Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

378. fundur 05. febrúar 2025 kl. 09:00 - 10:57 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað (Teams).

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2501025

295. fundur haldinn 29.01.2025, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 8.
-liður 2, Íshellir á Langjökli; Manngerður hellir; Deiliskipulag - 2311073
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til manngerðs íshellis á Langjökli eftir auglýsingu. Deiliskipulagið nær yfir um 5 ha svæði þar sem afmörkuð verður lóð, byggingarreitur og aðkoma að svæðinu auk skilmála. Samhliða hefur verið auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á afþreyingar- og ferðamannasvæði á jöklinum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

-liður 3, Böðmóðsstaðir; Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting - 2405092
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Bjarkarhöfða. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist í landbúnaðarsvæði í takt við skráningu landsins í lögbýlaskrá. Umsagnir og athugasemdir bárust við kynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Bjarkarhöfða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn bendir á í ljósi framlagðra athugasemda nágranna við kynningu málsins að landið sem um ræðir er skráð á lögbýlaskrá sem skógræktarbýli samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðherra frá 24. október 1990, umrædd breyting tekur því til þess að leiðrétta landnotkun svæðisins til fyrra horfs.


-liður 4, Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag - 2206013
Lögð er fram tillaga deiliskipulags frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Hættumat vegna ofanflóða hefur verið unnið fyrir tillöguna auk þess sem tillagan hefur verið uppfærð m.t.t umsagna og athugasemda Skipulagsstofnunar auk þess sem lögð er fram synjun innviðaráðuneytisins vegna undanþágu er varðar skilgreiningu byggingarreita frá ám og vötnum og vegum.
Í ljósi þeirra breytinga sem vinna þarf á tillögunni gagnvart takmörkunum frá ám- og vötnum og vegum og sökum þess að ár fer að verða liðið síðan að athugasemdafresti við tillöguna lauk, samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að afgreiðslu tillögunnar verði frestað.


-liður 5, Íshellir í Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2304027
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar skilgreiningu nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli eftir auglýsingu og frestun sveitarstjórnar á afgreiðslu tillögunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki sem starfrækt eru á svæðinu bjóða upp á jöklaferðir og vilja geta boðið upp á íshellaskoðun allt árið um kring með því að gera manngerða íshella í Langjökli. Nú þegar er eitt skilgreint svæði fyrir manngerðan íshelli á jöklinum. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður gert nýtt deiliskipulag þar sem gerð verður grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun og landnýtingu, skilgreind lóð fyrir manngerðan íshelli sem verður nýttur til ferðaþjónustustarfsemi og vernd náttúru- og menningarminjar. Svæðið sem um ræðir fyrir íshellinn er innan þjóðlendu og er í um 1.100 m h.y.s. og er ofan jafnvægislínu í suðurhlíðum Langjökuls. Fyrirhugaður íshellir er alfarið utan hverfisverndaðs svæðis við Jarlhettur. Skipulagssvæðið er alfarið á jökli og er aðkoma að jöklinum eftir vegi F336 sem tengist vegi nr. 35, Kjalvegi, á Bláfellshálsi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

-liður 6, Eyvindartunga lóð 5 L192108, lóð 6 L192109 og lóð 8 L192111; Veglagning; Framkvæmdaleyfi - 2501065
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til veglagningar. Til stendur að leggja veginn Eyás sem staðsettur er í frístundabyggð neðan Laugarvatnsvegar í landi Eyvindartungu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Mælist sveitarstjórn til þess að lögð verði fram hnitsett gögn sem geri grein fyrir legu vegarins í samræmi við samþykkt deiliskipulag.


-liður 7, Stórholt 2, L236857; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2406093
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, sem tekur til lands Stórholts 2 L236857 í landi Úteyjar 1. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið er um 3,48 ha. Umsagnir bárust við kynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og fornleifaskráningu sem tekur til svæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Stórholts 2 L236857 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.


-liður 8, Háholt 1 L194570 og Háholt 3 L194572; Sameining lóða - 2501039
Lögð er fram umsókn er varðar sameiningu lóða. Óskað er eftir að sameina lóðina Háholt 1 L194570 við Háholt 3 L194572 sem verður um einn hektari að stærð eftir sameiningu. Lóðirnar eru innan deiliskipulags fyrir frístundasvæðið Ása- og Holtahverfi í landi Fells.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins eru lóðir innan svæðisins á bilinu 5.000 - 13.000 fm að stærð, samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar fyrir frístundabyggð kafla 2.3.2 skulu lóðir á frístundasvæðum að jafnaði vera á stærðarbilinu 5.000 - 10.000 fm að stærð. Að mati skipulagsnefndar samræmis því umsótt beiðni stefnumörkun aðalskipulags og byggðarmynstri og lóðarstærðum innan svæðisins samkv. gildandi deiliskipulagi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að unnin verði breyting á deiliskipulagi sem tekur til sameiningar lóðarinnar. Umsókn um sameiningu lóðanna er háð breytingu á deiliskipulagi og er því framlagðri beiðni frestað þar til breyting á deiliskipulagi hefur lokið sínu lögbundna kynningar- og umsagnarferli.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð skólanefndar

2501003

40. fundur haldinn 27.01.2025, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 og 3 eru þau mál sérstakir liðir á dagskrá þessa fundar, þ.e. nr. 20 og 22.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2501002

60. fundur haldinn 03.02.2025, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 1.
-liður 1, 2501059, skráning veitugrunna Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að taka tilboði Eflu verkfræðistofu í skráningu veitugrunna. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.

4.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

2501026

219. fundur haldinn 22.01.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2501011

Fundur haldinn 23.01.2025.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2501013

80. fundur haldinn 13.01.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands

2401015

330. fundur haldinn 18.12.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

2501069

79. fundur haldinn 17.01.2025
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Mannauðsstjóri á leigu

2411045

Tilboð í mannauðsstjóra á leigu, áður á dagskrá á 377. fundi
Tilboð Attentus var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboðinu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

10.Lóðarumsókn Langholtsvegur, Laugarási

2204040

Umsókn um lóð við Langholtsveg 4, áður á dagskrá á 303. fundi.
Tvær umsóknir um lóðina Langholtsveg 4 liggja fyrir, sjá 10. og 11. dagskrárlið. Í umsókn Þrastar Gylfasonar og Unu Ómarsdóttur koma fram forsendur umsóknarinnar og áform umsækjenda um nýtingu lóðarinnar, áform um að sækja um sameiningu lóðarinnar við lóðina Langholtsveg 1 og beiðni um tiltekna eftirgjöf gjalda af lóðinni.
Umrædd lóð, Langholtsvegur 4, hefur ekki verið auglýst laus til úthlutunar, enda hefur hún ekki verið gerð byggingarhæf með lagningu aðveitulagna. Samkvæmt deiliskipulagi Laugaráss er umrædd lóð flokkuð sem landbúnaðarlóð í landnotkunarflokki L2 og eru því áform um byggingu gestahúsa á lóðinni ekki í samræmi við skipulagsskilmála. Þá stendur ekki til að sameina lóðina lóðinni við Langholtsveg 1, enda gerir deiliskipulag ráð fyrir því að á milli lóðanna verði opið svæði, reiðvegur og mögulega akvegur. Þá eru engar forsendur til eftirgjafar gjalda af lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðin verði ekki auglýst til úthlutunar að svo stöddu og að ekki verði gerðar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar til að mæta hugmyndum umsækjenda um nýtingu lóðarinnar.

11.Lóðarumsókn Langholtsvegur 4, Laugarási

2411030

Umsókn um lóð við Langholtsveg, áður á dagskrá á 373. fundi.
Tvær umsóknir um lóðina Langholtsveg 4 liggja fyrir, sjá 10. og 11. dagskrárlið. Í umsókn Ragnars Sverrissonar Melstað og tölvupósti dags. 8. janúar s.l. koma fram áform umsækjanda um nýtingu lóðarinnar.
Umrædd lóð, Langholtsvegur 4, hefur ekki verið auglýst laus til úthlutunar, enda hefur hún ekki verið gerð byggingarhæf með lagningu aðveitulagna. Samkvæmt deiliskipulagi Laugaráss er umrædd lóð flokkuð sem landbúnaðarlóð í landnotkunarflokki L2 og eru því áform um byggingu íbúðarhúss á lóðinni ekki í samræmi við skipulagsskilmála.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðin verði ekki auglýst til úthlutunar að svo stöddu og að ekki verði gerðar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar til að mæta hugmyndum umsækjanda um nýtingu lóðarinnar.

12.Vöktun Þingvallavatns, samstarf

2501067

Erindi þjóðgarðsvarðar, dags. 21.01.2025, varðandi áframhaldandi samstarf um vöktun Þingvallavatns
Erindi Einars Á. E. Sæmundsen var lagt fram. Þar kemur fram að núverandi samningur um vöktun Þingvallavatns sé að renna út og er óskað eftir afstöðu samningsaðila til áframhaldandi samstarfs. Jafnframt er tekið fram að vöktuvarverkefnið verði hluti af Life Icewater verkefni sem hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu.
Sveitarstjórn samþykki samhljóða að taka þátt í áframhaldandi samstarfi og óskar eftir að samningur verði lagður fyrir sveitarstjórn.

13.Samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu Skálpanes

2501043

Drög að auglýsingu vegna úthlutunar lóðar, Skálpanes, fjallasel.
Drög að auglýsingu voru lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa lóðina til úthlutunar samhliða auglýsingu lóða við Geldingafell 1 og 2, sjá dagskrárliði 14 og 15.

14.Samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu Geldingafell 1

2501044

Samkomulag (drög) við forsætisráðuneytið og drög að auglýsingu vegna úthlutunar lóðar, Geldingafell 1, skálasvæði.
Samkomulagsdrögin voru lögð fram með breytingum frá því sem lagt var fyrir á síðasta fundi. Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir að gerður verði einn samningur um lóð að Geldingafelli 1 og lóð fyrir íshelli í Suðurjökli á Langjökli, sem nú er í deiliskipulagsferli. Samhliða voru lögð fram drög að auglýsingu vegna úthlutunar lóðanna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum við forsætisráðuneytið og auglýsa lóðirnar til úthlutunar að því loknu.

15.Samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu Geldingafell 2

2501045

Samkomulag (drög) við forsætisráðuneytið og drög að auglýsingu vegna úthlutunar lóðar, Geldingafell 2, skálasvæði.
Samkomulagsdrögin voru lögð fram með breytingum frá því sem lagt var fyrir á síðasta fundi. Breytingin felst í því að gert er ráð fyrir að gerður verði einn samningur um lóð að Geldingafelli 2 og lóð fyrir íshelli í Suðurjökli á Langjökli, sem hefur lokið deiliskipulagsferli. Samhliða voru lögð fram drög að auglýsingu vegna úthlutunar lóðanna. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum við forsætisráðuneytið og auglýsa lóðirnar til úthlutunar að því loknu.

16.Svæði fyrir rafhleðslustöðvar

2406009

Drög að samningi við Tesla Motors ehf, um lóð fyrir hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla.
Farið var yfir samningsdrögin. Umræður urðu um einstaka efnisatriði. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi.

17.Styrkbeiðni vegna gerðar námsefnis um slysavarnir barna

2501064

Styrkbeiðni góðgerðarfélagsins Miðstöð slysavarna barna, dags. 29.01.2025, þar sem óskað er eftir 50.000 kr styrk til gerðar fræðsluefnis um slysavarnir barna.
Styrkbeiðnin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir erindið, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

18.Styrkbeiðni foreldrafélags Reykholtsskóla

2501066

Beiðni Foreldrafélags Reykholtsskóla, dags. 28.01.2025, um styrk vegna fyrirlesturs um skjánotkun barna.
Styrkbeiðnin var lögð fram, sótt er 23.750 kr styrk. Sveitarstjórn samþykkir erindið, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

19.Styrkbeiðni Íþróttasambands lögreglumanna

2501076

Beiðni Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 30.01.2024, um styrk vegna átaksins Eftir einn ei ekki neinn.
Styrkbeiðnin var lögð fram. Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

20.Reglur leikskóla Bláskógabyggðar

2311003

Breyting á reglum leikskóla Bláskógabyggðar
Farið var yfir tillögu að breytingum á leikskólareglum Bláskógabyggðar, eftir umræðu í skólanefnd, þar sem niðurstaða skólanefndar var á þá leið að nefndinni hugnast frekar að taka upp skráningarfyrirkomulag á föstudögum heldur en tiltekna gjaldfrjálsa tíma. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum gegn atkvæði Önnu Gretu Ólafsdóttur, sem lagði fram eftirfarandi bókun: Sveitarstjórn hafði áður rætt um að bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóladvöl frá kl. 8:00 til 14:00 alla virka daga, en að vistun eftir kl. 14:00 til 16:00 yrði gjaldskyld á fullu gjaldi. Með þeirri útfærslu hefði skapast möguleiki á lægri leikskólagjöldum fyrir þá sem vilja nýta sér hana, á meðan gjaldskrá hefði verið óbreytt fyrir þá sem kjósa að nýta þjónustuna áfram að fullu. Ég hefði viljað halda þeirri tillögu inni, þrátt fyrir að ný viðbótartillaga um sérstaka skráningu barna fyrir hvern föstudag eftir kl. 14:00 hefði verið sett inn.

21.Gjaldskrá leikskóla 2025

2411035

Gjaldskrá leikskóla
Tillaga að gjaldskrá var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

22.Skólastefna

2309028

Skólastefna Bláskógabyggðar
Skólastefna Bláskógabyggðar hefur verið kynnt og óskað eftir athugasemdum og ábendingum. Ábendingar sem bárust liggja fyrir og var vísað til sveitarstjórnar af skólanefnd á 40. fundi. Sveitarstjórn samþykkir að farið verði yfir stefnuna með hliðsjón af ábendingum.

23.Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026

2205041

Fundartímar í febrúar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að reglulegur fundur sem vera ætti hinn 19. febrúar falli niður en í stað þess verði fundur haldinn miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13:15.

24.Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2024

2405026

Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2024
Yfirlitið var lagt fram.

25.Áfengissala á íþróttaviðburðum, áskorun

2501070

Ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) þar sem skorað er á íþróttahreyfinguna á Íslandi, stjórnvöld og sveitarfélög að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.
Yfirlýsingin var lögð fram.

26.Fréttabréf Bláskógabyggðar

2502001

Tillaga um að hætta útgáfu fréttabréfs Bláskógabyggðar
Eftirfarandi tillaga er lögð fyrir sveitarstjórn:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að hætta útgáfu Bláskógafrétta.

Greinargerð:
Eftir að breytingar urðu á dreifingu dreifibréfa með pósti á sl ári hefur fréttabréf Bláskógabyggðar verði gefið út á netinu. Lagt er til að þessari úgáfu verði hætt enda nýtast heimsíða og samfélagsmiðlasíður sveitarfélagsins betur til fréttaflutnings.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með sex atkvæðum, Jón F. Snæbjörnsson greiddi atkvæði á móti tillögunni.
Fylgiskjöl:

27.Flokkun tíu vindorkuverkefna

2501032

Erindi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 30.01.2025, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 7/2025 - Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna.

Umsagnarfrestur er til og með 24.04.2025.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjóra er falið að skila umsögn.

28.Matsskyldufyrirspurn vegna borunar eftir heitu vatni á Laugarvatni

2501079

Beiðni Skipulagssofnunar, dags. 04.02.2025, um umsögn um matsskyldu borunar og prófunar vinnsluholu fyrir heitt vatn á Laugarvatni skv. 19. gr. laga nr. 111/2021 og tölulið 2.04 ii í 1. viðauka við lögin.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að ekki sé þörf á umhverfismati vegna verkefnisins. Gerð er grein fyrir mótvægisaðgerðum í greinargerðinni. Þá er ekki að sjá að önnur borverkefni af svipuðu tagi hafi verið talin þurfa að fara í umhverfismat.

29.Deiliskipulag við Brúarhlöð L234128

2405010

Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29.01.2025, varðandi deiliskipulag við Brúarhlöð.
Úrskurðurinn er lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:57.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?