Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2401024
291. fundur haldinn 13.11.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 6 til 19.
2.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses
2401032
19. fundur haldinn 11.11.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
2410004
Aðalfundur haldinn 01.11.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs (UTU)
2401023
116. fundur 13.11.2024, ásamt minnisblaði um rekstur seyruverkefnis og fjárhagsáætlun UTU fyrir árið 2025.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt minnisblaði og fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina.
5.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
2401020
78. fundur shaldinn 07.11.2024 ásamt stefnumörkun og starfsáætlun stjórnar 2024-2025.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6.Ársþing SASS 2024
2407014
Fundargerð aðalfundar sem haldinn var 31. október til 1. nóvember 2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7.Útboð vátrygginga 2024
2411015
Niðurstöður yfirferðar á tilboðum í tryggingar sveitarfélagsins. Minnisblað dags. 12.11.2024.
Minnisblaðið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Vátryggingafélags Íslands hf, VÍS, enda uppfyllir það öll skilyrði útboðsins.
8.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028
2408022
Lára Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri, kom inn á fundinn og kynnti drög að fjárhagsáætlun Reykholtsskóla.
9.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028
2408022
Íris Anna Steinarrsdóttir kom inn á fundinn og kynnti drög að fjárhagsáætlun Bláskógaskóla Laugarvatni.
10.Skóladagatal 2024-2025
2404052
Beiðni Bláskógaskóla Laugarvatni, dags. 14.11.2024 um breytingar á skóladagatali vegna náms- og kynnisferðar.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að starfsdagur verði 5. júní vegna starfsmannaferðar. Á móti verði 27. júní nemendadagur á leikskólanum, þ.e. ekki starfsdagur eftir hádegi.
11.Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Brekka)
2409018
Beiðni Félags sumarhúsaeigenda í landi Brekku, dags. 16.09.2024, um styrk vegna veghalds. Sótt er um styrk vegna kostnaðar sem nemur kr. 1.390.412.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
12.Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Efstidalur 2)
2409020
Styrkbeiðni Efstadalsfélagsins, dags. 04.09.2024, vegna veghalds í frístundabyggð. Óskað er eftir styk vegna kostnaðar við framkvæmdir sem nemur alls kr. 7.100.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
13.Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Fellskot)
2411021
Beiðni Sumarhúsafélagsins Fellskoti, dags. 15.10.2024, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar við framkvæmdir að fjárhæð kr. 432.718.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 216.359 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
14.Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Heiðarbyggð)
2409019
Styrkbeiðni stjórnar Heiðarbyggðar, dags. 12.09.2024, þar sem óskað er eftir styrk vegna veghalds. Sótt er um styrk kostnaðar vegna framkvæmda sem nemur kr. 1.409.600.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
15.Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Miðdalur)
2411017
Styrkbeiðni Miðdalsfélagsins, dags. 12.11.2024 vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar við framkvæmdir sem nemur kr. 2.417.800.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
16.Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Miðhúsaskógur)
2411019
Beiðni VR, dags. 16.10.2024, um styrk vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar við framkvæmdir að fjárhæð kr. 11.525.686.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 400.000 með vísan til a-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
17.Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Reykjaskógur)
2409022
Styrkbeiðni félags sumarhúsaeigenda í Reykjaskógi, dags. 03.09.2024 vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar við framkvæmdir sem nemur kr. 241.800.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 120.900 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
18.Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Setberg í landi Grafar)
2411020
Beiðni FF Setbergs, dags. 14.10.2024, um styrk til veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar við framkvæmdir að fjárhæð kr. 745.702.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 372.581 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
19.Styrkbeiðni vegna veghalds í frístundabyggð (Suðurbraut)
2409021
Styrkbeiðni Félags sumarhúsaeigenda við Suðurbraut, dags. 03.09.2024, vegna veghalds í frístundabyggð. Sótt er um styrk vegna kostnaðar við framkvæmdir sem nemur kr. 752.000.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 376.000 með vísan til b-liðar 4. gr. reglna um veghald í frístundabyggðum. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
20.Samþykktir Tónlistarskóla Árnesinga
2411009
Samþykktir Tónlistarskóla Árnesinga, síðari umræða.
Frestað til næsta fundar.
21.Samþykktir Brunavarna Árnessýslu
2411010
Samþykktir Brunavarna Árnessýslu, síðari umræða
Frestað til næsta fundar.
22.Málefni heilsugæslunnar í Laugarási
2305040
Fyrirspurnir Jakobs Narfa Hjaltasonar, dags. 13.11.2024, um málefni heilsugæslunnar í Laugarási.
Sveitarstjóra er falið að svara fyrirspurnum Jakobs Narfa.
23.Forvarnastefna 2023
2312009
Tillaga að lýðheilsu- og forvarnastefnu Bláskógabyggðar
Drög að forvarnastefnu voru lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að taka þau fyrir á næsta fundi.
24.Kjaradeila Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ
2411016
Ályktun 8. deildar Félags leikskólakennara vegna kjaradeilu KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ályktunin var lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 20:30.
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan Þingvalla. Í breytingunni felst m.a. breytt lega og stækkun VÞ2 vegna áætlana um nýjar þjónustumiðstöðvar innan svæðisins. Skilgreind eru ný vatnsból ásamt vatnsverndarsvæðum auk þess sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði með lóð Valhallarstígs Nyrðri 8. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
-liður 7, Miðdalskot L167643; Deiliskipulagsbreyting - 2405020
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir auglýsingu, sem tekur til Miðdalskots í Bláskógabyggð. Í breytingunum felst að gert verði ráð fyrir að um byggingareit, sem í gildandi deiliskipulagi er merktur nr. 1, verði skilgreind 2.564 fm lóð, Miðdalskot 1. Stærð byggingareits er um 1.300 fm og byggingaheimild innan hans verða óbreyttar. Á reitnum/lóðinni hefur þegar verið reist íbúðarhús (164,4 m²) byggt 2003 og bílskúr (63,0 m²) byggður 2016. Ennfremur er gert ráð fyrir nýrri 16.076 fm lóð merkt nr. 7: Þar er gert ráð fyrir að reist verði allt að fimm hús undir gistiaðstöðu (ferðaþjónustu) og starfsemi því tengt. Húsin mega vera allt að 100 fm hvert. Heildarflatarmál bygginga á lóðinni má ekki fara yfir 500 fm og gistirúm mega vera allt að 30. Mænishæð húsa á lóðinni, frá jörðu, skal ekki vera meiri en 6 m frá botnplötu. Þakhalli má vera 0 - 45 gráður. Að auki eru gerðar lítilsháttar breytingar á vegakerfi svæðisins. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum og liggur uppfærð tillaga þar sem fjallað er um staðföng fyrir fundinum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að við heildarendurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar verði skilgreint verslunar- og þjónustusvæði innan Miðdalskots sem tekur til starfseminnar.
-liður 8, Drumboddsstaðir 1 L167076; Hrísbraut 5; Stofnun lóðar; Deiliskipulag - 2408046
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags, eftir auglýsingu, sem tekur til stakrar frístundalóðar, Hrísbrautar 5, úr landi Drumboddsstaða innan frístundasvæðis F86. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 9, Bergsstaðir lóð 2 L200941; Úr sumarhúsalóð í verslunar- og þjónustulóð; Fyrirspurn - 2410087
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til breytinga á Bergsstöðum lóð 2 L200941. Óskað er eftir því að sumarhúsalóðinni verði breytt í verslunar- og þjónustulóð til að hægt sé að vera með heimagistingu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða beiðni. Að mati sveitarstjórnar felist í breytingunni skilgreining á verslunar- og þjónustupunkti sem tæki til heimilda fyrir rekstri í formi útleigustarfsemi. Innan breytingar þurfa að koma fram upplýsingar um áætlaðan gestafjölda og hvort heimildin skuli taka til aukins byggingarmagns. Samhliða þyrfti að vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem heimildin væri skilgreind nánar.
-liður 10, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Frá Haki að Leirum; Deiliskipulag - 1904036
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi ásamt óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem tekur til Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag vega, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Þá verður gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Helstu markmið skipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningarminja Þingvalla og bæta aðgengi að og um vesturhluta þjóðgarðsins og auka þjónustu við gesti hans. Samhliða vinnu við deiliskipulag er gerð breyting á gildandi deiliskipulagi sem felst í því að sá hluti deiliskipulagsins sem nær til svæðis austan við Þingvallaveg ásamt svæði sem nær til bílastæða á bökkum Hrútagilslækjar vestan Þingvallavegar er felldur úr gildi auk deiliskipulags sem tekur til Valhallar- og þingplans. Niðurfelling þessara hluta skipulagsáætlana svæðisins er gerð samhliða samþykkt þessa deiliskipulags en þeir skilmálar sem við eiga eru nýttir innan nýs deiliskipulags. Skipulagstillagan er lögð fram í formi greinargerðar og yfirlitsuppdráttar auk þess sem lagðir eru fram þrír deiliskipulagsuppdrættir af hverju svæði fyrir sig sem skiptast í suðurhluta, miðhluta og norðurhluta. Tillagan var í kynningu 27.6-19.7 2024 og er nú lögð fram til samþykktar fyrir auglýsingu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan gildandi aðalskipulags og breytingar á aðalskipulagi sem lögð var fram til samþykktar eftir auglýsingu í lið 6 innan fundargerðar.
-lilður 11, Haukadalur 3 L167099; Skilgreining lóðar og byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - 2411016
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Haukadals 3B í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður og verður 36.650 m2 að stærð.
Innan skilmála aðalskipulags Bláskógabyggðar sem vísað er til innan breytingartillögunnar, kafla 2.4.1 segir um aðra starfsemi á landbúnaðarsvæðum: "Heimilt er að starfrækja rekstur á landbúnaðarsvæðum sem ekki tengist beint landbúnaðarframleiðslu. Markmiðið er að gefa kost á bættri nýtingu húsakosts og styrkja byggð í dreifbýli, skjóta styrkari stoðum undir búrekstur og tryggja eftir því sem hægt er að jarðir haldist í landbúnaðarnotum. Heimilt er að nýta byggingar á býlum með viðbótum og/eða breytingum, án þess að breyta þurfi aðalskipulagi. Einkum er horft til starfsemi sem tengist ferðaþjónustu, greiðasölu, afurðasölu eða léttan iðnað sem fellur vel að og styður við landbúnaðarstarfsemi og búsetu á svæðinu." Skilmálar sem taka til sérhæfðra bygginga allt að 1.000 fm á landi í ábúð falla undir þessi markmið. Engin búrekstur er á landi Haukadals 3 sem umrædd lóð Haukadals 3B kemur úr.
Að mati sveitarstjórnar er framlögð breyting á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir allt að 1.000 fm til uppbyggingar á m.a. gistiheimili, verslun, smáhýsum og/eða byggingum fyrir veitingarekstur háð því að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði á landinu sem tekur til slíkrar uppbyggingar. Að mati sveitarstjórnar væri ekki óeðlilegt innan núverandi landnýtingar að gera ráð fyrir heimildum sem tækju til uppbyggingar á skemmu á landinu. Hinsvegar verður uppbygging á 1.000 fm hóteli og/eða veitingaaðstöðu að teljast til umtalsverðrar breytingar á núverandi landnotkun svæðisins umfram landbúnaðarnot og heimildir aðalskipulags til reksturs á landbúnaðarsvæðum sem ekki tengjast beint landbúnaðarframleiðslu.
-liður 12, Útey 2 L167648; Mýrarskógur og Eyjavegur; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting - 2212016
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 er varðar Útey 2, eftir auglýsingu. Breytingin nær til þess hluta af frístundasvæði F21 sem er innan Úteyjar 2 L167648 auk nýrra svæða austan Laugarvatnsvegar. Reitur F21 nær yfir nokkrar jarðir en í breytingu þessari er aðeins lagt til að breyta þeirri landnotkun sem er innan Úteyjar 2 og í henni felst tilfærsla á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og öfugt. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við þeim athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna tillögunnar innan greinargerðar og í samantekt skipulagshönnuðar. Sveitarstjórn óskar eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 13, Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag - 2404002
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190 eftir auglýsingu. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Umsagnir bárust á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og samantektar á viðbrögðum skipulagshönnuðar. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 14, Laugarvatn L224243 Fontana; Dreifistöð - lóð; Deiliskipulagsbreyting - 2411018
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins að Laugarvatni. Í breytingunni felst að skilgreind verður ný 20 m² lóð þar sem heimilt er að reisa dreifistöð rafmagns allt að 12 m² að stærð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um að skilgreindir verði skilmálar er varðar að útlit dreifistöðvarinnar falli vel að núverandi byggð svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt nærliggjandi lóðarhöfum.
-liður 15, Aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027; Flokkun landbúnaðarlands og votlendis; Aðalskipulagsbreyting - 2411023
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til flokkunar landbúnaðarlands og skilgreiningar á hverfisvernd vegna votlendis innan aðalskipulags Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 16, Höfði II L211605; Höfði L167122; Stækkun jarðar - 2410104
Lögð er fram tillaga að merkjalýsingu, skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, sem tekur til afmörkunar og breyttrar stærðar lands Höfða II L211605. Landið er í dag skráð 85,7 ha en verður eftir breytingu 87,25 ha. Stækkun landsins upp á 1,55 ha kemur úr landi Höfða L167122.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun landsins skv. framlagðri merkjalýsingu og samþykkir erindið.
-liður 17, Útey 2 L167648; Frístundabyggð; Stækkun lóða og aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting - 2408033
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðis F34 í landi Úteyjar II eftir grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 30.10.24 eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst stækkun nokkurra lóða á svæðinu úr 2.500 fm í 5.000 fm og að merkja vegi og stíga í samræmi við raun legu þeirra. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum gögnum þar sem brugðist hefur verið við bókun skipulagsnefndar og sveitarstjórnar eins og tilefni var til að mati umsækjanda og skipulagshönnuðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna, eins og við verður komið. Vísar sveitarstjórn til þess að á svæðinu hefur verið deiliskipulag í gildi síðan 2008 þar sem vegir, slóðar, lóðir og byggingarreitir innan svæðisins eru skilgreindir, ekki eru gerðar breytingar á legu vega og slóða innan viðkomandi deiliskipulagsbreytingar. Eftir kynningu málsins hefur verið hætt við stækkun á lóð 5 og göngustígur frá lóð Útey 1 L168187 að baðlaug heldur sér óbreyttur frá gildandi deiliskipulagi. Jafnframt er brugðist við athugasemdum er varðar rotþrær með því að auka kröfur um hreinsivirki innan svæðsins.
Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu við tillöguna verði kynnt niðurstaðan.
-liður 18, Stekkjarbraut 20 L198514, Helludalur lóð L198513, Giljastígur 1 L202040 og Giljastígur 1A L202216; Helludalur; Staðfesting á afmörkun lóða - 2411014
Lögð er fram umsókn ásamt lóðablöðum og fylgiskjölum er varðar afmörkun lóða. Óskað er eftir staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðanna Stekkjarbraut 20 L198514, Helludalur lóð L198513, Giljastígur 1 L202040 og Giljastígur 1A L202216 í landi Helludals skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðablöðum. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið m.a. skipulagsbreyting dags. upphaflega í maí 2005 og samþ. 02.10.2007. Afmarkanir lóðanna skv. kaupsamningum, stofnskjölum og lóðablöðum virðast ekki alveg vera í samræmi við deiliskipulag, fyrir utan Stekkjarbraut 20.
Framlögð lóðarblöð eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins. Ekki virðist vera í gildi breyting á deiliskipulagi frá 2004 sem vísað er til á framlögðum lóðarblöðum. Auk þess bendir sveitarstjórn á að framlögð lóðarblöð eru ekki fullnægjandi og ekki í samræmi við reglugerð um merki fasteigna er varðar uppsetningu og innihald upplýsinga sem fram þurfa að koma innan merkjalýsinga. Mælist sveitarstjórn til þess við umsækjanda að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi samhliða því sem hnitsett afmörkum lóðanna er skilgreind með merkjalýsingu á grundvelli deiliskipulags og þinglýstra eignarheimilda. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að afgreiðslu málsins verði frestað.
-liður 19, Úthlíð; Miðbrún 2-3; Deiliskipulagsbreyting - 2411033
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Miðbrúna 2-3 í Úthlíð. Í breytingunni felst að stærðir lóða og byggingarreita breytast og aðkomu er breytt.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt hlutaðeigandi lóðarhöfum.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.