Sveitarstjórn Bláskógabyggðar

350. fundur 03. janúar 2024 kl. 09:00 - 11:12 í Aratungu, Reykholti
Nefndarmenn
  • Helgi Kjartansson Aðalmaður
  • Stefanía Hákonardóttir Aðalmaður
  • Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Aðalmaður
  • Guðrún S. Magnúsdóttir Aðalmaður
  • Elías Bergmann Jóhannsson Varamaður
    Aðalmaður: Guðni Sighvatsson
  • Anna Greta Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Jón Forni Snæbjörnsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásta Stefánsdóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð skipulagsnefndar

2301013

-liður 8 í fundargerð 271. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var 13.12.2023, Borgarrimi 3, Reykholti, fjölgun íbúða, áður frestað á 349. fundi.
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Reykholts sem tekur til lóðar Borgarrima 3. Í breytingunni felst að heimild verði veitt fyrir 6 íbúðum í stað 5 íbúða innan lóðarinnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi sem tekur til fjölgunar á íbúðum innan raðhúsalóða sem eru 1350 fm eða stærri innan deiliskipulagsins að Reykholti. Sveitarstjórn bendir á að vinna þarf töluverðar breytingar á uppdrætti og greinargerð skipulagsins vegna framlagðrar umsóknar. Mælist sveitarstjórn til að unnin verið tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem skilgreindur er nýr flokkur fyrir raðhús á lóðum yfir 1350 fm þar sem heimilt verði að byggja allt að 6 íbúðir. Skilmálar er verðar lágmarksstærð íbúða og nýtingarhlutfall verði óbreytt. Samhliða þarf að gera breytingar á núverandi heimildum er varðar raðhúsalóðir (R). Jafnframt þarf að vinna breytingar á uppdrætti sem gerir grein fyrir innbyrðis skiptingu lóðanna vegna hugsanlegrar fjölgunar íbúða. Að auki þarf að meta hve mikil fjölgun íbúða er að ræða og hvort að sú fjölgun fallin innan núverandi heimilda er varðar skilgreindan fjölda íbúða innan raðhúsasvæða. Mælist sveitarstjórn til þess að deiliskipulagsbreyting verði lögð fram í skipulagsnefnd þegar úrvinnslu hennar er lokið.

2.Fundargerð stjórnar SASS

2301012

604. fundur haldinn 08.12.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir ungmennaráðs

2301034

Fundur haldinn 19.01.2023

Fundur haldinn 12.12.2023
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerð almannavarnanefndar Árnessýslu

2301021

3. fundur haldinn 14.12.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

5.Hverasvæðið við Laugarvatn

2312015

Afnot af hverasvæði.
Sigurður Rafn Hilmarsson og Helgi Júlíusson, fulltrúar Fontana, komu inn á fundinn og ræddu möguleika á afnotum af hverasvæðinu við Laugarvatn.

6.Aukin heitavatnsnotkun Gufu/Fontana

2312022

Erindi Gufu ehf, dags. 20.12.2023 vegna aukinnar notkunar á heitu vatni vegna stækkunar á starfsemi félagsins við Laugarvatn.
Sigurður Rafn Hilmarsson og Helgi Júlíusson, fulltrúar Fontana, gerðu grein fyrir áformum um stækkun Fontana og þörf fyrir aukið magn af heitu vatni.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til framkvæmda- og veitunefndar.

7.Stofnun lóða úr landi Bergsstaða - Berg

2312023

Erindi skipulagsfulltrúa, dags. 19.12.2023, varðandi stofnun þriggja lóða úr landi Bergsstaða, þar sem óskað er eftir að lóðir nr. 1 og 2 fái staðvísinn Berg.
Fyrir liggur beiðni um að stofna þrjár lóðir úr landi Bergsstaða lóð B1 L189401. Óskað er eftir að tvær lóðanna, lóðir nr 1 og 2, fái staðvísinn Berg.
Í gildi er deiliskipulag á svæðinu en þar koma ekki fram heiti lóðanna.
Sveitarstjórn samþykkir að stofnaðar verði þrjár lóðir úr landi Bergsstaða og að lóðir nr. 1 og 2 fái staðvísinn Berg.

8.Heimasíða Bláskógabyggðar

2110015

Opnun nýrrar heimasíðu Bláskógabyggðar
Sveitarstjóri kynnti nýja heimasíðu Bláskógabyggðar.

9.Breyting á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk

2312024

Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk sem undirritað var 15. desember sl.
Samkomulagið var lagt fram til kynningar.

10.Ársreikningur Björgunarsveitar Biskupstungna 2022

2312025

Ársreikningur 2022
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.

11.Ársreikningur Björgunarsveitarinnar Ingunnar 2022

2312026

Ársreikningur 2022
Ársreikningurinn var lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:12.

Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?