Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

358. fundur 17. apríl 2024 kl. 08:30 - 11:50 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Stephanie E. M. Langridge Varamaður
    Aðalmaður: Jón Forni Snæbjörnsson
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá tvær umsóknir um lóðir, Tungurima 5 og 7. Var það samþykkt og verður liður nr. 17 og 18 á fundinum.

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

-liður 6 úr fundargerð 277. fundar sem haldinn var 27.03.2024. Áður frestað á 357. fundi sveitarstjórnar. Útey 1 L167647; Verslunar- og þjónustusvæði, stækkun og breytt lega frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2306076
-liður 6, Útey 1 L167647; Verslunar- og þjónustusvæði, stækkun og breytt lega frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2306076
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar í landi Úteyjar 1 eftir auglýsingu. Frístundasvæði F32 og F37 verða stækkuð og afmörkun þeirra breytist, frístundasvæði F33 er fellt út úr aðalskipulagi. Þá verða sett inn tvö verslunar- og þjónustusvæði, VÞ48, fyrir ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 180 gesti ásamt baðaðstöðu og VÞ49 þar sem gert er ráð fyrir ýmiss konar atvinnuuppbyggingu s.s. verslun, safni og gróðurrækt. Felld eru út tvö efnistökusvæði E26 og E27. Í deiliskipulagi verður gerð nánari grein fyrir uppbyggingu m.a. lóðaskipan, byggingarskilmálum og öðrum ákvæðum í samræmi við breytt aðalskipulag. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur nauðsynlegt að meta áhrif breytingarinnar m.t.t. skerðingar á úrvals landbúnaðarlandi og að nánar verði gert grein fyrir því innan tillögunnar. Mælist sveitarstjórn til þess við málsaðila að ráðunautur verði fenginn til að meta gerð landsins og áhrif skipulagsbreytingar m.t.t. hugsanlegrar skerðingar á úrvals landbúnaðarlandi. Afgreiðslu málsins frestað.

2.Fundargerð skipulagsnefndar

2401024

278. fundur haldinn 10.04.2024. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 1 til 5.
-liður 1, Apavatn 2 lóð L167670; Byggingarskilmálar; Deiliskipulag - 2401015
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til lóðar Apavatns 2 lóð úr landi Lækjarhvamms eftir auglýsingu. Í tillögunni sem lögð er fram ásamt uppfærðum gögnum felst heimild til viðbyggingar við núverandi sumarhús innan lóðarinnar auk 40 fm gestahúss og 15 fm geymslu innan nýtingarhlutfalls 0,03. Núverandi hús er í 16 metra fjarlægð frá árbakka, gert er ráð fyrir að viðbygging fari fjær árbakka. Umsagnir bárust við skipulagstillögu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 2, Myrkholt L217197; Verslunar- og þjónustulóð; Deiliskipulag - 2401013
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðis VÞ25 í landi Myrkholts 1, eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir heimild til að stækka núverandi hús um allt að 600 fm. Ennfremur er gert ráð fyrir byggingum ætlaðar fyrir ferðaþjónustu og henni tengdri s.s. nýtt gistihús, smáhýsi og starfsmannahús. Heildarflatarmál bygginga á lóðinni má ekki fara umfram 2.300 fm. Gistirúm mega vera allt að 80.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

-liður 3, Tunguholt 1 L227467; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting - 2403101
Lögð er fram beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Tunguholts 1 L227467. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi lóða.

-liður 4, Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag - 2404002
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags vegna lands Efra-Apavatns 1D L226190. Um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarks nýtingarhlutfalls 0,03.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að sérstaklega verði leitað umsagnar til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna vatnsverndar innan svæðisins. Að mati sveitarstjórnar þarf að gera nánari grein fyrir núverandi fjarsvæði vatnsvernda vegna aðliggjandi brunnsvæðis auk þess sem nánar þarf að gera grein fyrir brunn, grann og fjarsvæði vatnsverndar umhverfis skilgreint vatnsból innan skipulagsáætlunar. Jafnframt telur sveitarstórn að þörf sé á deiliskráningu fornleifa innan svæðisins, leitað verði umsagnar til Minjastofnunar vegna málsins.

-liður 5, Bjarkarhöfði 167731; Breytt landnotkun; Fyrirspurn - 2404010
Lögð er fram fyrirspurn er varðar breytta landnotkun á landinu Bjarkarhöfði L167731. Landið er innan skilgreinds frístundasvæðis í dag en er skráð sem lögbýli.
Að mati sveitarstjórnar er ljóst að viðkomandi lóð var upphaflega stofnuð sem garðyrkjubýli sem stofnað er úr landi Böðmóðsstaða. Auk þess er stærð landsins nokkuð umfram þau viðmið sem sett eru fram innan aðalskipulags Bláskógabyggðar vegna stærða frístundalóða. Landið er skráð sem sumarbústaðarland innan fasteignaskrár, ekki er ljóst hvort eða hvenær skráning landsins breyttist úr jörð eða annað land í sumarhúsalóð. Miðað við framgefnar forsendur telur sveitarstjórn að ástæða sé til að endurskoða landnotkun landsins og að því verði breytt innan aðalskipulags í landbúnaðarland og að sambærileg breyting verði gerð á skráningu landsins í fasteignaskrá. Sveitarstjórn bendir á að skráning húss á landinu breytist ekki samhliða án umsóknar til byggingarfulltrúa um breytta skráningu hússins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Samsvarandi breyting verði gerð á deiliskipulagi svæðisins. Aðrar breytingar er varðar byggingarheimildir innan landsins verði á höndum landeigenda.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar

2401002

48. fundur haldinn 04.04.2024. Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 8, 11 og 16.
-liður 8, grenndargámar við Dynjandisveg, 2403014. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmda- og veitunefndar um að settir verði upp grenndargámar við Dynjandisveg og að þeir verði staðsettir innan við hlið að sumarhúsahverfinu. Fyrirkomulag verði hið sama og í Reykjaskógi þar sem verkið var unnið í samráði við sumarhúsafélagið og hefur það ákveðna umsjón með svæðinu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 11, sláttur og hirðing í Laugarási og Reykholti, 2401066. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu framkvæmDa- og veitunefndar um að samið verði við Fosshamar, lægsbjóðanda í útboði á slætti og hirðingu í Laugarási og í Reykholti. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.
-liður 16, skurðir meðfram vegum í Laugarási, 2403045. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa verkefninu til fjárhagsáætlunar næsta árs.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

4.Fundargerðir skólanefndar

2401003

34. fundur haldinn 29.01.2024

35. fundur haldinn 08.04.2024, afgreiða þarf sérstaklega lið 1 og 2.
Fundargerð 34. fundar var lögð fram til kynningar.
-liður 1 í fundargerð 35. fundar, reglur leikskóla Bláskógabyggðar, 2311003. Sveitarstjórn vísaði reglunum til skólanefndar til umsagnar í nóvember s.l. Á fundi skólanefndar 27. nóvember var reglunum vísað til umsagnar foreldraráða. Umsagnir foreldraráða voru lagðar fram 35. fundi skólanefndar. Skólanefnd leggur til að tillaga að breyttum reglum leikskóla verði samþykkt, einnig verði miðað við að 5 börn þurfi til að boðið sé upp á aukinn vistunartíma, þ.e. eftir kl. 16. Reglurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar með fimm atkvæðum fulltrúa T-lista, Stephanie sat hjá og Anna Greta greiddi atkvæði á móti reglunum og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég held að það sé mikilvægt að horfa heildstætt á leikskólamálin og áður en ákvörðun um sex vikna sumarfrí er tekin þarf að liggja fyrir hvort það verði farið í frekari lokanir vegna vinnustyttingar eða annarra þátta.

-liður 2 í fundargerð 35. fundar, skóladagatöl 204052. Skólanefnd vísaði skóladagatölum til afgreiðslu sveitarstjórnar samhliða afgreiðslu á reglum leikskóla, og til ákvörðunar um útfærslu á vinnutímastyttingu á leikskólum.
Afgreiðslu skóladagatala er frestað til næsta fundar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

5.Fundargerðir framkvæmdastjórnar héraðsnefndar Árnesinga

2401010

17. fundur haldinn 05.03.2024

18. fundur haldinn 19.03.2024

19. fundur haldinn 05.04.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands

2401033

6. fundur haldinn 05.02.2024

7. fundur haldinn 04.03.2024
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

2401025

202. fundur haldinn 03.04.2024
Fundargerðin ar lögð fram til kynningar. Liður 25 er til afgreiðslu undir 30. lið á þessum fundi.

8.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401014

234. fundur haldinn 23.03.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga

2401017

210. fundur haldinn 22.03.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu

2401012

19. fundur haldinn 26.03.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs

2401023

107. fundur haldinn 27.03.2024
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

12.Samþykktir UTU

2403036

Samþykktir UTU, síðari umræða
Samþykktunum var vísað til síðari umræðu á 357. fundi sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu samþykktanna.

13.Erindisbréf íþrótta- og lýðheilsunefndar

2404049

Erindisbréf íþrótta- og lýðheilsunefndar
Uppfært erindisbréf íþrótta- og lýðheilsunefndar var lagt fram til staðfestingar. Sveitarstjórn staðfestir samhljóða nýtt erindisbréf íþrótta- og lýðheilsunefndar.

14.Samstarfsyfirlýsing um Öruggara Suðurland

2404058

Drög að viljayfirlýsingu um veRkefnið Öruggara Suðurland, sem er samstarfsverkefni lögreglustjórans á Suðurlandi, sveitarfélaganna á Suðurlandi, sýslumannsins á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og framhaldsskólanna á Suðurlandi sem miðar að því að tryggja og þróa grundvöll fyrir afbrotaforvarnir milli lögregluyfirvalda og samstarfsaðila.
Lögð voru fram drög að viljayfirlýsingu um verkefnið Öruggara Suðurland. Markmið samstarfsins eru að tryggja og þróa grundvöll fyrir afbrotaforvarnir milli lögregluyfirvalda og samstarfsaðila, efla samvinnu við úrlausn mála og treysta grundvöll samvinnu m.a. samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og vinna tölfræði miðað við sameiginlegar skilgreiningar samstarfsaðila sem er lögð til grundvallar við markmiðasetningu við afbrotaforvarnir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samstarfsyfrlýsinguna samhljóða fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hana f.h. Bláskógabyggðar.

15.Lóðarumsókn Tungurimi 14, Reykholti

2404059

Umsókn HS Húsa ehf um lóðina Tungurima 14, Reykholti.
Umsóknin var dregin til baka með tölvupósti, dags. 16.04.2024,

16.Lóðarumsókn Tungurimi 16, Reykholti

2404060

Umsókn HS Húsa ehf um lóðina Tungurima 16, Reykholti.
Umsóknin var dregin til baka með tölvupósti, dags. 16.04.2024.

17.Lóðarumsókn Tungurimi 5, Reykholti

2404081

Umsókn Hauks Sveinssonar, f.h. óstofnaðs dótturfélags Dunamis ehf, um lóðina Tungurima 5, Reykholti.
Umsóknin var lögð fram. Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til óstofnaðs dótturfélags Dunamis ehf. Úthlutunin fellur úr gildi hafi dótturfélagið ekki verið stofnað innan mánaðar.

18.Lóðarumsókn Tungurimi 7, Reykholti

2404082

Umsókn Hauks Sveinssonar, f.h. óstofnaðs dótturfélags Dunamis ehf, um lóðina Tungurima 7, Reykholti.
Umsóknin var lögð fram. Lóðin hefur verið auglýst laus til umsóknar og ein umsókn borist. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni til óstofnaðs dótturfélags Dunamis ehf. Úthlutunin fellur úr gildi hafi dótturfélagið ekki verið stofnað innan mánaðar.

19.Beiðni um skil á lóð, Vegholt 10, Reykholti

2109010

Erindi Fjárfestingarfélags Suðurlands, dags. 03.04.2024, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Vegholti 10, Reykholti.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Fjárfestingafélag Suðurlands skili lóðinni í því ástandi sem hún er, án þess að sveitarfélagið greiði fyrir þá jarðvinnu sem hefur átt sér stað, og felur sveitarstjóra að auglýsa hana lausa til umsóknar að nýju.
Fylgiskjöl:

20.Beiðni um skil á lóð Hverabraut 4

2208032

Erindi Melavíkur ehf, dags. 06.04.2024, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Hverabraut 4, Laugarvatni.
Erindi Melavíkur ehf var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Melavík ehf skili lóðinni og er sveitarstjóra falið að auglýsa hana lausa til umsóknar að nýju.
Fylgiskjöl:

21.Beiðni um skil á lóð Hverabraut 14

2208033

Erindi Melavíkur ehf. dags. 06.04.2024, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Hverabraut 14, Laugarvatni.
Erindi Melavíkur ehf var lagt fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Melavík ehf skili lóðinni og er sveitarstjóra falið að auglýsa hana lausa til umsóknar að nýju.
Fylgiskjöl:

22.Úthlutun lóða Borgarrimi 16-22

2404076

Tillaga um að auglýstar verði lausar til úthlutunar lóðir við Borgarrima nr. 16 og 18-22.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðir við Borgarrima 16 og 18-22 verði auglýstar til úthlutunar með fyrirvara um að gatnagerð verði lokið 1. október n.k.
Um er að ræða 1 lóð fyrir parhús eða raðhús og 5 raðhúsalóðir.

23.Aðalfundur UMFL 2024

2404063

Fundargerð aðalfundar UMFL og ályktanir fundarins til sveitarstjórnar.
Fundargerð aðalfundar var lögð fram ásamt eftirfarandi ályktunum til sveitarstjórnar:
Aðalfundur UMFL haldinn 11. apríl 2024 hvetur sveitarfélagið Bláskógabyggð, til að sjá til þess að félagasamtök í sveitarfélaginu hafi ávallt greiðan aðgang að mannskapsbíl. Sá verður nýttur til að koma iðkendum sem þurfa að sækja mót eða aðra viðburði á milli staða. Líkt og gert er í nágrannasveitarfélögum.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Aðalfundur UMFL haldinn 11. apríl 2024 skorar á sveitarfélagið Bláskógabyggð að festa kaup á teppamottum til notkunar á gólf íþróttahúsa sveitarfélagsins til að auka möguleika á notkun. Þegar nota á húsið til íþrótta-, mennta- og menningarviðburði sem krefjast þess að leggja þurfi teppi á gólfið, samanber norðurlandamótið í skólaskák. Teppamottur munu auka notagildi íþróttahúsa sveitarfélagsins til muna og auka tekjumöguleika sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita tilboða í teppamottur.

Aðalfundur UMFL haldinn 11. apríl 2024 vill ýta á eftir því að sett verði upp rakakerfi til að viðhalda nýju gólfi sem lagt var á íþróttahúsið á Laugarvatni síðasta ár.
Sveitarstjórn samþykkir að meta það hvort setja þurfi rakakerfi og vísar málinu til framkvæmda- og veitunefndar.

24.Stöðugildi deildarstjóra í Reykholtsskóla

2404064

Beiðni skólastjóra Reykholtsskóla um viðbótarstöðugildi, staða deildarstjóra stoðþjónustu. Áður til umræðu á 357. fundi.
Erindið var lagt fram. Tillaga um viðbótarstöðugildi var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa T-lista og Stephanie, Anna Greta greiddi atkvæði gegn tillögunni og óskaði eftir að bóka að hún leggist ekki gegn auknu umfangi stjórnunar innan skólans, en telur rétt að mæta því innan fjárhagsáætlunar.
Jafnframt var lagt til að gerður yrði viðauki við fjárhagsáætlun, kr. 5.254.443, vegna aukningarinnar. Tillagan var smaþykkt með sex atkvæðum, Anna Greta sat hjá.

25.Fundir sveitarstjórnar með stjórnendum

2403040

Lieselot Simoen kemur inn á fundinn.
Lieselot Simoen kom inn á fundinn. Rætt var um nemendafjölda og áætlaðan fjölda á næsta skólaári, mönnun og horfur varðandi mönnun stöðugilda, auk þess sem rætt var um skóladagatal og reglur leikskóla, sbr. 4. mál á dagskrá fundarins.

26.Fundir sveitarstjórnar með stjórnendum

2403040

Íris Anna Steinarrsdóttir kemur inn á fundinn.
Frestað til næsta fundar.

27.Hverabraut 16-18, Laugarvatni, sala

2306019

Söluskilmálar vegna Hverabrautar 16-18, Laugarvatni.
Lögð var fram tillaga að söluskilmálum vegna Hverabrautar 16-18 á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir skilmálana.

28.Heiðursáskrift að Skógræktarritinu

2404072

Erindi Skógræktarfélags Íslands, dags. 08.04.2024, þar sem boðin er heiðursáskrift að Skógræktarritinu.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

29.Kosning oddvita og varaoddvita 2022-2026

2205037

Kjör oddvita og varaoddvita skv. 7. gr. samþykkta um stjórn Bláskógabyggðar nr. 280/2022. Tillaga um að Helgi Kjartansson verði oddviti og Stefanía Hákonardóttir verði varaoddviti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Helgi Kjartansson verði oddviti og Stefanía Hákonardóttir varaoddviti.

30.Rekstrarleyfisumsókn Reykjavellir 220 5623

2404073

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. apríl 2024, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Sauðholts ehf vegna gististaðar í flokki II, tegund H sumarhús, að Reykjavöllum, BLáskógabyggð. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið sem varðar breytingu á gildandi rekstrarleyfi að Reykjavöllum.

31.Ársreikningur Almannavarna Árnessýslu 2024

2404071

Ársreikningur Almannavarna Árnessýslu 2024
Lagt fram til kynningar.

32.Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu 2024

2404069

Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu 2024
Lagt fram til kynningar.

33.Ársreikningur Byggðasafns Árnesinga 2024

2404068

Ársreikningur Byggðasafns Árnesinga 2024
Lagt fram til kynningar.

34.Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2024

2404074

Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2024
Lagt fram til kynningar.

35.Ársreikningur Héraðsnefndar Árnssýslu 2024

2404065

Ársreikningur Héraðsnefndar 2024
Lagt fram til kynningar.

36.Ársreikningur Héraðsskjalasafns Árnssýslu 2024

2404070

Áarsreikningur Héraðsskjalasafns Árnessýslu 2024
Lagt fram til kynningar.

37.Ársreikningur Listasafns Árnesinga 2024

2404067

Ársreikningur Listasafns Árnesinga 2024
Lagt fram til kynningar.

38.Ársreikningur Tónlistarskóla Árnesinga 2024

2404066

Ársreikningur Tónlistarskóla Árnesinga 2024
Lagt fram til kynningar.

39.Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

2404075

Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?