Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

374. fundur 04. desember 2024 kl. 09:00 - 09:55 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Áslaug Alda Þórarinsdóttir Varamaður
    Aðalmaður: Guðrún S. Magnúsdóttir
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón F. Snæbjörnsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

292. fundur haldinn 27.11.2024. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 10.
-liður 3, Heiðarbær lóð (L170233); byggingarheimild; sumarhús - 2408092
Móttekin var umsókn þann 27.08.2024 um byggingarheimild, að fjarlægja 54,7 m2 sumarhús, byggt 1965 og byggja 169,3 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170233 í Bláskógabyggð. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Á grundvelli framlagða athugasemda sem bárust frá Framkvæmdasýslu Ríkisins samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að umsókn um byggingarheimild verði synjað í framlagðri mynd.


-liður 4, Laugarbraut 1-5 L188986; Rekstrarleyfi; Fyrirspurn - 2411024
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til Laugarbrautar 1-5 L188986 á Laugarvatni í Bláskógabyggð. Óskað er eftir að fá rekstrarleyfi fyrir gistingu á Laugarbraut 5 (íbúð 201).
Í bókun skipulagsnefndar kemur fram það mat skipulagsnefndar að ekki liggi fyrir heimildir fyrir rekstrarleyfisskyldri útleigu á íbúðum innan miðsvæðis M1 á Laugarvatni nema á þeim lóðum sem sérstaklega eru tiltekið um að hafi slíkar heimildir samkvæmt deiliskipulagi. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að beiðnum um rekstarleyfi fyrir útleigu íbúða innan svæðisins verði synjað nema skýr heimild sé til slíks reksturs í deiliskipulagi. Sé vilji til þess að heimila slíkt verði það að koma fram með óyggjandi hætti innan heimilda deiliskipulags. Að mati skipulagsnefndar ætti rekstarleyfisskyld útleiga íbúða innan þéttbýlis að vera háð töluverðum takmörkunum í skipulagi.
Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir með vísan til framanritaðs að synja beiðni um rekstrarleyfi fyrir gistingu á Laugarbraut 5 (íbúð 201) þar sem slík heimild kemur ekki fram í deiliskipulagsskilmálum með skýrum hætti.

-liður 5, Syðri-Reykir 2 lóð (L167484); byggingarheimild; sumarhús - 2411060
Móttekin var umsókn þann 19.11.2024 um byggingarheimild með fyrirspurn að fjarlægja núverandi sumarbústað 29,4 m2, byggingarár 2016 og byggja 96 m2 sumarhús í stað þess á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir 2 lóð L167484 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


-liður 6, Kvistalundur 8 L170459; Kvistalundur 10 L208476; Sameining lóða - 2411047
Lögð er fram umsókn, ásamt óhnitsettum uppdrætti, er varðar sameiningu 2ja lóða. Óskað er eftir að sameina lóðirnar Kvistalundur 8 L170459 og Kvistalund 10 L208476 í eina lóð sem verður 4.400 fm eftir sameiningu skv. meðfylgjandi uppdrætti. Lóðirnar eru skilgreindar sem tvær 2.000 fm lóðir í núgildandi deiliskipulagi frístundasvæðis Veiðilundar í landi Miðfells. Skv. umsækjanda þá er byggingum háttað á þann veg að lóðirnar hafa verið nýttar sem ein í gegnum tíðina.
Að mati sveitarstjórnar er framlögð beiðni í takt við stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar er varðar stærðir frístundalóða, sem skulu almennt vera á bilinu 1/2 - 1 ha að stærð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða beiðni. Hún er þó háð því að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi sem tekur til breytinganna auk þess sem lögð verði fram merkjalýsing sem gerir grein fyrir hnitsettri legu hinnar sameinuðu lóðar.


-liður 7, Haukadalur 3 L167099; Skilgreining lóðar og byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - 2411016
Lögð er fram uppfærð tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Haukadals 3B í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður og verður 36.650 m2 að stærð. Á lóðinni er heimilt að reisa íbúðarhús ásamt aukahúsum s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.


-liður 8, Stórholt 2, L236857; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2406093
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til land Stórholts 2 L236857 í landi Úteyjar 1. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið er um 3,48 ha.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 9, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Deiliskipulag - 2408104
Lögð er fram tillaga að nýrri deiliskipulagsáætlun sem tekur til lands Fells - Engjaholts L177478 sem er um 16,3 ha að stærð. Samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 -2027, dagsett 23. ágúst 2024, eru um 13.9 ha svæðisins skilgreint sem verslun og þjónusta, merkt VÞ45 og um 2.4 ha sem frístundabyggð merkt F110. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fimm lóðir. Á reit 1 er gert ráð fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu ásamt þjónustuhúsi. Á reit 3 er gert ráð fyrir hóteli og þjónustuhúsi á 3 - 4 hæðum þar sem gert er ráð fyrir því að geta tekið við allt að 200 gestum. Auk þess er gert ráð fyrir því að á reitnum verði gert ráð fyrir baðlaugum sem verði þjónustaðar af hótelinu. Á lóð merkt 6 er gert ráð fyrir 15-20 húsum sem geta verið nýtt til útleigu til ferðamanna og sem íbúðar-/starfsmannahús. Gert er ráð fyrir að húsin geti verið allt að 200 fm hvert. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 4.000 fm. Lóðir merktar 2 og 4 verði frístundalóðir. Gert er ráð fyrir undirgöngum undir Biskupstungnabraut til að mynda tengingu á milli svæðanna. Leitað var samráðs við Vegagerðina við vinnslu tillögunnar, engin svör bárust frá Vegagerðinni vegna samráðsbeiðni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillöguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 10, Árböðin í Laugarási L167389 - Holtagata 1a; Dreifiskápur; Deiliskipulagsbreyting - 2411082
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags að Laugarási. Í breytingunni felst skilgreining á reit fyrir dreifiskáp RARIK.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð öldungaráðs Uppsveita og Flóa

2405030

Fundur haldinn 09.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

956. fundur haldinn 20.11.2024

957. fundur haldinn 22.11.2024

958. fundur haldinn 24.11.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

4.Samþykktir Brunavarna Árnessýslu

2411010

Tilnefning eins fulltrúa í vinnuhóp til að greina kostnað við brunavarnir og vinna tillögu að skiptingu kostnaðar.
Sveitarstjórn tilnefnir Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, til setu í vinnuhópnum.

5.Styrkbeiðni Fjöldskylduhjálpar Íslands 2024

2412001

Styrkbeiðni, dags. 22.11.2024, þar sem óskað er eftir frjálsu framlagi til stuðnings starfsemi F.Í.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Gjaldskrá fráveitu og hreinsun rotþróta 2025

2411037

Gjaldskrá fráveitu og hreinsunar rotþróa, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.

7.Samþykkt um fráveitur og rotþrær

2412002

Tillaga að breytingum á samþykktum um fráveitur og rotþrær, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa breytingunum til síðari umræðu.

8.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028

2408022

Fjárfestingahluti fjárhagsáætlunar 2025 og 2026-2028
Farið var yfir fjárfestingahluta fjárhagsáætlunar.

9.Forvarna- og lýðheilsustefna

2312009

Forvarna- og lýðheilsustefna
Sveitarstjórn samþykkir að taka stefnuna til afgreiðslu á næsta fundi.

10.Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2024

2405026

Yfirlit yfir staðgreiðslutekjur og framlög Jöfnunarsjóðs janúar til nóvember 2024
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

11.Flugeldasýningar og áramótabrennur 2024

2411025

Beiðni sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 03.12.2024, um umsagnir um umsóknir um áramótabrennuleyfi á Laugarvatni, í Laugarási og í Reykholti.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um brennuleyfi skv. fyrirliggjandi umsóknum.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?