Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá styrkbeiðni, var það samþykkt samhljóða og verður liður nr. 12.
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
297. fundur haldinn 26.02.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 5.
-liður 2, Kolgrafarhólsvegur 11 (L167664); byggingarheimild; sumarhús - 2501083
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur skilað inn lagfærðum gögnum. Móttekin var umsókn þann 30.01.2025 um byggingarheimild fyrir 59 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Kolgrafarhólsvegur 11 L167664 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
-liður 3, Kvistalundur 8 L170459; Kvistalundur 10 L208476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2502061
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Veiðilundar, frístundabyggðar í landi Miðfells. Í breytingunni felst að lóðirnar Kvistalundur 8 L170459 og Kvistalundur 10 L208476 verða sameinaðar í eina lóð að stærð 4.400 m2. Byggingarreitir lóðanna verða sameinaðir og samanlagt nýtingarhlutfall lóðanna helst óbreytt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða fyrir breytingunni er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
-liður 4, Laugarvatn L167638; Traustatún og Guststún; Deiliskipulagsbreyting - 2502062
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins að Laugarvatni, nánar tiltekið lóðir við Traustatún, Herutún, Fáfnistún og Guststún. Komið hefur í ljós að vegna jarðvegsaðstæðna á hluta svæðisins þá eru lóðir ekki byggingarhæfar. Lóðir við Guststún og Fáfnistún eru því felldar út og gerð breyting á nokkrum lóðum við Traustatún og Herutún til að nýta landið undir byggingar, eftir því sem hægt er. Lóð við Garðstún 2 er stækkuð lítillega. Stærð skipulagssvæðis er 3,1 ha.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
-liður 5 Skálholtsvegur 1, L167389; Borun eftir köldu vatni; Framkvæmdarleyfi - 2502084
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til borunar eftir köldu vatni á lóð Skálholtsvegar 1 í tengslum við uppbyggingu Árbaðanna í Laugarási. Í framkvæmdinni felst borun á allt að þremur holum innan lóðar. Vatnið er ætlað til uppblöndunar á heitu vatni við inndælingu í baðlónið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltúa útgáfu leyfisins. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur skilað inn lagfærðum gögnum. Móttekin var umsókn þann 30.01.2025 um byggingarheimild fyrir 59 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Kolgrafarhólsvegur 11 L167664 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
-liður 3, Kvistalundur 8 L170459; Kvistalundur 10 L208476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2502061
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Veiðilundar, frístundabyggðar í landi Miðfells. Í breytingunni felst að lóðirnar Kvistalundur 8 L170459 og Kvistalundur 10 L208476 verða sameinaðar í eina lóð að stærð 4.400 m2. Byggingarreitir lóðanna verða sameinaðir og samanlagt nýtingarhlutfall lóðanna helst óbreytt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða fyrir breytingunni er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
-liður 4, Laugarvatn L167638; Traustatún og Guststún; Deiliskipulagsbreyting - 2502062
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins að Laugarvatni, nánar tiltekið lóðir við Traustatún, Herutún, Fáfnistún og Guststún. Komið hefur í ljós að vegna jarðvegsaðstæðna á hluta svæðisins þá eru lóðir ekki byggingarhæfar. Lóðir við Guststún og Fáfnistún eru því felldar út og gerð breyting á nokkrum lóðum við Traustatún og Herutún til að nýta landið undir byggingar, eftir því sem hægt er. Lóð við Garðstún 2 er stækkuð lítillega. Stærð skipulagssvæðis er 3,1 ha.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
-liður 5 Skálholtsvegur 1, L167389; Borun eftir köldu vatni; Framkvæmdarleyfi - 2502084
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til borunar eftir köldu vatni á lóð Skálholtsvegar 1 í tengslum við uppbyggingu Árbaðanna í Laugarási. Í framkvæmdinni felst borun á allt að þremur holum innan lóðar. Vatnið er ætlað til uppblöndunar á heitu vatni við inndælingu í baðlónið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltúa útgáfu leyfisins. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
2.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2501068
970. fundur haldinn 25.02.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
2501071
331. fundur 25.02.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Árnesinga
2304063
Fundur haldinn 13.02.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Gjaldskrá um kattahald
2406019
Gjaldskrá um kattahald, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða og felur sveitarstjóra að láta birta hana.
6.Hagavatnsvirkjun
1810032
Kynning á virkjanaáformum.
Gunnar Viðar Bjarnason, Birgir Finnbogason og Ólafur Björnsson komu inn á fundinn og ræddu stöðu verkefnisins, en umhverfismatsskýrsla er nú til umsagnar.
7.Viðbygging við íþróttahúsið á Laugarvatni
2501065
Fulltrúar UMFL komu á fund sveitarstjórnar
Inn á fund sveitarstjórnar komu Bjarni D. Daníelsson, Smári Stefánsson, Pálmi Pálsson og Sölvi Arnarson og kynntu hugmyndir um að byggja ofan á þann hluta íþróttahússins sem hýsir búningsklefa og fleira. Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og kynninguna. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.
8.Kjaradeila Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ
2411016
Nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ, mat á kostnaðaráhrifum
Gögn um kjarasamninginn voru lögð fram. Sveitarstjórn óskar eftir að tekin verði saman kostnaðaráhrif samningsins fyrir sveitarfélagið.
9.Sinfó í sundi samfélagsviðburður
2503001
Bréf frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, dags. 28.02.2025, um samfélagsviðburð sem kallast Sinfó í sundi í samstarfi við sundlaugar og sveitarfélög landsins í tilefni af 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur jákvætt í erindið og vísar því til forstöðumanns íþróttamannvirkja.
10.Leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags
2503002
Beiðni Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um að barn haldi leikskólaplássi í einn mánuð, þrátt fyrir flutning úr sveitarfélaginu.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
11.Dvalarheimili fyrir aldraða, áskorun
2008005
Áskorun 60 plús í Laugardal varðandi það að komið verði á fót dvalarheimili fyrir aldraða að Lindarbraut 4.
Ályktunin var lögð fram. Þar er skorað á ríkið að nýta húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni sem dvalarheimili aldraðra. Sveitarstjórn tekur undir með félaginu 60 plús í Laugardal og hvetur heilbrigðisyfirvöld til að skoða þann möguleika að nýta húsnæðið undir hjúkrunarheimili.
12.Styrkbeiðni Karlakórs Hreppamanna 2025
2503004
Beiðni Karlakórs Hreppamanna, dags. 26.02.2025, um styrk vegna útgáfu söngskrár
Styrkbeiðnin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 25.000 kr styrk. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fundi slitið - kl. 11:15.