Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

362. fundur 19. júní 2024 kl. 09:00 - 11:25 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá erindi er varðar gistieiningar á Hvítárvatni og erindi er varðar endurbætur á Miklaholtsvegi. Var það samþykkt samhljóða og verða mál nr. 23 og 24.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

282. fundur haldinn 12.06.2024, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 6 til 16
-liður 6, Hverabraut 20 (L227721); byggingarheimild; bílskúr - 2406002
Móttekin er umsókn þ. 31.05.2024 um byggingarheimild fyrir 61,2 m2 bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Hverabraut 20 L227721 í Bláskógabyggð. Eldri bílskúr verður fjarlægður af lóð.
Sveitarstjórn mælist til þess að bílskúrinn verði staðsettur innan byggingarreits á sambærilegum stað og eldri skúr sem á að rífa var staðsettur. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að útgáfu byggingarheimildar verði synjað í núverandi mynd.

-liður 7, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Frá Haki að Leirum; Deiliskipulag - 1904036
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi ásamt óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem tekur til Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag vega, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Þá verður gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Helstu markmið skipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningarminja Þingvalla og bæta aðgengi að og um vesturhluta þjóðgarðsins og auka þjónustu við gesti hans. Samhliða vinnu við deiliskipulag er gerð breyting á gildandi deiliskipulagi sem felst í því að sá hluti deiliskipulagsins sem nær til svæðis austan við Þingvallaveg ásamt svæði sem nær til bílastæða á bökkum Hrútagilslækjar vestan Þingvallavegar er felldur úr gildi auk deiliskipulags sem tekur til Valhallar- og þingplans. Niðurfelling þessara hluta skipulagsáætlana svæðisins er gerð samhliða samþykkt þessa deiliskipulags en þeir skilmálar sem við eiga eru nýttir innan nýs deiliskipulags.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða skipulagsáætlun til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 8, Hrosshagi 5 L228433 og 5B L233479; Nýr aðkomuvegur; Deiliskipulag - 2406005
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi vegna skilgreiningar á aðkomu vegi að landi Hrosshaga 5 L228433 og 5B L233479.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.

-liður 9, Útey 1 L167647; 2 Skipulög sameinuð; Deiliskipulag - 2405119
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1. Fyrir eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins. Oddvita er falið að setja sig í Samband við hönnuð.

-liður 10, Stórholt L167650; Byggingarreitir; Deiliskipulag - 2405109
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Stórholts í Bláskógabyggð úr landi Úteyjar 1. Stærð Stórholts og skipulagssvæðisins eru 9 hektarar. Innan svæðisins eru skilgreindir byggingarreitir og byggingarheimildir fyrir m.a. gróðurhús, skemmu, frístundahús, íbúðarhús og gestahús.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar.

-liður 11, Apavatn 2 lóð L167670; Byggingarskilmálar; Deiliskipulag - 2401015
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til lóðar Apavatns 2 lóð úr landi Lækjarhvamms eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Í tillögunni felst heimild til viðbyggingar við núverandi sumarhús innan lóðarinnar auk 40 fm gestahúss og 15 fm geymslu innan nýtingarhlutfalls 0,03. Núverandi hús er í 16 metra fjarlægð frá árbakka, gert er ráð fyrir að viðbygging fari fjær árbakka. Athugasemdir bárust við gildistöku skipulagsins af hálfu Skipulagsstofnunar.
Að mati sveitarstjórnar er tekið á heimildum er varðar viðbyggingu við núverandi hús með fullnægjandi hætti innan tillögunnar þar sem sérstaklega er tilgreint í gr. 5.5.3 skipulagsreglugerðar að heimilt sé að sleppa byggingarreit á stórum lóðum fyrir minniháttar mannvirki og viðbyggingar. Að mati sveitarstjórnar uppfyllir viðbygging við núverandi hús sem stendur of nálægt vatnsbakka þau skilyrði gegn því að ekki sé byggt nær þeirri takmörkun sem um ræðir en fyrir er. Jafnframt er tiltekið að fyrir liggi undanþága vegna fjarlægðar frá Grafará á aðliggjandi lóðum á svæðinu sem sveitarstjórn taldi eðlilegt að miða við í framsetningu deiliskipulagstillögunnar vegna gestahúss og geymslu. Að mati sveitarstjórnar er þó nauðsynlegt að lóðarhafi óski eftir undanþágu til innviðaráðuneytis vegna fjarlægðar frá ám og vötnum og að tilgreint verði í greinargerð skipulagsins að uppbygging á gestahúsi og geymslu verði háð því að undanþága vegna fjarlægðar frá ám og vötnum liggi fyrir frá innviðaráðuneytinu. Bætt hefur verið við nánari umfjöllun um vatnsból lóðarinnar og er að mati sveitarstjórnar ekki ástæða til að skilgreina nánari vernd umhverfis vatnsból, enda taki það eingöngu til vatnsöflunar á viðkomandi lóð. Það sé á höndum lóðarhafa að hafa eftirlit með gæðum vatnsins til eigin nota innan eigin lóðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda með fyrirvara um lagfærð gögn m.t.t. undanþágu innviðaráðuneytisins. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að uppfærð gögn berast.

-liður 12, Íshellir í Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2304027
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar skilgreiningu nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli eftir auglýsingu. Ferðaþjónustufyrirtæki sem starfrækt eru á svæðinu bjóða upp á jöklaferðir og vilja geta boðið upp á íshellaskoðun allt árið um kring með því að gera manngerða íshella í Langjökli. Nú þegar er eitt skilgreint svæði fyrir manngerðan íshelli á jöklinum. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður gert nýtt deiliskipulag þar sem gerð verður grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun og landnýtingu, skilgreind lóð fyrir manngerðan íshelli sem verður nýttur til ferðaþjónustustarfsemi og vernd náttúru- og menningarminjar. Svæðið sem um ræðir fyrir íshellinn er innan þjóðlendu og er í um 1.100 m h.y.s. og er ofan jafnvægislínu í suðurhlíðum Langjökuls. Fyrirhugaður íshellir er alfarið utan hverfisverndaðs svæðis við Jarlhettur. Skipulagssvæðið er alfarið á jökli og er aðkoma að jöklinum eftir vegi F336 sem tengist vegi nr. 35, Kjalvegi, á Bláfellshálsi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins.

-liður 13, Brekka lóð (L167210); byggingarheimild; fjarskiptamastur - 2406026
Móttekin er umsókn þ. 06.06.2024 um byggingarheimild fyrir 12 m háu fjarskiptamastri á sumarbústaðalandinu Brekka lóð L167210 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Málið verði kynnt landeigendum aðliggjandi landeigna. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 14, Dalbraut 10-12 og 16 Laugarvatni; Breytt lóðarmörk og byggingarreitir; Deiliskipulagsbreyting; - 2403022
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar lóðirnar Dalbraut 10 og 12 á Laugarvatni eftir auglýsingu og kynningu. Í breytingunni felst breytt lega lóða og byggingarreita, skilgreiningar á bílastæðum og nýrri útakstursleið niður Torfholt. Samhliða er heimildum er varðar hæðarfjölda á Dalbraut 12 breytt í 2h og kjallara til samræmis við hús á lóð 10. Athugasemdir bárust við auglýsingu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Í ljósi framkominna athugasemda vegna málsins telur sveitarstjórn ástæðu til að endurskoða fyrirætlanir um að beina umferð frá Dalbraut 10 og 12 um Torfholt. Skipulagsfulltrúa verði falið að annast samskipti við Vegagerðina um að fundin verði varanleg lausn sem tekur til þess að umferð fólks- og hópferðabíla geti farið í gegnum núverandi bílastæði með öruggum hætti aftur út á Dalbraut. Að mati sveitarstjórnar er stefnumörkun breytingarinnar sem viðkemur heimilda er varðar hámarkshæð húsa í takt við stefnumörkun aðalskipulags um uppbyggingu á miðsvæði M1 þar sem gert er ráð fyrir frekari uppbyggingu á verslun- og þjónustu, einkum í tengslum við ferðaþjónustu þar sem áætlað er að mannvirki geti verið á allt að þremur hæðum. Að mati sveitarstjórnar felst því ekki í breytingunni óeðlileg breyting á byggingarheimildum á lóðunum gagnvart hæð, byggingarmagni eða notkun viðkomandi fasteigna. Að mati nefndarinnar hefur hækkun húsanna í takt við heimildir aðalskipulags ekki veruleg áhrif á skuggavarp í Torfholti sem sé þess eðlis að lífsgæði íbúa skerðist. Komi til þess að gróður verði felldur við framkvæmdir á svæðinu telur sveitarstjórn nauðsynlegt að það verði skoðað sérstaklega hvort að grípa þurfi til mótvægisaðgerða vegna hávaða frá umferð um Dalbraut. Samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að afgreiðslu málsins verði frestað, skipulagsfulltrúa UTU verði falið að vinna málið áfram.

-liður 15, Bergstaðir L189399; Íbúðarhús, gestahús, 3 smáhýsi og skemma; Deiliskipulag - 2403100
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir Bergstaði L189399 í Bláskógabyggð eftir auglýsingu. Landið er skráð 18,6 ha í landeignaskrá HMS. Deiliskipulagið heimilar byggingu á íbúðarhúsi, gestahúsi og þremur gestahúsum fyrir ferðaþjónustu og útihús/skemmu. Skipulagið nær til alls landsins og aðkomu að því frá Einholtsvegi (nr. 358). Landið er óbyggt. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að vísa erindinu til framkvæmda- og veitunefndar vegna vatnsveitu.

-liður 16, Laugarvatn L224243; Dreifistöð RARIK; Fyrirspurn - 2406047
Lögð er fram fyrirspurn sem tekur til staðsetningar á nýrri dreifistöð RARIK á Laugarvatni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur oddvita að funda með Rarik og Fontana vegna staðsetningar spennistöðvar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2401025

206. fundur haldinn 05.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs (UTU)

2401023

111. fundur haldinn 05.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2401013

610. fundur haldinn 06.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2401031

73. fundur haldinn 31.05.2024, ásamt ársreikningi 2023.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt ársreikningi.

6.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401014

236. fundur haldinn 11.06.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

948. fundur haldinn 31.05.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Rýmisþörf leikskólans Álfaborgar

2405033

Rýmisþörf leikskólans Álfaborgar, áður á dagskrá á 361. fundi. Minnisblað sveitarstjóra.
Lieselot M. Simoen, leikskólastjóri, kom inn á fundinn. Farið var yfir stöðu mála, en eins og fram kom á síðasta fundi sveitarstjórnar hefur leikskólabörnum fjölgað mun hraðar en áætlað var og verða tveir yngstu árgangar barna skólaárið 2024-2025 mjög fjölmennir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að skólaárið 2024-2025 verði húsnæði frístundar að Mosum 1, Reykholti, samnýtt af frístund og leikskólanum, þannig verði elstu leikskólabörnin með sitt heimasvæði í húsnæði frístundar. Sveitarstjórn samþykkir að framangreint verði kynnt skólanefnd.
Sveitarstjórn felur jafnframt framkvæmda- og veitunefnd að hefja undirbúning að því að leysa rýmisþörf Álfaborgar með öðrum hætti, svo og að vinnu við undirbúning að stækkun leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu, skv. niðurstöðum starfshóps, verði flýtt.
Fylgiskjöl:

9.Úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni

2301038

Staða mála vegna búsetuúrræðis á Laugarvatni, Íris Halla Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastofnun kemur inn á fundinn.
Íris Halla Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastofnun tengdist fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Fór hún yfir stöðu mála hvað varðar úrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Laugarvatni.

10.Lóðarumsókn Vegholt 10, Reykholti

2405022

Umsókn Halldórs Forna Gunnlaugssonar um lóðina Vegholt 10, Reykholti. Beiðni um afslátt af lóðargjöldum.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Halldórs Forna Gunnlaugssonar. Úthlutun lóðarinnar er til uppbyggingar mannvirkja í samræmi við deiliskipulag og fer um skilmála úthlutunar að öðru leyti samkvæmt reglum um úthlutun lóða í Bláskógabyggð. Frestur til að hefja framkvæmdir er 8 mánuðir og teljast framkvæmdir hafnar þegar sökklar hafa verið steyptir.
Sveitarstjórn hafnar beiðni um afslátt af lóðargjöldum.
Fylgiskjöl:

11.Skólaakstur útboð Laugarásleið

2306027

Fundargerð frá opnun tilboða í skólaakstur, Laugarásleið.
Lögð var fram fundargerð dags. 10.06.2024 frá opnun tilboða í skólaakstur við Reykholtsskóla, Laugarásleið, 2024-2028, en aksturinn var boðinn út í maí sl. Nánar tiltekið er um að ræða akstur frá Helgastöðum um Laugarás að Reykholtsskóla, skv. nánari akstursáætlun sem skólastjóri gefur út fyrir hvert skólaár. Miðað er við að nemendafjöldi sé 27 til 31. Samningstímabilið er 2024-2028, en samningurinn er uppsegjanlegur með 3ja mánaða fyrirvara miðað við 31. mars ár hvert.
Tvö tilboð bárust. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar sem ekki hafa borist öll gögn sem áskilin eru skv. útboðsgögnum.

12.Bílastæði við Slakka, Laugarási

2309027

Drög að samningi um bílastæði við Slakka, Holtagata 8 og 10.
Lögð voru fram drög að samningi við Slakka um afnot af lóðum nr. 8 og 10 við Holtagötu fyrir bílastæði. Samningurinn er gerður til 10 ára og fylgir lóðunum ekki byggingarréttur, þá er framsal og veðsetning lóðarréttinda óheimil.
Sveitarstjórn samþykkir samningsdrögin.

13.Svæði fyrir rafhleðslustöðvar

2406009

Erindi Tesla í Noregi varðandi svæði í Reykholti fyrir rafhleðslustöðvar fyrir bifreiðar.
Tesla í Noregi leitar eftir svæði fyrir 12-16 hleðslustöðvar í Reykholti, á svæði milli Tungurima og Bjarnabúðar, 400-550 fermetrar að stærð.
Oddvita og sveitarstjóra er falið að funda með umsækjanda og leggja drög að samningi fyrir sveitarstjórn.

14.Aðgengi að skála í Þjófadölum

2406010

Erindi Norse Adventures, dags. 31.05.2024, varðandi aðgengi að skála í Þjófadölum.
Erindið var lagt fram. Þar er gerð grein fyrir því að allir skálar sem Norse Adventures nýti á Kili séu aðgengilegir sérútbúnum jeppum, nema Þjófadalaskáli, sem um 100 manns hafi gist í sl sumar á vegum félagsins. Stefnt er á frekari fjölgun og óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið um lausn á þessu vandamáli.
Sveitarstjórn samþykkir að funda með bréfritara, en áréttar að ekki verður heimilað að aka utan vega að skálanum í Þjófadölum.

15.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2024

2406011

Boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands 2024. Tilnefning fulltrúa.
Fudnarboðið var lagt fram. Sveitarstjórn tilnefnir Helga Kjartansson, oddvita, sem fulltrúa á fundinum.

16.Umsóknir um stuðning við nema í leikskólakennarafræðum 2024

2406013

Umsóknir tveggja starfsmanna á leikskólanum Álfaborg um stuðning til náms í leikskólakennarafræðum, sbr. reglur frá 4. október 2023.
Sveitarstjórn fagnar því að starfsmenn skuli leita sér fagmenntunar á sviði leikskólamála og samþykkir umsóknirnar.

17.Samþykkt um kattahald

2406018

Samþykkt um kattahald, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa samþykktinni til síðari umræðu.

18.Gjaldskrá um kattahald

2406019

Gjaldskrá um kattahald, fyrri umræða
Sveitarstjórn samþykkir að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.

19.Hönnun útisvæðis sundlaugar Reykholti

2301060

Minnisblað vegna vinnu starfshóps að undirbúningi framkvæmda við útisvæði sundlaugar í Reykholti. Tillaga um að samið verði um frumhönnun.
Starfshópur sem sveitarstjórn skipaði hefur verið að störfum frá 2023, hópurinn hefur fundað með VA arkitektum og Verkís og kynnt hugmyndir að hönnun útisvæðisins fyrir íbúum og starfsmönnum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að samið verði við VA arkitekta og Verkís um frumhönnun útisvæðisins á grundvelli þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað. Kostnaður rúmast innan marka fjárhagsáætlunar.
Jón Forni Snæbjörnsson óskaði eftir að bókað yrði að hann óski eftir aðkomu landslagsarkitekts að frumhönnun.
Fylgiskjöl:

20.Dagþjónusta fyrir eldri borgara

2010006

Tillaga um að sótt verði um heimild til að reka dagþjónustu fyrir aldraða í Uppsveitum Árnessýslu.
Sveitarstjórar Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa unnið að undirbúningi að tillögu til sveitarstjórna um að sótt verði um heimild til að reka dagþjónustu (dagdvöl) fyrir aldraða í Uppsveitum Árnessýslu. Minnisblað þeirra var lagt fram, ásamt þarfagreiningu sem unnin var af hjúkrunarstjóra HSU í Laugarási og forstöðumanni félagslegrar heimaþjónustu hjá SVÁ. Í minnisblaðinu er farið yfir viðmið heilbrigðisráðuneytisins um fjölda dagþjónusturýma útfrá íbúafjölda, umsögn öldungaráðs, mögulegt húsnæði, lagaramma sem starfsemin myndi byggja á og framlög ríkisins, auk þess sem tekjur og gjöld eru gróflega áætluð. Í sveitarfélögunum fjórum bjuggu hinn 27.02. sl 524 íbúar sem voru 67 ára eða eldri. Viðmið ráðuneytisins gerir ráð fyrir að eitt rými sé fyrir hverja 100 einstaklinga, 67 ára og eldri. Framlög ríkisins felast í daggjöldum, en ætla má að þau muni ekki standa undir kostnaði við reksturinn. Umframkostnaður við þjónustuna og akstur með notendur myndi falla á sveitarfélögin.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða tillögu hópsins um að sveitarfélögin fjögur sæki um heimild fyrir 6 dagþjónusturýmum, sá fjöldi myndi geta þjónað fleiri notendum, þar sem sami einstaklingur er alla jafna ekki í þjónustu allan daginn, alla virka daga. Þá samþykkir sveitarstjórn einnig að lagt verði upp með það að dagþjónustan verði ekki bundin við einn stað, heldur verði sótt um að hún verði þrjá daga í viku í Brautarholti og tvo daga í viku í Reykholti, en á báðum stöðum er til staðar húsnæði í eigu sveitarfélaganna sem væri hægt að nýta fyrir starfsemina. Fáist heimild til rekstrarins verði gerður sérstakur samningur milli sveitarfélaganna um reksturinn.

21.Málefni heilsugæslunnar í Laugarási

2305040

Tilkynning HSU um flutning heilsugæslunnar í Laugarási á Flúðir

https://island.is/s/hsu/frett/nytt-husnaedi-fyrir-heilsugaeslu-i-uppsveitum-sudurlands
Lögð var fram fréttatilkynning frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) þar sem fram kemur að flytja eigi heilsugæsluna í Laugarási að Flúðum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með ófagleg vinnubrögð HSU og Framkvæmdasýslunnar Ríkiseigna (FSRE) í þessu máli. Samráð við flest sveitarfélög á svæðinu og íbúa þess hafi ekkert verið, sem er mjög sérstakt þegar verið er að gera grundvallarbreytingu á skipulagi heilsugæsluþjónustu á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar benti ítrekað á, frá því að hugmynd kom fram með að færa heilsugæsluna, að vanda þyrfti til verka og að standa yrði faglega að öllu þessu ferli, það var ekki gert og þykir sveitarstjórn Bláskógabyggðar dapurt að ríkisstofnanir skuli ekki viðhafa meiri faglegheit í sínum málum. Heilsugæsla er til að þjóna íbúunum, því er mikilvægt að allar breytingar sé gerðar með þarfir íbúanna að leiðarljósi, en þá þarf að horfa til alls svæðisins sem heilsugæslan á að þjóna og hvað kemur hagstæðast út fyrir heildina. Í ljósi ófaglegra vinnubragða HSU og FSRE og óljósra forsendna óskar sveitarstjórn eftir að forstjóri HSU og fulltrúi FSRE komi á fund sveitarstjórnar.

22.Styrkbeiðni Söngsveitarinnar Tvennir tímar 2024

2406008

Styrkbeiðni Sigurlaugar Angantýsdóttur, f.h. Söngsveitarinnar Tvennra tíma, dags. 03.06.2024. Sótt er um 100-150.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja kórinn um 100.000 kr. með hliðsjón af því að um sé að ræða félagsstarf eldri borgara. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fylgiskjöl:

23.Rykmengun frá Miklaholtsvegi

2406021

Erindi Drífu Kristjánsdóttur, dags. 14.06.2024, þar sem vakin er athygli á rykmengun frá Miklaholtsvegi.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir að sveitarstjórn hlutist til um að vegurinn að Miklaholti verði lagfærður og helst lagður bundnu slitlagi til að koma í veg fyrir rykmengun sem stafar af umferð, en efnisnámur eru við veginn sem orsakar mikla þungaumferð.
Sveitarstjórn tekur undir með bréfritara og beinir því til Vegagerðarinnar, sem er veghaldari, að gerðar verði úrbætur til að koma í veg fyrir rykmengun sem stafar af umferð um veginn að Miklaholti og efnisnámum.

24.Gistieiningar á Hvítárvatni

2406022

Erindi Luxus Vesen ehf, dags. 18.06.2024, varðandi gistieiningar á Hvítárvatni.
Erindið var lagt fram. Þar er óskað eftir heimild til að koma fljótandi gistieiningum fyrir á Hvítárvatni, þar sem einnig verði boðið upp á kayakróður og standbretti.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að hafna erindinu.

25.Rannsóknarleyfi á jarðhita í landi Efri-Reykja

2406012

Erindi Orkustofnunar, dags. 06.06.2024, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rannsóknarleyfi á jarðhita í landi Efri-Reykja.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um erindið.

26.Rekstrarleyfisumsókn Háholt 1 Laugarvatni (193514)

2406015

Erindi sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 03.06.2024, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfisumsókn Vinastrætis Veitingahúss ehf í flokki II (C), veitingastofa og greiðasala, Háholti 1, Laugarvatni.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita jákvæða umsögn um erindið.

27.Ársskýrsla og ársreikningur 60 plús í Laugardal

2406006

Ársskýrsla og ársreikningur 60 plús í Laugardal
Gögnin voru lögð fram til kynningar.

28.Ársskýrsla og ársreikningur björgunarsveitar Biskupstungna 2023

2406007

Ársreikningur og ársskýrsla björgunarsveitar Biskupstungna 2023
Gögnin voru lögð fram til kynningar.

29.Breytingar á skipan heilbrigðiseftirlits

2310043

Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 06.06.2024, þar sem framsent er bréf Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, dags. 06.06.2024 um áhrif þess að breyta fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.
Erindið var lagt fram til kynningar.

30.Niðurfelling Úteyjarvegar 1 (3699-01) af vegaskrá

2406014

Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 12.06.2024, um fyrirhugaða niðurfellingu Úteyjarvegar af vegaskrá.
Tilkynningin var lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?