Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

359. fundur 08. maí 2024 kl. 09:00 - 12:20 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Guðrún S. Magnúsdóttir tók þátt í gegnum fjarfundabúnað.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá tvær lóðarumsóknir og þrjú mál sem varða skil á lóðum. Var það samþykkt og verða mál nr. 27, 32, 35, 36 og 37 á fundinum.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

279. fundur haldinn 24.04.2023. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2 til 6.
-liður 2, Haukadalur 4, Hótel Geysir; Stækkun skipulagssvæðis; Deiliskipulagsbreyting - 2304002
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags að Hótel Geysi og þjónustumiðstöðvar á skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði að Haukadal 4 eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Í breytingunni felst að deiliskipulagsreitur stækkar og verður 26 ha í stað 13 ha áður, lóðamörk einstakra lóða breytast, byggingarreitur Hótels Geysis stækkar og öll herbergi innan deiliskipulagsreits flytjast þangað. Öll smáhýsi verða gerð víkjandi og byggingarreitur hótelbyggingar sunnan þeirra fjarlægður. Samanlagður herbergjafjöldi verður óbreyttur. Byggingarreitur þjónustumiðstöðvar stækkar og íbúðarhús sem þar er verður víkjandi. Bílastæði verða færð og þeim einnig fjölgað, þar sem hluti þeirra verða rafhleðslustæði. Bensínafgreiðsla færist til suðurs. Nýr byggingarreitur fyrir áhaldageymslu kemur syðst á skipulagssvæði á lóð Suðurgafls og aðkoma fyrir rútur breytist og færist en rútum verður áfram lagt á núverandi stæði norðan við smáhýsi. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. Fyrir liggur jákvæð umsögn Skipulagsstofnunar vegna undanþágubeiðni er varðar fjarlægð frá ám og vötnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til afgreiðsla ráðuneytisins hefur borist.


-liður 3, Efri-Reykir L167080; Veglagning; Framkvæmdaleyfi - 2404057
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til veglagningar í landi Efri-Reykja L167080 á grundvelli deiliskipulags.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa útgáfu þess.


-liður 4, Miðbraut 4 (L236162); byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús - 2404047
Móttekin er umsókn, þ. 15.04.2024, um byggingarheimild fyrir 92,2 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Miðbraut 4 L236162 í Bláskógabyggð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir erindið á grundvelli heimilda aðal- og deiliskipulags. Engar byggingaheimildir eru tilgreindar innan gildandi deiliskipulags fyrir svæðið. Mælist sveitarstjórn því til þess að miðað verði við heimildir aðalskipulags Bláskógabyggðar er varðar hámarksnýtingarhlutfall 0,03 og að aukahús fari ekki umfram 40 fm. Að mati sveitarstjórnar er ekki talin þörf á grenndarkynningu vegna útgáfu byggingarleyfis. Málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


-liður 5, Miðhús L167415; Miðlunartankur og fjarskiptamastur; Deiliskipulagsbreyting - 2402067
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til deiliskipulags orlofshúsasvæðis VR í Miðhúsaskógi eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst ný staðsetning byggingarreitar fyrir miðlunartank auk þess sem skilgreindur er byggingareitur fyrir fjarskiptamastur. Athugasemdir bárust við kynningu breytingarinnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að afgreiðslu skipulagsins eftir auglýsingu verði frestað. Að mati sveitarstjórnar er ljóst að lóðarhafi aðliggjandi lóðar telur að um verulega skerðingu á hagsmunum sínum sé að ræða er varðar miðlunartank sem er staðsettur innan svæðisins í dag og er skilgreindur í framlagðri breytingu á deiliskipulagi. Heimildir deiliskipulagsins virðast auk þess ekki vera í takt við raunverulega stærð tanksins eins og fram kemur í framlögðum athugasemdum. Mælist sveitarstjórn til þess að ákvörðun um skilgreiningu byggingarreits fyrir umræddan miðlundatanks verði frestað og leitað verði sátta um staðsetningu hans gagnvart málsaðila og lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Út frá athugasemdum nágranna við breytingu á deiliskipulagi þar sem til stóð að skilgreina byggingarreit fyrir umþrættan tank telur sveitarstjórn ljóst að leita þurfi leiða til að sætta ólík sjónarmið á svæðinu án þess að það hafi óæskileg áhrif á hitaveitu svæðisins eða skerði hagsmuni nágranna er varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp og innsýn. Skipulagsfulltrúa falið að fara í vettvangsferð um svæðið og funda með hagsmunaaðilum um hugsanlega lausn málsins í samráði við byggingarfulltrúa.


-liður 6, Skógarholt; Frístundabyggð í landi Reykjavalla; Endurskoðun deiliskipulags - 2309101
Lögð er fram eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar tillaga er varðar heildarendurskoðun deiliskipulags frístundabyggðarinnar Skógarholts í landi Reykjavalla. Við gildistöku deiliskipulagsins er gert ráð fyrir því að eldri tillaga m.s.br. falli úr gildi. Skipulagið tekur til 37 frístundalóða. Götur og veitur hafa þegar verið lagðar og frístundahús hafa risið á flestum lóðum innan skipulagssvæðisins. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær athugasemdir lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggaðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn telur að tiltekið sé með fullnægjandi hætti innan greinargerðar deiliskipulags að ekki sé heimilt að byggja á svæði sem er nær vegi en 100 metra og að forsenda slíkra heimilda sé undanþága ráðuneytis frá kröfum reglugerðarinnar. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

49. fundur haldinn 18.04.2024. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 2.
-liður 2, 2401068, þakskipti á neðra þakinu á íþróttahúsinu á Laugarvatni. Tillaga framkvæmda- og veitunefndar er um að valkostur nr. 4 í minnisblaði Eflu verði valinn. Það felur í sér að núverandi klæðning verði fjarlægð, viðgerðir og þak klætt með samlokueiningum (PIR) með ábræddum pappa. Kostnaður er áætlaður kr. 50.045.800. Unnin verði útboðsgögn og verkið boðið út næsta haust, með verktíma í maí til ágúst 2025, og að gert verði ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun næsta árs. Tillaga framkvæmda- og veitunefndar var samþykkt með fimm atkvæðum, Jón F. Snæbjörnsson greiddi atkvæði á móti tillögunni og Anna Greta Ólafsdóttir sat hjá.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðara liði varðar.

3.Fundargerð umhverfisnefndar

2401004

4. fundur haldinn 15.04.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

2401020

70. fundur haldinn 21. mars 2024

71. fundur haldinn 8. apríl 2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerð framkvæmdaráðs almannavarna

2402018

5. fundur haldinn 11.04.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð stjórnar Bergrisans bs

2401031

71. fundur haldinn 18.03.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir ánægju með að búsetukjarninn að Nauthaga 2 á Selfossi hafi verið tekinn í notkun og óskar íbúum þar til hamingju með nýju heimilin.

7.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2401019

947. fundur haldinn 09.04.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2401028

Fundur haldinn 15.04.2024, ásamt undirrituðum ársreikningi.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar, ásamt ársreikningi.

10.Fundargerð oddvitanefndar

2401029

6. fundur haldinn 16.04.2024. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 og 3.
-liður 1, stuðningur við verkefnið Fjölmenningarsamfélag í Uppsveitum Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir tillögu oddvitnanefndar um að hvert sveitarfélag leggi 100.000 kr. í verkefnið. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 3, greiðsla úr sjóði Laugaráslæknishéraðs, sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að greiddar verði út 17.500.000 kr. til aðildarsveitarfélaganna miðað við íbúafjölda 1995-1997. Hlutur Bláksógabyggðar er 33,2% eða kr. 5.810.000. Samþykktur er viðauki við fjárhagsáætlun vegna umræddra tekna.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

11.Fundargerð fagnefndar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2401022

Fundur haldinn 30.04.2024, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1 til 3.
-liður 1, reglur um stoðþjónustu, sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
-liðu 2, reglur um stuðningsþjónustu, sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
-liður 3, tillaga að breytingu á tekju- og eignamörkum um sérstakan húsnæðisstuðning, sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og að þær gildi frá 1. maí sl.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

12.Fundargerð héraðsnefndar Árnesinga

2401010

Vorfundur, haldinn 09.04.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

13.Ársreikningur Bláskógaljóss 2023

2404113

Fyrri umræða um ársreikning
Friðrik Einarsson, endurskoðandi kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Bláskógaljóss fyrir árið 2023 og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

14.Ársreikningur Bláskógaveitu 2023

2404112

Fyrri umræða um ársreikning
Friðrik Einarsson, endurskoðandi kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Bláskógaveitu fyrir árið 2023 og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til framkvæmda- og veitunefndar og til síðari umræðu.

15.Ársreikningur Bláskógabyggðar 2023

2404111

Fyrri umræða um ársreikning
Friðrik Einarsson, endurskoðandi kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Bláskógabyggðar fyrir árið 2023 og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

16.Fundir sveitarstjórnar með stjórnendum

2403040

Íris Anna Steinarrsdóttir, skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni kom inn á fundinn og sagði frá starfsemi skólans og þeim áskorunum sem við er að glíma í rekstri. Rætt var um skóladagatal og skipulag starfsins.

17.Skóladagatal 2024-2025

2404052

Skóladagatöl 2024-2025, áður á dagskrá á 358. fundi.
Skóladagatal Reykholtsskóla - sveitarstjórn samþykkir skóladagatalið.
Skóladagatal Álfaborgar - lagt var til að sveitarstjórn samþykki skóladagatalið. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæði Önnu Gretu Ólafsdóttur. Jón Forni Snæbjörnsson sat hjá.
Skóladagatal Bláskógaskóla Laugarvatni - lagt var til að sveitarstjórn samþykki útgáfu skóladagatals án námsferðar. Komi til þess að námsferð verði farin þá verði dagatalið tekið upp að nýju. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn atkvæði Önnu Gretu Ólafsdóttur. Jón Forni Snæbjörnsson sat hjá.
Anna Greta lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er mjög mikilvægt að fara varlega í ákvarðanir sem hafa í för með sér verulega aukningu á frídögum og líta til heildaráhrifa þeirra, ekki einungis á starfsfólk og foreldra, heldur einnig á börnin. Fjölskyldur skipuleggja sitt daglega líf í kringum skóla barna sinna og er því mjög mikilvægt að dagatölin séu fyrirsjáanleg og sanngjörn gagnvart öllum aðilum, börnum og foreldrum jafnt og starfsfólki.
Í Reykholti eru leikskólinn opinn í 212 daga á ári, á meðan í Laugarvatni er leikskólinn opinn í 194 daga ef hálfir dagar eru taldir sem hálfir dagar en ekki heilir dagar. Sveitarfélagið tók nýverið ákvörðun um að lengja sumarfrí úr 5 vikum í 6 og tel ég mikilvægt að fara varlega í frekari fjölgun frídaga.

Fjölgun frídaga: Frá síðasta ári hefur fjöldi auka frídaga í leikskólum sveitarfélagsins aukist um 21 dag ef litið er til Laugarvatns. Þessi breyting hefur í för með sér aukna áskorun fyrir skipulagningu fjölskyldulífs og gæti haft áhrif á gæði skólastarfs og þjónustustig leikskólanna. Eining felur þetta í sér minna svigrúm fyrir starfsfólks til frítöku og getur leitt til skerðingar á launum þar sem sveigjanleikinn fyrir einstaklingsbundinn frí og skrepp minnkar umtalsvert.
Mismunur á milli leikskóla: Mismunur á milli leikskólanna á Laugarvatni og í Reykholti nemur um 13 dögum sem er hvorki sanngjarnt gagnvart starfsfólki né börnum og foreldrum þeirra. Hálfir dagar á Laugarvatni eru sex talsins, en þrír í Reykholti. Þessi ójöfnuður í fjölda hálfra daga getur haft áhrif á hagnýtingu þjónustunnar fyrir börn og foreldra.
Samanburður við önnur sveitarfélög: Leikskólinn á Laugarvatni er opinn um 30 dögum sjaldnar en leikskólinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Einnig vil ég benda á að heimilt er að vera með skerta skóladaga í grunnskólum til að halda fjölbreytileika í skólastarfi en ekki sem auka starfsdagar.
Í ljósi framangreindra punkta tel ég mikilvægt að sveitarfélagið samþykki ekki leikskóladagatölin að svo stöddu vegna of mikilla ágalla á skóladagatali Bláskógaskóla og ósamræmis á milli leikskólanna.

18.Lóðarumsókn Vesturbyggð 10, Laugarási

2404117

Umsókn Norverks ehf um lóðina Vesturbyggð 10, Laugarási
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Norverks ehf.

19.Lóðarumsókn Tungurimi 9, Reykholti

2404104

Umsókn Geysis ehf um lóðina Tungurima 9, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Geysis ehf.
Fylgiskjöl:

20.Lóðarumsókn Tungurimi 11, Reykholti

2404107

Umsókn Geysis ehf um lóðina Tungurima 11, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Geysis ehf.

21.Lóðarumsókn Borgarrimi 16, Reykholti

2404089

Umsókn HS húsa ehf um lóðina Borgarrima 16, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til HS húsa ehf.

22.Lóðarumsókn Borgarrimi 18, Reykholti

2404114

Umsókn SA2 ehf um lóðina Borgarrima 18, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til SA2 ehf.

23.Lóðarumsókn Borgarrimi 18, Reykholti

2404090

Umsókn HS húsa ehf um lóðina Borgarrima 18, Reykholti.
Umsóknin var afturkölluð.

24.Lóðarumsókn Borgarrimi 19, Reykholti

2404115

Umsókn SA2 ehf um lóðina Borgarrima 19, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og þrjár umsóknir borist, frá SA2 ehf, Friðheimahjáleigu ehf og Möl og sandi ehf. Dregið var um úthlutun lóðarinnar og kom hún í hlut Malar og sands ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Malar og sands ehf.

25.Lóðarumsókn Borgarrimi 19, Reykholti

2404091

Umsókn HS húsa ehf um lóðina Borgarrima 19, Reykholti
Umsóknin var afturkölluð.

26.Lóðarumsókn Borgarrimi 19, Reykholti

2405000

Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Borgarrima 19, Reykholti.
Umsóknin var afgreidd undir 24. lið, sjá hér að framan í fundargerð.

27.Lóðarumsókn Borgarrrimi 19, Reykholti

2405006

Umsókn Friðheimahjáleigu ehf um lóðina Borgarrima 19, Reykholti.
Umsóknin var afgreidd undir 24. lið, sjá hér að framan í fundargerð.

28.Lóðarumsókn Borgarrimi 20, Reykholti

2404092

Umsókn HS húsa ehf um lóðina Borgarrima 20, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til HS húsa ehf.

29.Lóðarumsókn Borgarrimi 21, Reykholti

2404116

Umsókn SA2 ehf um lóðina Borgarrima 21, Reykholti
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og þrjár umsóknir borist, frá SA2 ehf, Friðheimahjáleigu ehf og Möl og sandi ehf. Dregið var um úthlutun lóðarinnar og kom hún í hlut Malar og sands ehf. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Malar og sands ehf.

30.Lóðarumsókn Borgarrimi 21, Reykholti

2404093

Umsókn HS húsa ehf um lóðina Borgarrima 21, Reykholti
Umsóknin var afturkölluð.

31.Lóðarumsókn Borgarrimi 21, Reykholti

2405001

Umsókn Malar og sands ehf um lóðina Borgarrima 21, Reykholti.
Umsóknin var afgreidd undir 29. lið, sjá hér að framan í fundargerð.

32.Lóðarumsókn Borgarrimi 21, Reykholti

2405005

Umsókn Friðheimahjáleigu ehf um lóðina Borgarrima 21, Reykholti.
Umsóknin var afgreidd undir 29. lið, sjá hér að framan í fundargerð.

33.Lóðarumsókn Borgarrimi 22, Reykholti

2404094

Umsókn HS húsa ehf um lóðina Borgarrima 22, Reykholti
Umsóknin var afturkölluð.

34.Lóðarumsókn Borgarrimi 22, Reykholti

2405002

Umsókn Geysis ehf um lóðina Borgarrimi 22, Reykholti.
Lóðin hefur verið auglýst laus til úthlutunar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Geysis ehf.

35.Skil á lóð Brekkuholt 9, Reykholti

2307001

Erindi Selásbygginga ehf, dags. 06.05.2024, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Brekkuholti 9, Reykholti.
Lagt var fram erindi Selásbygginga ehf þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Brekkuholti 9, Reykholti. Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju.

36.Skil á lóð Borgarrimi 7, Reykholti

2208037

Erindi Selásbygginga ehf, dags. 06.05.2024, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Borgarrima 7, Reykholti.
Lagt var fram erindi Selásbygginga ehf þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Borgarrima 7, Reykholti. Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju.

37.Skil á lóð Traustatún 3, Laugarvatni

2402017

Erindi Sigurðar Leóssonar, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Traustatúni 3 á Laugarvatni.
Lagt var fram erindi Sigurðar Leóssonar þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Traustatúni 3, Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju.

38.Orkuöflun Reykjavellir

2405003

Erindi Hannesar Sigurðssonar, dags. 03.05.2024, þar sem vakin er athygli á þeim möguleika að Bláskógaveita fái heitt vatn frá Reykjavöllum.
Sveitarstjórn vísar erindinu til framkvæmda- og veitunefndar.

39.Fráveita frá baðlóni í Laugarási

2311025

Samningur milli Norverks ehf og Bláskógabyggðar um uppsetningu hreinsistöðvar.
Lagður var fram samningur milli Norverks ehf og Bláskógabyggðar um að standa saman að uppbyggingu hreinsistöðvar í Laugarási, sem tekur við fráveitu frá Vesturbyggð, Holtagötu og Skyrklettagötu og frá starfsemi á lóð Norverks ehf að Skálholtsvegi 1, þ.e. annarri fráveitu en baðvatni. Kostnaði er skipt þannig á milli aðila að Bláskógabyggð greiðir 40% og Norverk ehf 60%.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn viðauka við fjárfestingaáætlun að fjárhæð kr. 20.000.000 vegna verkefnisins.

40.Samningur um rafrænar undirritanir

2404118

Samningur um rafrænar undirritanir
Lagður var fram samningur við Taktikal ehf um rafrænar undirskriftir fyrir Bláskógabyggð. Sveitarstjórn samþykkir samninginn, kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

41.Styrkbeiðni Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna

2404102

Styrkbeiðni Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna, dags. 29.04.2024, vegna birtingar auglýsingar.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

42.Laugarvatnsþraut 2024

2404101

Erindi Ægis3 þríþrautarfélags, dags. 22.04.2023, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda Laugarvatnsþraut 6. júlí n.k. Óskað er afnota af búningsaðstöðu og að fá frítt í sund fyrir keppendur og sjálfboðaliða.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að félagið haldi þríþrautarkeppni hinn 6. júlí n.k. Jafnframt er samþykkt að búningsaðstaða í sundlauginni verði nýtt vegna keppninnar og að keppendur og sjálfboðaliðar fái frítt í sund.

43.Ályktun aðalfundar Veiðifélags Hvítárvatns 2024

2404103

Ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Veiðifélags Hvítárvatns 15.apríl sl. varðandi stuðning við enn frekar innviðauppbyggingu á Biskupstungnaafrétti.
Ályktunin er lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til framkvæmda- og veitunefndar.

44.Uppfærsla Street View mynda

2404110

Erindi Eysteins Guðna Guðnasonar, dags. 15.04.2024, þar sem boðin er uppfærsla á Street View myndum á Google.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við Eystein.

45.Forsetakosningar 2024

2404108

Erindi sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16.04.2024, vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninga 2024.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því við sýslumann að skipaðir verði kjörstjórar úr hópi starfsmanna Bláskógabyggðar til að annast atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem fram fari á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu.

46.Afhendingaröryggi rafmagns

2404098

Erindi Höskuldar H. Ólafssonar, dags. 23.04.2023, varðandi afhendingaröryggi rafmagns (Snorrastaðaland)
Sveitarstjórn felur oddvita að ræða við RARIK um stöðu mála.

47.Sumarlokun skrifstofu 2024

2404097

Tillaga um sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar 2024
Sveitarstjórn samþykkir að sumarlokun á skrifstofu verði frá 8. júlí til og með 2. ágúst 2024.
Fylgiskjöl:

48.Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál

2404105

Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 19.04.2024 þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál.

Umsagnarfrestur er til 3. maí.

Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um þingsályktunartillöguna.
Sveitastjórn Bláskógabyggðar tekur undir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um þingsályktunartillöguna.

49.Frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku) 900. mál

2404106

Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 19.04.2024, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál.

Umsagnarfrestur er til 3. maí.

Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um frumvarpið.
Sveitastjórn Bláskógabyggðar tekur undir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um frumvarpið.

50.Rekstrarleyfisumsókn Reykjavellir 220 5623

2404073

Endurtekin umsögn byggingarfulltrúa um rekstrarleyfi, bætt er við rýmisnúmeri 02 0101.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið.

51.Niðurfelling Kjóastaðavegar 3 (3674-01) af vegaskrá

2403002

Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 24.04.2024, um endurskoðun ákvörðunar um að fella Kjóastaðaveg 3 af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

52.Niðurfelling Ásakotsvegar (3690-02) af vegaskrá

2403008

Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 16.04.2024, um fyrirhugaða niðurfellingu Ásakotsvegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

53.Orlof húsmæðra 2024

2404109

Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.04.2024, um framlag til orlofsnefnda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?