Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

369. fundur 16. október 2024 kl. 09:00 - 11:30 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Áslaug Alda Þórarinsdóttir Varamaður
    Aðalmaður: Guðni Sighvatsson
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón F. Snæbjörnsson sótti fundinn í gegnum fjarfundabúnað (Teams).

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

289. fundur haldinn 09.10.2024, afgreiða þarf sérstaklega liði nr 2 til 5.
-liður 2, Vesturbyggð 7 L195385; Einbýlishúsalóð í parhúsalóð; Deiliskipulagsbreyting - 2409037
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Vesturbyggðar 7 í Laugarási. Í breytingunni felst að lóðin breytist úr lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir parhús. Samhliða eru gerðar breytingar sem taka til númeringar á lóðum við Vesturbyggð auk þess sem afmörkuð er landbúnaðarlóð L3 austan við Teig án byggingarreits, lóðin fær staðfangið Skógargata 2A.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum aðliggjandi lóða sem breytingin tekur til.


-liður 3, Brattholt 167065; Friðlandið við Gullfoss; Stofnun lóðar - 1611018
Lögð er fram að nýju umsókn um afmörkun og stofnun friðlandsins við Gullfoss úr landi Brattholts L167065. Málið var áður tekið fyrir á 154. fundi skipulagsnefndar og síðar samþykkt í sveitarstjórn með fyrirvara um að Gullfoss 1/2 L167192, sem er innan sveitarfélagsmarka Bláskógabyggðar, yrði ekki hluti af friðlandinu. Verið er að taka málið upp aftur m.a. vegna samskipta við HMS þar sem fram kemur að gerðar yrðu athugasemdir af hálfu HMS ef fossinn sjálfur fylgi ekki bakkanum sem að honum liggur þar sem það stenst ekki vatnalög nr. 15/1923 (3. og 4. grein). Meðfylgjandi lóðablað var uppfært á sínum tíma með þeim hætti að gert er ráð fyrir að Gullfoss 1/2 L167192 sameinist og verði hluti af friðlandinu ásamt því að afmörkun friðlandsins var uppfærð til samræmis við skipulagsbreytingu fyrir Gullfosskaffi L193452, samþ. 21.01.2021, þar sem m.a. afmörkun landsins var breytt. Fyrir liggur undirritað samþykki fyrir afmörkun landsins og þ.á.m. samþykki f.h. Ríkissjóðs Íslands, eiganda fossins og friðlandsins. Stærð friðlandsins, skv. uppfærðu lóðablaði, síðast dags. 19.11.2021, er um 152 ha miðað við þurrlendi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við afmörkun og stofnun landeignarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn og lóðablaði og samþykkir erindið.


-liður 4, Blágnípujökull (hluti Hofsjökuls) í Bláskógabyggð; Stofnun þjóðlendu - 2410006
Lögð er fram umsókn Regínu Sigurðardóttur, f.h. forsætisráðuneytisins, um stofnun þjóðlendu. Um er að ræða 83 km2 landsvæði, Blágnípujökull (hluti Hofsjökuls) innan marka Bláskógabyggðar, skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, dags. 19.06.2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 með síðari breytingum. Landeigandi er íslenska ríkið skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Afmörkun þjóðlendunnar er sýnd á meðfylgjandi mæliblaði dags. 16.09.2024.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun þjóðlendunnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykki erindið.


-liður 5, Langjökull suðaustur í Bláskógabyggð; Stofnun þjóðlendu - 2410008
Lögð er fram umsókn Regínu Sigurðardóttur, f.h. forsætisráðuneytisins, um stofnun þjóðlendu. Um er að ræða 520 km2 landsvæði, Langjökull suðaustur innan marka Bláskógabyggðar, skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014, dags. 11.10.2016. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 með síðari breytingum. Landeigandi er íslenska ríkið skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Afmörkun þjóðlendunnar er sýnd á meðfylgjandi mæliblaði dags. 24.09.2024.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun þjóðlendunnar skv. fyrirliggjandi umsókn og samþykkir erindið.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar

2401007

Fundur haldinn 02.10.2024.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2401013

614. fundur haldinn 04.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu

2401012

22. fundur haldinn 27.09.2024

23. fundur haldinn 09.10.2024, ásamt tillögu að fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu.
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2401031

77. fundur haldinn 20.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2401025

212. fundur haldinn 02.10.2024, liðir 25, 26 og 27 eru sem sérstök mál á dagskrá fundarins, sjá mál nr. 23 og 24.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga

2401016

13. fundur haldinn 19.09.2026

14. fundur haldinn 24.09.2026
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2401028

Fundur haldinn 24.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401014

239. fundur haldinn 08.10.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

2401020

76. fundur haldinn 24.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

952. fundur haldinn 27.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

12.Fjölmenning í uppsveitum, skýrsla

2410003

Tölvupóstur byggðaþróunarfulltrúa, dags. 11.10.2024, ásamt skýrslunni Inngilding íbúa með erlendan bakgrunn í Uppsveitum Árnessýslu: Niðurstöður íbúafunda og könnunar 2024 og útdráttur sem veitir yfirlit yfir helstu niðurstöður og tillögur.
Lína Björg Tryggvadóttir, byggðaþróunarfulltrúi, kom inn á fundinn og fylgdi skýrslunni úr hlaði.
Sveitarstjórn þakkar fyrir skýrsluna og kynninguna.

13.Hreinsistöð fráveitu Laugarási

2403039

Kaup á hreinsistöð fráveitu, Laugarási.
Lögð voru fram tilboð í hreinsistöð og minnisblað. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilboði Varma- og vélaverks ehf verði tekið. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

14.Styrkbeiðni vegna þátttöku í Evrópumóti í fimleikum

2410001

Beiðni Guðrúnar Ernu Þórisdóttur, dags. 12.10.2024, um styrk vegna þátttöku ungmennis í Evrópumóti í hópfimleikum.
Styrkbeiðnin var lögð fram. Kristín María Kristjánsdóttir mun keppa fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða 30.000 kr styrk. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

15.Stykbeiðni Klúbbsins Stróks 2024

2410005

Beiðni Klúbbsins Stróks, dags. 09.10.2024, um styrk til starfseminnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 50.000 kr styrk til starfsemi klúbbsins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fylgiskjöl:

16.Lóðarumsókn Borgarrimi 7, Reykholti

2410002

Umsókn SA2 ehf um parhúsalóðina Borgarrima 7, Laugarvatni.
Parhúsalóðin að Borgarrima 7 hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til SA2 ehf.

17.Lóðarumsókn Traustatún 3, Laugarvatni

2410006

Umsókn Melavíkur ehf um lóðina Traustatún 3, Laugarvatni.
Einbýlishúsalóðin að Traustatúni 3 hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til Melavíkur ehf.

18.Yfirferð EFS á ársreikningi 2023

2410009

Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 04.10.2024, vegna yfirferðar á ársreikningi Bláskógabyggðar 2023.
Erindið var lagt fram.

19.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028

2408022

Forsendur fjárhagsáætlunar 2025
Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun. Rætt var um helstu forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

20.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028

2408022

Gunnar Gunnarsson, íþróttafulltrúi/verkefnastjóri Heilsueflandi samkomulags, kemur inn á fundinn.

Kristbjörg Guðmundsdóttir, forstöðumaður íþróttamannvirkja kemur inn á fundinn.
Gunnar og Kristbjörg komu inn á fundinn, rætt var um helstu áherslur varðandi rekstur íþróttamannvirkjanna og verkefnið heilsueflandi samfélag.

21.Jafnlaunavottun viðhaldsúttekt 2024

2410012

Fundargerð rýnifundar stjórnenda, kynning á niðurstöðum launagreiningar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Niðurstöður launagreiningar voru þær að enginn óútskýrður launamunur mældist hjá sveitarfélaginu. Frávik voru 0,6% konum í vil. Fylgni milli starfaflokkunar og greiddra launa er 96,2%. Úttekt vottunaraðila fer fram í næstu viku.

22.Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk

2410010

Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, til umsagnar á Samráðsgátt.
Reglugerðardrögin voru lögð fram til kynningar.

23.Rekstrarleyfisumsókn Miðhús, lóð 6 (2304713)

2410011

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26.09.2024, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfisumsókn frá Páli Ó. Pálssyni fyrir hönd Dalasólar ehf., kt. 701219 - 0740 á sumarbústaðalandinu Miðhús lóð 6 (F230 4713) í Bláskógabyggð vegna rekstrarleyfis í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarhús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis þar sem starfsemin samræmist ekki skilmálum aðalskipulags.

24.Rekstrarleyfisumsókn Miðhús 220 5603

2309032

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 20.09.2024, um að veitt verði umsögn um rekstrarleyfisumsókn Georgs A. Þorkelssonar fyrir hönd Discover ehf., kt. 691110 - 0790 á sumarbústaðalandinu Miðhús (F220 5603) í Bláskógabyggð, vegna rekstrarleyfis í fl. II (H) Frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður og 02 0101 gestahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til nætsa fundar.

25.Rekstrarleyfisumsókn Háholt 1 Laugarvatni (193514)

2406015

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 05.09.2024 þar sem óskað er umsagnar um rekstrarelyfisumsókn Sunnevu Thoroddsen fyrir hönd Vinastrætis Veitingahúss ehf., kt. 660424 - 1210 á íbúðarhúsalóðinni Háholt 1 (F226 4545) í Bláskógabyggð vegna rekstrarleyfis í fl. II (C) Minna gistiheimili, rýmisnúmer 02 0102 og 02 0103 gistiherbergi. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti útgáfu rekstrarleyfis í samræmi við umsóknina.

26.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2024

2410004

Boð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2024 sem haldinn verður í Hveragerði, 1. nóvember nk.
Fundarboðið var lagt fram.

27.Veikindaréttur starfsmanna sveitarfélaga

2410007

Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 07.10.2024, um breytta túlkun Sambands Íslenskra sveitarfélaga er lítur að 360 daga veikindarétti og endurnýjun hans.
Bréf Sambandsins var lagt fram.

28.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2024

2410008

Bréf Innviðaráðuneytisins, dags. 04.10.2024, til þátttakenda í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn verður sunnudaginn 17. nóvember næstkomandi.
Bréf Innviðaráðuneytisins var lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?