Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

364. fundur 07. ágúst 2024 kl. 15:00 - 15:45 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá tilboð í verkið dæluhús á Laugarvatni. Var það samþykkt samhljóða og verður liður nr. 16.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

284. fundur haldinn 05.07.2024, afgreiða þarf séstaklega mál nr. 2 til 6.
-liður 2, Efsti-Dalur 2 (L167631); byggingarheimild; fjarskiptamastur - 2406085
Móttekin var umsókn þann 25.06.2024 um byggingarheimild fyrir 24 m háu fjarskiptamastri og tækjaskáp á jörðinni Efsti-Dalur 2 L167631 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.



-liður 3, Miðhús L219169, orlofshúsasvæði; Fjarskiptamastur; Deiliskipulagsbreyting - 2407002
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Orlofssvæðis VR í Miðhúsaskógi. Í breytingunni felst skilgreining á byggingarreit fyrir fjarskiptamastur auk þess sem deiliskipulagssvæðið er uppfært m.v. núverandi aðstæður og nákvæmari gögn.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.



-liður 4, Stórholt 2 L236857; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2406093
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til umsóknar um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna Stórholts 2 L236857 í landi Úteyjar 1. Í breytingunni felst skilgreining á verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagssvæðið er um 3,48 ha.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



-liður 5, Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag - 2404002
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190, eftir kynningu. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Umsagnir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðri tillögu.
Að mati sveitarstjórnar hefur ekki verið brugðist við umsögnum sem bárust á kynningartíma skipulagsáætlunar með fullnægjandi hætti. Ekki hefur verið brugðist við athugasemd slökkviliðs er varðar flóttaleiðir frá svæðinu. Eingöngu ein leið er skilgreind inn og út af svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að afgreiðslu málsins verði frestað.



-liður 6, Miðdalskot L167643; Deiliskipulagsbreyting - 2405020
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Miðdalskots í Bláskógabyggð. Í breytingunum felst að gert verði ráð fyrir að um byggingareit, sem í gildandi deiliskipulagi er merktur nr. 1, verði skilgreind 2.564 fm lóð, Miðdalskot 1. Stærð byggingareits er um 1.300 fm og byggingaheimild innan hans verða óbreyttar. Á reitnum/lóðinni hefur þegar verið reist íbúðarhús (164,4 m²) byggt 2003 og bílskúr (63,0 m²) byggður 2016. Ennfremur er gert ráð fyrir nýrri 16.076 fm lóð merkt nr. 7, Hvammur: Þar er gert ráð fyrir að reist verði allt að fimm hús undir gistiaðstöðu (ferðaþjónustu) og starfsemi því tengt. Húsin mega vera allt að 100 fm hvert. Heildarflatarmál bygginga á lóðinni má ekki fara yfir 500 fm og gistirúm mega vera allt að 30. Mænishæð húsa á lóðinni, frá jörðu skal ekki vera meiri en 6 m frá botnplötu. Þakhalli má vera 0 - 45 gráður. Að auki eru gerðar lítilsháttar breytingar á vegakerfi svæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Sveitarstjórn bendir á að staðfangið Hvammur sem skilgreint er innan skipulagsbreytingar er til nú þegar innan sveitarfélagsins, mælist nefndin því til þess að skilgreint verði annað staðfang fyrir lóðina.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

53. fundur haldinn 22.07.2024.

Afgreiða þarf sérstaklega liði nr 2 og 4.
-liður 2, 2407004, fráveita á Laugarvatni, rotþró við HÍ, framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipt verði um rotþró sem staðsett er við húsnæði HÍ á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og að gerður verði viðauki við fjárfestingaáætlun að fjárhæð kr. 1.500.000 vegna verkefnisins, sem er hluti af heildarendurnýjun fráveitukerfis á Laugarvatni.
-liður 4, 2407007, endurnýjun brunakerfis í Aratungu, framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna endurnýjunar brunakerfis í Aratungu að fjárhæð kr. 3.000.000. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.000.000 vegna verkefnisins.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2401025

208. fundur haldinn 04.07.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu

2401012

20. fundur haldinn 24.07.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

2401020

73. fundur haldinn 21.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2401013

611. fundur haldinn 28.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

2407015

Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 04.07.2024, um gjaldfrjásar skólamáltíðir dags. 4. júlí 2024, ásamt viðauka um framlög vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða ágúst til deseember 2024.
Bláskógabyggð hefur boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá árinu 2019 og verður það fyrirkomulag viðhaft áfram. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera ráð fyrir framlagi ríkisins vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða í viðauka við fjárhagsáætlun sem lagður verður fyrir næsta fund.

8.Lagning ljósleiðara til lögheimila utan markaðssvæða

2407003

Erindi Fjarskiptasjóðs vegna lagningar ljósleiðara til heimila utan markaðssvæða. Áður á dagskrá á 363. fundi.
Erindið var lagt fram, em þar kemur fram að Fjarskiptasjóður veiti styrki til lagningar ljósleiðara á heimili utan markaðssvæða að fjárhæð kr. 80.000 pr tengingu. Umræða varð um málið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að birta auglýsingu þar sem áhugi aðila á fjarskiptamarkaði er kannaður. Fjarskiptasjóði verði tilkynnt að málið sé í skoðun.

9.Skil á lóð Tungurimi 5, Reykholti

2404081

Beiðni Hauks Sverrissonar, dags. 31.07.2024, um heimild til að skila lóðinni Tungurima 5, Reykholti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa hana til úthlutunar á ný.

10.Skil á lóð Tungurimi 7, Reykholti

2404082

Beiðni Hauks Sverrissonar, dags. 31.07.2024, um heimild til að skila lóðinni Tungurima 7.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa hana til úthlutunar á ný.

11.Skil á lóð Borgarrimi 11, Reykholti

2304032

Beiðni Geysisholts ehf, dags. 31.07.2024, um heimild til að skila lóðinni Borgarrima 11, Reykholti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðinni verði skilað.

12.Lóðarumsókn Borgarrimi 6, Reykholti

2408001

Umsókn SA2 ehf um lóðina Borgarrima 6, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til SA2 ehf.

13.Lóðarumsókn Borgarrimi 8, Reykholti

2408002

Umsókn SA2 ehf um lóðina Borgarrima 8, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til SA2 ehf.

14.Viðhald útisvæðis sundlaugar á Laugarvatni

2408003

Beiðni um fjárframlag til viðhalds sundlaugarinnar á Laugarvatni (útisvæði).
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.000.000 vegna endurnýjunar á hitalögn á útisvæði sundlaugarinnar á Laugarvatni.

15.Styrkbeiðni vegna uppsetningar á sólarsellu við Dalbúð

2408004

Styrkbeiðni björgunarsveitarinnar Ingunnar, dags. 03.08.2024, vegna uppsetningar á sólarsellu við Dalbúð.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir styrk vegna uppsetningar á sólarsellu við fjallaskálann Dalbúð, sem er í eigu Bláskógabyggðar. Jafnframt verður sótt um styrk til Orkusjóðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.

16.Dæluhús Bláskógaveitu Laugarvatni

2305015

Tilboð í verkið dæluhús Laugarvatni, uppsteypa og utanhússfrágangur. Niðurstaða könnunar á hæfniskröfum.
Kallað hefur verið eftir upplýsingum frá lægstbjóðanda um atriði sem áskilið er í útboðsgögnum að bjóðandi upplýsi um og uppfyllir lægstbjóðandi ekki allar kröfur útboðsgagna. Lægstbjóðandi kemur því ekki til álita sem verktaki, enda skal við val á tilboðum einungis líta til gildra tilboða frá bjóðendum sem uppfylla áskilnað útboðsgagna. Önnur tilboð eru verulega yfir kostnaðaráætlun og samþykkir sveitarstjórn því samhljóða að taka önnur tilboð ekki til frekari skoðunar.

17.Aðalskipulagsbreytingar Reykjavíkur 2024

2403010

Erindi af Skipulagsgáttinni, dags. 18.07.2024, þar sem óskað er umsagnar um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar (Kjalarnes og dreifbýl svæði).
Erindið var lagt fram. Það tekur til skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir Kjalarnes og dreifbýl svæði, nr. 0927/2024.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

18.Aðalskipulagsbreytingar Kjósarhrepps 2024

2406036

Erindi af Skipulagsgáttinni, dags. 15.07.2024, þar sem óskað er umsagnar um skipulagslýsingu vegna aðalskipulags Kjósarhrepps.
Erindið var lagt fram. Það tekur til lýsingar vegna endurskoðunar aðalskipulags Kjósarhrepps 2024-2036, nr. 0917/2024.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

19.Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna Apavatns 2

2407011

Erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 17.07.2024, þar sem óskað er umsagnar um erindi Kristjáns Ásgeirssonar f.h. Sólgarðs Svitahofs ehf., dags. 11. júlí sl., þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fjarlægðar frá ám og vötnum.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingar sem þegar hafa verið reistar á svæði því sem deiliskipulagið tekur til og staðsettar eru innan við 50 metra frá Grafará fái að standa og að markaður verði um þær byggingarreitur í deiliskipulagi því sem til umfjöllunar er. Um er að ræða byggingar sem reistar voru áður en reglur um fjarlægðartakmarkanir frá ám og vötnum voru settar. Ekki er fallist á frekari byggingarheimildir innan 50 metra svæðisins.

20.Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna Heiðarbæjar

2407013

Beiðni Innviðaráðuneytisins, dags. 09.07.2024, um umsögn um erindi Ernu Hrannar Geirsdóttur fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna, dags. 8. júlí sl., þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fjarlægðar frá ám og vötnum.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingar sem þegar hafa verið reistar á svæði því sem deiliskipulagið tekur til og staðsettar eru innan við 50 metra frá Þingvallavatni fái að standa og að markaður verði um þær byggingarreitur í deiliskipulagi því sem til umfjöllunar er. Um er að ræða byggingar sem reistar voru áður en reglur um fjarlægðartakmarkanir frá ám og vötnum voru settar. Ekki er fallist á frekari byggingarheimildir innan 50 metra svæðisins.

21.Ársþing SASS 2024

2407014

Tilkynning framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um skráningu í milliþinganefndir vegna undirbúnings fyrir ársþing SASS 2024.
Erindið var lagt fram.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?