Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

352. fundur 30. janúar 2024 kl. 15:30 - 17:15 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundir ungmennaráðs með sveitarstjórn 2024

2401060

Ungmennaráð Bláskógabyggðar kemur til fundar með sveitarstjórn
Á fundinn mættu:
Sara Rósída Guðmundsdóttir, formaður, Ásdís Erla Helgadóttir, Ragnar Dagur Hjaltason, Kjartan Helgason, Henný Lind Brynjarsdóttir, Hrannar Snær Jónsson, Lovísa Ýr Jóhannsdóttir, ásamt Ragnheiði Hilmarsdóttur.
Ungmennaráð vakti máls á húsnæðismálum félagsaðstöðu bæði í Reykholti og á Laugarvatni, t.a.m. að byggt yrði ofan á búningsklefa íþróttahússins á Laugarvatni, hvort nýta mætti gamla leikskólann í Reykholti, eða Ungmennabúðirnar á Laugarvatni. Einnig hvort kaupa mætti gámahús til að setja niður fyrir félagsaðstöðu fyrir unga sem aldna.
Rætt var um hvort unnt væri að koma upp ærslabelg í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Ungmennaráð vakti máls á þörf fyrir götulýsingu við Dalbraut og Smárabraut í Reykholti og að lýsa þurfi göngustíg meðfram Skólavegi. Þá sé götulýsing á Laugarvatni stundum að detta út. Þá var einnig uppi hugmynd um að lýsa upp stíginn við vatnsbakkann á Laugarvatni til að hafa lýsingu vegna skautaiðkunar. Einnig var nefnt að það vanti göngustíga og gangbrautir í Reykholti, td við Dalbraut. Nefnt var að skortur sé á heitu vatni á ákveðnum svæðum í Laugardal, m.a. detti þrýstingur niður þegar sumarhúsaeigendur koma á svæðið.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?