Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

368. fundur 02. október 2024 kl. 09:00 - 10:15 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Helgi Kjartansson sat fundinn í Aratungu. Aðrir fundarmenn sóttu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað (Teams).

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

288. fundur haldinn 25.09.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 3 til 6.
-liður 3, Heiðarbær lóð (L170233); byggingarheimild; sumarhús ? 2408092 móttekin var umsókn þann 27.08.2024 um byggingarheimild, að fjarlægja 54,7 m2 sumarhús, byggt 1965 og byggja 169,3 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170233 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
-liður 4, Brautarhóll lóð L206902; Vegholt 10, 12 , 14; 16 og 18; Breytt lóðarmörk; Deiliskipulagsbreyting - 2409038
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sem tekur til breytinga á lóðarmörkum Vegholts 10, 12, 14, 16 og 18 í Reykholti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.


-liður 5, Útey 2 L167648; Skilgreining svæða í frístundabyggð; Deiliskipulag - 2409046
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundasvæða F110, F111, F112 og F113 sem skilgreind eru í aðalskipulagsbreytingu innan jarðar Úteyjar 2 sem er í auglýsingu. Innan deiliskipulagsins eru skilgreind 4 mismunandi svæði. Lyngheiði þar sem skilgreindar eru 5 lóðir. Brúsaholt þar sem skilgreindar eru 6 lóðir. Bleiksholt þar sem skilgreindar eru 8 lóðir og Tjarnholt þar sem skilgreindar eru 12 lóðir. Allar lóðir skipulagsins eru skilgreindar 7.500 fm og miðast byggingarmagn innan þeirra við hámarksnýtingarhlutfall 0,03 og innan þess má byggja frístundahús, 40 fm gestahús og 15 fm skemmu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem er í auglýsingu. Sveitarstjórn bendir á að tka þurfi til skoðunar að lóð nr. 12 verði tekin úr skipulaginu til að hefta ekki gott aðgengi um Grófargil að vatnsbakkanum.


-liður 6, Böðmóðsstaðir; Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting - 2405092
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Bjarkarhöfða úr landi Böðmóðsstaða. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist í landbúnaðarsvæði í takt við skráningu landsins í lögbýlaskrá.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.


2.Fundargerð skólanefndar

2401003

37. fundur haldinn 23.09.2024, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3, 4 og 5.
-liður 3, reglur leikskóla Bláskógabyggðar - 2311003
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um að útfærðar verði breytingar á leikskólareglum hvað varðar dvalartíma og skráningardögum, samhliða skoðun á gjaldskrá næsta árs.


-liður 4, heimgreiðslur til foreldra barna 12-18 mánaða - 2409027
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um að skoðuð verði útfærsla á valkvæðum heimgreiðslum til foreldra yngstu barna, 12 til 24 mánaða. Sveitarstjóra er falið að vinna að málinu.


-liður 5, húsnæði fyrir starfsfólk - 2409030
Á fundi skólanefndar var því beint til sveitarstjórnar að velt verði upp hugmyndum um hvað sé hægt að gera hvað húsnæðismál varðar með það að markmiði að fjölga fagmenntuðum starfsmönnum. Umræða varð um málið, sveitarstjórn bendir á að mikið hafi verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu í Bláskógabyggð og því hafi framboð af leiguhúsnæði aukist umtalsvert. Búið er að úthluta talsverðu af lóðum undir íbúðir sem munu koma inná markaðinn næstu misseri. Þá hefur sveitarfélagið sótt um aðild að Brák hses, sem er félag sem byggir og leigir húsnæði til tekjulægri hópa og eykur þar með framboð leiguhúsnæðis. Sveitarstjórn er sammála um mikilvægi þessi að auka ennfrekar framboð leiguhúsnæðis í Bláskógabyggð og samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við leigufélög og verktaka um byggingu íbúða fyrir leigjendur.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.


3.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2401025

211. fundur haldinn 18.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401014

238. fundur haldinn 24.09.2024. Afstöðu sveitarfélaga er óskað til liðar 2a.
-liður 2a, erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þar sem gerð er grein fyrir afstöðu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna áforma um að leggja niður heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands leggst alfarið gegn fyrirhugaðri breytingu og hvetur sveitarfélög til að taka afstöðu til málsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir afstöðu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og leggst alfarið gegn fyrirhuguðum breytingum. Þá gerir sveitarstjórn athugasemd við það að ekki hafi verið viðhaft samráð um málið, ekki liggi fyrir hvar eigi að hýsa þau verkefni sem eftir munu sitja hjá sveitarfélögum svo og að ekkert liggi fyrir um kostnaðaráhrif af breytingunni.

5.Fundargerðir stjórnar Arnardrangs hses

2401032

16. fundur haldinn 09.09.2024

17. fundur haldinn 20.09.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

2401013

613. fundur haldinn 13.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu

8.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2401031

76. fundur haldinn 09.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna

2402018

7. fundur haldinn 10.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf 2024

2408016

Fundargerð aðalfundar sem haldinn var 29.08.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Hreinsistöð fráveitu Laugarási

2403039

Kaup á hreinistöð í Laugarás, í samstarfi við Mannverk ehf.
Farið var yfir gögn málsins, útboðsgögn, tilboð og samantekt Eflu ehf. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

12.Lóð við Einbúa

2304005

Úthlutun lóðar við Einbúa á grundvelli vilyrðis sem var veitt á 339. fundi sveitarstjórnar
Skipulagsvinnu við svæðið við Einbúa hefur verið lokið og samþykkir sveitarstjórn samhljóða að úthluta lóðinni í samræmi við umsókn.

13.Kriki Laugarvatni lóð 2

2305030

Gatnagerðargjöld af lóð Brunavarna Árnessýslu Kriki 2, Laugarvatni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að gefa eftir gatnagerðargjöld kr. 15.580.355 og tengigjöld fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, af lóðinni Kriki 2, Laugarvatni, vegna byggingar Brunavarna Árnessýslu á aðstöðuhúsi á lóðinni. Eftirgjöfin er gerð með fyrirvara um að önnur sveitarfélög veiti samskonar ívilnun vegna gatnagerðar- og tengigjalda af lóðum sem þau kunna að láta undir starfsemi stofnana sem starfa undir hatti Héraðsnefndar Árnesinga.

14.Héraðsþing HSK 2025

2409038

Erindi Héraðssambandsins Skarphéðins, dags. 23.09.2024, þar sem óskað er eftir að halda héraðsþing HSK í mars 2025 í Bláskógabyggð. Óskað er eftir endurgjaldslausum afnotum húsnæðis og máltíð fyrir þinggesti.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða. Kostnaði er vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar.

15.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2409039

Erindi Reykjanesbæjar, dags. 23.09.2024, þar sem óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Reykjanesbæ stundi nám við Reykholtsskóla skólaárið 2024-2025.
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Komi til viðbótarkostnaðar skal samið um hann sérstaklega.

16.Leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags

2409040

Erindi Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 20.09.2024, þar sem óskað er eftir að barn með lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg sæki leikskólann Álfaborg.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

17.Leikskólavist utan væntanlegs lögheimilis

2409041

Erindi, dags. 5. september og 20. september varðandi leikskólapláss.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. Oddvita er falið að ræða við umsækjanda.

18.Dvalarheimili fyrir aldraða, áskorun

2008005

Ályktun félagsins 60 plús í Laugardal um nýtingu húsnæðis Háskólans á Laugarvatni sem dvalarheimili aldraðra.
Ályktunin var lögð fram. Þar er skorað á ríkið að nýta húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni sem dvalarheimili aldraðra. Sveitarstjórn tekur undir með félaginu 60 plús í Laugardal og hvetur heilbrigðisyfirvöld til að skoða þann möguleika að nýta húsnæðið undir hjúkrunarheimili.
Fylgiskjöl:

19.Frumvarp til laga um námsgögn 222. mál.

2409036

Erindi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um námsgögn.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 8. október nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Aðalskipulag Borgarbygggðar 2025-2037

2306030

Erindi Borgarbyggðar, dags. 26.09.2024, þar sem óskað er umsagnar um endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar. Umsagnarfrestur er til 14.11.2024.
Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulagsfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?