Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2401024
293. fundur haldinn 11.12.2024. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 8.
-liður 1. Bláskógabyggð - Almenn mál
2405092 - Böðmóðsstaðir; Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Bjarkarhöfða. Í breytinginni felst að frístundasvæði breytist í landbúnaðarsvæði í takt við skráningu landsins í lögbýlaskrá.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 2. 2408092 - Heiðarbær lóð (L170233); byggingarheimild; sumarhús
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið með athugasemdum, erindi var synjað þegar skipulagsnefnd fjallaði um það að nýju. Móttekin var umsókn þann 27.08.2024 um byggingarheimild, að fjarlægja 54,7 m2 sumarhús, byggt 1965 og byggja 153,4 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð (L170233) í Bláskógabyggð.
Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við athugasemdum Framkvæmdasýslu Ríkisins með fullnægjandi hætti með minnkun hússins. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu byggingarheimildar vegna málsins, byggingafulltrúa er falið að ljúka málinu.
-liður 3. 412011 - Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 m2 og á henni stendur 65 m2 sumarhús.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- liður 4. Heiðarbær lóð (L170185); byggingarheimild; sumarhús - 2410065
Móttekin var umsókn þann 15.10.2024 um byggingarheimild fyrir 142 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170185 í Bláskógabyggð. Umsögn frá FSRE barst við grenndarkynningu og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins.
Í umsögn FSRE kemur fram að ljóst sé að umrædd lóð falli innan hættusvæðis vegna ofanflóðahættu. Nú liggur fyrir staðbundið hættumat frá Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða á svæðinu og þar liggur fyrir að lóðin er utan hættusvæðis. Stærð lóðar á aðaluppdrætti er í samræmi við stærð lóðar samkvæmt deiliskipulagi í vinnslu en í umsögn FSRE vegna lóðar 170233 snúa athugasemdir stofnunarinnar að því að fyrirhugaðar nýbyggingar falli að skilmálum nýs deiliskipulags er varðar lóðarstærðir og nýtingarhlutfall. Þar sem að ekki er fyrirséð hvenær deiliskipulag svæðisins klárast í ferli, þar sem á lóðinni er hús fyrir og þar sem engar aðrar athugasemdir bárust frá nágrönnum vegna grenndarkynningar telur sveitarstjórn forsendur fyrir því að samþykkja útgáfu byggingarheimildar á lóðinni svo framarlega sem fyrirhuguð nýbygging sé ekki byggð nær vegi en núverandi hús. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir umsókn um byggingarheimild, byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
-liður 5. 2409046 - Útey 2 L167648; Skilgreining svæða í frístundabyggð; Deiliskipulag
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundasvæða F110, F111, F112 og F113 eftir auglýsingu. Viðkomandi svæði eru skilgreind innan aðalskipulagsbreytingar sem er í ferli innan jarðar Úteyjar 2. Innan deiliskipulagsins eru skilgreind 4 mismunandi svæði, Lyngheiði þar sem skilgreindar eru 5 lóðir Brúsaholt þar sem skilgreindar eru 6 lóðir, Torfholt þar sem skilgreindar eru 8 lóðir og Tjarnholt þar sem skilgreindar eru 12 lóðir. Allar lóðir skipulagsins eru skilgreindar 7.500 fm og miðast byggingarmagn innan þeirra við hámarks nýtingarhlutfall 0,03 og innan þess má byggja frístundahús, 40 fm gestahús og 15 fm skemmu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þ.á.m. er varðar umsögn UST er varðar áhrif deiliskipulagsbreytingar á vatn í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og vatnaáætlun 2022-2027. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr.skipulagslaga nr.123/2010
-liður 6. 2412020 - Seljaland 9 L167947; Sameining Seljaland 9 og Seljaland 14; Fyrirspurn
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til sameiningar á lóðum Seljalands 9 og 14.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna á þeim grunni að sameinuð stærð lóðanna samræmist betur stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar er varðar viðmiðun um stærðir frístundalóða.
-liður 7. 2412019 - Reykholtsskóli L167198; Kvöð vegna aðkomu að lóð; Deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á kvöð er varðar aðkomu að Reykholtskóla.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
-liður 8. 2412026 - Stórholt 2, L236857; Verslun- og þjónusta; Deiliskipulag
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til lóðar Stórholts 2, L236857. Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi innan reitsins í formi gistingar. Hámarks byggingarmagn innan reitsins er skilgreint allt að 1200 fm í formi allt að 500 fm gistihúss og allt að 14 stakstæðra gistihúsa. Tillaga aðalskipulagsbreytingar þar sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði hefur verið samþykkt í kynningarferli.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar þegar sú tillaga hefur hlotið samþykki og heimild fyrir auglýsingu að hálfu Skipulagsstofnuna.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
2405092 - Böðmóðsstaðir; Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Bjarkarhöfða. Í breytinginni felst að frístundasvæði breytist í landbúnaðarsvæði í takt við skráningu landsins í lögbýlaskrá.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 2. 2408092 - Heiðarbær lóð (L170233); byggingarheimild; sumarhús
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið með athugasemdum, erindi var synjað þegar skipulagsnefnd fjallaði um það að nýju. Móttekin var umsókn þann 27.08.2024 um byggingarheimild, að fjarlægja 54,7 m2 sumarhús, byggt 1965 og byggja 153,4 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð (L170233) í Bláskógabyggð.
Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við athugasemdum Framkvæmdasýslu Ríkisins með fullnægjandi hætti með minnkun hússins. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu byggingarheimildar vegna málsins, byggingafulltrúa er falið að ljúka málinu.
-liður 3. 412011 - Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Aðalskipulagsbreyting
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Svæðið sem breytingin nær til er Bergsstaðir lóð 2 L200941 sem er hluti af frístundabyggðinni Bergsstaðir (F84). Með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði þar sem landeigendur áforma að bjóða upp á gistiþjónustu. Heildarstærð frístundabyggðarinnar (F84) er 55 ha sem minnkar sem nemur lóðarstærðinni og lóðin skilgreind sem nýtt verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið/lóðin er skráð 12.400 m2 og á henni stendur 65 m2 sumarhús.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- liður 4. Heiðarbær lóð (L170185); byggingarheimild; sumarhús - 2410065
Móttekin var umsókn þann 15.10.2024 um byggingarheimild fyrir 142 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170185 í Bláskógabyggð. Umsögn frá FSRE barst við grenndarkynningu og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins.
Í umsögn FSRE kemur fram að ljóst sé að umrædd lóð falli innan hættusvæðis vegna ofanflóðahættu. Nú liggur fyrir staðbundið hættumat frá Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða á svæðinu og þar liggur fyrir að lóðin er utan hættusvæðis. Stærð lóðar á aðaluppdrætti er í samræmi við stærð lóðar samkvæmt deiliskipulagi í vinnslu en í umsögn FSRE vegna lóðar 170233 snúa athugasemdir stofnunarinnar að því að fyrirhugaðar nýbyggingar falli að skilmálum nýs deiliskipulags er varðar lóðarstærðir og nýtingarhlutfall. Þar sem að ekki er fyrirséð hvenær deiliskipulag svæðisins klárast í ferli, þar sem á lóðinni er hús fyrir og þar sem engar aðrar athugasemdir bárust frá nágrönnum vegna grenndarkynningar telur sveitarstjórn forsendur fyrir því að samþykkja útgáfu byggingarheimildar á lóðinni svo framarlega sem fyrirhuguð nýbygging sé ekki byggð nær vegi en núverandi hús. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir umsókn um byggingarheimild, byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.
-liður 5. 2409046 - Útey 2 L167648; Skilgreining svæða í frístundabyggð; Deiliskipulag
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundasvæða F110, F111, F112 og F113 eftir auglýsingu. Viðkomandi svæði eru skilgreind innan aðalskipulagsbreytingar sem er í ferli innan jarðar Úteyjar 2. Innan deiliskipulagsins eru skilgreind 4 mismunandi svæði, Lyngheiði þar sem skilgreindar eru 5 lóðir Brúsaholt þar sem skilgreindar eru 6 lóðir, Torfholt þar sem skilgreindar eru 8 lóðir og Tjarnholt þar sem skilgreindar eru 12 lóðir. Allar lóðir skipulagsins eru skilgreindar 7.500 fm og miðast byggingarmagn innan þeirra við hámarks nýtingarhlutfall 0,03 og innan þess má byggja frístundahús, 40 fm gestahús og 15 fm skemmu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þ.á.m. er varðar umsögn UST er varðar áhrif deiliskipulagsbreytingar á vatn í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og vatnaáætlun 2022-2027. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr.skipulagslaga nr.123/2010
-liður 6. 2412020 - Seljaland 9 L167947; Sameining Seljaland 9 og Seljaland 14; Fyrirspurn
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til sameiningar á lóðum Seljalands 9 og 14.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna á þeim grunni að sameinuð stærð lóðanna samræmist betur stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar er varðar viðmiðun um stærðir frístundalóða.
-liður 7. 2412019 - Reykholtsskóli L167198; Kvöð vegna aðkomu að lóð; Deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á kvöð er varðar aðkomu að Reykholtskóla.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
-liður 8. 2412026 - Stórholt 2, L236857; Verslun- og þjónusta; Deiliskipulag
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsáætlunar sem tekur til lóðar Stórholts 2, L236857. Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi innan reitsins í formi gistingar. Hámarks byggingarmagn innan reitsins er skilgreint allt að 1200 fm í formi allt að 500 fm gistihúss og allt að 14 stakstæðra gistihúsa. Tillaga aðalskipulagsbreytingar þar sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði hefur verið samþykkt í kynningarferli.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar þegar sú tillaga hefur hlotið samþykki og heimild fyrir auglýsingu að hálfu Skipulagsstofnuna.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
2.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
2401002
58. fundur haldinn 04.12.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
2401025
216. fundur haldinn 04.12.2024. Liður 24 er sérstakt mál á dagskrá þessa fundar, sjá 27. lið.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
2401014
240. fundur haldinn 03.12.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
2401028
Fundur haldinn 22.11.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6.Forvarna- og lýðheilsustefna Bláskógabyggðar
2312009
Forvarna- og lýðheilsustefna Bláskógabyggðar
Sveitarstjórn samþykkir stefnuna samhljóða og felur sveitarstjóra og formanni nefndarinnar að ganga frá henni til birtingar.
7.Reglur leikskóla Bláskógabyggðar
2311003
Reglur leikskóla Bláskógabyggðar
Áður á dagskrá á 374. fundi.
Sveitarstjórn samþykkir að tillögur að breytingum á leikskólareglum verði kynntar fyrir foreldraráðum og verði síðan teknar til umræðu í skólanefnd.
Sveitarstjórn samþykkir að tillögur að breytingum á leikskólareglum verði kynntar fyrir foreldraráðum og verði síðan teknar til umræðu í skólanefnd.
8.Samþykkt um fráveitur og rotþrær
2412002
Tillaga um að tillögu breyttum samþykktum um fráveitur og rotþrær verði vísað til umsangar heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktunum til umsagnar heilbrigðisnefndar.
9.Samkomulag um lagningu ljósleiðara í Laugarás
2412007
Samkomulag við Mílu ehf um lagningu ljósleiðarakerfis í Laugarás og tengingu 9 styrkhæfra staðfanga í Reykholti og á Laugarvatni.
Í framhaldi af samkomulagi Bláskógabyggðar við Fjarskiptasjóð um að sveitarfélagið fengi styrk úr sjóðnum til að tengja þau heimilisföng við ljósleiðara sem féllu utan fyrir fram tilkynntra áforma fjarskiptafélaga og opinberra aðila auglýsti Bláskógabyggð eftir aðilum sem hefðu áhuga á að leggja ljósleiðara í Laugarás. Niðurstaða þess ferlis var að hefja samstarf við Mílu ehf um lagningu ljósleiðara í Laugarás og að Míla ehf myndi tengja styrkhæf staðföng í Reykholti og á Laugarvatni, sem ekki höfðu þegar verið tengd.
Fyrir fundinum liggur samningur við Mílu ehf um að Míla ljúki tengingu umræddra staðfanga fyrir árslok 2025 og að notendur verði ekki krafðir um tengigjöld í staðföng sem samningurinn tekur til. Bláskógabyggð greiði Mílu ehf kr. 7.600.000 vegna staðfanga í Laugarási, 560.000 vegna staðfanga í Reykholti og 160.000 vegna staðfanga á Laugarvatni. Styrkur frá Fjarskiptasjóði vegna tengingar staðfanga í Reykholti, Laugarvatni og Laugarási gengur upp í framlag sveitarfélagsins, en það greiðir að auki 3.840.000 vegna Laugaráss.
Gert er ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun ársins 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
Fyrir fundinum liggur samningur við Mílu ehf um að Míla ljúki tengingu umræddra staðfanga fyrir árslok 2025 og að notendur verði ekki krafðir um tengigjöld í staðföng sem samningurinn tekur til. Bláskógabyggð greiði Mílu ehf kr. 7.600.000 vegna staðfanga í Laugarási, 560.000 vegna staðfanga í Reykholti og 160.000 vegna staðfanga á Laugarvatni. Styrkur frá Fjarskiptasjóði vegna tengingar staðfanga í Reykholti, Laugarvatni og Laugarási gengur upp í framlag sveitarfélagsins, en það greiðir að auki 3.840.000 vegna Laugaráss.
Gert er ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun ársins 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
10.Áætlun um gatna- og göngustígagerð 2025-2027
2412008
Fogangsröðun varðandi gatna- og göngustígagerð
Lögð var fram tillaga að fogangsröðun gatnagerðar og lagningar göngustíga/gangstétta fyrir árin 2025-2027.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða. Gert er ráð fyrir verkefnum ársins 2025 í fjárhagsáætlun næsta árs.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða. Gert er ráð fyrir verkefnum ársins 2025 í fjárhagsáætlun næsta árs.
11.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2412010
Beiðni um að nemandi, með lögheimili í Reykjavík, fái að stunda nám í Bláskógaskóla Laugarvatni skólaárið 2024-2025.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða. Um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
12.Samkomulag um fasteignagjöld og gatnagerðargjöld Stök gulrót ehf
2303004
Erindi Stakrar gulrótar ehf, dags. 03.12.2024, vegna lóðanna Borgarrima 1 og 3.
Erindi Stakrar gulrótar ehf var lagt fram. Þar er óskað eftir framlengdum fresti til að hefja byggingarframkvæmdir á tveimur lóðum sem úthlutað hefur verið til félagsins í Reykholti og tengjast áformum um stækkun hótelbyggingar að Skólavegi 1. Jafnframt er óskað eftir fresti til greiðslu gatnagerðargjalda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða, með vísan til reglna um úthlutun lóða í Bláskógabyggð, að veita 8 mánaða frest til að hefja framkvæmdir á lóðunum, en getur ekki veitt frekari frest til greiðslu staðfestingarhluta gatnagerðargjalda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða, með vísan til reglna um úthlutun lóða í Bláskógabyggð, að veita 8 mánaða frest til að hefja framkvæmdir á lóðunum, en getur ekki veitt frekari frest til greiðslu staðfestingarhluta gatnagerðargjalda.
13.Gjaldskrá frístundar 2025
2411040
Gjaldskrá frístundar fyrir árið 2025
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
14.Gjaldskrá gámasvæða 2025
2411039
Gjaldskrá gámasvæða 2025, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
15.Gjaldskrá mötuneytis 2025
2411033
Gjaldskrá mötuneytis, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
16.Gjaldskrá Aratungu og Bergholts 2025
2411038
Gjaldskrá útleigu á Aratungu og Bergholti, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
17.Gjaldskrá vatnsveitu 2025
2411036
Gjaldskrá vatnsveitu 2025, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
18.Gjaldskrá leikskóla 2025
2411035
Gjaldskrá leikskóla 2025
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
19.Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2025
2411034
Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2025, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
20.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025
2411032
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2025, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
21.Gjaldskrá Bláskógaljóss 2025
2411031
Gjaldskrá Bláskógaljóss 2025, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
22.Gjaldskrá Bláskógaveitu 2025
2411024
Gjaldskrá Bláskógaveitu 2025, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
23.Gjaldskrá fráveitu og hreinsun rotþróa 2025
2411037
Gjaldskrá fráveitu og hreinsunar rotþróa, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
24.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028
2408022
Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028, síðari umræða
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu forsendum fjárhagsáætlunar:
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025:
1.
Útsvar:
Útsvar fyrir árið 2025 verði 14,97%.
2.
Verðlag:
Gert er ráð fyrir 3,9% verðbólgu skv. þjóðhagsspá.
3.
Aðrar forsendur:
Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi aukist um 5%.
4.
Fasteignagjöld:
i)
Fasteignaskattur:
A-liður Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og það er skilgreint í a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 verður 0,45% af heildarfasteignamati.
B-liður Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 verður 1,32% af heildarfasteignamati.
C-liður Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og annarra eigna eins og þær eru skilgreindar í c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 verður 1,50% af heildarfasteignamati.
Afsláttur sem er veittur tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmið sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.
ii)
Vatnsgjald:
Vatnsgjald verður 0,3% af heildarfasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitu sveitarfélagsins. Hámarksálagning verður 68.928 á sumarhús og íbúðarhús. Lágmarksálagning verður 20.692,-.
iii)
Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð:
Fráveitugjald verði 0,27% af heildarfasteignamati eigna sem tengjast fráveitukerfum sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa, skv. 18. gr. samþykktar um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð.
Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað fimmta hvert ár skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0 ?6000 lítra kr. 16.391.
Rotþró 6001 lítra og stærri kr. 3.180 pr./m3
Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað fimmta hvert ár skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0 ?6000 lítra kr. 13.410.
Rotþró 6001 lítra og stærri kr. 2.602 pr./m3
Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi:
Um aukahreinsun og gjald fyrir hana fer samkvæmt gjaldskrá vegna móttöku og hreinsunar á seyru hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita bs.
Afsláttur sem er veittur tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmið sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.
iv)
Lóðarleiga:
Lóðarleiga verði 1% af fasteignamati lóða.
v)
Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2025:
Gjald fyrir grunneiningu íláta við íbúðarhúsnæði
Tegundir úrgangs og ílát:
Blandaður heimilisúrgangur (grátunna) 240 l ílát
37.546 kr.
Lífrænn heimilisúrgangur (brúntunna) 240 l ílát
8.774 kr.
Pappi og pappír 240 l ílát (blátunna)
5.243 kr.
Plast 240 l ílát
(græntunna)
5.243 kr.
Gjald fyrir fastan kostnað, rekstur söfnunarstöðva og meðhöndlun úrgangs
Innheimta skal gjald fyrir fastan kostnað og rekstur söfnunarstöðva (gámastöðva):
Íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og atvinnuhúsnæði
31.191 kr.
Innheimta skal gjald vegna meðhöndlunar úrgangs:
Lögbýli
20.821 kr.
Atvinnuhúsnæði (fyrirtæki)
45.197 kr.
Klippikort verða afhent greiðendum sorpeyðingargjalda.
Móttökugjald á einn m3: 7.300 kr.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 8 talsins, innheimt mánaðarlega frá 1. febrúar 2025. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.
5.
Gjaldskrár aðrar:
Aðrar gjaldskrár hækka almennt um 3,9% og er vísað í texta þeirra á heimasíðu.
Texti gjaldskráa eins og hann er birtur í B-deild Stjórnartíðinda gengur framar þessum texta ef misræmi reynist vera.
Lögð var fram eftirfarandi greinargerð með fjárhagsáætlun:
Greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028
Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2025 er lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn 11. desember 2024.
Grunnur fjárhagsáætlunar 2025-2028 byggir á áætlun 2024 með viðaukum.
Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans.
I
Fjárhagsáætlun 2025
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025, eins og hún er lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn, er áætlað að rekstrarafgangur samstæðu (A- og B-hluta) verði 148,5 millj.kr. eftir fjármagnsgjöld, afskriftir og skatta.
Gert er ráð fyrir að skatttekjur aukist um 160 millj.kr. á milli áranna 2024 og 2025. Í fjárhagsáætluninni er fylgt áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um þróun greiðslna úr Jöfnunarsjóði fyrir árið 2025 og horft til áætlunar Sambands íslenskra sveitarfélaga um þróun útsvarstekna. Útsvarshlutfall er 14,97% sem er lögboðið hámark.
Launaliðir og annar rekstrarkostnaður hækkar á milli ára. Gert er ráð fyrir kjarasamningsbundnum launahækkunum og verðlagsbreytingum, en jákvætt er að verðbólga fer lækkandi. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsgjöld og skatta er áætlaður 279,8 millj.kr. og veltufé frá rekstri verði 346,2 millj.kr. eða 11,8% af heildartekjum.
Óverulegar breytingar eru á rekstri einstaka eininga og stofnana, útgjöld aukast þó, m.a. vegna kjarasamningshækkana og verðlagshækkana, líkt og að framan er getið. Áætlað er að útgjöld til fræðslumála, sem eru sá málaflokkur sveitarfélagsins sem tekur til sín mest fjármagn verði 1.354,9 millj.kr eða 46,1% af heildartekjum og æskulýðs- og íþróttamál taki til sín 279,5 millj.kr eða 9,5% af heildartekjum. Útgjöld til félagsþjónustu standa nánast í stað og tekur málaflokkurinn nú til sín um 138 mkr. eða 4,7% af skatttekjum. Heinlætismál taka til sín 165,1 millj.kr eða 5,6%. Frístundastyrkur til barna og ungmenna verður kr. 55.000 og máltíðir á leik- og grunnskólum verða áfram gjaldfrjálsar. Þá verða teknar upp heimgreiðslur til foreldra barna á aldrinum 12-24 mánaða, kr. 180.000 í 10,5 mánuði á ári, kjósi foreldrar að setja börn sín ekki á leikskóla.
Gjaldskrár hækka almennt um 3,5 til 3,9%, sem er undir verðlagsþróun ársins. Einstaka gjaldskrár hækka þó meira, t.d. gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs, þar sem gjald fyrir gráa tunnu (óflokkaðan úrgang) hækkar um 10% sem og gjald fyrir notkun á gámasvæðum, en gjald fyrir endurvinnslutunnur, þ.e. fyrir pappír, plast og lífrænan úrgang stendur í stað. Ákveðið var að hækka ekki gjald fyrir endurvinnslutunnur þar sem framlög úr Úrvinnslusjóði fyrir flokkaðan úrgang koma til niðurgreiðslu kostnaðar. Betur má þó ef duga skal, hvað flokkun varðar, og er nauðsynlegt að bæta flokkun þannig að minna af endurvinnanlegum úrgangi skili sér í gráu tunnuna. Um áramótin breytist skipulag á sorphirðu þar sem allt sorp verður hirt á fjögurra vikna fresti í stað þess að almennur úrgangur og lífrænn hefur verið hirtur á 3ja vikna fresti og pappír og plast á 6 vikna fresti. Vonandi leiðir þetta til betri flokkunar þar sem minni líkur eru á að endurvinnslutunnur fyrir pappír og plast yfirfyllist.
Áfram verður talsverðum fjármunum varið til viðhalds fasteigna sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir fjármagni í viðhald beggja grunnskóla sveitarfélagsins, svo sem málningarvinnu og viðhald raf- og pípulagna, auk þess sem skipt verður um gólfdúk á hluta Reykholtsskóla og skólahúsnæðin Ösp á Laugarvatni og Mosar í Reykholti verða máluð að utan. Áætlað er að kaupa teppamottur fyrir íþróttahúsin til að auka notagildi þeirra og hlífa gólfum. Þá er gert ráð fyrir að festa kaup á rakatæki fyrir húsið og sinna ýmsu tilfallandi viðhaldi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að endurnýja hluta æfingatækja í báðum íþróttamiðstöðvunum. Í sundlauginni á Laugarvatni er gert ráð fyrir uppsetningu á myndavélabúnaði og endurbótum á vaktrými þar sem skipt verði um glugga og sett hurð í staðinn. Gert er ráð fyrir fjármagni til múrviðgerða á félagsheimilinu Aratungu og ýmsu viðhaldi á fjallaskálum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir fjármagni til viðhalds á félagslegum íbúðum á Laugarvatni, svo og á almennum leiguíbúðum sveitarfélagsins á Laugarvatni. Þá er gert ráð fyrir aðkeyptri verkfræðiþjónustu við ráðgjöf vegna lokunar á skurðum sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins í Laugarási, en breytingar á grunnvatnsstöðu geta haft margvísleg áhrif á svæðinu og því þörf á að greina áhrifin áður en ráðist verður í framkvæmdir.
Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir um 547 millj.kr. á næsta ári, sem er álíka fjárhæð og áætlað er að varið verði til fjárfestinga á árinu 2024. Gert er ráð fyrir fjármagni til ganagerðar, má þar nefna malbikun að Björk og Bjarkarlundi á Laugarvatni, viðgerðum á Holtagötu í Laugarási við gatnamót við Skálholtsveg og að lokið verði við að koma upp gatnalýsingu í Bæjarholti að Ferjuvegi. Samhliða fjárhagsáætlun er samþykkt áætlun um gatna- og göngustígagerð til þriggja ára. Er þar bæði um að ræða nýlagningu gatna og endurbætur eldri malargatna og frágang gangstétta og göngustíga. Áfram verður haldið með göngustígagerð og lögð áhersla á svæði í kringum skóla og aðrar þjónustustofnanir sveitarfélagsins á Laugarvatni og í Reykholti. Þá er á dagskrá að ljúka gatnagerð við nokkrar götur í Reykholti og á Laugarvatni, þ.e. ljúka við að malbika og gera gangstéttar við Borgarrima, Tungurima, Traustatún og Miðholt. Þá verður jafnframt hafinn undirbúningar að gatnagerð í Laugarási, Reykholti og á Laugarvatni. Er þar um að ræða næstu áfanga Traustatúns og Tungurima og Austurbyggð/Lindartún.
Af öðrum verkefnum í fjárfestingaáætlun má nefna að lokið verður við lóðafrágang við húsnæði fyrir embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að Hverabraut 6 á Laugarvatni, skipt verður um þak á hluta íþróttahússins á Laugarvatni, byggt yfir tvö innskot á leikskólanum Álfaborg í Reykholti og unnið að hönnun og undirbúningi úrbóta á húsnæði Reykholtsskóla og Bláskógaskóla á Laugarvatni. Þá er gert ráð fyrir að lokið verði við hönnun og útboð endurbyggingar á sundlauginni í Reykholti og að verkframkvæmdir hefjist þar á haustmánuðum og verði lokið í september 2026.
Sem fyrr er áhersla á uppbyggingu grunninnviða og áætlað að verja talsverðu fjármagni til hitaveitu og fráveitu. Hjá Bláskógaveitu eru áætlaðar fjárfestingar fyrir 194 millj.kr. Meðal annars er áætlað að byggja dælustöð á Laugarvatni. Verkið var boðið út á þessu ári, en öllum tilboðum hafnað og er það nú til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Þá er gert ráð fyrir að verja fjármunum til heitavatnsöflunar, en framkvæmdir sem voru áætlaðar á þessu ári við borun eftir heitu vatni í Reykholti og á Laugarvatni hafa dregist en er nú ráðgert að þær hefjist í byrjun ársins 2025. Hjá vatnsveitu eru áætlaðar framkvæmdir fyrir 10 millj.kr. Tengigjöld vatns- og hitaveitu á móti framkvæmdakostnaði eru áætluð um 13 millj.kr. Áfram verður haldið með endurnýjun fráveitu á Laugarvatni, þar sem næsti áfangi verður frá Bláskógaskóla að Hrísholti, auk þess sem sett verður niður hreinsistöð í Laugarási. Áætlað er að framkvæmdir vegna fráveitu nemi 33 millj.kr. og tengigjöld og styrkir úr ríkissjóði komi á móti framkvæmdakostnaði sem nemur 7 millj.kr.
Samhliða fjárhagsáætlun er gerður samningur við Mílu ehf um lagningu ljósleiðara í Laugarás sem lokið verði á árinu 2025. Styrkur sem sveitarfélagið hlýtur frá fjarskiptasjóði gengur upp í kostnað við ljósleiðaralagninguna, auk þess sem sveitarfélagið mun leggja verkefninu til framlag sem nemur um 4,5 millj.kr. Ekki verða innheimt stofngjöld af styrkhæfum staðföngum.
Ráðgert er að selja gamla leikskólann í Reykholti og er gert ráð fyrir söluhagnaði vegna þess í áætluninni. Einnig hefur verið samþykkt að selja húsnæði það sem UMFÍ leigði af Bláskógabyggð fyrir ungmennabúðir, Hverabraut 16-18 á Laugarvatni. Söluferli hófst á árinu 2025, en ytri aðstæður í viðskiptalífi hafa ekki verið hagstæðar hvað slík verkefni varðar. Seljist húsið á árinu verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun til að mæta því hvað varðar söluhagnað.
Gert er ráð fyrir að greidd verði niður lán að fjárhæð 143,9 millj.kr. en tekin ný lán að fjárhæð 430,3 millj.kr. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru áætlaðar 2.157 millj.kr. í lok árs 2025. Áætlað er að skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum verði áfram langt undir lögboðnu hámarki, sem er 150%, en skv. áætluninni mun það vera um 74,4% í lok ársins 2025.
Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verður óbreytt á milli ára, 0,45%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts atvinnuhúsnæðis er óbreytt á milli ára, 1,50% og er það nokkuð undir leyfilegu hámarki. Álagningarhlutfall vatnsgjalds verður einnig óbreytt, 0,3%, en hámarksgjald vatnsgjalds verður 68.928 kr á sumarhús og íbúðarhús og lágmarksgjald verður 20.692 kr. Álagningarhlutfall fráveitugjalds verður óbreytt á milli ára, 0,27%. Fyrirkomulag á hreinsun rotþróa breytist og verða rotþrær við frístundahús hreinsaðar á fimm ára fresti í stað þriggja ára fresti. Gjald fyrir hreinsun rotþróa frístundahúsa lækkar því og verður 13.410 kr, en gjald fyrir hreinsun annarra rotþróa verður 16.391 kr. pr. rotþró. Gert er ráð fyrir að breytt fyrirkomulag hreinsunar muni leiða til minni kostnaðar við málaflokkinn, en þrátt fyrir það nægja tekjur sveitarfélagsins af fráveitugjaldi og rotþróargjöldum ekki til að standa undir þeim kostnaði sem þær eiga að gera. Lóðarleiga verður óbreytt, 1%. Gjalddagar fasteignagjalda verða átta.
II
Nokkrar lykiltölur
Rekstur :
Fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir til fyrri umræðu gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar án afskrifta og fjármagnsliða sé jákvæð um 434,2 millj.kr. Afskriftir eru áætlaðar 154,3 millj.kr., fjármagnskostnaður nettó er áætlaður 131,2 millj.kr. Heildarniðurstaða samstæðunnar er því jákvæð um 148,5 millj.kr.
Áætlunin gerir ráð fyrir að samanlagðar tekjur A og B hluta verði 2.935,8 millj.kr. á árinu 2025. Hlutur skatttekna (útsvar, fasteignagjöld og Jöfnunarsjóður) í samanlögðum tekjum í A hluta er 2.360 millj.kr. eða 91%. Áætlað er að tekjur aukist um 11,3% milli áranna 2024 og 2025.
Heildarlaunakostnaður A- og B-hluta er áætlaður 1.480,8 millj.kr. sem er 46,7% af heildartekjum. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður um 1.018 millj.kr.
Fjárfestingar :
Nettófjárfestingar ársins eru áætlaðar 547 millj.kr. Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu helstu framkvæmda (nettó) á málaflokka:
Eignasjóður
322 millj.kr.
Fráveita
26 millj.kr.
Bláskógaveita
194 millj.kr.
Vatnsveita
5 millj.kr.
Fjarskiptafélag (ljósleiðari)
0 millj.kr.
Samtals fjárfesting nettó
547 millj.kr.
Á móti framkvæmdum í umferðar- og samgöngumálum koma gatnagerðargjöld og tengigjöld veitna sem dragast frá í fjárfestingaráætlun.
III
3ja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2026 - 2028
Þriggja ára áætlun er ekki staðfest fjárhagsáætlun fyrir árin 2026-2028 heldur yfirlit yfir það sem er á dagskrá þessi ár. Við fjárhagsáætlanagerð hvers árs fer fram nánari útfærsla á þriggja ára áætlun miðað við þær forsendur sem þá liggja fyrir og því geta fjárhæðir og framkvæmdahraði vegna einstakra verkefna breyst frá því sem fram kemur í þriggja ára áætlun hverju sinni.
Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans.
Stefnumörkun
Til grundvallar þeirri þriggja ára áætlun sem hér er lögð fram liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 en jafnframt er byggt á þriggja ára áætlun 2025-2027. Ekki er gert ráð fyrir breytingum í rekstri málaflokka.
Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir 1.832 millj.kr. samtals á tímabilinu 2026-2028 og eru fjölbreytt verkefni sem falla þar undir. Áhersla er áfram lögð á að byggja upp innviði samfélagsins og að grunnkerfi þau sem sveitarfélagið rekur, s.s. gatnakerfi og veitur geti annað því álagi sem á þeim er. Þá er gert ráð fyrir lokið verði við endurnýjun á sundlaugarsvæði í Reykholti árinu 2026 og er það stærsta einstaka verkefnið í þriggja ára áætlun. Einnig er gert ráð fyrir að unnið verði að úrbótum í húsnæðismálum grunn- og leikskóla.
Helstu forsendur áætlunar 2026 ? 2028
Til að unnt sé að setja fram áætlunina hafa ákveðnar forsendur verið lagðar til grundvallar. Þriggja ára áætlun er byggð á áætlun ársins 2025 og er gerð á föstu verðlagi.
Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri allra málaflokka næstu 3 árin.
Skatttekjur
Áætlun á skatttekjum er byggð á áætlun ársins 2025 og áætlaðri íbúafjölgun.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Áætlun á framlögum Jöfnunarsjóðs er byggð á áætlun ársins 2025.
Fasteignaskattur
Gert er ráð fyrir óbreyttum tekjum af fasteignaskatti frá árinu 2025 árin 2026? 2028.
Þjónustutekjur
Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám vegna þjónustu sveitarfélagsins í áætluninni.
Laun
Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun ársins 2025.
Rekstrarkostnaður
Áætlun rekstrarkostnaðar er byggð á áætlun ársins 2025.
Helstu niðurstöður áætlunar 2025 - 2028
Helstu kennitölur áætlunarinnar fyrir samstæðureikning (í þús. króna):
Samstæða (A- og B-hluti)
2025
2026
2027
2028
Rekstrarreikningur
Tekjur
2.935.789
3.129.879
3.377.690
3.640.398
Gjöld
2.501.585
2.642.398
2.780.990
2.923.785
Niðurstaða án fjármagnsliða
434.204
487.478
596.700
716.614
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)
(131.267)
(127.804)
(142.588)
(142.570)
Rekstrarniðurstaða
148.575
183.577
255.089
359.061
Efnahagsreikningur
2025
2026
2027
2028
Eignir
Fastafjármunir
3.927.002
4.574.905
5.002.882
5.168.900
Veltufjármunir
533.634
580.386
602.667
607.077
Eignir samtals
4.663.760
5.353.282
5.798.421
5.964.595
31. desember
2025
2026
2027
2028
Eigið fé og skuldir
Eigið fé
1.935.368
2.118.945
2.374.033
2.733.094
Langtímaskuldir
2.157.527
2.609.146
2.763.482
2.573.390
Skammtímaskuldir
494.627
548.592
583.944
580.549
Skuldir og skuldbindingar samtals
2.729.381
3.235.487
3.425.811
2.571.598
Eigið fé og skuldir samtals
4.66.760
5.353.282
5.798.421
5.5.964.595
Gert er ráð fyrir nettó fjárfestingu í þúsundum króna, sem hér segir:
2025
2026
2027
2028
Eignasjóður
322.000
660.000
420.000
260.000
Fráveita
26.000
56.000
32.000
-2.000
Bláskógaveita
194.000
75.000
112.000
65.000
Vatnsveita
5.000
33.000
63.000
58.000
Samtals fjárfesting nettó
547.000
824.000
627.000
381.000
Fjármagnsliðir
Fjármagnsliðir eru reiknaðir miðað við þau vaxtakjör sem sveitarfélagið býr við.
Fjárfestingar
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 824 millj.kr. árið 2026, 627 millj.kr. árið 2027 og 381 millj.kr. árið 2028. M.a. er gert ráð fyrir að á árunum 2026 og 2027 verði hafnar framkvæmdir við að stækka og bæta aðstöðu Bláskógaskóla, Reykholtsskóla og Álfaborgar og að byggt verði áhaldahús fyrir Bláskógaveitu á árinu 2026 og að áfram verði haldið árlega við endurnýjun fráveitu á Laugarvatni.
Lántökur
Ný langtímalán á árunum 2026-2028 eru áætluð 970 millj.kr. og niðurgreiðslur eldri lána eru áætlaðar á sama tímabili 691,2 millj.kr.
IV
Lokaorð
Í fjárfestingarhluta þriggja ára ætlunar er leitast við að forgangsraða verkefnum, áfangaskipta og dreifa þeim með það að markmiði að halda skuldsetningu sveitarfélagsins sem minnstri og þar með að lágmarka fjármagnskostnað. Sá hluti áætlunarinnar sem snýr að rekstri byggir á því að ekki verði miklar breytingar á rekstri málaflokka milli ára. Nánari útfærsla áætlunar fyrir hvert ár fyrir sig er unnin í fjárhagsáætlun hverju sinni. Forsendur á borð við verðlagsþróun, íbúafjölgun, þróun tekna og útgjalda geta því haft áhrif á áætlun hvers árs fyrir sig.
Ekki er útlit fyrir annað en að útsvars- og fasteignaskattstekjur sveitarfélagsins haldi áfram að vaxa samhliða talsverðri fjölgun íbúa, uppbyggingu húsnæðis og öflugu atvinnulífi. Tillögur um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa ekki náð fram að ganga og ekki er vitað hver afdrif þeirra verða á borði nýrrar ríkisstjórnar. Verði þær samþykktar óbreyttar mun það hafa verulega neikvæð áhrif á fjárhag Bláskógabyggðar. Áætlað er að breytingarnar verði innleiddar á þremur árum og verður að telja það nokkuð bratt. Bláskógabyggð getur orðið af um 200 millj.kr. framlagi á ári, nái breytingarnar fram að ganga.
Íbúafjölgun í Bláskógabyggð heldur áfram og nálgast íbúar nú að vera 1.500 skv. skrám Þjóðskrár, en við uppgjör sveitarfélaga og útreikning ýmissa lykiltalna er miðað við tölur Hagstofu Íslands um íbúafjölda og skeikar þar nokkru. En hvernig sem talið er þá hefur íbúum í Bláskógabyggð fjölgað hlufallslega meira en í flestum sveitarfélögum á Suðurlandi. Þó nokkur fjöldi íbúða er í byggingu og er því raunhæft að ætla að íbúum muni halda áfram að fjölga. Nokkrar lóðir eru lausar til úthlutunar og gert ráð fyrir að fleiri lóðir komi til úthlutunar á árinu 2026 með gatnagerð í þéttbýliskjörnunum. Íbúafjölgun hefur áhrif á ýmsa innviði, huga þarf að breytingum og viðbótum við húsnæði leik- og grunnskóla og heitavatnsöflun. Stöðugur áhugi á lóðum og uppbyggingu í sveitarfélaginu ber vitni um bjartsýni og trú manna á að svæðið í heild haldi áfram að verða gott til búsetu og atvinnu. Sveitarfélagið leitast við að halda áfram háu þjónustustigi og byggja upp nauðsynlega innviði og viðhalda eignum. Þá leitast sveitarfélagið við að haga skipulagsmálum þannig að unnt sé að bregðast við hugmyndum um uppbyggingu atvinnutækifæra með skjótum hætti.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 hefur verið unnin í góðri samvinnu sveitarstjórnarfulltrúa og stjórnenda. Ber að þakka það góða starf sem hér hefur verið unnið.
Oddviti bar tillögu að fjárhagsáætlun undir atkvæði og var hún samþykkt samhljóða.
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025:
1.
Útsvar:
Útsvar fyrir árið 2025 verði 14,97%.
2.
Verðlag:
Gert er ráð fyrir 3,9% verðbólgu skv. þjóðhagsspá.
3.
Aðrar forsendur:
Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi aukist um 5%.
4.
Fasteignagjöld:
i)
Fasteignaskattur:
A-liður Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og það er skilgreint í a-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 verður 0,45% af heildarfasteignamati.
B-liður Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 verður 1,32% af heildarfasteignamati.
C-liður Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og annarra eigna eins og þær eru skilgreindar í c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 verður 1,50% af heildarfasteignamati.
Afsláttur sem er veittur tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmið sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.
ii)
Vatnsgjald:
Vatnsgjald verður 0,3% af heildarfasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitu sveitarfélagsins. Hámarksálagning verður 68.928 á sumarhús og íbúðarhús. Lágmarksálagning verður 20.692,-.
iii)
Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð:
Fráveitugjald verði 0,27% af heildarfasteignamati eigna sem tengjast fráveitukerfum sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa, skv. 18. gr. samþykktar um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð.
Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað fimmta hvert ár skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0 ?6000 lítra kr. 16.391.
Rotþró 6001 lítra og stærri kr. 3.180 pr./m3
Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað fimmta hvert ár skal vera eftirfarandi:
Rotþró 0 ?6000 lítra kr. 13.410.
Rotþró 6001 lítra og stærri kr. 2.602 pr./m3
Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi:
Um aukahreinsun og gjald fyrir hana fer samkvæmt gjaldskrá vegna móttöku og hreinsunar á seyru hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita bs.
Afsláttur sem er veittur tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmið sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.
iv)
Lóðarleiga:
Lóðarleiga verði 1% af fasteignamati lóða.
v)
Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2025:
Gjald fyrir grunneiningu íláta við íbúðarhúsnæði
Tegundir úrgangs og ílát:
Blandaður heimilisúrgangur (grátunna) 240 l ílát
37.546 kr.
Lífrænn heimilisúrgangur (brúntunna) 240 l ílát
8.774 kr.
Pappi og pappír 240 l ílát (blátunna)
5.243 kr.
Plast 240 l ílát
(græntunna)
5.243 kr.
Gjald fyrir fastan kostnað, rekstur söfnunarstöðva og meðhöndlun úrgangs
Innheimta skal gjald fyrir fastan kostnað og rekstur söfnunarstöðva (gámastöðva):
Íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði og atvinnuhúsnæði
31.191 kr.
Innheimta skal gjald vegna meðhöndlunar úrgangs:
Lögbýli
20.821 kr.
Atvinnuhúsnæði (fyrirtæki)
45.197 kr.
Klippikort verða afhent greiðendum sorpeyðingargjalda.
Móttökugjald á einn m3: 7.300 kr.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 8 talsins, innheimt mánaðarlega frá 1. febrúar 2025. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.
5.
Gjaldskrár aðrar:
Aðrar gjaldskrár hækka almennt um 3,9% og er vísað í texta þeirra á heimasíðu.
Texti gjaldskráa eins og hann er birtur í B-deild Stjórnartíðinda gengur framar þessum texta ef misræmi reynist vera.
Lögð var fram eftirfarandi greinargerð með fjárhagsáætlun:
Greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028
Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2025 er lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn 11. desember 2024.
Grunnur fjárhagsáætlunar 2025-2028 byggir á áætlun 2024 með viðaukum.
Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans.
I
Fjárhagsáætlun 2025
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025, eins og hún er lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn, er áætlað að rekstrarafgangur samstæðu (A- og B-hluta) verði 148,5 millj.kr. eftir fjármagnsgjöld, afskriftir og skatta.
Gert er ráð fyrir að skatttekjur aukist um 160 millj.kr. á milli áranna 2024 og 2025. Í fjárhagsáætluninni er fylgt áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um þróun greiðslna úr Jöfnunarsjóði fyrir árið 2025 og horft til áætlunar Sambands íslenskra sveitarfélaga um þróun útsvarstekna. Útsvarshlutfall er 14,97% sem er lögboðið hámark.
Launaliðir og annar rekstrarkostnaður hækkar á milli ára. Gert er ráð fyrir kjarasamningsbundnum launahækkunum og verðlagsbreytingum, en jákvætt er að verðbólga fer lækkandi. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsgjöld og skatta er áætlaður 279,8 millj.kr. og veltufé frá rekstri verði 346,2 millj.kr. eða 11,8% af heildartekjum.
Óverulegar breytingar eru á rekstri einstaka eininga og stofnana, útgjöld aukast þó, m.a. vegna kjarasamningshækkana og verðlagshækkana, líkt og að framan er getið. Áætlað er að útgjöld til fræðslumála, sem eru sá málaflokkur sveitarfélagsins sem tekur til sín mest fjármagn verði 1.354,9 millj.kr eða 46,1% af heildartekjum og æskulýðs- og íþróttamál taki til sín 279,5 millj.kr eða 9,5% af heildartekjum. Útgjöld til félagsþjónustu standa nánast í stað og tekur málaflokkurinn nú til sín um 138 mkr. eða 4,7% af skatttekjum. Heinlætismál taka til sín 165,1 millj.kr eða 5,6%. Frístundastyrkur til barna og ungmenna verður kr. 55.000 og máltíðir á leik- og grunnskólum verða áfram gjaldfrjálsar. Þá verða teknar upp heimgreiðslur til foreldra barna á aldrinum 12-24 mánaða, kr. 180.000 í 10,5 mánuði á ári, kjósi foreldrar að setja börn sín ekki á leikskóla.
Gjaldskrár hækka almennt um 3,5 til 3,9%, sem er undir verðlagsþróun ársins. Einstaka gjaldskrár hækka þó meira, t.d. gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs, þar sem gjald fyrir gráa tunnu (óflokkaðan úrgang) hækkar um 10% sem og gjald fyrir notkun á gámasvæðum, en gjald fyrir endurvinnslutunnur, þ.e. fyrir pappír, plast og lífrænan úrgang stendur í stað. Ákveðið var að hækka ekki gjald fyrir endurvinnslutunnur þar sem framlög úr Úrvinnslusjóði fyrir flokkaðan úrgang koma til niðurgreiðslu kostnaðar. Betur má þó ef duga skal, hvað flokkun varðar, og er nauðsynlegt að bæta flokkun þannig að minna af endurvinnanlegum úrgangi skili sér í gráu tunnuna. Um áramótin breytist skipulag á sorphirðu þar sem allt sorp verður hirt á fjögurra vikna fresti í stað þess að almennur úrgangur og lífrænn hefur verið hirtur á 3ja vikna fresti og pappír og plast á 6 vikna fresti. Vonandi leiðir þetta til betri flokkunar þar sem minni líkur eru á að endurvinnslutunnur fyrir pappír og plast yfirfyllist.
Áfram verður talsverðum fjármunum varið til viðhalds fasteigna sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir fjármagni í viðhald beggja grunnskóla sveitarfélagsins, svo sem málningarvinnu og viðhald raf- og pípulagna, auk þess sem skipt verður um gólfdúk á hluta Reykholtsskóla og skólahúsnæðin Ösp á Laugarvatni og Mosar í Reykholti verða máluð að utan. Áætlað er að kaupa teppamottur fyrir íþróttahúsin til að auka notagildi þeirra og hlífa gólfum. Þá er gert ráð fyrir að festa kaup á rakatæki fyrir húsið og sinna ýmsu tilfallandi viðhaldi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að endurnýja hluta æfingatækja í báðum íþróttamiðstöðvunum. Í sundlauginni á Laugarvatni er gert ráð fyrir uppsetningu á myndavélabúnaði og endurbótum á vaktrými þar sem skipt verði um glugga og sett hurð í staðinn. Gert er ráð fyrir fjármagni til múrviðgerða á félagsheimilinu Aratungu og ýmsu viðhaldi á fjallaskálum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir fjármagni til viðhalds á félagslegum íbúðum á Laugarvatni, svo og á almennum leiguíbúðum sveitarfélagsins á Laugarvatni. Þá er gert ráð fyrir aðkeyptri verkfræðiþjónustu við ráðgjöf vegna lokunar á skurðum sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins í Laugarási, en breytingar á grunnvatnsstöðu geta haft margvísleg áhrif á svæðinu og því þörf á að greina áhrifin áður en ráðist verður í framkvæmdir.
Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir um 547 millj.kr. á næsta ári, sem er álíka fjárhæð og áætlað er að varið verði til fjárfestinga á árinu 2024. Gert er ráð fyrir fjármagni til ganagerðar, má þar nefna malbikun að Björk og Bjarkarlundi á Laugarvatni, viðgerðum á Holtagötu í Laugarási við gatnamót við Skálholtsveg og að lokið verði við að koma upp gatnalýsingu í Bæjarholti að Ferjuvegi. Samhliða fjárhagsáætlun er samþykkt áætlun um gatna- og göngustígagerð til þriggja ára. Er þar bæði um að ræða nýlagningu gatna og endurbætur eldri malargatna og frágang gangstétta og göngustíga. Áfram verður haldið með göngustígagerð og lögð áhersla á svæði í kringum skóla og aðrar þjónustustofnanir sveitarfélagsins á Laugarvatni og í Reykholti. Þá er á dagskrá að ljúka gatnagerð við nokkrar götur í Reykholti og á Laugarvatni, þ.e. ljúka við að malbika og gera gangstéttar við Borgarrima, Tungurima, Traustatún og Miðholt. Þá verður jafnframt hafinn undirbúningar að gatnagerð í Laugarási, Reykholti og á Laugarvatni. Er þar um að ræða næstu áfanga Traustatúns og Tungurima og Austurbyggð/Lindartún.
Af öðrum verkefnum í fjárfestingaáætlun má nefna að lokið verður við lóðafrágang við húsnæði fyrir embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að Hverabraut 6 á Laugarvatni, skipt verður um þak á hluta íþróttahússins á Laugarvatni, byggt yfir tvö innskot á leikskólanum Álfaborg í Reykholti og unnið að hönnun og undirbúningi úrbóta á húsnæði Reykholtsskóla og Bláskógaskóla á Laugarvatni. Þá er gert ráð fyrir að lokið verði við hönnun og útboð endurbyggingar á sundlauginni í Reykholti og að verkframkvæmdir hefjist þar á haustmánuðum og verði lokið í september 2026.
Sem fyrr er áhersla á uppbyggingu grunninnviða og áætlað að verja talsverðu fjármagni til hitaveitu og fráveitu. Hjá Bláskógaveitu eru áætlaðar fjárfestingar fyrir 194 millj.kr. Meðal annars er áætlað að byggja dælustöð á Laugarvatni. Verkið var boðið út á þessu ári, en öllum tilboðum hafnað og er það nú til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Þá er gert ráð fyrir að verja fjármunum til heitavatnsöflunar, en framkvæmdir sem voru áætlaðar á þessu ári við borun eftir heitu vatni í Reykholti og á Laugarvatni hafa dregist en er nú ráðgert að þær hefjist í byrjun ársins 2025. Hjá vatnsveitu eru áætlaðar framkvæmdir fyrir 10 millj.kr. Tengigjöld vatns- og hitaveitu á móti framkvæmdakostnaði eru áætluð um 13 millj.kr. Áfram verður haldið með endurnýjun fráveitu á Laugarvatni, þar sem næsti áfangi verður frá Bláskógaskóla að Hrísholti, auk þess sem sett verður niður hreinsistöð í Laugarási. Áætlað er að framkvæmdir vegna fráveitu nemi 33 millj.kr. og tengigjöld og styrkir úr ríkissjóði komi á móti framkvæmdakostnaði sem nemur 7 millj.kr.
Samhliða fjárhagsáætlun er gerður samningur við Mílu ehf um lagningu ljósleiðara í Laugarás sem lokið verði á árinu 2025. Styrkur sem sveitarfélagið hlýtur frá fjarskiptasjóði gengur upp í kostnað við ljósleiðaralagninguna, auk þess sem sveitarfélagið mun leggja verkefninu til framlag sem nemur um 4,5 millj.kr. Ekki verða innheimt stofngjöld af styrkhæfum staðföngum.
Ráðgert er að selja gamla leikskólann í Reykholti og er gert ráð fyrir söluhagnaði vegna þess í áætluninni. Einnig hefur verið samþykkt að selja húsnæði það sem UMFÍ leigði af Bláskógabyggð fyrir ungmennabúðir, Hverabraut 16-18 á Laugarvatni. Söluferli hófst á árinu 2025, en ytri aðstæður í viðskiptalífi hafa ekki verið hagstæðar hvað slík verkefni varðar. Seljist húsið á árinu verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun til að mæta því hvað varðar söluhagnað.
Gert er ráð fyrir að greidd verði niður lán að fjárhæð 143,9 millj.kr. en tekin ný lán að fjárhæð 430,3 millj.kr. Langtímaskuldir við lánastofnanir eru áætlaðar 2.157 millj.kr. í lok árs 2025. Áætlað er að skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum verði áfram langt undir lögboðnu hámarki, sem er 150%, en skv. áætluninni mun það vera um 74,4% í lok ársins 2025.
Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði verður óbreytt á milli ára, 0,45%. Álagningarhlutfall fasteignaskatts atvinnuhúsnæðis er óbreytt á milli ára, 1,50% og er það nokkuð undir leyfilegu hámarki. Álagningarhlutfall vatnsgjalds verður einnig óbreytt, 0,3%, en hámarksgjald vatnsgjalds verður 68.928 kr á sumarhús og íbúðarhús og lágmarksgjald verður 20.692 kr. Álagningarhlutfall fráveitugjalds verður óbreytt á milli ára, 0,27%. Fyrirkomulag á hreinsun rotþróa breytist og verða rotþrær við frístundahús hreinsaðar á fimm ára fresti í stað þriggja ára fresti. Gjald fyrir hreinsun rotþróa frístundahúsa lækkar því og verður 13.410 kr, en gjald fyrir hreinsun annarra rotþróa verður 16.391 kr. pr. rotþró. Gert er ráð fyrir að breytt fyrirkomulag hreinsunar muni leiða til minni kostnaðar við málaflokkinn, en þrátt fyrir það nægja tekjur sveitarfélagsins af fráveitugjaldi og rotþróargjöldum ekki til að standa undir þeim kostnaði sem þær eiga að gera. Lóðarleiga verður óbreytt, 1%. Gjalddagar fasteignagjalda verða átta.
II
Nokkrar lykiltölur
Rekstur :
Fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir til fyrri umræðu gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar án afskrifta og fjármagnsliða sé jákvæð um 434,2 millj.kr. Afskriftir eru áætlaðar 154,3 millj.kr., fjármagnskostnaður nettó er áætlaður 131,2 millj.kr. Heildarniðurstaða samstæðunnar er því jákvæð um 148,5 millj.kr.
Áætlunin gerir ráð fyrir að samanlagðar tekjur A og B hluta verði 2.935,8 millj.kr. á árinu 2025. Hlutur skatttekna (útsvar, fasteignagjöld og Jöfnunarsjóður) í samanlögðum tekjum í A hluta er 2.360 millj.kr. eða 91%. Áætlað er að tekjur aukist um 11,3% milli áranna 2024 og 2025.
Heildarlaunakostnaður A- og B-hluta er áætlaður 1.480,8 millj.kr. sem er 46,7% af heildartekjum. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður um 1.018 millj.kr.
Fjárfestingar :
Nettófjárfestingar ársins eru áætlaðar 547 millj.kr. Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu helstu framkvæmda (nettó) á málaflokka:
Eignasjóður
322 millj.kr.
Fráveita
26 millj.kr.
Bláskógaveita
194 millj.kr.
Vatnsveita
5 millj.kr.
Fjarskiptafélag (ljósleiðari)
0 millj.kr.
Samtals fjárfesting nettó
547 millj.kr.
Á móti framkvæmdum í umferðar- og samgöngumálum koma gatnagerðargjöld og tengigjöld veitna sem dragast frá í fjárfestingaráætlun.
III
3ja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2026 - 2028
Þriggja ára áætlun er ekki staðfest fjárhagsáætlun fyrir árin 2026-2028 heldur yfirlit yfir það sem er á dagskrá þessi ár. Við fjárhagsáætlanagerð hvers árs fer fram nánari útfærsla á þriggja ára áætlun miðað við þær forsendur sem þá liggja fyrir og því geta fjárhæðir og framkvæmdahraði vegna einstakra verkefna breyst frá því sem fram kemur í þriggja ára áætlun hverju sinni.
Almenna reglan er að tölulegur hluti fjárhagsáætlunar ræður ef misræmi kann að vera á milli texta í greinargerð og tölulega hlutans.
Stefnumörkun
Til grundvallar þeirri þriggja ára áætlun sem hér er lögð fram liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 en jafnframt er byggt á þriggja ára áætlun 2025-2027. Ekki er gert ráð fyrir breytingum í rekstri málaflokka.
Fjárfestingar eru áætlaðar fyrir 1.832 millj.kr. samtals á tímabilinu 2026-2028 og eru fjölbreytt verkefni sem falla þar undir. Áhersla er áfram lögð á að byggja upp innviði samfélagsins og að grunnkerfi þau sem sveitarfélagið rekur, s.s. gatnakerfi og veitur geti annað því álagi sem á þeim er. Þá er gert ráð fyrir lokið verði við endurnýjun á sundlaugarsvæði í Reykholti árinu 2026 og er það stærsta einstaka verkefnið í þriggja ára áætlun. Einnig er gert ráð fyrir að unnið verði að úrbótum í húsnæðismálum grunn- og leikskóla.
Helstu forsendur áætlunar 2026 ? 2028
Til að unnt sé að setja fram áætlunina hafa ákveðnar forsendur verið lagðar til grundvallar. Þriggja ára áætlun er byggð á áætlun ársins 2025 og er gerð á föstu verðlagi.
Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri allra málaflokka næstu 3 árin.
Skatttekjur
Áætlun á skatttekjum er byggð á áætlun ársins 2025 og áætlaðri íbúafjölgun.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Áætlun á framlögum Jöfnunarsjóðs er byggð á áætlun ársins 2025.
Fasteignaskattur
Gert er ráð fyrir óbreyttum tekjum af fasteignaskatti frá árinu 2025 árin 2026? 2028.
Þjónustutekjur
Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám vegna þjónustu sveitarfélagsins í áætluninni.
Laun
Áætlun launa og launatengdra gjalda er byggð á launaáætlun ársins 2025.
Rekstrarkostnaður
Áætlun rekstrarkostnaðar er byggð á áætlun ársins 2025.
Helstu niðurstöður áætlunar 2025 - 2028
Helstu kennitölur áætlunarinnar fyrir samstæðureikning (í þús. króna):
Samstæða (A- og B-hluti)
2025
2026
2027
2028
Rekstrarreikningur
Tekjur
2.935.789
3.129.879
3.377.690
3.640.398
Gjöld
2.501.585
2.642.398
2.780.990
2.923.785
Niðurstaða án fjármagnsliða
434.204
487.478
596.700
716.614
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)
(131.267)
(127.804)
(142.588)
(142.570)
Rekstrarniðurstaða
148.575
183.577
255.089
359.061
Efnahagsreikningur
2025
2026
2027
2028
Eignir
Fastafjármunir
3.927.002
4.574.905
5.002.882
5.168.900
Veltufjármunir
533.634
580.386
602.667
607.077
Eignir samtals
4.663.760
5.353.282
5.798.421
5.964.595
31. desember
2025
2026
2027
2028
Eigið fé og skuldir
Eigið fé
1.935.368
2.118.945
2.374.033
2.733.094
Langtímaskuldir
2.157.527
2.609.146
2.763.482
2.573.390
Skammtímaskuldir
494.627
548.592
583.944
580.549
Skuldir og skuldbindingar samtals
2.729.381
3.235.487
3.425.811
2.571.598
Eigið fé og skuldir samtals
4.66.760
5.353.282
5.798.421
5.5.964.595
Gert er ráð fyrir nettó fjárfestingu í þúsundum króna, sem hér segir:
2025
2026
2027
2028
Eignasjóður
322.000
660.000
420.000
260.000
Fráveita
26.000
56.000
32.000
-2.000
Bláskógaveita
194.000
75.000
112.000
65.000
Vatnsveita
5.000
33.000
63.000
58.000
Samtals fjárfesting nettó
547.000
824.000
627.000
381.000
Fjármagnsliðir
Fjármagnsliðir eru reiknaðir miðað við þau vaxtakjör sem sveitarfélagið býr við.
Fjárfestingar
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 824 millj.kr. árið 2026, 627 millj.kr. árið 2027 og 381 millj.kr. árið 2028. M.a. er gert ráð fyrir að á árunum 2026 og 2027 verði hafnar framkvæmdir við að stækka og bæta aðstöðu Bláskógaskóla, Reykholtsskóla og Álfaborgar og að byggt verði áhaldahús fyrir Bláskógaveitu á árinu 2026 og að áfram verði haldið árlega við endurnýjun fráveitu á Laugarvatni.
Lántökur
Ný langtímalán á árunum 2026-2028 eru áætluð 970 millj.kr. og niðurgreiðslur eldri lána eru áætlaðar á sama tímabili 691,2 millj.kr.
IV
Lokaorð
Í fjárfestingarhluta þriggja ára ætlunar er leitast við að forgangsraða verkefnum, áfangaskipta og dreifa þeim með það að markmiði að halda skuldsetningu sveitarfélagsins sem minnstri og þar með að lágmarka fjármagnskostnað. Sá hluti áætlunarinnar sem snýr að rekstri byggir á því að ekki verði miklar breytingar á rekstri málaflokka milli ára. Nánari útfærsla áætlunar fyrir hvert ár fyrir sig er unnin í fjárhagsáætlun hverju sinni. Forsendur á borð við verðlagsþróun, íbúafjölgun, þróun tekna og útgjalda geta því haft áhrif á áætlun hvers árs fyrir sig.
Ekki er útlit fyrir annað en að útsvars- og fasteignaskattstekjur sveitarfélagsins haldi áfram að vaxa samhliða talsverðri fjölgun íbúa, uppbyggingu húsnæðis og öflugu atvinnulífi. Tillögur um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa ekki náð fram að ganga og ekki er vitað hver afdrif þeirra verða á borði nýrrar ríkisstjórnar. Verði þær samþykktar óbreyttar mun það hafa verulega neikvæð áhrif á fjárhag Bláskógabyggðar. Áætlað er að breytingarnar verði innleiddar á þremur árum og verður að telja það nokkuð bratt. Bláskógabyggð getur orðið af um 200 millj.kr. framlagi á ári, nái breytingarnar fram að ganga.
Íbúafjölgun í Bláskógabyggð heldur áfram og nálgast íbúar nú að vera 1.500 skv. skrám Þjóðskrár, en við uppgjör sveitarfélaga og útreikning ýmissa lykiltalna er miðað við tölur Hagstofu Íslands um íbúafjölda og skeikar þar nokkru. En hvernig sem talið er þá hefur íbúum í Bláskógabyggð fjölgað hlufallslega meira en í flestum sveitarfélögum á Suðurlandi. Þó nokkur fjöldi íbúða er í byggingu og er því raunhæft að ætla að íbúum muni halda áfram að fjölga. Nokkrar lóðir eru lausar til úthlutunar og gert ráð fyrir að fleiri lóðir komi til úthlutunar á árinu 2026 með gatnagerð í þéttbýliskjörnunum. Íbúafjölgun hefur áhrif á ýmsa innviði, huga þarf að breytingum og viðbótum við húsnæði leik- og grunnskóla og heitavatnsöflun. Stöðugur áhugi á lóðum og uppbyggingu í sveitarfélaginu ber vitni um bjartsýni og trú manna á að svæðið í heild haldi áfram að verða gott til búsetu og atvinnu. Sveitarfélagið leitast við að halda áfram háu þjónustustigi og byggja upp nauðsynlega innviði og viðhalda eignum. Þá leitast sveitarfélagið við að haga skipulagsmálum þannig að unnt sé að bregðast við hugmyndum um uppbyggingu atvinnutækifæra með skjótum hætti.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 hefur verið unnin í góðri samvinnu sveitarstjórnarfulltrúa og stjórnenda. Ber að þakka það góða starf sem hér hefur verið unnið.
Oddviti bar tillögu að fjárhagsáætlun undir atkvæði og var hún samþykkt samhljóða.
25.Lántökur 2024
2401040
Beiðni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Bláskógabyggðar um heimild til að millifæra af reikningi Bláskógaveitu inn á reikning Bláskógabyggðar eftir þörfum til 31. desember 2025.
Tillaga um lántöku hjá LSS að fjárhæð 100 millj.kr.
Tillaga um lántöku hjá LSS að fjárhæð 100 millj.kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi sviðsstjóra.
Fyrir fundinum liggja skilmálar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda ársins 2025. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð 200 millj.kr. en lagt er til að tekið verði lán að fjárhæð 100 millj.kr.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Fyrir fundinum liggja skilmálar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda ársins 2025. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð 200 millj.kr. en lagt er til að tekið verði lán að fjárhæð 100 millj.kr.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
26.Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026
2205041
Tillaga um tilhögun funda sveitarstjórnar í janúar 2025
Sveitarstjórn samþykkir að fundir í janúar verði 8. janúar kl 9:00 og 22. janúar kl. 9:00. Regluglegur fundur fyrsta miðvikudag í janúar falli niður, þar sem hann ber upp á nýársdag.
27.Rekstrarleyfisumsókn Magnúsarbraut 2 F235 7670
2412009
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18.11.2024, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður og 020101 gestahús frá Jóhanni G. Reynissyni fyrir hönd Stök Gulrót ehf. kt. 440907 - 0910 á sumarbústaðalandinu Magnúsarbraut 2 (F235 7670) í Bláskógabyggð.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita jákvæða umsögn um erindið.
28.Niðurfelling Úteyjarvegar 1 (3699-01) af vegaskrá
2412011
Tilkynning Vegagerðarinnar dags 3.12.2024 um niðurfellingu Úteyjarvegar 1 af vegaskrá.
Tilkynningin var lögð fram til kynningar.
29.Svæðisskipulag Suðurhálendis
1909054
Tilkynning um að svæðisskipulag Suðurhálendis hafi hlotið staðfestingu ráðherra.
Tilkynningin var lögð fram. Sveitarstjórn fagnar því að þessum áfanga hafi verið náð og þakkar sveitarfélögum á Suðurlandi fyrir gott, ánægjulegt og árangursríkt samstarf.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð skipulagsnefndar, var það samþykkt samhljóða og verður liður nr 1 á dagskrá fundarins.