Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

363. fundur 03. júlí 2024 kl. 09:00 - 11:55 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá umsögn um deiliskipulag að Bergstöðum, styrkbeiðni vegna keppnisferðar og skilmála Fjarskiptasjóðs vegna styrkveitinga til ljósleiðaralagningar. Var það samþykkt og verða mál nr. 1, 26 og 27 á fundinum.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

-liður 15 í fundargerð 282. fundar skipulagsnefndar, Bergstaðir L189399; Íbúðarhús, gestahús, 3 smáhýsi og skemma; Deiliskipulag - 2403100

Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir Bergstaði L189399 í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Landið er skráð 18,6 ha í landeignaskrá HMS. Deiliskipulagið heimilar byggingu á íbúðarhúsi, gestahúsi og þremur gestahúsum fyrir ferðaþjónustu og útihús/skemmu. Skipulagið nær til alls landsins og aðkomu að því frá Einholtsvegi (nr. 358). Landið er óbyggt.



Málinu var vísað til framkvæmda- og veitunefnar á 362. fundi sveitarstjórnar vegna vatnsveitu.
Umsögn framkvæmda- og veitunefndar liggur fyrir, sjá 12. lið í 52. fundargerð nefndarinnar (liður 3 á dagskrá þessa fundar). Þar kemur fram að í tillögunni sé gert ráð fyrir að byggingar á svæðinu tengist vatnsveitu Bláskógabyggðar. Framkvæmda- og veitunefnd vekur athygli á því að vatnsveita Bláskógabyggðar getur ekki útvegað kalt vatn á svæðið á næstu árum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að beina því til höfundar deiliskipulagsins að gerð verði grein fyrir annarri leið til vatnsöflunar í deiliskipulaginu.

2.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

283. fundur haldinn 26.06.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2 til 6.
-liður 2, Bryggja spilda L178475; Frístundabyggð og 3MW virkjun; Aðalskipulagsbreyting - 2308056
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til lands Bryggju L178475 í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst skilgreiningar á frístundasvæði, verslunar- og þjónustusvæði og iðnaðarsvæði fyrir virkjun. Skipulags- og matslýsing vegna breytingarinnar var kynnt 14.12.23 - 5.1.2024. Umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna lýsingar eru lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn beinir því til umsækjanda að haldinn verði íbúafundur til kynningar á tillögunni.


-liður 3, Laugarvatn jarðhiti L227723; Vinnsluhola; Framkvæmdarleyfi - 2406048
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Bláskógaveitu er varðar borun eftir heitu vatni innan þéttbýlisins að Laugarvatni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa framkvæmdarleyfisins.


-liður 4, Brautarhóll land L189999; Vinnsluhola; Framkvæmdarleyfi - 2406049
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Bláskógaveitu sem tekur til borunar á heitu vatni í jaðri þéttbýlisins í Reykholti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa er falin útgáfa framkvæmdarleyfis.


-liður 5, Heiðmörk L167145; Skipting og afmörkun lóðar; Fyrirspurn - 2406054
Lögð er fram fyrirspurn frá lóðarhafa Heiðmerkur L167145 í Laugarási. Í beiðninni felst að heimild verði veitt til að skipta lóðinni upp í tvær lóðir þar sem gert verði ráð fyrir sér lóð umhverfis íbúðarhús innan landsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að unnin verði breyting á deiliskipulagi sem tekur til skilgreiningar á lóð umnhverfis íbúðarhús á lóð Heiðmerkur í Laugarási.


-liður 6, Mjóanes L170161; Landbúnaðarland í frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting - 2406063
Lögð er fram fyrirspurn er varðar heimild til breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Mjóaness L170161. Í breyttri landnotkun felst breyting úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð í samræmi við framlagða beiðni.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027 er gert ráð fyrir að nýir áfangar frístundabyggða innan hverrar jarðar verða ekki teknir til skipulagsmeðferðar fyrr en minnst 2/3 hlutar fyrri áfanga hafa verið byggðir. Innan jarðar Mjóaness eru skilgreind þrjú frístundasvæði F14, F15 og F16. Í gildi er deiliskipulag sem tekur til allra þriggja svæðanna á um 53,4 ha svæði þar sem gert er ráð fyrir 20 frístundalóðum. Byggt hefur verið á 6 lóðum innan deiliskipulagsins eða á 30% af skipulögðum lóðum. Að mati sveitarstjórnar er því framlögð beiðni ekki í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar synjar því beiðni um breytingu á aðalskipulagi.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

52. fundur haldinn 21.06.2024. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 4, 5 og 13.
-liður 4, 2405033, rýmisþörf leikskólans Álfaborgar, framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði til hönnuðar hússins varðandi skoðun á mögulegum leiðum til lausnar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun, kr. 1.000.000 vegna verkefnisins.
-liður 5, 2204023, rýmisþörf leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar (Reykholtsskóli og Bláskógaskóli), framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði til VA-arkitekta um mat á möguleikum til að nýta betur núverandi skólahúsnæði og skoða leiðir til úrlausna með breytingum eða viðbyggingum. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða. Gerður verði viðauki við fjáhagsáætlun kr. 1.000.000 vegna verkefnisins.
-liður 13, 2406025, tankur fyrir hitaveitu Reykholti, framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði tekið til skoðunar við fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
-liður 14, 2406026, vatnsþrýstingur á svæði við Drumboddsstaði, á fundi framkvæmda- og veitunefndar var rætt um afhendingaröryggi vatns á svæðinu. Frá því að fundurinn var haldinn hefur veitustjóri mælt og kannað vatnsþrýsing, leitað hefur verið að lekum í kerfinu og þrýstingi á kerfinu breytt á þeim dögum sem álag er mest. Áfram er unnið að því að leysa málið.
Fundargerðin var að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

2401025

204. fundur haldinn 19.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Aukaaðalfundur SASS

2404100

Aukaaðalfundur haldinn 07.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2401031

74. fundur haldinn 24.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Arnardrangs hses

2401032

14. fundur haldinn 24.06.2024, ásamt ársreikningi
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð héraðsnefndar Árnesinga

2401010

20. fundur haldinn 21.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs (UTU)

2401023

112. fundur haldinn 25.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

949. fundur haldinn 13.06.2024

950. fundur haldin 21.06.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

11.Málefni heilsugæslunnar í Laugarási

2305040

Á fundinn komu Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir og Óskar Jósefsson, forstjóri FSRE.
Helgi Kjartansson, oddviti, fór yfir ferli málsins eins og það horfir við sveitarfélaginu og ýmsar staðreyndir um íbúafjölda, vegalengdir og aðra þætti sem skipta máli við staðsetningu á heilsugæslu.
Díana, Baldvina og Óskar svöruðu fyrirspurnum og gerðu grein fyrir sjónarmiðum HSU og FSRE.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur verulega ágalla hafa verið á ferlinu öllu. Sveitarstjórn telur að eina leiðin til að byggja upp traust milli aðila og traust íbúa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sé að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að gera úttekt á ferlinu og því hvort faglega hafi verið staðið að málum. Sveitarstjórn beinir því til HSU og viðkomandi ráðuneyta að ráðist verði í slíka úttekt.

12.Samþykkt um kattahald

2406018

Samþykkt um kattahald, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um kattahald og felur sveitarstjóra að láta birta hana.

13.Gjaldskrá um kattahald

2406019

Gjaldskrá fyrir kattahald, síðari umræða
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá um kattahald og felur sveitarstjóra að láta birta hana.

14.Gjaldskrá vegna móttöku og hreinsunar á seyru

2406032

Gjaldskrá vegna móttöku og hreinsunar seyru
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að gjaldskrá fyrir móttöku og hreinsun seyru gildi fyrir Bláskógabyggð. Sveitarstjóra er falið að láta birta gjaldskrána.

15.Viðbótargreiðslur í leikskólum

2406028

Tillaga að uppfærðum viðmiðunarreglum um viðbótargreiðslur í leikskólum.
Tillagan var lögð fram. Vegna átaks til að fjölga fagmenntuðum leikskólakennurum við leikskóla Bláskógabyggðar hefur verið bætt við eldri reglur lið sem snýr að heimild til að greiða svokaallaðar TV-einingar (tímabundin viðbótarlaun) skv. kjarasamningum, auk ívilnana vegna aksturs.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

16.Útboð vegna byggingar dæluhúss fyrir Bláskógaveitu Laugarvatni

2305015

Tilboð í byggingu dæluhúss fyrir Bláskógaveitu
Lögð var fram fundargerð frá opnun tilboða. Fjögur tilboð bárust.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda, Nýbyggðar ehf, með fyrirvara um að ekki séu reikningsskekkjur í tilboðinu, svo og að bjóðandi uppfylli hæfiskröfur útboðsgagna. Sveitarstjóra er falið að leggja tillögu að viðauka við fjáhagsáætlun fyrir þegar áætlun um kostnað við jarðvinnu liggur fyrir.

17.Útboð vegna snjómokstur í dreifbýli 2024 til 2026

2406020

Tilboð í snjómokstur í dreifbýli 2024-2026, austurhluti og vesturhluti
Stefanía Hákonardóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lagðar voru fram fundargerðir, dags. 02.07.2024, frá opnun tilboða í snjómokstur í austur- og vesturhluta dreifbýlis. Tvö tilboð bárust í austurhluta og fjögur í vesturhluta.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda, Sveitadurgs ehf, í snjómokstur í vesturhluta, með fyrirvara um að bjóðandi uppfylli kröfur um hæfi skv. útboðsgögnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda, Ketilbjörns ehf, í snjómokstur í austurhluta, með fyrirvara um að bjóðandi uppfylli kröfur um hæfi skv. útboðsgögnum.

18.Útboð vegna skólaaksturs, Laugarásleið

2306027

Tilboð í skólaakstur, Laugarásleið, áður á dagskrá á 362. fundi.
Öll fylgigögn hafa borist og uppfyllir bjóðandi kröfur útboðs um hæfi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði Ragnars Sverrissonar í skólaakstur á Laugarásleið.

19.Styrkbeiðni vegna göngubrúar

2406038

Styrkbeiðni Óttars Kjartanssonar vegna göngubrúar á gönguleið að gömlu Tungnaréttum.
Lögð var fram styrkbeiðni vegna gerðar göngubrúar á gönguleið að gömlu Tungnaréttum. Unnið hefur verið að því í samráði við verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags í Bláskógabyggð að gera svæðið aðgengilegt. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 337.200. Framkvæmdum við verkið er lokið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 150.000 kr. styrk til verkefnisins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

20.Tímasetning íbúasamráðs vegna framtíðarnýtingar fyrrum hjólhýsasvæðis

2406039

Beiðni Jóns F. Snæbjörnssonar, dags. 28.06.2024, um umræðu um hvort unnt sé að ákveða tímasetningu samráðs við íbúa varðandi framtíðarnýtingu svæðisins.
Jón F. Snæbjörnsson fylgdi erindinu úr hlaði.
Unnið er að hreinsun á svæðinu. Farið verður í samráð við íbúa áður en ákvörðun verður tekin um framtíðarskipulag svæðisins.
Jón óskaði eftir að bókað yrði að ljúka þurfi hreinsun sem fyrst.

21.Póstnúmer í Bláskógabyggð

2406040

Beiðni Jóns F. Snæbjörnssonar, dags. 28.06.2024, um umræðu um póstnúmer í Bláskógabyggð.
Jón F. Snæbjörnsson fylgdi erindinu úr hlaði.
Sveitarstjórn samþykkir að rætt verði við Póstinn um breytingu á því að 806 verði kennt við Bláskógabyggð frekar en Selfoss.

22.Aðgengi að skála í Þjófadölum

2406010

Erindi varðandi aðgengi að skálanum í Þjófadölum, áður á dagskrá á 362. fundi.
Minnispunktar frá fundum með fulltrúa Norse Adventure og Ferðafélagi Íslands voru lagðir fram. Sveitarstjórn ítrekar að ekki sé vilji til að heimila utanvegaakstur eða gera ráð fyrir vegslóða í skipulagi.
Fylgiskjöl:

23.Samkomulag um gatnagerðargjöld Stök gulrót ehf

2303004

Lóðarumsóknir Stakrar gulrótar ehf.
Á fundi oddvita og sveitarstjóra með fulltrúa Stakrar gulrótar ehf í sl viku kom fram að félagið skili inn lóðum nr. 6 og 8 við Borgarrima. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðunum verði skilað og felur sveitarstjóra að auglýsa þær lausar til úthlutunar.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að framkvæmdir á lóðum nr. 1 og 3 við Borgarrima hefjist á þessu ári.

24.Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna Eyjaás 16, Eyvindartungu

2311014

Erindi innviðaráðuneytisins, dags. 19.06.2024, þar sem óskað er eftir nánari rökstuðningi fyrir afstöðu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í málinu, sbr. afgreiðslu málsins á 348. fundi sem haldinn var 6. desember 2023.
Jón F. Snæbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar til þess að uppdrátt deiliskipulags og ákvæði greinargerðar deiliskipulags verði að skoða samhliða og að skýra verði uppdrátt með hliðsjón af ákvæðum greinargerðar. Þar kemur fram að byggingarheimild sé háð undanþágu frá skipulagsreglugerð.

25.Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2024

2405026

Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga janúar til júní 2024.
Yfirlitið var lagt fram.

26.Styrkbeiðni vegna þátttöku á Youth Cup í Sviss

2407002

Styrkbeiðni Kristínar S. Magnúsdóttur, dags. 02.07.2024, vegna ferðar ungmennis á mót í Sviss, FEIF Youth Cup.
Styrkbeiðnin var lögð fram. Magnús Rúnar Traustason mun keppa fyrir hönd Íslands á FEIF Youth Cup sem er alþjóðlegt mót með íslenskum hestum.
Sveitarstjórn samþykkir 30.000 kr styrk. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fylgiskjöl:

27.Lagning ljósleiðara til lögheimila utan markaðssvæða

2407003

Skilmálar Fjarskiptasjóðs, dags. 02.07.2024 fyrir styrkveitingum til sveitarfélaga til að ljúka lagningu ljósleiðara á lögheimili utan markaðssvæða.
Sveitarstjórn samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi.

28.Aðalskipulagsbreytingar Kjósarhrepps 2024

2406036

Erindi af Skipulagsgáttinni, dags. 24.06.2024, varðandi beiðni Kjósarhrepps um umsögn um breytingu á aðalskipulagi, Eyri-Kjós í Hvalfirði.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.

29.Umferðarþing 2024

2406030

Tilkynning Samgöngustofu um Umferðarþing sem haldið verður 20.09.2024
Lagt fram til kynningar.

30.Samþykktir UTU

2403036

Erindi sveitarstjóra Hrunamannahrepps, dags. 25.06.2024, þar sem kynnt er afgeiðsla sveitarstjórnar og minnisblað um skipulagsmál hjá UTU, dags. 16.05.2024.
Lagt fram til kynningar.
Jón F. Snæbjörnsson lýsir yfir ánægju sinni með minnisblaðið.

31.Héraðsvegur að Borgarási

2406033

Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 25.06.2024, um nýjan héraðsveg að Borgarási.
Lagt fram til kynningar.

32.Uppgjör vegna grindvískra grunnskólanemenda

2406034

Erindi bæjarstjóra Grindavíkur, dags. 19.06.2024, vegna uppgjörs kostnaðar vegna skólagöngu nemenda úr Grindavík skólaárið 2023-2024.
Lagt fram til kynningar.

33.Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu vegna alifuglabús að Heiðarbæ 2

2404047

Afgreiðsla umhverfisráðuneytisins, dags. 19.06.2024, á erindi er varðar matsskyldu vegna alifuglabús.
Lagt fram til kynningar.

34.Bil milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla

2406035

Bréf Jafnréttisstofu dags. 19.06.2024, þar sem vakin er athygli á ábyrgð og hlutverki sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla.
Lagt fram til kynningar.

35.Upplýsingar um þjónustu við fatlað fólk

2406037

Erindi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, dags. 14.06.2024, varðandi niðurstöður frumkvæðisathugunar á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:55.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?