Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

351. fundur 17. janúar 2024 kl. 09:00 - 11:15 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Guðni Sighvatsson Aðalmaður
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Stefanía Hákonarsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá málefni heilsugæslunnar í Laugarási og trúnaðarmál, sem verða 14. og 15. liður, umsögn um tækifærisleyfi og umsögn um frumvarp til laga um vindorku, sem verða 17. og 18. liður. Var það samþykkt samhljóða.

1.Fundargerðir skipulagsnefndar

2401024

272. fundur haldinn 10.01.2024. Afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 4 til 15.
-liður 4, Efra-Apavatn 1B L226188; Skilgreining frístundalóðar; Deiliskipulag - 2311089
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Efra-Apavatns 1B L226188. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir því að heimilt verði að reisa frístundahús allt að 250 fm auk bílskúrs/skemmu að 100 fm.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.


-liður 5, Laugarvatn; Einbúi, Reitur 8; Breyttir skilmálar og fjölgun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting - 2310057
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar reit 8 (Einbúa) á Laugarvatni eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að uppbygging innan lóðar verður eingöngu á efra svæði en engin byggð á neðra svæði. Einnig eru gerðar breytingar á byggingarskilmálum, í stað bygginga í fornum stíl verði 32 ferðaþjónustuhús, 30-40 fm að stærð og mænishæð þjónustuhúss hækkar úr 5,9 m í 6,5 m. Bílastæði verða staðsett við ferðaþjónustuhús og þjónustuskála. Nýtingarhlutfall skal vera óbreytt 0,15 frá gildandi tillögu deiliskipulags í takt vð bókun sveitarstjórnar þess efnis. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Í uppfærðri skipulagstillögu eftir auglýsingu er gert ráð fyrir minnkun lóðar sem skipulagstillagan tekur til. Að mati nefndarinnar eru því hugsanleg áhrif tillögunnar á fornminjar svæðisins hverfandi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu, þó þannig að nýtingarhlutfall verði 0,09. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 6, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Stækkun á VÞ2, Valhallarstígur Nyrðri 8 úr F í VÞ, vatnsból á VB3; Breyting á aðalskipulagi - 2309040
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar ásamt uppfærðum gögnum sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst m.a. breytt lega VÞ2 vegna áætlana um nýjar þjónustumiðstöðvar innan svæðisins. Skilgreind eru ný vatnsból ásamt vatnsverndarsvæðum. Skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði með hringtákni á lóð Valhallarstígs Nyrðri 8. Skipulagslýsing vegna málsins var kynnt frá 19.10 - 10.11.23. Umsagnir sem bárust við kynningu lýsingar eru lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


-liður 7, Reykholt; Skólavegur, Reykholtsbrekka, Tungurimi; Verslunar- og þjónustusvæði og breytt lega vegar og afmörkun lóða; Deiliskipulagsbreyting - 2306089
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar þéttbýlið í Reykholti eftir auglýsingu. Á Skólavegi 1 er starfrækt 40 herbergja hótel og er stefnan að stækka það í 120 herbergi á þremur hæðum. Lega götunnar Tungurima hefur verið hönnuð og var gatan færð um 15 m til norðvesturs, lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar. Þá er gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr íbúðarlóð í verslunar- og þjónustulóð og settir skilmálar fyrir lóðina. Jafnframt er gert ráð fyrir mögulegri stækkun á leikskólanum Álfaborg til austurs. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra uppfærðra gagna. Sveitarstjórn mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og taki gildi samhliða gildistöku aðalskipulagsbreytingar sem unnin var samhliða.


-liður 8, Íshellir í Langjökli; Skilgreining afþreyingar- og ferðamannasvæðis; Aðalskipulagsbreyting - 2304027
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar er varðar skilgreiningu nýs afþreyingar- og ferðamannasvæðis á Langjökli eftir kynningu. Ferðaþjónustufyrirtæki sem starfrækt eru á svæðinu bjóða upp á jöklaferðir og vilja geta boðið upp á íshellaskoðun allt árið um kring með því að gera manngerða íshella í Langjökli. Nú þegar er eitt skilgreint svæði fyrir manngerðan íshelli á jöklinum. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður gert nýtt deiliskipulag þar sem gerð verður grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun og landnýtingu, skilgreind lóð fyrir manngerðan íshelli sem verður nýttur til ferðaþjónustustarfsemi og vernd náttúru- og menningarminjar. Svæðið sem um ræðir fyrir íshellinn er innan þjóðlendu og er í um 1.100 m h.y.s. og er ofan jafnvægislínu í suðurhlíðum Langjökuls. Fyrirhugaður íshellir er alfarið utan hverfisverndaðs svæðis við Jarlhettur. Skipulagssvæðið er alfarið á jökli og er aðkoma að jöklinum eftir vegi F336 sem tengist vegi nr. 35, Kjalvegi, á Bláfellshálsi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu málsins.


-liður 9, Útey 2 L167648; Mýrarskógur og Eyjavegur; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting - 2212016
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar fyrir aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 er varðar Útey 2. Breytingin nær til þess hluta af frístundasvæði F21 sem er innan Úteyjar 2 L167648 auk nýrra svæða austan Laugarvatnsvegar. Reitur F21 nær yfir nokkrar jarðir en í breytingu þessari er aðeins lagt til að breyta þeirri landnotkun sem er innan Úteyjar 2 og í henni felst tilfærsla á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og öfugt. Lýsing breytingarinnar var kynnt 05.04. - 03.05.2023.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um uppfærð gögn. Mælist sveitarstjórn til þess að frístundasvæði sem skilgreint er við Apavatn verði í 100 metra fjarlægð frá vatnsbakka.


-liður 10, Apavatn 2 lóð L167xxx; Byggingarskilmálar; Deiliskipulag - 2401015
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til lóðar Apavatns 2 lóð úr landi Lækjarhvamms. Í tillögunni sem lögð er fram ásamt uppfærðum gögnum felst heimild til viðbyggingar við núverandi sumarhús innan lóðarinnar auk 40 fm gestahúss og 15 fm geymslu innan nýtingarhlutfall 0,03. Núverandi hús er í 16 metra fjarlægð frá árbakka, gert er ráð fyrir að viðbygging fari fjær árbakka.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og mælist til þess að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

-liður 11, Reykholtsskóli (Mosar 1) L167198; breyting á notkun - 2401005
Móttekin er umsókn um breytta notkun á mhl 04 innan lóðarinnar Reykholtsskóli (Mosar 1) L167198. Óskað er eftir að notkuninni verði breytt úr einbýlishúsi í rými fyrir skólavistun/frístund.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

-liður 12, Myrkholt L217197; Verslunar- og þjónustulóð; Deiliskipulag - 2401013
Lögð er fram umsókn er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðis VÞ25 í landi Myrkholts 1. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir heimild til að stækka núverandi hús um allt að 600 fm. Ennfremur er gert ráð fyrir byggingum ætlaðar fyrir ferðaþjónustu og henni tengdri s.s. nýtt gistihús, smáhýsi og starfsmannahús. Heildarflatarmál bygginga á lóðinni má ekki fara yfir 2.300 fm og gistirúm mega vera allt að 80.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.


-liður 13, Hrosshagi 2 L194843; Laufhagi; Breytt heiti lóðar - 2401018
Lögð er fram umsókn er varðar breytt staðfang sumarbústaðalóðarinnar Hrosshaga 2 L194843. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Laufhagi.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við breytt staðfang lóðarinnar í takt við framlagða umsókn.


-liður 14, Hrosshagi 4 L228432; Klettaholt, Breytt heiti lóðar - 2401025
Lögð er fram umsókn er varðar breytt staðfang íbúðarhúsalóðarinnar Hrosshaga 4 L228432. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Klettaholt.
Sveitarstjórn bendir á að nú þegar eru til lóðir innan Bláskógabyggðar undir heitinu Klettsholt. Mælist sveitarstjórn til þess að afgreiðslu málsins verði frestað. Skipulagsfulltrúa falið að hafa samskipti við umsækjanda um breytt staðfang.


-liður 15, Hrosshagi L167118; Hrosshagi 2, Hrosshagi 2B, Garðshorn; Stofnun lóða - 2401024
Lögð er fram umsókn um stofnun 3ja lóða úr landi Hrosshaga. Um er að ræða 6.551,5 fm lóð umhverfis íbúðarhús sem fær staðfangið Hrosshagi 2B, 8.035 fm lóð umhverfis íbúðarhús sem fær staðfangið Hrosshagi 2 og 3.325,5 fm lóð umhverfis frístundahús sem fær staðfangið Garðshorn.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um lagfærð gögn.

Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

2.Fundargerðir framkvæmda- og veitunefndar

2401002

45. fundur haldinn 10.01.2024. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 1, 4, 5 og 7.
-liður 1, 2312022, aukin heitavatnsnotkun Gufu ehf vegna Fontana. Gufa ehf hefur óskað eftir meira magni af heitu vatni vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Fonanta. Framkvæmda- og veitunefnd lagði á 45. fundi til við sveitarstjórn að raðist verði í borun eftir heitu vatni á Laugarvatni á grundvelli þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið varðandi aukna orkuöflun þar. Sveitarstjórn samþykkir að leita tilboða í borun eftir heitu vatni á Laugarvatni. Sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs og sveitastjóra er falið að leita tilboða í borun á Laugarvatni. Gert er ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun.
-liður 4, 2311006, áskorun um endurbætur á áhaldahúsi Reykholti, fnr. 222-6776 (gamla slökkvistöðin). Í framhaldi af athugasemdum sem hafa borist vegna ástands hússins hefur sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs greint viðhaldsþörf og gert kostnaðaráæltun vegna endurbóta. Á 45. fundi lagði framkvæmda- og veitunefnd til við sveitarstjórn að ráðist verði í verkefni og er kostnaður áætlaður 5.700.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmda- og veitunefndar og felur sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs að láta vinna verkið. Ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun og samþykkir sveitarstjórn því viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 5.700.000 á deild 31-31103-4990. Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.
-liður 5, 2401036, endurbætur á gufubaði á Laugarvatni, þar sem ekki tókst að ljúka framkvæmdum við gufubað á Laugarvatni á sl ári eins og áætlanir gerðu ráð fyrir hefur sviðsstjóri framkvæmda- og veitusvið óskað eftir fjármagni á áætlun þessa árs til að ljúka verkinu. Framkvæmda- og veitunefnd lagði til við sveitarstjórn á 45. fundi að erindið yrði samþykkt. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og að gerður verði viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 3.500.000 vegna endurbóta á gufubaðinu (deild 31-31252-4990). Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.
-liður 7, 240137, viðhald skólastjórabústaðar (Mosar 1), Reykholti, þar sem ekki tókst að ljúka framkvæmdum við endurbætur á skólastjórabústað í Reykholti á sl ári eins og áætlað var hefur sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs óskað eftir viðbótarfjárveitingu að fjárhæð 15.000.000 kr. til að ljúka verkinu, en til stendur að húsið verði nýtt fyrir Reykholtsskóla, m.a. undir frístund. Á 45. fundi lagði framkvæmda- og veitunefnd til við sveitarstjórn að erindið yrði samþykkt. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 15.000.000 á deild 31-31105-4990. Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar hvað aðra liði varðar.

3.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2301026

40. fundur haldinn 15.12.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4.Gjaldskrá Aratungu og Bergholts leiga 2024

2310015

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

5.Lántökur 2024

2401040

Beiðni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Bláskógabyggðar um heimild til að millifæra af reikningi Bláskógaveitu inn á reikning Bláskógabyggðar eftir þörfum á árinu 2024.
Sveitarstjórn heimilar sviðsstjóra að millifæra af reikningi Bláskógaveitu inn á reikning Bláskógabyggðar innan ársins, gerist þess þörf. Ráðstöfun þessi rúmast innan fjárhagsáætlunar og er gerð til þess að draga úr vaxtakostnaði.

6.Lyngbraut 2 (Stóra-Fljót) deiliskipulagsbreyting

2401043

Beiðni Harðar Arnarsonar, dags. 10.01.2024, um breytingu á deiliskipulagi Lyngbrautar 2 (Stóra-Fljót).
Beiðnin var lögð fram. Þar er óskað eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi þannig að landnýtingu verði breytt úr landbúnaðarlóð í lóð fyrir verslun og þjónustu. Heimilt verði að byggja gróðurhús, íbúðarhús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði ásamt iðnaðarhúsnæði á allt að 1-3 hæðum.
Sveitarstjórn vísar erindinu til skipulagsnefndar.

7.Húsnæðisáætlun Bláskógabyggðar 2024

2401045

Húsnæðisáætlun 2024
Lögð var fram tillaga að húsnæðisáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2024. Sveitarstjórn samþykkir áætlunina og felur sveitarstjóra að skila henni inn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

8.Útsvarstekjur og framlög Jöfnunarsjóðs 2023

2303018

Yfirlit yfir útsvarstekjur ársins 2023 og framlög Jöfnunarsjóðs
Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur fyrir janúar til desember 2023 og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

9.Félagssamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs

2302026

Stofnsamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, til staðfestingar.
Lagður var fram stofnsamningur (félagssamningur) Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, eftir yfirlestur viðkomandi ráðuneyta. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar samningnum til síðari umræðu.

10.Kostnaðarskipting sveitarfélaga vegna Tónlistarskóla Árnesinga 2024

2401048

Erindi Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 22.12.2023, þar sem kynnt er breytt kostnaðarskipting vegna ársins 2024 vegna kjarasamninga.
Yfirlit yfir kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna var lagt fram. Kostnaðarhlutdeild Bláskógabyggðar hækkar um 767.000 kr frá fyrra yfirliti vegna áhrifa nýs kjarasamnings. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

11.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar, breyting

2302029

Tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar, síðari umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að taka breytingu á samþykktum sveitarfélagsins til lokaumræðu á næsta fundi samhliða afgreiðslu á stofnsamningi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

12.Reglur um birtingu gagna með fundargerðum sveitarstjórnar á vef Bláskógabyggðar

2401049

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum sveitarstjórnar á vef Bláskógabyggðar
Lögð var fram tillaga að reglum um birtingu gagna með fundargerðum sveitarstjórnar á vef Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar.

13.Umferðaröryggisáætlun

2312019

Umferðaröryggisáætlun, áður á dagskrá á 349. fundi
Sveitarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að gerð umferðaröryggisáætlunar. Verðkönnun verði undirbúin og gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun næsta árs.

14.Málefni heilsugæslunnar í Laugarási

2305040

Staða mála vegna heilsugæslunnar í Laugarási
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE) er nú að auglýsa eftir hentugu húsnæði fyrir heilsugæslu í Uppsveitum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þykir miður hvernig staðið er að öllum undirbúningi og framkvæmd á þessari auglýsngu. Á fundum sveitarstjórnar með stjórnendum HSU og FSRE hefur komið fram að mikið viðhald og breytingar séu nauðsynlegar á heilsugæsluhúsnæðinu í Laugarási, 150 milljónir eru nefndar í því samhengi, en engin gögn styðja þá áætlun. Kynnt var fyrir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að gerð yrði markaðskönnun varðandi hentugt húsnæði en niðurstaðan hjá HSU og FSRE er að auglýsa eftir hentugu leiguhúsnæði, á þessu er talsverður munur og undrast sveitarstjórn hvernig haldið hefur verið á þessu máli. Í auglýsingunni eftir hentugu húsnæði fyrir heilsugæslu er margt sem stenst ekki málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar og hefur sveitarfélagið gert athugasemdir við það. Einnig hefur sveitarfélagið gert athugasemdir við það hve knappur tímarammi er gefinn til að skila tilboði og afhenda fullbúna eign, en ekki hafa komið fram nein rök sem styðja það að tímaramminn þurfi að vera svo knappur. Sveitarstjórn þykir miður að ekki hafi verið haft samráð eða farið fram samtal við íbúa í Uppsveitum um hugsanlega breytingu á staðsetningu heilsugæslu á svæðinu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mun óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra vegna málsins.

15.Trúnaðarmál

2401051

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.

16.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 1012010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál.

2401047

Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 3. janúar 2024, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál.



Umsagnarfrestur er til 17. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Tímabundið áfengisleyfi fyrir þorrablót á Laugarvatni

2401050

Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 15.01.2024, um umsögn um tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts UMFL í íþróttamiðstöðinni að Hverabraut 2, Laugarvatni, 10. til 11. febrúar 2024.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi, vegna þorrablóts UMFL.

18.Frumvarp til laga um vindorku

2401052

Erindi Samtaka orkusveitarfélaga um frumvarp til laga um vindorku, dags. 16.01.2024, þar sem sveitarfélög eru hvött til skila inn umsögn eða taka undir umsögn samtakanna. Frestur til að skila inn umsögn er til 23. janúar nk.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að skila inn umsögn innan umsagnarfrests.

19.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401044

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. janúar 2024, þar sem boðað er til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

20.Áform um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

2303025

Tilkynning innviðaráðuneytisins, dags. 09.01.2024, vegna frumvarps til laga um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar.
Tilkynningin var lögð fram. Þar kemur fram að beðið verður með heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar til óvissu í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn Jöfnunarsjóði hefur verið eytt.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?