Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2401024
290. fundur haldinn 23.10.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 10.
2.Fundargerð skólanefndar
2401003
38. fundur skólanefndar haldinn 29.10.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1, 6, 7 og 8.
-liður 1, 2404052, Skóladagatal 2024-2025, erindi frá deildarstjóra skólaþjónustu vegna þátttöku leikskóla í verkefninu Snemmtæk íhlutun í leikskóla með áherslu á málþroska og læsi þar sem kemur fram að vegna þátttöku í verkefninu þurfi að gera ráð fyrir einum starfsdegi fyrir alla leikskóla innan Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, þ.e. 19. febrúar 2025, sem ætlaður er fyrir fræðslu og vinnu við handbók leikskólanna um snemmtæka íhlutun. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skólanefndar um að starfsdagur verði 19. febrúar, en annar starfsdagur á skólaárinu verði felldur niður. Uppfærð skóladagatöl verði lögð fram á næsta skólanefndarfundi.
-liður 6, 2409027, Heimgreiðslur til foreldra barna 12-24 mánaða, reglur um valfrjálsar heimgreiðslur vegna leikskólabarna á aldrinum 12-24 mánaða. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
-liður 7,2311003, Reglur leikskóla Bláskógabyggðar, rætt var um mismunandi útfærslur á reglum. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
-liður 8, 2408035,Vinnutímastytting kennara í Reykholtsskóla 2024-2025, sveitarstjórn samþykkir samning um vinnutímastyttingu kennara með sex atkvæðum, Anna Greta Ólafsdóttir greiddi atkvæði gegn samningnum.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
-liður 6, 2409027, Heimgreiðslur til foreldra barna 12-24 mánaða, reglur um valfrjálsar heimgreiðslur vegna leikskólabarna á aldrinum 12-24 mánaða. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
-liður 7,2311003, Reglur leikskóla Bláskógabyggðar, rætt var um mismunandi útfærslur á reglum. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
-liður 8, 2408035,Vinnutímastytting kennara í Reykholtsskóla 2024-2025, sveitarstjórn samþykkir samning um vinnutímastyttingu kennara með sex atkvæðum, Anna Greta Ólafsdóttir greiddi atkvæði gegn samningnum.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.
3.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
2401025
213. fundur haldinn 17.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
4.Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna
2402018
8. fundur haldinn 08.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Fundargerð öldungaráðs Uppsveita og Flóa
2405030
2. fundur haldinn 09.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6.Fundargerð Hagsmunafélags Laugaráss
2403013
Fyrirspurnir frá fundi sem haldinn var 22.10.2024
Fyrirspurnirnar voru lagðar fram. Sveitarstjórn þakkar erindið, sveitarstjóra er falið að svara erindinu.
7.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses
2401032
18. fundur haldinn 21.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8.Aðalfundur Bergrisans 2024
2410022
Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs. frá 14.10.2024, ásamt skýrslu stjórnar og samþykktri fjárhagsáætlun 2025 ásamt greinargerð.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
9.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024
2409007
Fundargerð aðalfundar 09.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
10.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2410017
Beiðni Reykjavíkurborgar, dags. 22.10.2024, um að nemandi með lögheimili í Reykjavík fái að stunda nám við Reykholtsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða. Um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
11.Styrkbeiðni Björgunarsveitar Biskupstungna vegna bifreiðarkaupa
2410016
Erindi Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 23.10.2024, varðandi styrk vegna bifreiðarkaupa.
Erindið var lagt fram, þar er óskað eftir styrk vegna endurnýjunar á aðalbifreið sveitarinnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 400.000 kr. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
12.Styrkbeiðni Sjóðsins góða 2024
2410018
Styrkbeiðni Sjóðsins góða, dags. 21.10.2024, samstarfverkefnis Lionsklúbba, kvenfélaga, kirkjusókna, félagsþjónustunnar í Árnessýslu og deilda Rauða krossins í Árnessýslu sem styrkir einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga ekki fyrir nauðþurftum fyrir jólin.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um 50.000 kr. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
13.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028
2408022
Kynning á drögum að fjárhagsáætlun leikskólans Álfaborgar.
Lieselot M. Simoen, leikskólastjóri, kom inn á fundinn og kynnti drög að fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2025.
14.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028
2408022
Kynning á fjárhagsáætlun eignasjóðs.
Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs, kom inn á fundinn og kynnti fjárhagsáætlun eignasjóðs fyrir árið 2025.
15.Samþykktir Bergrisans bs 2024
2410023
Tillaga að breytingum á samþykktum Bergrisans bs, fyrri umræða
Lögð var fram tillaga að breytingum á samþykktum Bergrisans, byggðasamlags í málefnum fatlaðra, ásamt greinargerð. Helstu breytingarnar snúa að því að aðlaga samþykktirnar að nýju umhverfi Bergrisans bs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktunum til síðari umræðu.
16.Samstarfssamningur við Íþróttafélag Uppsveita
2206013
Drög að samstarfssamningi Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps við Íþróttafélag Uppsveita
Lögð voru fram drög að samningi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu við Íþróttafélag Uppsveita, ÍBU. Samningnum er ætlað að efla samstarf milli sveitarfélaganna og ÍBU, tryggja öflugt íþrótta, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélögunum, tryggja enn frekar starfsemi ÍBU og auka þannig fjölbreytileika þeirra íþrótta- og tómstunda sem í boði eru í sveitarfélögunum.
Þá er stefnt að því að auka fagmennsku og þekkingu í starfi ÍBU jafnt á íþrótta-, félags og rekstrarlegu sviði og stuðla að forvörnum m.a. með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi
Í samningnum er kveðið á um árlegan fjárstuðning sveitarfélaganna við ÍBU og afnot af íþróttamannvirkjum.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti. Kostnaður ársins rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Þá er stefnt að því að auka fagmennsku og þekkingu í starfi ÍBU jafnt á íþrótta-, félags og rekstrarlegu sviði og stuðla að forvörnum m.a. með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi
Í samningnum er kveðið á um árlegan fjárstuðning sveitarfélaganna við ÍBU og afnot af íþróttamannvirkjum.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti. Kostnaður ársins rúmast innan fjárhagsáætlunar.
17.Íbúðir fyrir eldri borgara
2309003
Beiðni Jóns F. Snæbjörnssonar um að félagslegar íbúðir fyrir eldri borgara verði teknar til umræðu.
Jón F. Snæbjörnsson fylgdi erindinu úr hlaði.
18.Aðkoma að kirkjugarði í Skálholti
2403012
Minnisblað sveitarstjóra til sveitarstjórnar um kostnað vegna verksins.
Málið var áður á dagskrá sveitarstjórnar á fundi hinn 6. mars s.l. Minnisblað sveitarstjóra var lagt fram. Þar kemur fram hverjar skyldur sveitarfélaga séu skv. kirkjugarðalögum varðandi það að leggja veg frá kirkju að kirkjugarði. Kostnaður við að keyra efni í veg frá Skálholtskirkju að kirkjugarði liggur fyrir og nemur hann kr. 1.378.632. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauki við fjárhagsáætlun vegna verksins. Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.
19.Rekstrarleyfisumsókn Miðhús 220 5603
2309032
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 20.09.2024, um að veitt verði umsögn um rekstrarleyfisumsókn Georgs A. Þorkelssonar fyrir hönd Discover ehf., kt. 691110 - 0790 á sumarbústaðalandinu Miðhús (F220 5603) í Bláskógabyggð, vegna rekstrarleyfis í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður og 02 0101 gestahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir. Áður frestað á 369. fundi.
Sveitarstjórn bendir á að samþykki allra lóðarhafa innan skipulagssvæðisins þurfi að liggja fyrir og veitir því ekki jákvæða umsögn um málið að svo stöddu.
20.Almenningssamgöngur leiðakerfi í uppsveitum
2408021
Bréf Vegagerðarinnar, dags. 17.10.2024,um stöðu verkefnisins Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna.
Bréf Vegagerðarinnar var lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að stefnt sé að endurhönnun leiðakerfis og nýju útboði.
21.Þátttaka sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu
2110013
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14.10.2024, varðandi verkefnaáætlun og kostnaðarskiptingu í stafrænu samstarfi fyrir árið 2025.
Lögð var fram samantekt um kostnaðarþátttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafræna þróun og umbreytingu, vegna fjárhagsáætlanagerða sveitarfélaga 2025. Kostnaður Bláskógabyggðar við þátttöku í verkefninu á næsta ári er áætlaður um 603.000 kr. Gert verður ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun.
22.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, vörsluskylda búfjár
2410020
Ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands, dags. 30. ágúst, þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til þess að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.
Ályktunin var lögð fram til kynningar.
23.Landsátak í sundi 2024
2410021
Erindi Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, dags. 25.10.2024, þar sem vakin er athygli á landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Erindið var lagt fram til kynningar.
24.Eignarhald á húsnæði í málaflokki fatlaðra
2410024
Fundarboð Arnardrangs hses vegna breytinga á eignarhaldi fasteigna í málaflokki fatlaðra. Minnisblað dags. 18.10.2024.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fjallaði áður um málið á 365. fundi.
25.Könnunin Sveitarfélag ársins 2024
2403004
Niðurstöður úr vali á Sveitarfélagi ársins 2024.
Kynntar voru niðurstöður útnefningar á Sveitarfélögum ársins 2024. Bláskógabyggð varð þar í þriðja sæti.
Útnefningin er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks 10 bæjarstarfsmannafélaga hjá sveitarfélögum á þeirra félagssvæðum og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.
Þetta er þriðja árið í röð sem slík könnun er gerð og hefur Bláskógabyggð fengið viðurkenningu á hverju ári.
Sveitarstjórn þakkar starfsfólki fyrir þátttöku í könnuninni og óskar því til hamingju með viðurkenninguna.
Útnefningin er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks 10 bæjarstarfsmannafélaga hjá sveitarfélögum á þeirra félagssvæðum og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.
Þetta er þriðja árið í röð sem slík könnun er gerð og hefur Bláskógabyggð fengið viðurkenningu á hverju ári.
Sveitarstjórn þakkar starfsfólki fyrir þátttöku í könnuninni og óskar því til hamingju með viðurkenninguna.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Lögð er fram umsókn ásamt lóðablöðum dags. 04. og 05.12.2023 er varðar landskipti milli eigenda landeignanna Lindatunga L167075, Dalsmynni lóð 3 L192826, Dalsmynni lóð 4 L192825 og lóð 5 L192824. Landeigendur hafa undirritað samþykki sitt á ofangreind lóðablöð sem unnin voru fyrir gildistöku reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 en undirritað samþykki eigenda aðliggjandi landeigna vantar. Í meðfylgjandi umsókn er gert ráð fyrir leiðréttingu á upphaflegri stærðarskráningu Dalsmynnis lóðar 3 ásamt stækkun. Landið er skráð 10 ha í fasteignaskrá en mælist 7,875 ha og eftir stækkun verður landið 13.125 ha. Stækkunin upp á 5,25 ha kemur úr landi Dalsmynnis lóð 4 L192825 sem verður eftir skiptingu 5,25 ha.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við landskipti og skilgreiningar lóðar- og landamerkja á grundvelli framlagðra gagna með fyrirvara um samþykki landeigenda aðliggjandi landamerkja.
-liður 3. Dalsmynni lóð 5 L192824; Dalsmynni lóð 4 L192825; Stækkun lóðar - 2410037
Lögð er fram umsókn ásamt lóðablöðum dags. 04. og 05.12.2023 er varðar landskipti milli eigenda landeignanna Lindatunga L167075, Dalsmynni lóð 3 L192826, Dalsmynni lóð 4 L192825 og Dalsmynni lóð 5 L192824. Landeigendur hafa undirritað samþykki sitt á ofangreind lóðablöð sem unnin voru fyrir gildistöku reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 en undirritað samþykki eigenda aðliggjandi landeigna vantar. Í meðfylgjandi umsókn er gert ráð fyrir að Dalsmynni lóð 4 sameinist við Dalsmynni lóð 5.
Með skiptingu landsins Dalsmynni lóð 4 í tvær jafnstórar landeignir, vegna stækkunar Dalsmynnis lóðar 3 í máli nr. 2410036, þá er landið eftir skiptingu 5,25 ha. Eftir sameiningu við lóð 4 þá stækkar Dalsmynni lóð 5 úr 10,8 ha í 16,05 ha og lóð 4 fellur niður.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við landskipti og skilgreiningar lóðar- og landamerkja á grundvelli framlagðra gagna með fyrirvara um samþykki landeigenda aðliggjandi landamerkja.
-liður 4.Lindatunga L167075; Dalsmynni lóð 3 L192826; Stækkun lóðar - 2410035
Lögð er fram umsókn ásamt lóðablöðum dags. 04. og 05.12.2023 er varðar landskipti milli eigenda landeignanna Lindatunga L167075, Dalsmynni lóð 3 L192826, Dalsmynni lóð 4 L192825 og lóð 5 L192824. Landeigendur hafa undirritað samþykki sitt á ofangreind lóðablöð sem unnin voru fyrir gildistöku reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 en undirritað samþykki eigenda aðliggjandi landeigna vantar. Í meðfylgjandi umsókn er gert ráð fyrir leiðréttingu á upphaflegri stærðarskráningu Lindatungu ásamt stækkun. Landið er skráð 21,7 ha í fasteignaskrá en mælist 28,2 ha og eftir stækkun verður landið 30,825 ha. Stækkunin upp á 2,625 ha kemur úr landi Dalsmynnis lóð 3 L192826.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við landskipti og skilgreiningar lóðar- og landamerkja á grundvelli framlagðra gagna með fyrirvara um samþykki landeigenda aðliggjandi landamerkja.
-liður 5. Spóastaðir 1 L167168; Skurðgröftur; Framkvæmdarleyfi - 2410057
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til graftar á tveimur skurðum til þess að stækka ræktunarland á Spóastöðum 1 L167168. Um er að ræða 2 um 1 km langa skurði sem afmarka tvær 5 ha spildur á svæði austan sumarhúsahverfis á Spóastöðum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa útgáfu leyfisins.
Bent er á að núverandi tún og hluti viðkomandi svæðis sem umsótt nýrækt tekur til eru skilgreind sem frístundasvæði innan aðalskipulags. Mælist sveitarstjórn til þess að við næstu endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar verði landnotkun svæðisins skilgreind sem landbúnaðarsvæði í takt við raunnotkun landsins.
-liður 6. Útey 2 L167648; Frístundabyggð; Stækkun lóða og aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting - 2408033
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundasvæðis F34 í landi Úteyjar II eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breytt stærð nokkurra lóða innan svæðisins auk þess sem vegir og stígar eru merktir inn í samræmi við raunlegu þeirra. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum gögnum og mótsvörum skipulagshönnuðar.
Að mati skipulagsnefndar UTU er ekki forsvaranlegt að skilgreindur göngustígur á núgildandi deiliskipulagi svæðisins sé færður til á kostnað stækkunar á lóð 5 og tekur sveitarstjórn Bláskógabyggðar undir það. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að afgreiðslu málsins verði frestað. Skipulagsfulltrúa er falið að hafa samskipti við málsaðila og skipulagshönnuð um breytingar á legu lóðarinnar að göngustíg, sem skilgreindur er innan gildandi deiliskipulags, að náttúrulaug Úteyjar 1. Jafnframt mælist sveitarstjórn til að staðföng lóða innan skipulagsbreytingar verði tekin til skoðunar í takt við reglugerð um skráningu staðfanga.
-liður 7. Útey 1 L167647; 2 skipulagsáætlanir sameinaðar; Deiliskipulag - 2405119
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1 eftir kynningu. Fyrir eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Að mati sveitarstjórnar hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem bárust við kynningu tillögunnar með fullnægjandi hætti innan samantektar vinnsluaðila deiliskipulagsins. Mælist sveitarstjórn til þess að þeir sem athugasemdir gerðu við kynningu málsins verði send sérstök tilkynning um auglýsingu tillögunnar.
-liður 8. Þrívörðuás 4 L213991; Rekstrarleyfi í flokki II; Deiliskipulagsbreyting - 2410027
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Þrívörðuáss 4 L213991 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að veitt verði heimild til rekstrarleyfisskyldrar starfsemi í formi útleigu á frístundahúsum innan skipulagssvæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Breytingin verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum innan og utan svæðisins ásamt landeiganda upprunalands.
-liður 9. Heiðarbær lóð (L170251); byggingarheimild; sumarbústaður - 2410033
Móttekin var umsókn þann 09.10.2024 um byggingarheimild fyrir 142 m2 sumarhúsi og niðurrifi á 49,7 m2 sumarbústaði, mhl 01, byggður árið 1977 á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170251 í Bláskógabyggð. Stærð hússins miðast við afmörkun lóðarinnar samkvæmt deiliskipulagi í vinnslu fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Leitað verði umsagnar til Framkvæmdasýslu ríkisins vegna málsins. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
-liður 10. Heiðarbær lóð (L170185); byggingarheimild; sumarhús - 2410065
Móttekin var umsókn þann 15.10.2024 um byggingarheimild fyrir 142 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170185 í Bláskógabyggð. Stærð hússins miðast við afmörkun lóðarinnar samkvæmt deiliskipulagi í vinnslu fyrir svæðið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Leitað verði umsagnar til Framkvæmdasýslu ríkisins vegna málsins. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.