagsett 23. ágúst 2024, eru um 13.9 ha svæðisins skilgreint sem verslun og þjónusta, merkt VÞ45 og um 2.4 ha sem frístundabyggð merkt F110. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fimm lóðir. Á reit 1 er gert ráð fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu ásamt þjónustuhúsi. Auk þess er á reitnum gert ráð fyrir heimild fyrir hóteli ásamt veitingarekstri og þjónustuhúsi á 3-4 hæðum í þremur samtengdum byggingum. Heildarbyggingarmagn hótels og byggingum því tengdu eru 8.500 fm. Á lóð merkt 6 er gert ráð fyrir 12 húsum sem geta verið nýtt til útleigu til ferðamanna og sem íbúðar-/starfsmannahús. Gert er ráð fyrir að húsin geti verið allt að 200 fm hvert. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 4.000 fm. Lóðir merktar 2 og 4 verði frístundalóðir. Gert er ráð fyrir undirgöngum undir Biskupstungnabraut til að mynda tengingu á milli svæðanna.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan tillögu aðalskipulagsbreytingar sem lögð er fram samhliða deiliskipulagsáætlun. Þeim sem athugasemdir gerðu á kynningartíma málsins verði sérstaklega kynnt málið að nýju. Framkvæmdir á grundvelli tillögunnar eru tilkynningaskyldar á grundvelli laga 111/2021 1. viðauka lið 12.04. Mælist sveitarstjórn til þess að tilkynningarskýrsla verði unnin og send Skipulagsstofnun til yfirferðar samhliða vinnslu skipulagstillögunnar. Jafnframt verði unnið áhrifamat á vatnshlot í tengslum við tillöguna.
-liður 12, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2404070
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Fells L177478 eftir kynningu. Um er að ræða alls um 16,3 ha sem tillagan tekur til. 11,3 ha svæði sunnan Biskupstungabrautar sem verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði og 5 ha norðan Biskupstungnabrautar sem skiptist í 2,6 ha verslunar- og þjónustusvæði og 2,4 ha frístundasvæði. Innan breytingarinnar er gerð ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu hótels og bygginga því tengdu alls um 8.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu. Heildarbyggingarmagn slíkra húsa geti verið allt að 3.500 fm fyrir allt að 200 gesti. auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir allt að 12 íbúðar-, útleigu- og starfsmannahúsum á svæðinu norðan Biskupstungabrautar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Fells í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulags frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Hættumat vegna ofanflóða hefur verið unnið fyrir tillöguna auk þess sem fyrir liggur höfnun á undanþágu vegna skilgreiningar byggingarreita frá Þingvallavatni og Grafningsvegi-Efri.
Sveitarstjór Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélaganna.
-liður 3, Efri-Reykir L167080; Ártún 19, 22, 24, 26, 28, 30 og 32 og Gunnarsbraut 8; Stofnun lóða - 2502079
Lögð er fram umsókn er varðar nýja staðvísa innan nýs deiliskipulags landi Efri-Reykja L167080 vegna fyrirhugaðra lóðastofnana. Deiliskipulagið tók gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda þ. 13.10.2023 en ekki var gert ráð fyrir staðföngum lóðanna í skipulaginu. Óskað er eftir að göturnar að lóðunum fái staðvísana Ártún og Öldutún. Fyrir liggur rökstuðningur umsækjanda fyrir heitunum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð staðföng vegna fyrirhugaðra lóðarstofnana á grundvelli samþykkts deiliskipulags.
-liður 4, Útey 1 L167647; 2 skipulagsáætlanir sameinaðar; Deiliskipulag - 2405119
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Fyrir eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum umsækjanda og uppfærðum gögnum.
Að mati sveitarstjórnar er ástæða til að rýna tillöguna með ítarlegri hætti er varðar ákveðin atriði sem fram koma innan athugasemda sem bárust vegna deiliskipulagsins. Sveitarstjórn telur að málið hafi fengið eðlilegan lögbundinn feril hingað til er varðar kynningar og auglýsingar þess í samræmi við kröfur skipulagslaga og reglugerðar. Lóðarhöfum og sumarhúsafélagi svæðisins hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um efni og form skipulagsins á öllum stigum málsins, eins og framlagðar umsagnir og athugasemdir gefa til kynna. Sveitarstjórn bendir á að í gildi eru tvær deiliskipulagsáætlanir á svæðinu sem hið nýja deiliskipulag tekur til. Deiliskipulagið tekur til svæðisins í heild þar sem byggingarreitir og byggingarheimildir eru skilgreindar með ítarlegri hætti en þó í samræmi við heimildir eldra deiliskipulags. Ekki er um deiliskipulagsbreytingu að ræða heldur nýtt deiliskipulag sem tekur til svæðisins í heild sinni. Að mati sveitarstjórnar er ekki forsvaranlegt að hluti núverandi lóðarhafa innan frístundasvæðisins geti takmarkað notkun núverandi eigenda jarðarinnar í takt við landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Líkt og fram hefur komið í fyrri afgreiðslum málsins telur sveitarstjórn skynsamlegt að nýta núverandi innviði sumarhúsasvæðisins til áframhaldandi uppbyggingar innan þess í takt við vilja landeigenda. Leitað var sjálfstæðs álits Lögmanna Suðurlands er varðar fullyrðingar um kvaðir sem fram koma innan athugasemda m.t.t. þess að ekki verði byggt á tilteknu svæði gagnvart ákveðnum lóðum. Er það mat lagt fram við afgreiðslu málsins. Samkvæmt því er texti í afsölum í eðli sínu ekki kvöð á viðkomandi lóðum eða á jörðinni sjálfri. Hafi yfirlýsingum verið ætlað að hvíla sem kvöð á lóðunum og jörðinni hefði þurft að þinglýsa þeim sem slíkum, með skýrum hætti. Það er því mat sveitarstjórnar að ekki séu til staðar kvaðir sem takmarka frekari uppbyggingu á svæðinu. Hins vegar telur sveitarstjórn ástæðu til að skoða nánar skilgreiningu lóðar 34b innan deiliskipulagsáætlunar ásamt kvöð um aðgengi í gegnum lóð 34 að viðkomandi svæði. Að mati sveitarstjórnar er ekki æskilegt að einhliða kvöð sé skilgreind um lóðina án samþykkis viðkomandi lóðarhafa. Jafnframt telur sveitarstjórn að ástæða sé til að leita frekara samráðs landeigenda og sumarhúsafélagsins um vegamál innan svæðisins. Þó bendir sveitarstjórn á að í upphaflegu deiliskipulagi svæðisins er tiltekið um göngustígi, akvegi og bílastæði að jarðareigandi leggi til land undir akvegi og gangstíga en að gerð þeirra skuli kostuð af kaupendum einstakra lóða að jöfnu. Af því má ætla að allir vegir innan svæðisins séu á landi jarðareigenda þótt svo að lagning og viðhald þeirra sé á forsvari sumarhúsfélagsins. Við uppbyggingu nýrra lóða verða nýir lóðarhafar innan svæðisins samhliða hluti af þeim aðilum sem greiða sameiginlegan kostnað vegna viðhalds og reksturs vega. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir því að málinu verði frestað og hvetur landeiganda til frekara samráðs við sumarhúsafélag svæðisins er varðar atriði sem taka til sameiginlega hagsmuni nýrra og núverandi lóðarhafa innan frístundasvæðisins m.t.t. vega. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við skipulagshönnuð er varðar skilgreiningu lóðar 34b og kvaða um aðkomu yfir lóð 34.
-liður 5, Brattholt lóð L193452; Skilgreindur byggingarreitur og byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting - 2503009
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Brattholts L193452 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur fyrir sand- og vélaskemmu. Byggingarreitur er staðsettur innan friðlandsmarka friðlandsins við Gullfoss. Göngustígur verður felldur niður sunnan núverandi lóðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
-liður 6, Kolgrafarhólsvegur 17 L232044; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - 2503007
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Kolgrafarhólsvegs 17 L232044 í Bláskógabyggð. Í umsókninni felst breyting á legu byggingarreitar innan lóðarinnar. Á grundvelli umsóknar er gert ráð fyrir að húsið og jarðrask umhverfis fari ekki nær Grafará en 60 metra.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að legu byggingarreits innan lóðarinnar verði breytt svo framarlega sem hann fer ekki nær Grafará en 50 metra í takt við takmarkanir skipulagsreglugerðar 5.3.2.14. gr. er varðar skipulag við vötn, ár og sjó. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist sem geri með ítarlegri hætti grein fyrir breytingunni. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.
-liður 7, Kolgrafarhólsvegur 17 L232044; Veglagning; Framkvæmdarleyfi - 2503010
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til veglagningar á lóðinni Kolgrafarhólsvegur 17 L232044 í Bláskógabyggð. Um er að ræða einbreiðan rauðamalarveg frá Kolgrafarhólsvegi og að þeim stað sem bústaður verður á.
Sveitarstjórn mælist til þess að við breytingu á deiliskipulagi svæðisins verði gert grein fyrir legu vegslóða innan lóðarinnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda deiliskipulags þegar breytingin hefur verið grenndarkynnt.
-liður 8, Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting - 2412011
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir kynningu. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 m2 og á henni stendur 65 m2 sumarhús. Umsagnir og athugasemdir bárust við kynningu skipulagslýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Að mati sveitarstjórnar er breytt notkun viðkomandi frístundalóðar í verslun- og þjónustu ekki þess eðlis, umfram núverandi notkun hússins, að ónæði hljótist af starfseminni gagnvart nágrönnum og lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Mælist sveitarstjórn til þess að unnin verði tillaga aðalskipulagsbreytingar og hún verði kynnt á opinberum vettvangi og þeim hlutaðeigandi aðilum sem athugasemdir gerðu við tillöguna. Sveitarstjórn leggur áherslu á að fyrirhuguð starfsemi innan lóðarinnar einskorðist við núverandi heimildir deiliskipulags og útleigu hússins í heild sinni en ekki stakra herbergja.
-liður 9, Reykholt; Stækkun iðnaðarsvæði I24; Aðalskipulagsbreyting - 2503016
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðal- og deiliskipulagi í Reykholti. Í breytingunni felst breytt skilgreining á iðnaðarsvæði I24.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 10, Skálabrekka-Vestri L229116; Breyta byggingarreit; Fyrirspurn - 2503019
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til lóðar innan lands Skálabrekku-Vestri. Í fyrirspurninni felst beiðni um heimild fyrir breytingu á byggingarreit innan skipulagsins vegna landfræðilegra aðstæðna innan stakrar lóðar.
Að mati sveitarstjórnar er forsvaranlegt, á grundvelli heimilda og takmarkana skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.14. er varðar skipulag við vötn, ár og sjó að skilgreina byggingarreit lóðarinnar í allt að 50 metra fjarlægð frá vatninu í ljósi landfræðilegra aðstæðna á lóðinni. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðsins.
-liður 11, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Deiliskipulag - 2408104
Lögð er fram tillaga deiliskipulags eftir kynningu, sem tekur til lands Fells L177478 (Engjaholt) sem er um 16,3 ha að stærð. Samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 -2027, dagsett 23. ágúst 2024, eru um 13.9 ha svæðisins skilgreint sem verslun og þjónusta, merkt VÞ45 og um 2.4 ha sem frístundabyggð merkt F110. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fimm lóðir. Á reit 1 er gert ráð fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu ásamt þjónustuhúsi. Auk þess er á reitnum gert ráð fyrir heimild fyrir hóteli ásamt veitingarekstri og þjónustuhúsi á 3-4 hæðum í þremur samtengdum byggingum. Heildarbyggingarmagn hótels og byggingum því tengdu eru 8.500 fm. Á lóð merkt 6 er gert ráð fyrir 12 húsum sem geta verið nýtt til útleigu til ferðamanna og sem íbúðar-/starfsmannahús. Gert er ráð fyrir að húsin geti verið allt að 200 fm hvert. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 4.000 fm. Lóðir merktar 2 og 4 verði frístundalóðir. Gert er ráð fyrir undirgöngum undir Biskupstungnabraut til að mynda tengingu á milli svæðanna.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan tillögu aðalskipulagsbreytingar sem lögð er fram samhliða deiliskipulagsáætlun. Þeim sem athugasemdir gerðu á kynningartíma málsins verði sérstaklega kynnt málið að nýju. Framkvæmdir á grundvelli tillögunnar eru tilkynningaskyldar á grundvelli laga 111/2021 1. viðauka lið 12.04. Mælist sveitarstjórn til þess að tilkynningarskýrsla verði unnin og send Skipulagsstofnun til yfirferðar samhliða vinnslu skipulagstillögunnar. Jafnframt verði unnið áhrifamat á vatnshlot í tengslum við tillöguna.
-liður 12, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2404070
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Fells L177478 eftir kynningu. Um er að ræða alls um 16,3 ha sem tillagan tekur til. 11,3 ha svæði sunnan Biskupstungabrautar sem verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði og 5 ha norðan Biskupstungnabrautar sem skiptist í 2,6 ha verslunar- og þjónustusvæði og 2,4 ha frístundasvæði. Innan breytingarinnar er gerð ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu hótels og bygginga því tengdu alls um 8.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu. Heildarbyggingarmagn slíkra húsa geti verið allt að 3.500 fm fyrir allt að 200 gesti. auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir allt að 12 íbúðar-, útleigu- og starfsmannahúsum á svæðinu norðan Biskupstungabrautar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Fells í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
3.Fundargerð íþrótta- og lýðheilsunefndar
2501006
17. fundur haldinn 05.03.2025
Fundargerðin var staðfest.
4.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
2501002
61. fundur haldinn 05.03.2025. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 8.
-liður 8, 2502030, sætislyfta í Aratungu. Sveitarstjórn samþykkir tilboð það sem liggur fyrir fundinum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
5.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2501068
964. fundur haldinn 07.02.2025
971. fundur haldinn 28.02.2025
972. fundur haldinn 11.03.2025
971. fundur haldinn 28.02.2025
972. fundur haldinn 11.03.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
6.Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga bs
2501016
212. fundur haldinn 11.03.2025, ásamt ársreikningi.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
2501013
82. fundur haldinn 24.02.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
2501026
222. fundur haldinn 05.03.2025. Liður 23 er sérstakt mál á dagskrá fundarins, sjá lið nr 29.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
9.Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands
2501023
6. fundur haldinn 13.01.2025
7. fundur haldinn 14.02.2025
Starfsáætlun.
7. fundur haldinn 14.02.2025
Starfsáætlun.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
10.Fundargerð fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
2401022
4. fundur haldinn 04.03.2025. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr 1.
-liður 1, tillaga að hækkun fjárhagsaðstoðar og breyttum gjaldskrám. Sveitarstjórn samþykkir tillögur nefndarinnar samhljóða. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
11.Útboð á sorphirðu 2021
2008049
Samningur um sorphirðu, tillaga um framlengingu um eitt ár í samræmi við samningsskilmála.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að framlengja samning við Íslenska gámafélagið um eitt ár í samræmi við samningsskilmála.
12.Viðbygging við íþróttahúsið á Laugarvatni
2501065
Hugmyndir að viðbyggingu við íþróttahúsið á Laugarvatni
Afgreiðslu málsins er frestað þar til gögn hafa borist frá hópnum sem stendur að hugmyndinni.
13.Lífgas, rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu
2502009
Stofnsamningur og samþykktir fyrir Lífgas ehf
Stofngögn voru lögð fram til kynningar.
14.Lóðarumsókn Langholtsvegur 4, Laugarási
2411030
Umsókn Ragnars Sverrissonar, dags. 11.03.2025, um landbúnaðarlóð í Laugarási, Langholtsvegur 4.
Umrædd lóð, Langholtsvegur 4, hefur ekki verið auglýst laus til úthlutunar, enda hefur hún ekki verið gerð byggingarhæf með lagningu aðveitulagna. Ekki er á áætlun hjá sveitarfélaginu að ráðast í slíkar framkvæmdir á þessu ári og samþykkir sveitarstjórn því samhljóða að lóðin verði því ekki auglýst laus til umsóknar að svo komnu máli.
15.Hverabraut 16-18, Laugarvatni, sala
2306019
Staða á fasteignamarkaði, minnisblað.
Lagt var fram minnisblað Helga S. Gunnarssonar, ráðgjafa. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eignin verði auglýst til sölu að nýju í samræmi við tillögu ráðgjafa um sölutilhögun og skilmála.
16.Framkvæmdateymi Öruggara Suðurlands 2025
2503014
Tilnefning fulltrúa í framkvæmdateymi Öruggara Suðurlands.
Sveitarstjórn tilnefnir Anný Ingimarsdóttur til setu í teyminu.
17.Samstarf við sveitarfélög Landsbyggðin lifi
2503016
Erindi frá samtökunum Landsbyggðin lifi, dags. 05.03.2025,þar sem leitað er eftir samstarfi við sveitarfélög vegna norræns verkefni sem kallast " Coming, Staying, Living".
Erindið var lagt fram til kynningar.
18.Laugarvatnsþraut 2025
2503017
Beiðni keppnisstjórnar Ægis3, þríþrautarfélags, dags. 04.03.2025, um leyfi til að halda hina árlegu Laugarvatnsþraut laugardaginn 5. júlí 2025. Beiðni um aðgang að búningsaðstöðu og aðgengi að sundlaug.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að félagið haldi þríþrautarkeppni hinn 5. júlí n.k. Jafnframt er samþykkt að búningsaðstaða í sundlauginni verði nýtt vegna keppninnar og að keppendur og sjálfboðaliðar fái frítt í sund.
Sveitarstjóra er falið að ræða við skipuleggjendur um fyrirkomulag og aðstöðu.
Sveitarstjóra er falið að ræða við skipuleggjendur um fyrirkomulag og aðstöðu.
19.Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2025
2503019
Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga janúar til febrúar 2025
Yfirlitið var lagt fram.
20.Trúnaðarmál
2503003
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
21.Trúnaðarmál
2502008
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
22.Samningur um uppgræðslu spildu úr landi jarðarinnar Hóla
2503020
Samningur við Skálpa ehf um uppgræðslu lands innan jarðarinnar Hóla.
Sveitarstjórn samþykkir samninginnn samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
23.Kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ
2411016
Kostnaðaráhrif kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ
Lagt var fram minnisblað það sem fram kemur að kostnaður við nýja kjarasamninga KÍ á árinu 2025 mun nema um 65,5 millj. kr. umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráðist verði í hagræðingaraðgerðir til að mæta umræddum kostnaði. Sveitarstjóra er falið að útfæra aðgerðir í samráði við stjórnendur.
24.Tjaldsvæði Laugarvatni
2408032
Rekstur tjaldsvæðis á Laugarvatni
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, vék af fundi við afgreiðslu málsins. Lagðar voru fram þær fjórar umsóknir sem bárust um rekstur tjaldsvæðisins á Laugarvatni, ásamt minnisblaði um viðtöl við umsækjendur. Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri, kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti umsóknirnar ásamt niðurstöðum viðtala. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að semja við Vinastræti ehf, Laugarvatni, um rekstur tjaldsvæðisins á grundvelli þeirra leiguskilmála sem umsækjendum hafa verið kynntir.
25.Mat á umhverfisáhrifum, Hagavatnsvirkjun
2502014
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 17.02.2025, þar sem óskað er umsagnar um umhverfismatsskýrslu vegna Hagavatnsvirkjunar. Umsagnarfrestur er til 1. apríl 2025. Áður á dagskrá 379. fundar.
Sveitarstjóra er falið að skila umsögn um skýrsluna.
26.Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög 147. mál
2503008
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög, 147. mál.
Lagt fram til kynningar.
27.Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkur 2025
2503009
Beiðni Reykjavíkurborgar, dags. 13.03.2025, um umsögn um tillögu að aðalskipulagsbreytingu, íbúðaruppbygging í grónum hverfum. Umsagnarfrest er til 10.04.2025.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
28.Þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða 101. mál
2503012
Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 06.03.2025, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál.
Umsagnarfrestur er til 20. mars.
Umsagnarfrestur er til 20. mars.
Lagt fram til kynningar.
29.Rekstrarleyfisumsókn Þrívörðuás 4 231 2859
2409014
Erindi sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 25.02.2025, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Magnúsi B. Eyþórssyni fyrir hönd HIMA ráðgjöf, kt. 581224 - 0870 á sumarbústaðalandinu Þrívörðuás 4 (F231 2859) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitir jákvæða umsögn um erindið.
30.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2503005
Umsókn um að barn með lögheimili í Bláskógabyggð fái að stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.
Afgreiðsla málsins var lögð fram til kynningar.
31.Ársskýrsla Hestamannafélagsins Jökuls 2024
2503013
Ársskýrsla Hestamannafélagsins Jökuls fyrir árið 2024, ásamt fundargerð aðalfundar.
Lagt fram til kynningar.
32.Handbók um uppbyggingu ferðamannastaða
2503015
Handók Ferðamálastofu og Markaðsstofu Suðurlands til sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða.
Lagt fram til kynningar.
33.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2025
2503018
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélag, sem haldinn verður fimmtudaginn 20. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:55.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum innan deiliskipulagssvæðisins og landeiganda upprunalands.