Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

365. fundur 21. ágúst 2024 kl. 09:00 - 10:35 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Elías Bergmann Jóhannsson Varamaður
    Aðalmaður: Stefanía Hákonardóttir
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að tvö má yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum, skipulagsmál vegna Úteyjar, sem verður 1. mál á dagskrá, og verkferlar og skipulag starfa hjá Bláskógabyggð, sem verður 16. mál á dagskrá, var það samþykkt samhljóða.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

282. fundur skipulagsnefndar, liður 9, Útey 1 L167647; 2 Skipulög sameinuð; Deiliskipulag - 2405119. Áður liður 1 á 362. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 19. júní 2024.
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1. Fyrir eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi. Minnisblað skipulagsfulltrúa var lagt fram.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða deiliskipulagsáætlun til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið verði sérstaklega sent sumarhúsfélagi svæðisins til kynningar sé það til staðar.


2.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

285. fundur haldinn 14.08.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 3 til 7.
-liður 3, Útey 2 L167648; Frístundabyggð; Stækkun lóða og aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting - 2408033
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til frístundasvæðis F34 í landi Úteyjar II. Í breytingunni felst stækkun nokkurra lóða á svæðinu úr 2.500 fm í 5.000 fm og að merkja vegi og stíga í samræmi við raun legu þeirra.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt hagsmunaaðilum innan skipulagssvæðisins og aðliggjandi landeigenda.


-liður 4, Reykholt; Skólavegur, Reykholtsbrekka, Tungurimi; Verslunar- og þjónustusvæði og breytt lega vegar og afmörkun lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2306089
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar þéttbýlið í Reykholti eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Á Skólavegi 1 er starfrækt 40 herbergja hótel og er stefnan að stækka það í 120 herbergi á þremur hæðum. Lega götunnar Tungurima hefur verið hönnuð og var gatan færð um 15 m til norðvesturs, lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar. Þá er gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr íbúðarlóð í verslunar- og þjónustulóð og settir skilmálar fyrir lóðina. Jafnframt er gert ráð fyrir mögulegri stækkun á leikskólanum Álfaborg til austurs. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins frá Skipulagsstofnun, athugasemdir ásamt andsvörum eru lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna og andsvara vinnsluaðila skipulagsins sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 5, Skógarberg lóð 1 L201529; Stækkun vélageymslu; Fyrirspurn - 2408018
Lögð er fram fyrirspurn er varðar stækkun vélageymslu á lóð Skógarbergs lóð 1 L201529
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn sem tekur til viðbyggingar við vélageymslu á lóð Skógabergs lóð 1 L201529. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu byggingarleyfis á grundvelli framlagðrar fyrirspurnar. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.


-liður 6, Vörðhólsvegur 4 L175620; Stækkun lóðar og byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting - 2408019
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Vörðhólsvegar 4 L175620 í Bláskógabyggð. Í henni felst stækkun á lóð og byggingarreit til suðurs, önnur mörk lóðarinnar breytast ekki. Lóðin er skráð 5.242 fm í dag og verður 5.586 fm eftir breytingu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.


-liður 7, Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag - 2404002
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190 eftir kynningu. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Afgreiðslu málsins var frestað á 284. fundi skipulagsnefndar þar sem ekki var gert grein fyrir flóttaleiðum með fullnægjandi hætti. Uppfærð gögn lögð fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn telur að ekki hafi verið brugðist við athugasemdum Brunavarna Árnessýslu með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

54. fundur haldinn 12.08.2024. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 og 2.
-liður 1, 2405024 framkvæmdir við Aratungu 2024, framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki við fjáhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.000.000 vegna viðhalds á tröppum við Aratungu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerður verið viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins.
-liður 2, 2401037 viðhald skólastjórabústaðar (Mosar 1), framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 8.000.000 vegna verkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerður verið viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

4.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2401025

209. fundur haldinn 15.08.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Suðurlands

2401033

1. fundur stjórnar haldinn 06.05.2024

2. fundur stjórnar haldinn 03.06.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

6.Almenningssamgöngur leiðakerfi í uppsveitum

2408021

Samráðsfundur Vegagerðarinnar með fulltrúum sveitarfélaga og ML, haldinn 06.05.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Forvarnastefna

2312009

Kynning á drögum að forvarnastefnu Bláskógabyggðar
Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags og Íþrótta- og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn og kynntu hann og Guðni Sighvatsson drög að forvarnastefnu.

8.Beiðni Skálholtsstaðar um styrk vegna sumarvinnu ungmenna

2408018

Styrkbeiðni Skálholtsstaðar, dags. 14.06.2024, vegna vinnu ungmenna á vinnuskólaaldri sumarið 2024.
Helgi Kjartansson, oddviti, vék af fundi við afgreiðslu málsins. Styrkbeiðnin var lögð fram. Hún tekur til launa tveggja ungmenna á vinnuskólaaldri hjá Skálholtsstað sumarið 2024.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu, en lýsir vilja til að ræða samstarf um vinnu fyrir ungmenni fyrir næsta sumar.

9.Beiðni ÍBU um styrk vegna kaupa á tveimur mörkum

2408019

Styrkbeiðni stjórnar ÍBU, dags. 30.07.2024, vegna kaupa á tveimur mörkum á íþróttavöllinn í Reykholti.
Styrkbeiðnin var lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu í vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

10.Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni

2301038

Tilkynning Vinnumálastofnunar, dags. 08.08.2024, um fyrirhugaða lokun búsetuúrræðis á Laugarvatni.
Lögð var fram tilkynning Vinnumálastofnunar þar sem kemur fram að áætlað sé að búsetuúrræðinu fyrir umsækjandur um alþjóðlega vernd verði lokað í byrjun september.

11.Stýrihópur vegna áhættumats vegna eldgoss og annarra jarðhræringa

2408023

Erindi sviðsstjóra almannavarnasviðs lögreglustjórans á Suðurlandi, dags. 15.08.2024, varðandi skipan fulltrúa í stýrihóp vegna áhættumats vegna eldgosa og annarra jarðhræringa.
Sveitarstjórn skipar Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, og Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúa, til setu í starfshópnum. Helgi Kjartansson, oddviti verði varamaður.

12.Ársfundur Arnardrangs hses 2024

2408017

Tilnefning fulltrúa á ársfund Arnardrangs hses sem haldinn verður 29.08.2024
Sveitarstjórn tilnefnir Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, til að fara með atkvæði Bláskógabyggðar á fundinum. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samstarf við Brák hses.

13.Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2024

2405026

Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög jöfnunarsjóðs janúar til júlí 2024
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs.

14.Lagning ljósleiðara til lögheimila utan markaðssvæða

2407003

Niðurstaða auglýsingar eftir áhugasömum aðilum til að leggja ljósleiðara í Laugarás.
Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir stöðu mála. Tvö fjarskiptafélög brugðust við auglýsingu sveitarfélagsins og hefur annað þeirra áhuga á að skoða verkefnið frekar.
Sveitastjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Fjarskiptasjóðs um styrk til verkefnisins.

15.Tíðni sorphirðu

2408024

Minnisblað um tíðni sorphirðu, flokkun o.fl.
Lagt var fram minnisblað sveitarstjóra eftir fund með fulltrúum Íslenska gámafélagsins ehf. Sveitarstjórn samþykkir að vísa minnisblaðinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

16.Verkferlar og skipulag starfa á skrifstofu Bláskógabyggðar

2408026

Tillaga KPMG um verkefnatilhögun, kostnaðaráætlun.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráðast í verkefnið og felur sveitarstjóra að leiða það ásamt ráðgjafa frá KPMG.

17.Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna Heiðarbæjar

2407013

Beiðni Innviðaráðuneytisins, dags. 09.07.2024, um umsögn um erindi Ernu Hrannar Geirsdóttur fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna, dags. 8. júlí sl., þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fjarlægðar frá ám og vötnum. Umsögn Skipulagsstofnunar. Áður á dagskrá á 364. fundi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingar sem þegar hafa verið reistar á svæði því sem deiliskipulagið tekur til og staðsettar eru innan við 50 metra frá Þingvallavatni fái að standa og að markaður verði um þær byggingarreitur í deiliskipulagi því sem til umfjöllunar er. Í undanþágunni fælist að viðbyggingar við núverandi hús sem standa í minna en 50 metra fjarlægð frá vatni fari aldrei nær vatni en núverandi byggingar í samræmi við skilgreiningu byggingarreita á deiliskipulagi. Um er að ræða byggingar sem reistar voru áður en reglur um fjarlægðartakmarkanir frá ám og vötnum voru settar. Ekki er fallist á frekari byggingarheimildir innan 50 metra svæðisins.

18.Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna Apavatns 2

2407011

Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 17.07.2024, þar sem óskað er umsagnar um erindi Kristjáns Ásgeirssonar f.h. Sólgarðs Svitahofs ehf., dags. 11. júlí sl., þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fjarlægðar frá ám og vötnum. Umsögn Skipulagsstofnunar. Áður á dagskrá á 364. fundi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að undanþága verði veitt vegna viðbyggingar við núverandi sumarhús og skilgreiningu byggingarreits í 32 m fjarlægð frá Grafará í takt við heimildir deiliskipulags sem samþykkt var í sveitarstjórn eftir auglýsingu þann 19.6.2024.

19.Niðurfelling Úteyjarvegar (3699-01) af vegaskrá

2408020

Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 02.08.2024, um niðurfellingu Úteyjarvegar af vegaskrá.
Erindið var lagt fram til kynningar.

20.Fjárhagsáætlun 2025 og 2026-2028

2408022

Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10.07.2024, varðandi forsendur fjárhagsáætlana.
Minnisblaðið var lagt fram til kynningar.

21.Málefni heilsugæslunnar í Laugarási

2305040

Svör Framkvæmdasýslunnar Ríkiseigna, dags. 22.07.2024, við fyrirspurn oddvita sveitarstjórnar frá 10.06.2024.
Tölvupóstur frá forstjóra FSRE var lagður fram.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?