Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

366. fundur 04. september 2024 kl. 09:00 - 10:55 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

286. fundur haldinn 28.08.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 8.
-liður 2, Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Óveruleg breyting á aðalskipulagi - 2405092
Lögð er fram afgreiðsla Skipulagsstofnunar vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar er varðar land Bjarkarhöfða L1677
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til framlagðra breytinga til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 3, Stórholt L167650; Byggingarreitir; Deiliskipulag - 2405109
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Stórholts í Bláskógabyggð úr landi Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Stærð Stórholts og skipulagssvæðisins eru 9 hektarar. Innan svæðisins eru skilgreindir byggingarreitir og byggingarheimildir fyrir m.a. gróðurhús, skemmu, frístundahús, íbúðarhús og gestahús. Umsagnir bárust við auglýsingu tillögunnar og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 4, Hrosshagi 5 L228433 og 5B L233479; Nýr aðkomuvegur; Deiliskipulag - 2406005
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vegna skilgreiningar á aðkomuvegi að landi Hrosshaga 5 L228433 og 5B L233479 eftir grenndarkynningu. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við þeim athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra gagna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 5, Drumboddsstaðir 1 L167076; Hrísbraut 5; Stofnun lóðar; Deiliskipulag - 2408046
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til stakrar frístundalóðar, Hrísbrautar 5, úr landi Drumboddsstaða innan frístundasvæðis F86.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.


-liður 6, Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag - 2404002
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190 eftir kynningu. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Afgreiðslu málsins var frestað á 285. fundi skipulagsnefndar þar sem ekki var gert grein fyrir flóttaleiðum með fullnægjandi hætti. Uppfærð gögn lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.


-liður 7, Bergstaðir L189399; Íbúðarhús, gestahús, 3 smáhýsi og skemma; Deiliskipulag - 2403100
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir Bergstaði L189399 í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Landið er skráð 18,6 ha í landeignaskrá HMS. Deiliskipulagið heimilar byggingu á íbúðarhúsi og bílskúr, gestahúsi og þremur gestahúsum fyrir ferðaþjónustu auk útihúss/skemmu. Skipulagið nær til alls landsins og aðkomu að því frá Einholtsvegi (nr. 358). Landið er óbyggt. Lögð er fram uppfærð tillaga eftir auglýsingu þar sem brugðist hefur verið við umsögn Vegagerðarinnar og bókun sveitarstjórnar er varðar vatnsöflun á svæðinu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Svetiarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 8, Þöll 190302 L190302; Framkvæmdarleyfi - 2408083
Lögð er fram beiðni um framkvæmdarleyfi sem tekur til nýrrar innkeyrslu inn á lóð Þöll L190302 í Reykholti í tengslum við byggingu skemmu á lóðinni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis fyrir nýrri innkeyrslu inn á lóð Þöll L190302 með fyrirvara um grenndarkynningu framkvæmdarleyfis á grundvelli 5. mgr. 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð skólanefndar

2401003

36. fundur haldinn 19.08.2024, liður 1 er sérstakt mál á dagskrá fundarins, sjá 13. lið.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna

2401008

Fundur haldinn 20.08.2024, ásamt fjallskilaseðli og uppgjöri 2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
Oddvita ásamt Guðrúnu S. Magnúsdóttur er falið að ræða við forsvarsmenn Lionsklúbbsins Baldurs vegna Baldursgirðingar.

4.Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals

2401009

3. fundur haldinn 22.08.2024 og fjallskilaseðill
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
Áskorun nefndarinnar um girðingamál frá Litluá að Stóragili er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun.

5.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs

2401023

113. fundur haldinn 28.08.2024, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 1.
-liður 1, beiðni fulltrúa Hrunamannahrepps í stjórn UTU um að samþykktum UTU verði breytt þannig að heimilað yrði að aðildarsveitarfélög UTU gætu starfrækt sína eigin skipulagsnefnd ef þau kjósa svo, með vísan í bókun sveitarstjórnar Hrunamannahrepps þann 16. maí s.l. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að samstarfið og fyrirkomulagið með eina sameiginlega skipulagsnefnd hafi virkað vel og sér ekki ástæðu til að breyta því. Jón Forni Snæbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

6.Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga

2401016

12. fundur haldinn 26.08.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401014

237. fundur haldinn 20.08.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses

2401032

15. fundur haldinn 12.08.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2401031

75. fundur haldinn 12.08.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2401013

612. fundur 22.08.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Brák íbúðafélag hses

2408029

Tillaga um að sveitarstjórn fái kynningu á Brák íbúðafélagi hses, sem vinnur að uppbyggingu leiguhúsnæðis á landsbyggðinni fyrir tekju- og eignaminni hópa, með stofnframlögum frá HMS og sveitarfélögum.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir kynningu á Brák, íbúðafélagi.

12.Mönnun leikskóla

2408030

Áskoranir við mönnun leikskóla.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála. Umræða varð um málið.

13.Skólastefna

2309028

Drög að skólastefnu, vísað til sveitarstjórnar af skólanefnd með tillögu um að stefnan verði sett í almenna kynningu á heimasíðu sveitarfélagins.
Skólanefnd lagði til við sveitarstjórn á 36. fundi sem haldinn var 19. ágúst 2024 að drög að skólastefnu yrði sett í almenna kynningu á heimasíðu sveitarfélagsins, þar sem íbúum verði gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og þakkar vinnuhópnum fyrir gott starf.
Að kynningu lokinni verði drög að skólastefnu tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.

14.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2408033

Erindi Hafnarfjarðarkaupstaðar, dags. 23.08.2024, þar sem sótt er um námsvist í Reykholtsskóla fyrir nemanda sem er með lögheimili í Hafnarfirði.
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Um greiðslur fari skv. viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Komi til sérstaks kostnaðar sem ekki fellur undir gjaldskrána verði samið sérstaklega um það við lögheimilissveitarfélag.

15.Námsvist utan lögheimilssveitarfélags

2408034

Beiðni Reykjanesbæjar, dags. 22.08.2024, um að nemandi með lögheimili í Reykjanesbæ stundi nám við Reykholtsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Um greiðslur fari skv. viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Komi til sérstaks kostnaðar sem ekki fellur undir gjaldskrána verði samið sérstaklega um það við lögheimilissveitarfélag.

16.Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2024

2405026

Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs janúar til ágúst 2024
Yfirlitið var lagt fram.

17.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024

2402009

3. viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024. Um er að ræða viðauka vegna þátta sem snúa að rekstri, annarsvegar launum í nokkrum deildum vegna veikinda, sumarafleysinga og skipulagsbreytinga og hinsvegar vegna útgjalda sem snúa að eignasjóði. Þá er einnig um að ræða breytingar á fjárfestingu, vegna endurnýjunar rotþróar á Laugarvatni og tilfærslu á milli eignasjóðs og fjárfestingar vegna endurbóta á Mosum 1, auk þess sem gert er ráð fyrir tekjum vegna styrks frá Vegagerðinni vegna viðhalds gömlu Tungufljótsbrúarinnar.
Alls er aukning á rekstrarkostnaði A-hluta kr. 35,8 millj.kr. og breyting á fjárfestingu sem nemur kr. 23 millj.kr.
Gert er ráð fyrir auknum lántökum sem nemur 30 millj.kr.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila.

18.Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026

2205041

Tillaga um breytt skipulag funda sveitarstjórnar í september til desember
Lagt er til að auk fastra funda í október verði fundur miðvikudaginn 30. október kl. 9. Fundur 6. nóvember falli niður, en aukafundur verði haldinn 12. nóvember kl. 12:00. Fundur verði á hefðbundnum tíma 20. nóvember og 4. desember, en fundur verði haldinn miðvikudaginn 11. desember kl. 12:00 til að afgreiða fjárhagsáætlun og fundur 18. desember falli niður. Samþykkt samhljóða.

19.Vinnutímastytting kennara í Reykholtsskóla 2024-2025

2408035

Samkomulag SNS og KÍ um fyrirkomulag vinnutímastyttingar 2024-2025.
Samkomulagið var lagt fram til kynningar.

20.Gamla Álfaborg, Reykholti, sala

21.Stuðningur við íslenskunám starfsmanna Bláskógabyggðar

2408031

Til umræðu, stuðningur Bláskógabyggðar til viðbótar við stuðning stéttarfélaga við íslenskunám starfsmanna.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera tillögu að reglum og leggja fyrir næsta fund.

22.Dæluhús Bláskógaveitu Laugarvatni

2305015

Tilkynning kærunefndar útboðsmála, dags. 22.08.2024, um kæru Nýbyggðar ehf á höfnun tilboðs.
Lögð var fram tilkynning um kæru á höfnun tilboðs.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?