Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

367. fundur 18. september 2024 kl. 09:00 - 11:30 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá tillögu að reglum um styrki til íslenskunáms og erindi er varðar flokkun landbúnaðarlands og aðalskipulagsbreytingu. Var það samþykkt og verða mál nr. 20 og 21 á fundinum.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

287. fundur haldinn 11.09.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr 4 til 10.
-liður 4, Framafréttur L223995; Efnistaka; Náma E129; Framkvæmdarleyfi - 2408048
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til efnistöku úr námu E129 vestan við Geldingarfell efnistakan er ætluð til viðhalds Skálpanesvegar. Samkvæmt umsókn er um að ræða framlengingu á leyfi sem fengið var 8/9´21, tilvísun 2108021, leyfið var ekki nýtt þá og er því sótt um endurnýjun leyfisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimild verði veitt fyrir efnistöku allt að 5.000 m3 til viðhalds á Skálpanesvegi úr námu E129. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út leyfið.


-liður 5, Efra-Apavatn 1B L226188; Kolluholt; Stofnun lóðar - 2407022
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu fyrir 15.000 fm lóð úr landi Efra-Apavatni 1B L226188 í samræmi við samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Óskað er eftir að lóðin fái staðvísinn Kolluholt með tilvísun í örnefni á svæðinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við staðfangið Kolluholt. Bendir nefndin á að staðfangið gæti verið nýtt sem staðvísir til framtíðar komi til þess að fleiri lóðir verði skipulagðar á svæðinu.


-liður 6, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2404070
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Fells L177478. Í tillögunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði VÞ45 og frístundasvæðis F110. Innan breytingarinnar er gerð ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu hótels og bygginga því tengdu alls um 8.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu. Heildarbyggingarmagn slíkra húsa geti verið allt að 3.500 fm fyrir allt að 200 gesti. Auk þess er gert ráð fyrir heimild fyrir 15-20 íbúðum- útleigu og starfsmannahúsum á svæði norðan Biskupstungabrautar.
Sveitarstjórn Bláskógbyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar og umsagnar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 7, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði (Engjaholt) í verslun- og þjónustu; Deiliskipulag - 2408104
Lögð er fram tillaga að nýrri deiliskipulagsáætlun sem tekur til lands Fells - Engjaholts, L177478, sem er um 16,3 ha að stærð. Samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 -2027, dagsett 23. ágúst 2024, eru um 13.9 ha svæðisins skilgreint sem verslun og þjónusta, merkt VÞ45 og um 2.4 ha sem frístundabyggð, merkt F110. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fimm lóðir. Á reit 1 er gert ráð fyrir 100 litlum gistihúsum til útleigu ásamt þjónustuhúsi. Á reit 3 er gert ráð fyrir hóteli og þjónustuhúsi á 3 -4 hæðum þar sem gert er ráð fyrir því að geta tekið við allt að 200 gestum. Auk þess er gert ráð fyrir því að á reitnum verði gert ráð fyrir baðlaugum sem verði þjónustaðar af hótelinu. Á lóð merkt 6 er gert ráð fyrir 15-20 húsum sem geta verið nýtt til útleigu til ferðamanna og sem íbúðar-/starfsmannahús. Gert er ráð fyrir að húsin geti verið allt að 200 fm hvert. Heildarbyggingarmagn verður að hámarki 4.000 fm. Lóðir merkar 2 og 4 verði frístundalóðir.
Sveitarstjórn mælist til þess að umferðarleiðir á milli svæða 2, 4, 6 og svæða 1 og 3 verði teknar til ítarlegri skoðunar við vinnslu deiliskipulagsins. Mælist sveitarstjórn jafnframt til þess að leitað verði samráðs við Vegagerðina um útfærslu vegtenginga og umferðaröryggis á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins.


-liður 8, Gullfoss 1_2 L167192; Endurgerð og bæting göngustíga; Framkvæmdarleyfi - 2409001
Lögð er fram umsókn sem tekur til endurnýjunar og framlengingu á göngupalli við neðra bílastæði hjá Gullfossi. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda deiliskipulags svæðisins. Skipualgsfulltrúa er falin útgáfa leyfisins.


-liður 9, Gistiheimilið Iðufell L167389; Vatnstaka og fráveita; Framkvæmdarleyfi - 2409007
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til vatnstöku úr Hvítá í tengslum við uppbyggingu baðstaðar í Laugarási.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjanda er bent á að framkvæmdin er einnig háð leyfi Fiskistofu vegna framkvæmda við veiðivötn.


-liður 10, Bjarkarbraut 2 L224444 og Bjarkarbraut 4 L224445; Skipulagskvaðir; Fyrirspurn - 2409011
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar UTU er varðar takmarkanir sem settar voru á Bjarkarbraut 2 og 4 innan deiliskipulags fyrir þéttbýlið á Laugarvatni. Óskað er eftir því að kvaðir innan deiliskipulags verði felldar út úr deiliskipulagi og að upprunaleg lóðablöð verði tekin upp aftur með byggingarreit sem samræmist reglum sveitarfélagsins. Fyrrgreindar kvaðir deiliskipulags eru eftirfarandi:
"Ytra útlit gömlu heimavistarhúsanna við Bjarkarbraut skal halda sér og skulu allar breytingar og viðhald miðast við að færa þau í upprunalegt horf. Engir byggingrreitir eru því sýndir á þessum lóðum. Breyta má innra skipulagi og hugsanlega breyta notkun í skrifstofur, verslun og þjónustu eða annað"
Að mati sveitarstjórnar er ástæða til að endurskoða heimildir deiliskipulags Laugarvatns sem taka til byggingarheimilda og skilgreiningar á byggingarreitum viðkomandi lóða við Bjarkarbraut 2 og 4. Samþykkir sveitarstjórn að hefja undirbúningsvinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi sem tekur til skilgreiningar á byggingarreitum og heimildum er varðar uppbyggingu nýrra húsa á lóðunum.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

55. fundur haldinn 17.09.2024. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 5, 8, 9 og 11.
-liður 5, tjaldsvæði Laugarvatni, 2408032, tjaldsvæði Laugarvatni, rekstur. Sveitarstjórn samþykkir tsamhljóða illögu framkvæmda- og veitunefndar um að auglýst verði eftir nýjum rekstraraðila að tjaldsvæðinu.
-liður 8, viðhald útisvæðis sundlaugar á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna verksins, að fjáhæð kr. 14.403.000.
-liður 9, gata að Bjarkarbraut 1, Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að ákvörðun um verkið verði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.
-liður 11, vatnslögn að sumarhúsi í landi Brúar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að ákvörðun um verkið verði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2401028

Fundur haldinn 10.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð oddvitanefndar

2401029

8. fundur haldinn 03.09.2024, afgreiða þarf sérstaklega liði 1 og 2
-liður 1, drög að samningi við ÍBU, sveitarstjórn samþykir samhljóða tillögu oddvitanefndar um að sveitarstjórum aðildarsveitarfélaganna verði falið að klára samninga við ÍBU fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins.
-liður 2, drög að samningi um umsjón jarðarinnar Laugaráss, sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.

5.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2401025

210. fundur haldinn 04.09.2024, liðir 52 og 53 eru sérstök mál á fundinum, nr 23 og 24.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Ársfundur Arnardrangs hses

2408017

Fundur haldinn 29.08.2024, ásamt skýrslu stjórnar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt skýrslu stjórnar.

7.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

2401020

74. fundur haldinn 16.08.2024

75. fundur haldinn 06.09.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna

2402018

6. fundur haldinn 28.08.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir framkvæmdastjórnar héraðsnefndar Árnesinga

2401010

21. fundur haldinn 03.09.2024

22. fundur haldinn 10.09.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Suðurlands

2401033

3. fundur haldinn 02.09.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

951. fundur haldinn 30.08.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

12.Styrkbeiðni vegna Uppsveitakastsins

2409008

Beiðni Jónasar Yngva Ásgrímssonar, dags. 09.09.2024, um styrk vegna þáttargerðar, Uppsveitakastið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 70.000 sem eingreiðslu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn þakkar fyrir frumkvæðið að Uppsveitakastinu.
Fylgiskjöl:

13.Inngildingarverkefni SASS

2409009

Erindi SASS, dags. 06.09.2024, þar sem óskað er eftir að sveitarfélög tilnefni tengiliði til þátttöku í samráðshópi vegna verkefnis sem miðar að því að aðstoða sveitarfélögin á Suðurlandi við að móta og innleiða móttökuáætlanir fyrir nýja íbúa, sem stuðla að aukinni inngildingu íbúa og efla jákvæða byggðaþróun.
Sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu standa saman að því að móta og innleiða móttökuáætlun fyrir nýja íbúa og er sú vinna vel á veg komin. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Bláskógabyggð taki þátt í verkefninu og skipar Línu Björgu Tryggvadóttur sem fulltrúa í samráðshópnum.

14.Styrkbeiðni Kvennaathvarfsins vegna rekstrarársins 2025

2409016

Erindi Kvennaathvarfsins, dags. 03.09.2024, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2025 að fjárhæð kr. 200.000.
Sveitarstjórn sér sér því miður ekki fært að veita umbeðinn styrk.

15.Brák íbúðafélag hses

2408029

Kynning á Brák íbúðafélagi hses
Einar Georgsson, framkvæmdastjóri, tengdist fundinum í gegnum fjarfundabúnað og kynnti Brák íbúðafélag hses.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sækja um aðild að Brák íbúðafélagi hses.

16.Gatnagerðargjöld af lóð við Einbúa

2304005

Beiðni Ganghjóls ehf um afslátt af gatnagerðargjöldum vegna lóðar við Einbúa.
Í ljósi þess að þegar hefur verið komið til móts við umsækjanda hvað varðar gatnagerðargjöld af lóðinni, og þar sem uppbygging á lóðinni mun kalla á framkvæmdir af hálfu sveitarfélagsins samþykkir sveitarstjórn samhljóða að veita ekki afslátt af gatnagerðargjöldum vegna lóðar við Einbúa.

17.Mönnun leikskóla

2408030

Staða mönnunar
Lieselot Simoen, leikskólastjóri leikskólans Álfaborgar, kom inn á fundinn. Farið var yfir stöðu mála og hvaða leiðir unnt sé að fara til að auka við mönnun og fjölga fagmenntuðum starfsmönnum.

18.Lagning ljósleiðara til lögheimila utan markaðssvæða

2407003

Samkomulag við Fjarskiptasjóð um styrk vegna lagningar ljósleiðara á lögheimili utan markaðssvæða.

Minnispunktar frá fundi með Mílu um lagningu ljósleiðara í Laugarás.
Sveitarstjóra er falið að rita undir samning við Fjarskiptasjóð vegna styrks til lagningar ljósleiðara á lögheimili utan markaðssvæða.
Auglýst var eftir aðilum sem hefðu áhuga á að leggja ljósleiðara í Laugarás. Míla hf hefur áhuga á verkefninu og liggja fyrir hugmydir að samkomulagi Bláskógabyggðar og Mílu um verkefnið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita samning við Mílu ehf um lagningu ljósleiðara í Laugarás.

19.Svæði fyrir rafhleðslustöðvar

2406009

Uppsetning hraðhleðslustöðvar í Reykholti
Farið var yfir hugmyndir um uppsetningu hraðhleðslustöðvar í Reykholti.

20.Stuðningur við íslenskunám starfsmanna Bláskógabyggðar

2408031

Tillaga að reglum um styrki til starfsmanna sem ekki hafa íslensku sem móðurmál vegna íslenskunáms
Tillaga að reglum um styrki vegna íslenskunáms til starfsmanna sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Lagt er til að starfsmaður sem starfað hefur hjá sveitarfélaginu í einn mánuð geti fengið allt að 30.000 kr styrk til íslenskunáms, enda hafi hann nýtt þá styrki sem viðkomandi stéttarfélag veitir. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

21.Flokkun landbúnaðarlands

2302030

Erindi Ásgeirs Jónssoonar, Eflu, varðandi flokkun landbúnaðarlands og aðalskipulagsbreytingu því tengda og kostnað við verkefnið.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að unnið verði áfram að verkefninu í samræmi við erindi Ásgeirs, svo og að unnið verði að aðalskiplagsbreytingu samhliða flokkun landbúnaðarlands. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

22.Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkur 2024

2403010

Beiðni Reykjavíkurborgar, dgs. 05.09.2024, um umsögn um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Íbúðaruppbygging í grónum hverfum - Frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum, nr. 1067/2024: Lýsing

Kynningartími er til 15.10.2024.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.

23.Rekstrarleyfisumsókn Myrkholt 1, 231 6263

2409013

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 14.05.2024 um umsögn um umsókn Myrkholts ehf um rekstrarleyfi í fl II (B) Stærra gistiheimili, gistihús, vegna Myrkholts (231 6263), Bláskógabyggð. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi í flokki II (B) vegna Myrkholts.

24.Rekstrarleyfisumsókn Þrívörðuás 4 231 2859

2409014

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 21.08.2024, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórhildar Hansdóttur Jetzek um rekstrarleyfi í fl. II (H) Frístundahús, sumarbústaður á sumarbústaðalandinu Þrívörðuás 4 (F231 2859) í Bláskógabyggð. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst gegn útgáfu leyfisins þar sem starfsemin samræmist ekki skilmálum skipulags.

25.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

2409007

Boð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður 09.10.2024
Fundarboðið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir að Helgi Kjartansson, oddviti, fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

26.Menntaþing 2024

2409011

Erindi Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 05.09.2024, þar sem boðað er til Menntaþings mánudaginn 30. september nk.
Lagt fram til kynningar.

27.Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna Apavatns 2

2407011

Tilkynning Innviðaráðuneytisins, dags. 03.09.2024, um afstöðu ráðuneytisins vegna beiðni um undanþágu frá gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð bygginga frá vötnum, ám eða sjó, vegna fjarlægðar viðbyggingar við frístundahús, gestahús og geymslu á lóðinni L167670 í landi Apavatns 2, Bláskógabyggð í 32 metra fjarlægð frá Grafará
Lagt fram til kynningar.

28.Tölfræði útkalla og verkefna BÁ 2023

2409017

Samantekt Brunavarna Árnessýslu, dags. 12.09.2024, vegna fyrirspurnar sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna í rekstri brunavarna.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?