Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

360. fundur 15. maí 2024 kl. 07:30 - 08:40 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Fundinn sátu í Aratungu Helgi Kjartansson, oddviti, og Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. Aðrir fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá umsókn um lóðina Traustatún 5, Laugarvatni, samþykktir UTU og fundargerð 110. fundar stjórnar UTU. Var það samþykkt og verða liðir nr. 7, 13 og 14 á dagskrá fundarins.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

-liður 2 af 279. fundi sem haldinn var 24.04.2023, Haukadalur 4, Hótel Geysir; Stækkun skipulagssvæðis; Deiliskipulagsbreyting - 2304002. Áður frestað á 359. fundi.
-liður 2, Haukadalur 4, Hótel Geysir; Stækkun skipulagssvæðis; Deiliskipulagsbreyting - 2304002
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags að Hótel Geysi og þjónustumiðstöðvar á skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði að Haukadal 4 eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Í breytingunni felst að deiliskipulagsreitur stækkar og verður 26 ha í stað 13 ha áður, lóðamörk einstakra lóða breytast, byggingarreitur Hótels Geysis stækkar og öll herbergi innan deiliskipulagsreits flytjast þangað. Öll smáhýsi verða gerð víkjandi og byggingarreitur hótelbyggingar sunnan þeirra fjarlægður. Samanlagður herbergjafjöldi verður óbreyttur. Byggingarreitur þjónustumiðstöðvar stækkar og íbúðarhús sem þar er verður víkjandi. Bílastæði verða færð og þeim einnig fjölgað, þar sem hluti þeirra verða rafhleðslustæði. Bensínafgreiðsla færist til suðurs. Nýr byggingarreitur fyrir áhaldageymslu kemur syðst á skipulagssvæði á lóð Suðurgafls og aðkoma fyrir rútur breytist og færist en rútum verður áfram lagt á núverandi stæði norðan við smáhýsi. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. Fyrir liggur jákvæð umsögn Skipulagsstofnunar vegna undanþágubeiðni er varðar fjarlægð frá ám og vötnum, einnig liggur fyrir samþykki Innviðaráðuneytisins fyrir undanþágu frá skipulagsreglugerð hvað varðar fjarlægð frá ám og vötnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Beðið var umsagnar Skipulagsstofnunar vegna undanþágubeiðninnar sem liggur nú fyrir og er lögð fram við afgreiðslu skipulagsins. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

280. fundur haldinn 08.05.2024, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 10.
-liður 2, Íshellir á Langjökli; Manngerður hellir; Deiliskipulag - 2311073
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til manngerðs íshellis á Langjökli. Deiliskipulagið nær yfir um 5 ha svæði þar sem afmörkuð verður lóð, byggingarreitur og aðkoma að svæðinu auk skilmála. Samhliða hefur verið auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á afþreyingar og ferðamannasvæði á jöklinum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem hefur verið auglýst.


-liður 3, Heiðarbær lóð L170251; Niðurrif og bygging sumarbústaðar; Fyrirspurn - 2403021
Lögð er fram fyrirspurn er varðar niðurrif og uppbyggingu nýs sumarhúss á lóð Heiðarbæjar lóð 170251.
Lóðin Heiðarbær lóð L170251 er innan deiliskipulags sem er í kynningarferli og tekur til byggingaheimilda innan viðkomandi svæðis. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir því að lóðin stækki nokkuð frá skráðri stærð lóðarinnar en hún er samkvæmt fasteignaskrá HMS 3.750 fm. Á deiliskipulagi í vinnslu er gert ráð fyrir því að lóðin verði 4.734 fm. Samkvæmt greinargerð deiliskipulagsins er gert ráð fyrir því að heildarflatarmál húsa verði ekki meira en 3% af stærð lóðar en þó aldrei stærri en 250 fm. Er það í takt við stefnu aðalskipulags er varðar nýtingarhlutfall frístundalóða. Hámarksbyggingarmagn innan viðkomandi lóðar er því samkvæmt skipulagi í vinnslu 142 fm eða 112,5 fm m.v. skráða stærð lóðarinnar. Að mati sveitarstjórnar eru því ekki forsendur fyrir byggingu 407 fm húss á lóðinni, hvorki á grundvelli aðalskipulags né deiliskipulags í vinnslu.


-liður 4, Miklaholt (L167151); byggingarleyfi; geldnautahús - 2404072
Móttekin er umsókn um byggingarleyfi fyrir 1.850 m2 geldneytahúsi á jörðinni Miklaholti L167151 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


-liður 5, Heiðarbær lóð L170244; Niðurrif og nýbygging sumarbústaðar; Fyrirspurn - 2405003
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar niðurrif og uppbyggingu á lóð Heiðarbæjar L170244. Áætlað var að byggja við núverandi bústað en sökum lélegs ástands undirstaðna núverandi bústaðs er ekki talið forsvaranlegt að byggja við. Er það því ósk lóðarhafa að heimilt verði að endurbyggja sumarhús á lóðinni á sama stað og núverandi bústaður er. Ekki er gert ráð fyrir því að hann fari nær vatni en núverandi bústaður sem er í ríflega 45 m fjarlægð frá vatni. Húsið stendur í grónu umhverfi sem ætlunin er að raska sem minnst við framkvæmdir innan lóðarinnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn og að heimild verði veitt fyrir endurbyggingu húss á lóðinni svo framarlega sem það fer ekki nær vatnsbakka en núverandi bygging. Sveitarstjórn samþykkir að umsókn um byggingarheimild vegna viðkomandi framkvæmdar verði grenndarkynnt innan svæðisins áður en útgáfa byggingarheimildar verði samþykkt.


-liður 6, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Stækkun á VÞ2, Valhallarstígur Nyrðri 8 úr F í VÞ, vatnsból á VB3; Breyting á aðalskipulagi - 2309040
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 innan Þingvalla. Í breytingunni felst m.a. breytt lega og stækkun VÞ2 vegna áætlana um nýjar þjónustumiðstöðvar innan svæðisins. Skilgreind eru ný vatnsból ásamt vatnsverndarsvæðum auk þess sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði með lóð Valhallarstígs Nyrðri 8.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Þingvalla í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.


-liður 7, Fell L177478; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting - 2404070
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Engjaholts L177478. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarlands í verslun- og þjónustu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 8, Drumboddsstaðir 1 L167076; Drumboddsstaðir 1A, Drumbur 1, Drumbur 3; Stofnun lóða - 2405005
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu sem tekur til stofnun lóða úr upprunalandi Drumboddsstaða 1 L167076.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu og að hún verði samþykkt á grundvelli reglugerða um merki fasteigna nr. 160/2024 með fyrirvara um samþykki landeigenda viðkomandi merkja. Sveitarstjórn bendir jafnframt á að allar framkvæmdir innan viðkomandi lóða eru eftir atvikum háðar gerð deiliskipulags sem tekur til framkvæmdaheimilda innan svæðisins.


-liður 9, Miðdalskot, L167628; Deiliskipulagsbreyting - 2405020
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Miðdalskots í Bláskógabyggð. Í breytingunum felst að gert verði ráð fyrir að um byggingareit, sem í gildandi deiliskipulagi er merktur nr. 1, verði skilgreind 2.564 fm lóð - Miðdalskot 1. Stærð byggingareits er um 1.300 fm og byggingaheimild innan hans verða óbreyttar. Á reitnum/lóðinni hefur þegar verið reist íbúðarhús (164,4 m²) byggt 2003 og bílskúr (63,0 m²) byggður 2016. Ennfremur gert ráð fyrir nýrri l6.076 fm lóð merkt nr. 7 - Hvammur: Þar er gert ráð fyrir að reist verði hús undir gistiaðstöðu (ferðaþjónustu) og starfsemi því tengt. Nýtingarhlutfall lóðarinnar má ekki vera meira en 0,03. Mænishæð húsa á lóðinni, frá jörðu, skal ekki vera meiri en 6 m frá botnplötu. Þakhalli má vera 0 - 45 gráður. Að auki eru gerðar lítilháttar breytingar á vegakerfi svæðisins.
Að mati sveitarstjórnar skal með ítarlegri hætti gera grein fyrir hugsanlegum fjölda gesta innan svæðisins auk þess sem nánar verði tilgreint um hugsanlegan fjölda bygginga innan nýrrar lóðar Hvammur 7. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að afgreiðslu málsins verði frestað.


-liður 10, Myrkholt L217197; Verslunar- og þjónustulóð; Deiliskipulag - 2401013
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðis VÞ25 í landi Myrkholts 1, eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir heimild til að stækka núverandi hús um allt að 600 fm. Ennfremur er gert ráð fyrir byggingum ætlaðar fyrir ferðaþjónustu og henni tengdri s.s. nýtt gistihús, smáhýsi og starfsmannahús. Heildarflatarmál bygginga á lóðinni má ekki fara umfram 2.300 fm. Gistirúm mega vera allt að 80. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við gildistöku skipulagsins á þeim grundvelli að heimildir þess séu ekki í takt við heimildir aðalskiplags.
Innan heimilda aðalskipulags er tiltekið um núverandi aðstæður að Myrkholti þar sem segir: "Gistiaðstaða er fyrir 32, hestaleiga og aðstaða fyrir hross. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á þjónustu fyrir ferðamenn, s.s. veitingasölu og stækkun á gistingu. Stærð svæðis allt að 5 ha."
Að mati sveitarstjórnar tekur framlögð skipulagsbreyting til stækkunar á gistingu á svæðinu innan fyrrgreindra 5 ha og telst því breytingin í takt við heimildir og stefnumörkun aðalskipulags að mati nefndarinnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Mælist sveitarstjórn til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

50. fundur haldinn 14.05.2024. Afgreiða þarf sérstaklega liði 2, 7, 10 og 16.
-liður 2, orkuöflun Reykholti (Tungurimi), 2403015. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að farið verði að tillögu ÍSOR og boruð vinnsluhola í landi sveitarfélagsins í Reykholti. Tilboða verði aflað í verkið þegar útboðgögn liggja fyrir. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 7, framkvæmdir við Lyngbraut (drenun skurða á milli Bjarkarbrautar og Lyngbrautar), 2404080, sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að ákvörðun um verkefnið verði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.
-liður 10, frágangur lóðar við hús UTU að Hverabraut 6 á Laugarvatni, 2209023, sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefndar að ráðist verði í verkefnið og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir.
-liður 16, teppamottur í íþróttahús á Laugarvatni, 2404095, sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ákvörðun um verkefnið verði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

4.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2401031

72. fundur haldinn 22.04.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401014

235. fundur haldinn 06.05.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs

2401023

108. fundur haldinn 10.04.2024

109. fundur haldinn 24.04.2024, ásamt ársreikningi
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar ásamt ársreikningi.

7.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs

2401023

110. fundur haldinn 13.05.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Samþykktir UTU eru til sérstakrar afgreiðslu á fundinum, liður 14.

8.Ársreikningur Bláskógaljóss 2023

2404113

Ársreikningur Bláskógaljóss, síðari umræða.
Ársreikningur Bláskógaljóss fyrir árið 2023 var lagður fram. Helstu kennitölur ársreiknings eru: Tekjur: 15,7 millj.kr. Gjöld: 6,7 millj.kr, Afskriftir: 8,8 millj.kr. Fjármunagjöld: 22,2 millj.kr. Tap ársins: 22 millj.kr. Eignir samtals: 335,1 millj.kr. Eigið fé: 205,3 millj.kr. Skuldir: 259,3 millj.kr. Handbært fé: 0,5 millj.kr. Sveitarstjórnar staðfestir ársreikninginn samhljóða.

9.Ársreikningur Bláskógaveitu 2023

2404112

Ársreikningur Bláskógaveitu, síðari umræða.
Ársreikningur Bláskógaveitu fyrir árið 2023 var lagður fram. Helstu kennitölur ársreiknings eru: Tekjur: 143,4 millj.kr. Gjöld: 95,5 millj.kr, Afskriftir: 7,2 millj.kr. Fjármunatekjur: 6,2 millj.kr. Tekjuskattur: 17,6 millj.kr. Hagnaður ársins: 29,2 millj.kr. Eignir samtals: 335,1 millj.kr. Eigið fé: 302 millj.kr. Skuldir: 32,7 millj.kr. Handbært fé: 109,9 millj.kr. Fjárfesting nettó 15,3 millj.kr, heildarfjárfesting 33,9 millj.kr og tengigjöld til frádráttar 18,6 millj.kr. Sveitarstjórn staðfestir ársreikninginn samhljóða.

10.Ársreikningur Bláskógabyggðar 2023

2404111

Ársreikningur Bláskógabyggðar, síðari umræða
Ársreikningur Bláskógabyggðar var lagður fram til síðari umræðu. Friðrik Einarsson, endurskoðandi kynnti niðurstöður ársreiknings og endurskoðunarskýrslu á 359. fundi.

Greinargerð sveitarstjóra með ársreikningi: Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2023 er lagður fram til síðari umræðu í sveitarstjórn 15. maí 2024. Fjalla skal um ársreikning á tveimur fundum í sveitarstjórn og fór fyrri umræða fram 8. maí s.l.

Samstæðureikningur samanstendur af A- og B-hluta. Í A-hluta eru aðalsjóður, eignasjóður og þjónustustöð. Um er að ræða rekstrareiningar sem fjármagnaðar eru að hluta eða öllu leyti með skatttekjum.

Í B-hluta eru vatnsveita, Bláskógaveita, leiguíbúðir, félagslegar íbúðir, fráveita og Bláskógaljós. Um er að ræða rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki, sem reknar eru sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar og hafa lagaheimild til að innheimta þjónustugjöld.

Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða samstæðu sveitarfélagsins (A- og B-hluti) var jákvæð um 75,3 millj.kr. króna samanborið við 20,4 millj. kr. rekstrarafgang árið 2022. A-hluti var rekinn með 51,7 millj.kr. afgangi, samanborið við 3,6 millj.kr. rekstrarafgang árið 2022.

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir afskriftir nam 358,8 millj. kr. Fjármagnsgjöld nema 155,7 millj. kr. nettó og lækka um 6,7 millj.kr á milli ára. Afskriftir nema 110,1 millj. kr. og er afgangur fyrir skatta og fjármagnsgjöld 248,7 millj.kr. Tekjuskattur nemur 17,6 millj. kr.

Útsvarstekjur hækkuðu um 174 millj.kr. á milli ára. Útsvar og fasteignaskattar nema 1.430,7 millj.kr., framlög Jöfnunarsjóðs 556 millj.kr., aðrar tekjur 635,9 millj.kr. Að teknu tilliti til millifærslna nema heildartekjur 2.622,7 millj.kr. Þess ber að geta að í ársreikningi 2023 eru framlög vegna reksturs málefna fatlaðra tilgreind með öðrum framlögum Jöfnunarsjóðs. Stafar það af breyttum reglum sem snúa að reikningsskilum byggðasamlaga og samstarfsverkefna sveitarfélaga.

Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr umfangsmesti málaflokkurinn í rekstri sveitarfélagsins, tekur til sín 1.041,7 millj.kr. Æskulýðs- og íþróttamál taka til sín 175,2 millj.kr. og félagsþjónusta 95,3 millj.kr. Bláskógabyggð greiðir alls 1.152,2 millj.kr. í laun og launatengd gjöld, eða sem nam 43,9% af rekstrartekjum. Fjöldi starfsmanna í árslok var 129 í 81 stöðugildi. Rétt er að geta þess að þá er meðtalin hlutdeild Bláskógabyggðar í starfsmannafjölda 10 byggðasamlaga og samstarfsverkefna.

Skuldahlutfall samstæðunnar lækkar úr 95,5% árið 2022 í 86,7%. Skuldaviðmið sveitarfélagsins, eins og það er reiknað skv. reglugerð þar um, er 59% árið 2023, en var 65,4% árið 2022.

Fjárfestingar námu 324,7 millj.kr., sem er lægra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, en skýrist það einkum af því að ekki var öllum fjárfestingaverkefnum ársins, svo sem í gatnagerð og fráveitu, lokið um áramót. Fjárfest var í fasteignum innan A-hluta fyrir 212 millj.kr., m.a. í Reykholtsskóla og Bláskógaskóla Laugarvatni, Íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni, í gervigrasvelli á Laugarvatni og í ungmennabúðum við Hverabraut, en stærsta einstaka fjárfestingin var í nýbygginu fyrir UTU að Hverabraut 6 á Laugarvatni. Þá var fjárfest í gatnakerfi o.fl. fyrir 29,9 millj. kr. nettó, svo sem í Borgarrima í Reykholti og Traustatúni og Skólatúni á Laugarvatni, þar sem fjárfest var fyrir 105,8 millj.kr., en á móti þeirri fjárfestingu komu gatnagerðargjöld að fjárhæð kr. 76,7 millj.kr. Innan B-hluta var fjárfest fyrir 76,3 millj.kr. nettó, að stærstum hluta í hitaveitu og í fráveitu. Stærstu fjárfestingar innan B-hluta voru í endurnýjun fráveitu á Laugarvatni og í hreinsistöð í Reykholti. Frá fjárfestingum innan B-hluta dragast tengigjöld og styrkir til fráveituframkvæmda, en alls numu þeir 29 millj.kr.

Ný lán voru tekin á árinu fyrir 150 millj.kr. Afborganir langtímalána námu 142,7 millj.kr. Veltufé frá rekstri nam 372,6 millj.kr og hækkaði um 110 millj.kr. á milli ára. Veltufé sem hlutfall af rekstrartekjum var 14,2%. Handbært fé frá rekstri nam 283,4 millj.kr.

Helstu niðurstöður rekstrar eru (í þús.kr):
Rekstrartekjur: 2.622.679
Rekstrargjöld: -2.263.784
Afskriftir -110.119
Fjármagnsgjöld: -155.786
Tekjuskattur: -17.641
Rekstrarniðurstaða: 75.349

Efnahagsreikningur:
Eignir:
Fastafjármunir: 3.286.896
Veltufjármunir: 607.851
Eignir samtals: 3.894.747

Skuldir og eigið fé:
Eigið fé: 1.620.634
Lífeyrisskuldbinding: 72.210
Langtímaskuldir: 1.746.692
Skammtímaskuldir: 455.212
Skuldir alls: 2.274.113
Eigið fé og skuldir samtals: 3.894.747

Nettó fjárfestingar ársins: 315.567

Handbært fé um áramót: 199.819

Veltufjárhlutfall samstæðu: 1,34
Eiginfjárhlutfall samstæðu: 41,6%
Skuldahlutfall: 86,7%
Skuldaviðmið skv. reglugerð 59%
Jafnvægisregla - rekstrarjöfnuður 57.358

Umræður urðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn. Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra, starfsmönnum og endurskoðendum fyrir sína vinnu við uppgjör og gerð ársreiknings og endurskoðun.

11.Uppsögn samnings um skólaakstur

2405011

Tilkynning um uppsögn skólaaksturs, Laugarásleið.
Lögð var fram tilkynning Bryndísar M. Bjarnadóttur frá 23.04.2024 um uppsögn samnings um skólaakstur á Laugarásleið. Sveitarstjóra er falið að undirbúa útboð. Bryndísi er þakkað fyrir samstarfið.

12.Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2026

2205041

Fundartímar sveitarstjórnar sumarið 2024
Sveitarstjórn samþykkir að síðasti fundur fyrir sumarfrí verði 3. júlí n.k. og að fyrsti fundur eftir sumarfrí verði 7. ágúst n.k. kl 15:00.
Fyrri fundur júnímánaðar verði færður fram til 3. júní kl 9:00, og því verði ekki fundur 5. júní.

13.Lóðarumsókn Traustatún 5, Laugarvatni

2405012

Umsókn Sigurðar Péturssonar um lóðina Traustatún 5, Laugarvatni
Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Sigurðar Péturssonar.
Fylgiskjöl:

14.Samþykktir UTU

2403036

Samþykktir UTU, síðari umræða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nýjar samþykktir fyrir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs.

15.Deiliskipulag við Brúarhlöð L234128

2405010

Erindi frá Skipulagsgáttinni, beiðni um umsögn um tillögu að deiliskipulagi Brúarhlaða L234128.
Umsagnarbeiðni var lögð fram. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.

16.Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu vegna alifuglabús að Heiðarbæ 2

2404047

Erindi Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins, dags. 07.05.2024, þar sem óskað er umsagnar um beiðni um undanþágu frá 16. gr. reglugerðar nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns vegna starfsleyfis fyrir fuglaeldi að Heiðarbæ II.
Sveinn Ingi Sveinbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athguasemd við að veitt verði undanþága frá 16. gr. reglugerðar nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns vegna starfsleyfis fyrir fuglaeldi að Heiðarbæ II.

Fundi slitið - kl. 08:40.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?