Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2501025
294. fundur haldinn 15.01.2025. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 7 til 10.
2.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs (UTU)
2401023
117. fundur stjórnar UTU, haldinn 16.12.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
2501026
218. fundur haldinn 08.01.2025. Mál nr. 13 á fundinum er sérstakur liður á dagskrá þessa fundar, sjá mál nr. 23.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
2401031
79. fundur haldinn 02.12.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses
2401032
20. fundur haldinn 02.12.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6.Styrkumsókn vegna húsaleigu fyrir þorrablót
2501042
Umsón Bræðratungusóknar, dags. 09.01.2025, um styrk vegna húsaleigu í Aratungu.
Umsóknin var lögð fram. Þar er sótt um styrk vegna kostnaðar við leigu á félagsheimilinu Aratungu vegna þorrablóts. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk á móti kostnaði við leigu Aratungu fyrir þorrablót Bræðratungusóknar. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
7.Skil á lóðinni Bæjarholti 12 Laugarási
2501048
Erindi Hafsteins Helgasonar og Arite Fricke, dags. 10.01.2025 þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Bæjarholti 12, Laugarási.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir heimild til að skila lóðinni Bæjarholti 12, Laugarási, sem úthlutað var 23. febrúar 2018, en ekki hefur verið byggt á lóðinni. Jafnframt er tekið fram að lóðin sé afgirt og boðið að girðing verði fjarlægð næsta sumar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að annast uppgjör við umsækjanda á gatnagerðargjöldum og frágangi á lóðinni og auglýsa lóðina lausa til úthlutunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að annast uppgjör við umsækjanda á gatnagerðargjöldum og frágangi á lóðinni og auglýsa lóðina lausa til úthlutunar.
8.Gjaldakerfi Karellen fyrir leikskóla
2501049
Tilboð InfoMentor, dags. 17.01.2025, í gjaldakerfi Karellen fyrir leikskóla.
Tilboðið var lagt fram. Það tekur til gjaldakerfis Karellen leikskólakerfisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboðinu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
9.Umboð til undirritunar merkjalýsinga
2501050
Umboð til skipulagsfulltrúa til undirritunar merkjalýsinga
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitir Vigfúsi Þór Hróbjartssyni, kt. 071085-3339, umboð til þess að undirrita f.h. Bláskógabyggðar, kt. 510602-4120, merkjalýsingar sv. lögum nr. 6/2001 um skráningu merki og mat fasteigna, vegna lands í eigu Bláskógabyggðar.
10.Samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu, Skálpanes
2501043
Drög að grunnsamkomulagi við forsætisráðuneytið og auglýsing vegna úthlutunar lóðar, Skálpanes.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn sem tekur til lóðarréttinda fyrir Skálpanes, L238157, sem er innan þjóðlendu á Biskupstugnaafrétti. Undirritun Forsætisráðuneytisins liggur fyrir. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn af hálfu Bláskógabyggðar og láta þinglýsa honum.
11.Samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu Geldingafell 1
2501044
Drög að grunnsamkomulagi við forsætisráðuenytið og auglýsing vegna úthlutunar lóðar, Geldingafell 1.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn sem tekur til lóðarréttinda fyrir Geldingafell 1, L238157, sem er innan þjóðlendu á Biskupstugnaafrétti. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn af hálfu Bláskógabyggðar og láta þinglýsa honum að fengnu samþykki Forsætisráðuneytisins.
12.Samkomulag um afnotarétt í þjóðlendu Geldingafell 2
2501045
Drög að grunnsamkomulagi við forsætisráðuneytið og auglýsing vegna úthlutunar lóðar, Geldingafell 2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samninginn sem tekur til lóðarréttinda fyrir Geldingafell 1, L238157, sem er innan þjóðlendu á Biskupstugnaafrétti. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn af hálfu Bláskógabyggðar og láta þinglýsa honum að fengnu samþykki Forsætisráðuneytisins.
13.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar
2302029
Breyting á samþykktum sveitarstjórnar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktunum til síðari umræðu.
14.Samþykkt um fráveitur og rotþrær
2412002
Samþykkt um fráveitur og rotþrær, síðari umræða. Umsögn heilbrigðisnefndar liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á samþykkt um fráveitur og rotþrær.
15.Samþykkt um kattahald
2406018
Samþykkt um kattahald, síðari umræða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um kattahald í Bláskógabyggð.
16.Ráðgjöf, eftirlit og mælingar vegna borana á Laugarvatni
2501047
Drög að samningi við ÍSOR um ráðgjöf, eftirlit og mælingar vegna borunar á Laugarvatni.
Samningsdrög voru lögð fram. Samningurinn tekur til ráðgjafar, eftirlits og mælinga vegna borunar vinnsluholu á Laugarvatni, nánar tiltekið afkastamats, mælinga og greiningar svarfsýna og jarðlaga og vinnslu skýrslu um borverkið.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
17.Ráðgjöf, eftirlit og mælingar vegna borana í Reykholti
2501046
Drög að samningi við ÍSOR um raðgjöf, eftirlit og mælingar vegna borunar í Reykholti.
Samningsdrög voru lögð fram. Samningurinn tekur til ráðgjafar, eftirlits og mælinga vegna borunar vinnsluholu í Reykholti, nánar tiltekið afkastamats, mælinga og greiningar svarfsýna og jarðlaga og vinnslu skýrslu um borverkið.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
18.Starfsemi Jöklaferða ehf
2501054
Margrét Björg Ástvaldsdóttir, Silke Freudenberger, Martha Jónasdóttir og Ástvaldur Óskarsson komu inn á fundinn undir þessum lið og kynntu starfsemi Jöklaferða ehf og áhuga félagsins á að hafa manngerðan íshelli á Langjökli og ræddu stöðu málsins í skipulagsferli.
19.Mannauðsstjóri á leigu
2411045
Tillaga um mannauðsstjóra til leigu, einn dag í mánuði, auk ráðgjafar við vinnslu mannauðsstefnu og áætlunar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldu (EKKO) skv. lögum nr. 46/1980 um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 1009/2015.
Tillagan var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
20.Ráðningarsamningar oddvita og sveitarstjóra
2312004
Tillaga um breytingu á ákvæðum ráðningarsamninga oddvita og sveitarstjóra um launahækkun sem koma á til framkvæmda frá 1. janúar sl.
Ásta Stefánsdóttir og Helgi Kjartansson viku af fundi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu oddvita og sveitarstjóra um að laun þeirra hækki um 3,5% frá 1. janúar 2025, í stað þess að fylgja hækkun launavísitölu, sem nemur um 6,1%. Drög að samkomulagi þess efnis sem liggja fyrir fundinum verða undirrituð.
21.Reglur leikskóla Bláskógabyggðar
2311003
Reglur leikskóla
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að málið verði tekið til afgreiðslu á næsta fundi, upplýsingum um niðurstöðu könnunar og tillögu um breytingar á uppsagnarákvæðum verði vísað til kynningar í skólanefnd, að því loknu verði nýjar leikskólareglur teknar til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar.
22.Aðgangur að íþróttahúsi og sundlaug vegna Gullsprettsins 2025
2501055
Beiðni björgunarsveitarinnar Ingunnar, dags. 20.01.2025, um aðgang fyrir keppendur að íþróttahúsi og sundlaug á Laugarvatni vegna Gullsprettsins 2025, auk beiðni dags. 21.01.2025 um leyfi fyrir að halda Gullsprettinn við Laugarvatn.
Jón Forni Snæbjörnsson vék af fundi. Beiðnin var lögð fram. Þar er óskað eftir heimild til að halda keppnina og sambærilegum stuðningi við hana og á síðasta ári, þ.e. aðgengi að búningsklefum í íþróttahúsi og sundlaug fyrir þátttakendur í Gullsprettinum. Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
23.Rekstrarleyfisumsókn Birkilundur 6, L170373
2501053
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 02.01.2025 f þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Bjarklindi Þ. Hjörvarsdóttur f.h. Orkuheimar ehf. kt. 611016 - 0850 á sumarbústaðalandinu Birkilundur 6 (F220 9085) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstarleyfis enda samræmist starfsemin ekki stefnu gildandi skipulags.
24.Undanþága frá lágmarksíbúafjölda barnaverndarþjónustu
2501051
Afgreiðsla Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 14. janúar 2025, á beiðni barnaverndarþjónustu Árnesþings, á undanþágu frá lágmarksíbúafjölda barnaverndarþjónustu.
Svarbréf Mennta- og barnamálaráðuneytisins var lagt fram. Þar kemur fram að veitt er undanþága frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda barnaverndarþjónustu, sem miðast við 6.000 íbúa, til 15. mars 2025.
25.Aðalfundur Gufu ehf 2025
2501052
Boð á aðalfund Gufu ehf
Fundarboðið var lagt fram.
26.Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna
2501032
Umsögn Bláskógabyggðar sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda hinn 10. janúar 2025.
Umsögn Bláskógabyggðar um drög að flokkun tíu vindorkuvera var lögð fram. Umsögninni hefur verið skilað inn á samráðsgátt stjórnvalda.
Fundi slitið - kl. 11:40.
Móttekin var umsókn, þann 17.12.2024, um byggingarheimild fyrir 52 m2 sumarhús (mhl 02) á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir lóð L167450 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn beinir því til lóðarhafa að samhliða væri eðlilegt að vinna merkjalýsingu sem tekur til hnitsetningar lóðarinnar.
-liður 8. Úthlíð; Miðbrún 2-3; Deiliskipulagsbreyting - 2411033
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir grenndarkynningu, sem tekur til Miðbrúna 2-3 í Úthlíð. Stærð lóða og byggingarreita breytast og aðkomu er breytt. Umsögn barst við grenndarkynningu og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 9. Haukadalur 4 L167101; Útfærsla á bílastæðum; Deiliskipulagsbreyting - 2412065
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Haukadals 4 L167101 og Hótel Geysis. Í breytingunni felst breytt útfærsla bílastæða í þeim tilgangi að skapa betra flæði umferðar og fækka þeim stöðum sem gangandi vegfarendur þurfa að þvera akstursleiðir. Fjöldi bílastæða helst óbreyttur og byggingarmagn breytist ekki.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
-liður 10. Lækjarhvammur L167642; Bakkabraut 12, 14 og 16; Frístundahúsasvæði; Deiliskipulagsbreyting - 2501022
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þriggja lóða við Bakkabraut í landi Lækjarhvamms innan frístundasvæðis F20. Í deiliskipulagsbreytingunni felst skilgreining á lóð Bakkabraut 16 sem bætist við núverandi deiliskipulagsuppdrátt. Skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir að öðru leyti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.