Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

361. fundur 03. júní 2024 kl. 15:00 - 16:40 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

-liður 6 í 277. fundargerð frá 27.03.2024, Útey 1 L167647; Verslunar- og þjónustusvæði, stækkun og breytt lega frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2306076, áður frestað á 357. fundi sveitarstjórnar. Umsögn ráðunautar Búnaðarsambands Suðurlands, dags. 13.05.2024, er lögð fram.
-liður 6, Útey 1 L167647; Verslunar- og þjónustusvæði, stækkun og breytt lega frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2306076
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Frístundasvæði F32 og F37 verða stækkuð og afmörkun þeirra breytist, frístundasvæði F33 er fellt út úr aðalskipulagi. Þá verða sett inn tvö verslunar- og þjónustusvæði, VÞ48, fyrir ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 180 gesti ásamt baðaðstöðu og VÞ49 þar sem gert er ráð fyrir ýmiss konar atvinnuuppbyggingu s.s. verslun, safni og gróðurrækt. Felld eru út tvö efnistökusvæði E26 og E27. Í deiliskipulagi verður gerð nánari grein fyrir uppbyggingu m.a. lóðaskipan, byggingarskilmálum og öðrum ákvæðum í samræmi við breytt aðalskipulag. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt samantekt andsvara. Jafnfram er lögð fram umsögn ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, dags. 13.05.2024.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestaði afgreiðslu málsins eftir auglýsingu þann 17.4.2024 og taldi nauðsynlegt að meta áhrif breytingarinnar m.t.t. skerðingar á úrvals landbúnaðarlandi. Fram er lögð umsögn ráðunautar RML við afgreiðslu sveitarstjórnar vegna málsins. Að mati sveitarstjórnar er framlögð umsögn ekki þess eðlis að ástæða sé til að skerða umfang tillögunnar umfram það sem fyrir hefur verið gert á kynningarstigi málsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir gildistöku breytingar á aðalskipulagi vegna Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra skipulagsgagna og samantektar á athugasemdum og viðbrögðum sem lögð eru fram við afgreiðslu málsins. Að mati sveitarstjórnar er skilgreining á svæðum VÞ48 og 49 óveruleg skerðing á landbúnaðarlandi sveitarfélagsins m.a. þar sem fyrir er á svæðunum skilgreind frístundabyggð og efnistökusvæði. Umfang stækkunar frístundasvæðis hefur verið dregið umtalsvert saman á vinnslutíma skipulagsbreytingar. Að mati sveitarstjórnar er stækkun núverandi frístundasvæðis F32 að sama skapi hófleg og skynsamleg út frá samfellu í landnotkun á svæðinu. Sveitarstjórn mælist til þess að skipulagsfulltrúa UTU verði falið að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

281. fundur skipulagsnefndar haldinn 29.05.2024, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 8.
-liður 2, Ártunga L167249; Efri-Ártunga; Stofnun lóðar - 2405046
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu er varðar skiptingu landsins Ártunga L167249. Óskað er eftir að stofna nýja 31.395,76 fm landeign sem fái staðfangið Efri-Ártunga. Landið er innan skipulagssvæðis fyrir frístundalóðirnar Ártunga 2, 4 og 6.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerða um merki fasteigna nr. 160/2024 með fyrirvara um samþykki landeigenda viðkomandi merkja.


-liður 3, Bergsstaðir L189404; Tungubakki 1 og 2; Stofnun lóða - 2405071
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu er varðar stofnun 2ja landeigna úr landi Bergstaða L189404. Óskað er eftir að stofna annars vegar Tungubakka 1, stærð 46.238 fm, og hins vegar Tungubakka 2, stærð 78.476 fm. Landeignirnar eru staðsettar innan landbúnaðarsvæðis skv. aðalskipulagi. Hugmyndir eru um að byggja 1 sumarhús á hvorri lóð.
Eigandi bendir jafnframt á að heiti upprunalandsins er Bergstaðir með einu s en ekki tveimur eins og það er skráð í fasteignakrá.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerða um merki fasteigna nr. 160/2024 með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar fyrir nýjum vegtengingum og samþykki landeigenda viðkomandi merkja. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að með samþykkt merkjalýsingar er ekki tekin afstaða til framkvæmdaheimilda á viðkomandi löndum sem er almennt háð gerð deiliskipulags.


-liður 4, Reykjabraut 1 Laugarvatni; Mænishæð og byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting - 2401063
Jón F. Snæbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lögð er fram eftir grenndarkynningu tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðar Reykjabrautar 1 innan þéttbýlisins að Laugarvatni. Í breytingunni felst að skilmálum lóða við Reykjabraut verði breytt með þeim hætti að í stað hæðar og kjallara verði heimildir fyrir húsi á 1,5 hæð. Hámarkshæð verði 6,8 metrar í stað 5,9 metra. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins eru óbreyttir. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess eftir kynningu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu málsins ef frá er talin umsögn brunavarnar er varðar fjarlægð húss frá aðliggjandi lóðarmörkum. Að mati sveitarstjórnar skal gera grein fyrir brunavörnum innan hönnunargagna við umsókn um byggingarleyfi á lóðinni. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 5, Bjarkarhöfði 167731; Breytt landnotkun; Óveruleg breyting á aðalskipulagi - 2405092
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 er varðar lóð Bjarkarhöfða í landi Böðmóðsstaða. Í breytingunni felst að skilgreind landnotkun landsins er breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarland. Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi svæðisins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.

-liður 6, Bjarkarhöfði 167731; Breytt landnotkun; Deiliskipulagsbreyting - 2405093
Lögð er fram tillaga óverulegrar breytingar á deiliskipulagi frístundasvæðis að Böðmóðsstöðum sem tekur til lóðar Bjarkarhöfða. Í breytingunni felst að lóðin er felld út úr deiliskipulagi frístundasvæðisins. Samhliða er unnin breyting á aðalskipulagi sem tekur til breyttrar landnotkunar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.


-liður 7, Skagafjörður; Aðalskipulag; Umsagnarbeiðni lýsingar - 2405079
Lögð er fram til umsagnar skipulagslýsing sem tekur til heildarendurskoðunar aðalskipulags Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.

-liður 8, Bjarkarbraut 22 L189979; Aukið byggingamagn, íveruhús; Fyrirspurn - 2405067
Lögð er fram fyrirspurn er varðar uppbyggingu á Bjarkarbraut 22 Reykholti.
Innan greinargerðar deiliskipulag fyrir Reykholt er ekki gert ráð fyrir heimild fyrir gestahúsum til íveru á lóð. Leyfilegt er að byggja við núverandi hús s.s. sólskála eða viðbyggingu auk þess sem heimilt er að vera með eitt allt að 25 fm hús sem nýtt er sem geymsla/gróðurhús. Að mati sveitarstjórnar er því heimilt samkvæmt deiliskipulagi að byggja minnst 120 fm einbýlishús á lóðinni með sambyggðum bílskúr ásamt allt að 25 fm geymslu/gróðurhúsi.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

51. fundur haldinn 31.05.2024, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 10 og 13 (sjá lið nr. 12)
-liður 10, framkvæmdir við Aratungu 2024, 2405024.
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í framkvæmdir við dren og jarðvegsskipti á plani og uppsetningu sorptunnuskýla. Í fjárhagsáætlun eru samtals 55 millj.kr. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar. Beðið verði með að skipta um járn á þaki.
-liður 13, orkuöflun á Laugarvatni, 2405025, framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að borað verði eftir heitu vatni á Laugarvatni í samræmi við rannsóknir ÍSOR og tilraunaboranir. Sjá 12. lið í fundargerð framkvæmda- og veitunefndar, mál nr. 2312022. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

4.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa

2401025

205. fundur haldinn 15.05.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð öldungaráðs Uppsveita og Flóa

2405030

1. fundur haldinn 15.05.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Arnardrangs hses 2023

2301046

6. fundur haldinn 18.05.2023

7. fundur haldinn 12.06.2023

8. fundur haldinn 12.07.2023

9. fundur haldinn 18.09.2023

10. fundur haldinn 08.11.2023
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Arnardrangs hses 2024

2401032

11. fundur haldinn 12.01.2024

12. fundur haldinn 18.03.2024

13. fundur haldinn 22.04.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

2401020

72. fundur haldinn 02.05.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

2401013

609. fundur haldinn 10.05.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2401028

Fundur haldinn 26.04.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Reglur leikskóla Bláskógabyggðar

2311003

Tillaga að breytingu á reglum um leikskóla Bláskógabyggðar (ákvæði um afslætti).
Lögð var fram tillaga að breytingu á reglum um afslætti frá dvalargjöldum. Eldri reglur höfðu ekki að geyma ákvæði um niðurfellingu gjalda þegar senda þarf börn heim vegna fáliðunar. Í tillögunni er lagt til að sé barn sent heim heilan dag þá falli vistunargjöld niður.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

12.Styrkbeiðni vegna 17. júní hátíðarhalda 2024

2405034

Styrkbeiðni Kvenfélags Biskupstungna, dags. 21.05.2024, vegna hátíðarhalda 17. júní.
Lögð var fram beiðni Kvenfélags Biskupstungna um styrk vegna kostnaðar við hátíðarhöld 17. júní. Sótt er um 250.000 kr. styrk.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Fylgiskjöl:

13.Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2024

2405026

Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs janúar til maí 2024
Yfirlitið var lagt fram.

14.Lántaka Brunavarna Árnessýslu

2405027

Erindi Brunavarna Árnessýslu,dags. 30.05.2024, vegna lántöku vegna kaupa á nýjum dælubíl, byggingar á tækja- og búnaðargeymslu á Laugarvatni og fyrsta áfanga byggingar á Flúðum.
Ábyrgð Bláskógabyggðar vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 190.000.000.-
Bókun vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu vegna kaupa á dælubíl, vegna byggingar á tækja- og búnaðargeymslu á Laugarvatni og vegna fyrsta áfanga byggingar á Flúðum:
Bláskógabyggð samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 190.000.000.-, í samræmi við skilmála láns til ársins 2039 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Bláskógabyggð veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum dælubíl, vegna byggingar á tækja- og búnaðargeymslu á Laugarvatni og vegna fyrsta áfanga byggingar á Flúðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bláskógabyggð skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Bláskógabyggð selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur Bláskógabyggð sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt 251070-3189, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Bláskógabyggðar veitingu ofnangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

15.Rýmisþörf leikskólans Álfaborgar

2405033

Minnisblað leikskólastjóra Álfaborgar, dags. 31.05.2024, um rýmisþörf leikskólans vegna mikillar fjölgunar umsókna um leikskóladvöl. Lieselot Simoen kemur inn á fundinn (Teams).
Lagt var fram minnisblað leikskólastjóra þar sem farið er yfir fjölgun umsókna um leikskóladvöl. Þannig voru í júní 2023 26 börn á leikskólanum, þau verða 39 í ágúst 2024 og fyrir liggur að þau verða um 51 í júní n.k., en þá er ekki tekið tillit til mögulegrar fjölgunar vegna aðfluttra barna, né heldur mögulegrar fækkunar af sömu orsökum. Allt að 20 börn gætu þannig verið á deild yngstu barna næsta vor, en hún rúmar ekki þann fjölda.
Árgangar fæddir 2022 og 2023 eru allt að þrisvar sinnum fjölmennari en árgangar barna sem fædd eru 2019-2021 og útlit er fyrir að árgangur fæddur 2024 verði einnig fjölmennur.
Sveitarstjóra og leikskólastjóra er falið að vinna gögn vegna undirbúnings að ákvarðanatöku.

16.Viðhald áhaldahúss Reykholti (Fjósið 222 6776)

2406000

Tillaga sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs um viðhald áhaldahúss, Reykholti.
Fyrir liggur beiðni sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs um viðauka við fjárhagsáætlun vegna viðhalds áhaldahúss Reykholti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 4.300.000 vegna verkefnisins og vísar málinu til afgreiðslu undir 17. lið á fundinum.

17.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024

2402009

Viðauki við fjárhagsáætlun (2) 2024
Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna gjalda sem snúa að ráðningu deildarstjóra í nýtt stöðugildi í Reykholtsskóla, kostnaði við sérfræðiþjónustu og vörukaup í leikskólanum Álfaborg, dúklögn í Reykholtsskóla og Bláskógaskóla Laugarvatni og hreinsun á hlaupabraut á Laugarvatni. Þá eru einnig auknar tekjur vegna greiðslu úr sjóði Laugaráslæknishéraðs.
Fjárfestingaáætlun hækkar um 72 millj.kr vegna framkvæmda við gatnagerð og fráveitu og lóðafrágang við nýbyggingu UTU á Laugarvatni.
Kostnaði er mætt með lækkun á handbæru fé, kr. 84.211.280 kr.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann og felur sveitarstjóra að tilkynna hann til viðeigandi aðila.

18.Lóðarumsókn Hverabraut 4, Laugarvatni

2405028

Umóskn DB10 ehf um lóðina Hverabraut 4, Laugarvatni.
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til DB10 ehf.

19.Lóðarumsókn Hverabraut 14, Laugarvatni

2405029

Umsókn DB10 ehf um lóðina Hverabraut 14, Laugarvatni
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til DB10 ehf.

20.Farsældarráð á Suðurlandi

2406002

Erindi framkvæmdastjóra SASS, dags. 16.05.2024, þar sem fjallað er um samstarf um útfærslu á farsældarráði á Suðurlandi með viðaukasamningi undir merkjum sóknaráætlunar við mennta- og barnamálaráðuneytið.
Stjórn SASS kallar eftir afstöðu sveitarfélagsins til viðaukasamnings við sóknaráætlun landshluta um að landshlutasamtökin fái fjárhagslegan stuðning til að ráða verkefnastjóra í tvö ár til að útfæra starfsemi farsældarráða samkvæmt 5. gr. farsældarlaga. Þá er óskað eftir umboði sveitarfélagsins til að gera slíkan viðaukasamning undir merkjum sóknaráætlunar við mennta- og barnamálaráðuneytið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita stjórn SASS umboð til að gera viðaukasamning undir merkjum sóknaráætlunar við Mennta- og barnamálaráðuneytið.

21.Leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags (BRH)

2406004

Umsókn um leikskólavist utan lögheimilis (1 mánuður).
Umsóknin er tilkomin vegna tafa við flutning lögheimilis. Sveitarstjórn samþykkir að greiða hlutdeild sveitarfélagsins, skv. viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga, í einn mánuð. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

22.Hvítbók í málefnum innflytjenda

2405031

Erindi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 24.05.2024, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 109/2024 - Hvítbók í málefnum innflytjenda.

Umsagnarfrestur er til og með 21.06.2024.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjóra er falið að skila umsögn í samráði við byggðaþróunarfulltrúa.

23.Þingsályktunartillaga um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030

2405032

Erindi atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 22.05.2024, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 5. júní nk.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn vísar því til byggðaþróunarfulltrúa.

24.Frumvarp til laga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra 1114. mál

2311032

Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 17.05.2024, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn vísar málinu til sveitarstjóra.

25.Undanþága frá skipulagsreglugerð vegna Eyjaás 16, Eyvindartungu

2311014

Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 30.05.2024, varðandi undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna Eyjaás 16.
Svar Skipulagsstofnunar var lagt fram.

26.Hreinsun rotþróa

2406001

Bréf Hreinsitækni ehf, dags. 17.05.2024 vegna hreinsunar rotþróa í Uppsveitum Árnessýslu 2024
Erindið var lagt fram.

27.Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar 2024

2406003

Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar 2024
Skýrslan var lögð fram.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?