Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá rekstrarleyfisumsókn. Var það samþykkt samhljóða og verður liður nr. 23.
1.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
2401002
57. fundur haldinn 18.11.2024. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 3 og 7.
-liður 3, 2405033, rýmisþörf leikskólans Álfaborgar. Tillaga framvæmda- og veitunefndar um að tveimur innskotum á leikskólanum verði lokað og þar gerð leik- og hvíldarrými. Auk þess verði sett upp vagnageymsla við leikskólann, en þetta haustið hafa að jafnaði verið um tíu barnavagnar í anddyri leikskólans, sem þrengja mjög að. VA-arkitektum verði falið að útfæra breytinguna og teikna vagnageymslu. Með þessu bætast við húsakost leikskólans tvö rými, um 15 fermetrar hvort. Framkvæmda- og veitunefnd leggur einnig til við sveitarstjórn að VA-arkitektum verði falið að teikna vagnageymslu sem sett verði upp við leikskólann á Laugarvatni, enda er aðstaða þar ófullnægjandi.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmda- og veitunefndar samhljóða og að gert verði ráð fyrir breytingum á húsnæði leikskólans Álfaborgar og byggingu vagnageymslu, svo og byggingu vagnageymslu við leikskóladeild Bláskógaskóla á Laugarvatni, í fjárhagsáætlun 2025.
-liður 7, 2411024, gjaldskrá Bláskógaveitu, vísað er til 16. liðar á dagskrá fundarins.
Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmda- og veitunefndar samhljóða og að gert verði ráð fyrir breytingum á húsnæði leikskólans Álfaborgar og byggingu vagnageymslu, svo og byggingu vagnageymslu við leikskóladeild Bláskógaskóla á Laugarvatni, í fjárhagsáætlun 2025.
-liður 7, 2411024, gjaldskrá Bláskógaveitu, vísað er til 16. liðar á dagskrá fundarins.
Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar.
2.Fundargerð skólanefndar
2401003
39. fundur haldinn 25.11.2024
-liður 2, 2404052, skóladagatal 2024-2025, sveitarstjórn samþykkir skóladagatöl leikskóla með breytingum.
Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar.
3.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
2401025
215. fundur haldinn 20.11.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2401019
955. fundur haldinn 15.11.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Hjólaviðburður Reiðhjólabænda 2025
2411029
Umsókn Reiðhjólabænda, dags. 20.11.2024, um leyfi til að halda hjólreiðakeppni m.a. innan Bláskógabyggðar sumarið 2025.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitir jákvæða umsögn um erindið.
6.Lóðarumsókn Langholtsvegur 4, Laugarási
2411030
Fyrirspurn Ragnars Sverrissonar Melstað, dags. 20.11.2024, um lóðina Langholtsveg 4, Laugarási.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir að lóðinni verði úthlutað. Lóðin hefur ekki verið auglýst laus til úthlutunar. Sveitarstjórn vísar erindinu til framkvæmda- og veitunefndar til umsagnar hvað varðar byggingarhæfi með tilliti til veitulagna að svæðinu.
7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
2402009
4. viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024
Viðauki við fjárhagsáætlun var lagður fram. Í A-hluta sveitarsjóðs er gert ráð fyrir auknum tekjum þar sem útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eru umfram áætlun. Sömuleiðis eru framlög til velferðarþjónustu ofáætluð og er gert ráð fyrir lækkun þeirra í áætlun. Framlög til mötuneytis í Aratungu eru hækkuð, svo og til snjómoksturs og hálkueyðingar og til hreinsunar á hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni. Þá er gert ráð fyrir tveimur styrkjum vegna kirkjugarða. Loks er fjárframlag vegna endurnýjunar hitakerfis á göngusvæðum við sundlaugina á Laugarvatni verði hækkað, og áætlun um leigutekjur vegna UTU lækkuð.
Í B-hluta sveitarsjóðs er gert ráð fyrir auknum tekjum af sölu á heitu vatni, og auknum kostnaði veitna vegna nýs starfsmats og vörukaupa.
Samtals eru breytingar á A- og B-hluta jákvæðar um 21,3 millj.kr. Í fjárfestingarhluta áætlunar er gert ráð fyrir auknum tekjum af gatnagerðargjöldum, og sömuleiðis kostnaði umfram áætlun við gatnagerð í Reykholti og á Laugarvatni. Í fráveitu er gert ráð fyrir tilfærslu verkefna á milli ára, auknum kostnaði við hreinsistöð og nýrri stofnlögn í Bjarkarbraut. Þá er gert ráð fyrir lækkun framkvæmdakostnaðar í vatnsveitu og tilfærslu verkefna innan Bláskógaveitu á milli ára.
Handbært fé eykst um 98,7 millj.kr.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðkomandi aðila.
Í B-hluta sveitarsjóðs er gert ráð fyrir auknum tekjum af sölu á heitu vatni, og auknum kostnaði veitna vegna nýs starfsmats og vörukaupa.
Samtals eru breytingar á A- og B-hluta jákvæðar um 21,3 millj.kr. Í fjárfestingarhluta áætlunar er gert ráð fyrir auknum tekjum af gatnagerðargjöldum, og sömuleiðis kostnaði umfram áætlun við gatnagerð í Reykholti og á Laugarvatni. Í fráveitu er gert ráð fyrir tilfærslu verkefna á milli ára, auknum kostnaði við hreinsistöð og nýrri stofnlögn í Bjarkarbraut. Þá er gert ráð fyrir lækkun framkvæmdakostnaðar í vatnsveitu og tilfærslu verkefna innan Bláskógaveitu á milli ára.
Handbært fé eykst um 98,7 millj.kr.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðkomandi aðila.
8.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028
2408022
Ákvörðun útsvars fyrir árið 2025
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall ársins 2025 verði 14,97%.
9.Samþykktir Brunavarna Árnessýslu
2411010
Samþykktir Brunavarna Árnessýslu, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingum á samþykktum Brunavarna Árnessýslu.
10.Samþykktir Tónlistarskóla Árnesinga
2411009
Samþykktir Tónlistarskóla Árnesinga, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingu á samþykktum Tónlistarskóla Árnesinga.
11.Frístundastyrkir 2025
2411042
Tillaga að breyttum reglum um frístundastyrki (fjárhæð)
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingar á reglum um frístundastyrki. Fjárhæð frístundastyrks árið 2025 verði 55.000 kr fyrir hvert barn að 18 ára aldri.
12.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025
2411032
Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2025, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.
13.Gjaldskrá mötuneytis 2025
2411033
Gjaldskrá mötuneytis Aratungu 2025, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.
14.Gjaldskrá Aratungu og Bergholts 2025
2411038
Gjaldskrá vegna útleigu á Aratungu og Bergholti 2025, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.
15.Gjaldskrá vatnsveitu 2025
2411036
Gjaldskrá vatnsveitu 2025, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.
16.Gjaldskrá Bláskógaveitu 2025
2411024
Gjaldskrá Bláskógaveitu, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.
17.Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2025
2411034
Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.
18.Gjaldskrá gámasvæða 2025
2411039
Gjaldskrá gámasvæða, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.
19.Gjaldskrá Bláskógaljóss 2025
2411031
Gjaldskrá Bláskógaljóss, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.
20.Heimgreiðslur til foreldra barna 12-18 mánaða
2409027
Reglur um heimgreiðslur
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að teknar verði upp heimgreiðslur til foreldra barna á aldrinum 12-24 mánaða sem ekki nýta leikskólapláss. Greitt verði í 10,5 mánuði á ári og mánaðarleg greiðsla fyrir hvert barn verði 180.000 kr. Gert verði ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun næsta árs.
21.Reglur leikskóla Bláskógabyggðar
2311003
Reglur leikskóla
Umræða varð um málið.
22.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028
2408022
Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2027, fyrri umræða
Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs kom inn á fundinn og kynnti drög að fjárfestingaáætlun.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu liðum í fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu liðum í fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu.
23.Rekstrarleyfisumsókn Miðhús 220 5603
2309032
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 20.09.2024, um að veitt verði umsögn um rekstrarleyfisumsókn Georgs A. Þorkelssonar fyrir hönd Discover ehf., kt. 691110 - 0790 á sumarbústaðalandinu Miðhús (F220 5603) í Bláskógabyggð, vegna rekstrarleyfis í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður og 02 0101 gestahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir, einnig er lögð fram yfirlýsing lóðarhafa dags. 15. nóvember 2024. Áður á dagskrá á 369. og 370. fundi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitir jákvæða umsögn um erindið.
24.Ársreikningur Björgunarsveitarinnar Ingunnar 2023
2411028
Ársreikningur og ársskýrsla Björgunarsveitarinnar Ingunnar fyrir árið 2023.
Ársreikningur og ársskýrsla voru lögð fram.
25.Ársþing SASS 2024
2407014
Ályktanir ársþings SASS
Ályktanir ársþings SASS voru lagðar fram.
Fundi slitið - kl. 18:05.