Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2302022
-liður 2 í fundargerð 295. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var 29.01.2025, Íshellir á Langjökli; Manngerður hellir; Deiliskipulag, áður á dagskrá á 378. fundi.
2.Fundargerð skipulagsnefndar
2302022
-liður 5 í fundargerð 295. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var 29.01.2025, Íshellir á Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Aðalskipulagsbreyting , áður á dagskrá á 378. fundi.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar skilgreiningu nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli eftir auglýsingu og frestun sveitarstjórnar á afgreiðslu tillögunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki sem starfrækt eru á svæðinu bjóða upp á jöklaferðir og vilja geta boðið upp á íshellaskoðun allt árið um kring með því að gera manngerða íshella í Langjökli. Nú þegar er eitt skilgreint svæði fyrir manngerðan íshelli á jöklinum. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður gert nýtt deiliskipulag þar sem gerð verður grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun og landnýtingu, skilgreind lóð fyrir manngerðan íshelli sem verður nýttur til ferðaþjónustustarfsemi og vernd náttúru- og menningarminjar. Svæðið sem um ræðir fyrir íshellinn er innan þjóðlendu og er í um 1.100 m h.y.s. og er ofan jafnvægislínu í suðurhlíðum Langjökuls. Fyrirhugaður íshellir er alfarið utan hverfisverndaðs svæðis við Jarlhettur. Skipulagssvæðið er alfarið á jökli og er aðkoma að jöklinum eftir vegi F336 sem tengist vegi nr. 35, Kjalvegi, á Bláfellshálsi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
296. fundur haldinn 12.02.2025, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 4 til 10.
-liður 4, Syðri-Reykir 1 L167162; Íbúðarhús, 3 aukahús og skilgreint byggingarmagn; Deiliskipulag - 2502008
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Syðri-Reykja 1 L167162 í Bláskógabyggð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir þremur nýjum lóðum þar sem heimilt er að byggja íbúðarhús og 3 aukahús s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu.Lagður er fram tölvupóstur landeiganda, dags. 23.02.2025.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og oddvita og skipulagsfulltrúa er falið að funda með umsækjanda.
-liður 5, Kelduendi L219953; Sumarbústaðaland í annað land; Fyrirspurn - 2502007
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Kelduenda L219953 í Bláskógabyggð. Samkvæmt skipulagi er landið flokkað sem bæði sumarbústaðaland og landbúnaðarland. Landið er skráð sumarbústaðarland innan skráningarkerfi HMS. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að allt landið verði skilgreint sem annað land.
Að mati sveitarstjórnar er meginnotkun landsins, í skilgreiningu aðalskipulags, landbúnaðarland. Deiliskipulag frístundasvæðis liggur að viðkomandi landi þótt svo að skilgreining á frístundafláka aðalskipulags liggi um landið. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við breytta skráningu og skilgreiningu landsins með þeim fyrirvara að komi til breytinga á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir skilgreiningu byggingarheimilda innan viðkomandi frístundasvæðis falli lóðin aftur undir landnotkun sumarhúsasvæðis. Sveitarstjórn bendir á að aðliggjandi land L189400 er allt skráð sem sumarbústaðarland þvert á stefnumörkun aðalskipulags. Mælist sveitarstjórn til þess að skráning á landnotkun þess lands verði samhliða tekin til skoðunar í samráði við landeiganda.
-liður 6, Vatnsleysa 1 L167619; Lóð 1A, stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2501075
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundahúsasvæðis í landi Vatnsleysu í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lóð nr. 1A, sem áður var utan skipulags, verður tekin inn í skipulag og stækkar úr 5.018 m2 í 7.009 m2 á kostnað lóðar nr. 1 sem minnkar úr 23.978 m2 í 21.987 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
-liður 7, Myrkholt 2 L174177; Myrkholt L167133; Breytt stærð lóðar - 2501071
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 24.01.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðarinnar Myrkholt 2 L174177. Lóðin er í dag skráð 10.000 fm en stærð hennar mælist 6.360,5 fm skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. Mismunurinn upp á 3.639,5 fm fer aftur í upprunalandið, Myrkholt L167133, sem verður þá um 39,4 ha skv. núverandi skráningu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið.
-liður 8, Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting - 2412011
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir kynningu. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 m2 og á henni stendur 65 m2 sumarhús. Athugasemdir bárust við kynningu skipulagslýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Í ljósi framkominna athugasemda samþykkir sveitarstjórn að umsækjanda málsins verði gefinn kostur á að koma á framfæri skriflegum andsvörum og frestar sveitarstjórn því afgreiðslu málsins.
-liður 9, Hrosshagi L167118; Bakki og Ærhúsbakki L235706; Stofnun og stækkun lóða - 2502036
Lögð er fram umsókn ásamt undirrituðum merkjalýsingum dags. 08.01.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun og stækkun landeigna. Annars vegar er óskað eftir að stofna 5.003 fm lóð, Bakki, úr landi Hrosshaga L167118 og hins vegar að stækka landeignina Ærhúsbakki L235706 úr 56.279 fm í 68.452,7 fm. Stækkunin sem nemur 12.173,7 fm kemur úr landi Hrosshaga L167118.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun og stækkun viðkomandi landeigna skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóða eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins.
-liður 10, Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag - 2404002
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190 eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Athugasemdir voru gerðar við málið af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti þar sem við á innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og með uppdrætti frá Ísor er varðar vatnsvernd svæðisins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liðið varðar.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Syðri-Reykja 1 L167162 í Bláskógabyggð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir þremur nýjum lóðum þar sem heimilt er að byggja íbúðarhús og 3 aukahús s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu.Lagður er fram tölvupóstur landeiganda, dags. 23.02.2025.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og oddvita og skipulagsfulltrúa er falið að funda með umsækjanda.
-liður 5, Kelduendi L219953; Sumarbústaðaland í annað land; Fyrirspurn - 2502007
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Kelduenda L219953 í Bláskógabyggð. Samkvæmt skipulagi er landið flokkað sem bæði sumarbústaðaland og landbúnaðarland. Landið er skráð sumarbústaðarland innan skráningarkerfi HMS. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir því að allt landið verði skilgreint sem annað land.
Að mati sveitarstjórnar er meginnotkun landsins, í skilgreiningu aðalskipulags, landbúnaðarland. Deiliskipulag frístundasvæðis liggur að viðkomandi landi þótt svo að skilgreining á frístundafláka aðalskipulags liggi um landið. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við breytta skráningu og skilgreiningu landsins með þeim fyrirvara að komi til breytinga á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir skilgreiningu byggingarheimilda innan viðkomandi frístundasvæðis falli lóðin aftur undir landnotkun sumarhúsasvæðis. Sveitarstjórn bendir á að aðliggjandi land L189400 er allt skráð sem sumarbústaðarland þvert á stefnumörkun aðalskipulags. Mælist sveitarstjórn til þess að skráning á landnotkun þess lands verði samhliða tekin til skoðunar í samráði við landeiganda.
-liður 6, Vatnsleysa 1 L167619; Lóð 1A, stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2501075
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til frístundahúsasvæðis í landi Vatnsleysu í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að lóð nr. 1A, sem áður var utan skipulags, verður tekin inn í skipulag og stækkar úr 5.018 m2 í 7.009 m2 á kostnað lóðar nr. 1 sem minnkar úr 23.978 m2 í 21.987 m2.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
-liður 7, Myrkholt 2 L174177; Myrkholt L167133; Breytt stærð lóðar - 2501071
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 24.01.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðarinnar Myrkholt 2 L174177. Lóðin er í dag skráð 10.000 fm en stærð hennar mælist 6.360,5 fm skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. Mismunurinn upp á 3.639,5 fm fer aftur í upprunalandið, Myrkholt L167133, sem verður þá um 39,4 ha skv. núverandi skráningu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið.
-liður 8, Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting - 2412011
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir kynningu. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 m2 og á henni stendur 65 m2 sumarhús. Athugasemdir bárust við kynningu skipulagslýsingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Í ljósi framkominna athugasemda samþykkir sveitarstjórn að umsækjanda málsins verði gefinn kostur á að koma á framfæri skriflegum andsvörum og frestar sveitarstjórn því afgreiðslu málsins.
-liður 9, Hrosshagi L167118; Bakki og Ærhúsbakki L235706; Stofnun og stækkun lóða - 2502036
Lögð er fram umsókn ásamt undirrituðum merkjalýsingum dags. 08.01.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun og stækkun landeigna. Annars vegar er óskað eftir að stofna 5.003 fm lóð, Bakki, úr landi Hrosshaga L167118 og hins vegar að stækka landeignina Ærhúsbakki L235706 úr 56.279 fm í 68.452,7 fm. Stækkunin sem nemur 12.173,7 fm kemur úr landi Hrosshaga L167118.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun og stækkun viðkomandi landeigna skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið. Sveitarstjórn bendir á að framkvæmdir innan lóða eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins.
-liður 10, Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag - 2404002
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190 eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Athugasemdir voru gerðar við málið af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti þar sem við á innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og með uppdrætti frá Ísor er varðar vatnsvernd svæðisins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liðið varðar.
4.Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
2501026
220. fundur haldinn 05.02.2025
221. fundur haldinn 19.02.2025
221. fundur haldinn 19.02.2025
Liður 24 í fundargerð 220. fundar er sérstakt mál á dagskrá þessa fundar, sjá lið 30.
Liður 26 í fundargerð 221. fundar er sérstakt mál á dagskrá þessa fundar, sjá lið 31.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
Liður 26 í fundargerð 221. fundar er sérstakt mál á dagskrá þessa fundar, sjá lið 31.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
5.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands
2501024
241. fundur haldinn 17.01.2025
242. fundur haldinn 11.02.2025
242. fundur haldinn 11.02.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram.
6.Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga bs
2501017
15. fundur haldinn 20.02.2025
Fundargerðin var lögð fram.
7.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
2501011
Fundur haldinn 17.02.2025
Fundargerðin var lögð fram.
8.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu bs
2501012
25. fundur haldinn 12.02.2025
Fundargerðin var lögð fram.
9.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses
2501027
21. fundur haldinn 27.01.2025
Fundargerðin var lögð fram.
10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2501068
960. fundur haldinn 13.12.2024.
961. fundur hadinn 17.01.2024
962. fundur haldinn 22.01.2025
961. fundur hadinn 17.01.2024
962. fundur haldinn 22.01.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram.
11.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2501068
963. fundur haldinn 31.01.2025
965. fundur haldinn 18.02.2025
966. fundur haldinn 19.02.2025
967. fundur haldinn 20.02.2025
968. fundur haldinn 21.02.2025
969. fundur haldinn 24.02.2025
965. fundur haldinn 18.02.2025
966. fundur haldinn 19.02.2025
967. fundur haldinn 20.02.2025
968. fundur haldinn 21.02.2025
969. fundur haldinn 24.02.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
12.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
2501013
81. fundur haldinn 27.01.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
13.Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs
2501014
26. fundur haldinn 17.12.2024
27. fundur haldinn 04.02.2025
27. fundur haldinn 04.02.2025
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
14.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)
2501015
618. fundur haldinn 24.01.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
2501069
80. fundur haldinn 31.01.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
16.Vatnsrennibraut í sundlaugina á Laugarvatni
2502006
Bréf Dags Steins Daníelssonar, móttekið 19.02.2025, þar sem óskað er eftir vatnsrennibraut við sundlaugina á Laugarvatni.
Bréf Dags Steins var lagt fram. Þar er óskað eftir að sett verði upp vatnsrennibraut við sundlaugina á Laugarvatni þar sem það muni auka aðsókn fjölskyldna og ferðamanna og verða mjög gaman.
Sveitarstjórn þakkar Degi Steini fyrir erindið, verkefnið er ekki á áætlun eins og er, en vonandi getur þessi hugmynd orðið að veruleika í framtíðinni.
Sveitarstjórn þakkar Degi Steini fyrir erindið, verkefnið er ekki á áætlun eins og er, en vonandi getur þessi hugmynd orðið að veruleika í framtíðinni.
17.Nýting hjólhýsasvæðis, hugmyndir nemenda
2502019
Hugmyndir nemenda í Bláskógaskóla um nýtingu hjólhýsasvæðis, erindi dags. 04.02.2025.
Erindið var lagt fram. Þar kemur fram að nemendur Bláskógaskóla, allt frá elstu deild leikskóla upp í 10. bekk, heimsóttu fyrrum hjólhýsasvæði við Laugarvatn nýverið og sendu sveitarstjórn hugmyndir að nýtingu svæðisins. Hugmyndirnar eru margvíslegar og taka m.a. til útivistarmöguleika, íþróttaaðstöðu, verslana og ýmiskonar þjónustu.
Sveitarstjórn þakkar nemendum fyrir erindið og þær fjölbreyttu hugmyndir sem þeir hafa um nýtingu svæðisins.
Sveitarstjórn þakkar nemendum fyrir erindið og þær fjölbreyttu hugmyndir sem þeir hafa um nýtingu svæðisins.
18.Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar á Laugarvatni
2502016
Erindi forstöðumanns íþróttamannvirkja, dags. 10.02.2025, varðandi aukinn opnunartíma íþróttamannvirkja á Laugarvatni (laugardagsmorgnar).
Umræða varð um málið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að útfæra opnunina með forstöðumanni.
19.Líforka, rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu
2502009
Drög að stofnsamningi og samþykktum óstofnaðs hlutafélags um að vinna efni og orku úr lífrænum hliðarstraumum frá landbúnaði og garðyrkju í uppsveitum Árnessýslu.
Sveitarstjórn samþykkir stofnsamning og samþykktir hins óstofnaða einkahlutafélags, sem gert er ráð fyrir að fái heitið Líforka. Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram hlutafé að fjárhæð kr. 125.000.
Sveitarstjórn veitir Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, kt. 251070-3189, umboð til að undirrita samþykktir, stofnsamning og önnur gögn sem þarf til að stofna félagið og skrá það.
Sveitarstjórn veitir Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, kt. 251070-3189, umboð til að undirrita samþykktir, stofnsamning og önnur gögn sem þarf til að stofna félagið og skrá það.
20.Styrkbeiðni Sambands sunnlenskra kvenna
2502020
Erindi ritnefndar Ársrits Sambands Sunnlenskra kvenna þar sem óskað er eftir styrktarlínum (lógóbirtingu) eða auglýsingum í rit SSK.
Sveitarstjórn samþykkir 9.000 kr styrk til útgáfu ritsins.
21.CanAm Iceland Hill Rally 2025
2502021
Beiðni keppnisstjórnar CanAm Iceland Hill Rally 2025, dags. 21.02.2025, um leyfi til að halda ofangreinda keppni á vegum sem undir sveitarfélagið falla.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
22.Húsnæðisáætlun 2025
2502022
Húsnæðisáætlun 2025
Húsnæðisáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2025 var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina samhljóða.
23.Gjaldskrá um kattahald
2406019
Tillaga að gjaldskrá um kattahald
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.
24.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar
2302029
Breyting á samþykktum sveitarstjórnar, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir samhjóða breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að senda innviðaráðuneytinu samþykktirnar til staðfestingar.
25.Svæði fyrir rafhleðslustöðvar
2406009
Samkomulag um svæði fyrir rafhleðslustöðvar í Reykholti.
Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá honum í samræmi við umræður á fundinum.
26.Kjaradeila Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ
2411016
Staða kjaraviðræðna
Þeim ánægjulega áfanga var náð í gærkvöldi að ritað var undir kjarasamning milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Samningurinn verður kynntur og borinn undir atkvæði á næstunni.
27.Athafnasvæði vegna stækkunar Fontana
2502027
Erindi verkefnastjóra vegna stækkunar Fontana um afnot af landi sem vinnusvæði á meðan á framkvæmdum stendur, dags. 30.01.2025.
Erindið var lagt fram. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að funda með verkefnastjóra.
28.Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
2303025
Úr samráðsgátt, drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Umsagnarfrestur er til 5. mars 2025.
Umsagnarfrestur er til 5. mars 2025.
Frumvarpið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með starfsmönnum innviðaráðuneytisins um breytingarnar.
29.Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum
2502011
Erindi innviðaráðuneytisins, dags. 21.02.2025, þar sem kynnt er samráð um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, vegna mats á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa, stjórnvaldsfyrirmæla eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á sveitarfélög.
Erindið var lagt fram.
30.Rekstrarleyfisumsókn Miðhús, lóð 6 (2304713)
2410011
Erindi sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26.09.2023 þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarhús frá Páli Ó. Pálssyni fyrir hönd
Dalasól ehf., kt. 701219 - 0740 á sumarbústaðalandinu Miðhús lóð 6 (F230 4713) í Bláskógabyggð. Áður á dagskrá á 369. fundi.
Dalasól ehf., kt. 701219 - 0740 á sumarbústaðalandinu Miðhús lóð 6 (F230 4713) í Bláskógabyggð. Áður á dagskrá á 369. fundi.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd um að veitt verði rekstrarleyfi í samræmi við umsóknina.
31.Rekstrarleyfisumsókn Kolgrafarhólsvegur 13 220 6108
2502013
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17.02.2025, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (C) Minna gistiheimili, rýmisnúmer 01 0101 sumarhús
frá Róberti Erni Jónssyni, kt. 110164 - 5059 á sumarbústaðalandinu Kolgrafarhólsvegur 13 (F220 6108) í Bláskógabyggð.
frá Róberti Erni Jónssyni, kt. 110164 - 5059 á sumarbústaðalandinu Kolgrafarhólsvegur 13 (F220 6108) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis enda samræmist starfsemin ekki stefni skipulags.
32.Mat á umhverfisáhrifum, Hagavatnsvirkjun
2502014
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 17.02.2025, þar sem óskað er umsagnar um umhverfismatsskýrslu vegna Hagavatnsvirkjunar. Umsagnarfrestur er til 1. apríl 2025.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum verkefnisins.
33.Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár
2403011
Erindi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 8/2025 - Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár 2025-2029.
Erindið var lagt fram til kynningar.
34.Aðalfundur Límtré Vírnets ehf 2025
2502010
Boð á aðalfund Límtré Vírnets ehf sem haldinn verður 06.03.2025.
Lagt fram til kynningar.
35.Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga
2502012
Skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála um frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
36.Losun seyru frá þjóðgarðinum á Þingvöllum
2502015
Samningur þjóðgarðsins á Þingvöllum við Veitur um losun seyru frá þjóðgarðinum.
Samningsdrög voru lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
37.Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga 2025
2502017
Bréf frá tilnefningarnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 11. febrúar 2025, þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Erindið var lagt fram.
Fundi slitið - kl. 14:50.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu eftir uppfærslu gagna. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.