Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
Dagskrá
1.Fundargerð skipulagsnefndar
2301013
271. fundur haldinn 13.12.2023, afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 9. Tölvupóstur, dags. 15.12.2023, vegna máls nr. 8.
2.Forvarnastefna - vinnuhópur
2312009
1. fundur haldinn 13.12.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
3.Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
2301024
14. fundur haldinn 14.11.2023
15. fundur haldinn 12.12.2023
15. fundur haldinn 12.12.2023
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
4.Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
2302025
Aðalfundur haldinn 05.12.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
5.Fundargerð Héraðsnefndar Árnessýslu
2301031
16. fundur framkvæmdastjórnar haldinn 10.11.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
6.Fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
2301014
196. fundur haldinn 06.12.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
7.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2301026
939. fundur haldinn 05.12.2023
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
8.Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands
2301032
3. fundur haldinn 09.10.2023
4. fundur haldinn 12.11.2023
4. fundur haldinn 12.11.2023
Fundargerðirnar voru lagðar fram til kynningar.
9.Lóð við Einbúa
2304005
Fulltrúi lóðarhafa kemur á fundinn kl. 9:30.
Gunnar Gunnarsson, fulltrúi Ganghjóls ehf, kom inn á fundinn og fylgdi eftir erindi sínu varðandi nýtingarhlutfall lóðarinnar. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við lóðarhafa um nýtingarhlutfall og gatnagerðargjald.
10.Loftslagsstefna
2111044
Loftslagsstefna og aðgerðaráætlun
Sveitsrstjórn samþykkir loftslagsstefnuna.
11.Gjaldskrá Bláskógaljóss 2024
2310013
Gjaldskrá Bláskógaljóss 2024
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá Bláskógaljóss.
12.Gjaldskrá fráveitu og hreinsun rotþróa 2024
2310023
Gjaldskrá fráveitu (aukahreinsanir)
Sveitarstjórn samþykkir að 5. gr. gjaldskrár fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa verði svohljóðandi:
Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi:
Aukahreinsun á rotþró í tengslum við aðra hreinsun kr. 42.972,- ásamt kr. 583,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
Aukahreinsun á rotþró sem sérferð kr. 102.661,- ásamt kr. 583,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
Fyrir aukahreinsun, að beiðni eiganda, greiðist eftirfarandi:
Aukahreinsun á rotþró í tengslum við aðra hreinsun kr. 42.972,- ásamt kr. 583,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
Aukahreinsun á rotþró sem sérferð kr. 102.661,- ásamt kr. 583,- þóknun fyrir hvern ekinn kílómetra.
13.Hverasvæðið við Laugarvatn
2312015
Erindi Gufu- Laugarvatn Fontana ehf, dags. 06.12.2023, um afnot af hverasvæðinu við Laugarvatn til brauðbaksturs.
Erindið var lagt fram. Þar lýsir félagið yfir vilja til viðræðna við sveitarstjórn um gerð leigusamnings milli Bláskógabyggðar og félagsins um hverasvæðið við Laugarvatn, svo auka megi upplifun gesta, tryggja öryggi þeirra og stuðla að verndun svæðisins. Áréttað er að svæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir þá íbúa sem nýta hverasvæðið til baksturs.
Eftir skoðun á málinu og umræður sér sveitarstjórn sér ekki fært að verða við erindinu.
Eftir skoðun á málinu og umræður sér sveitarstjórn sér ekki fært að verða við erindinu.
14.Forkaupsréttur að hlutum í Vottunarstofunni Túni
2303036
Erindi starfandi framkvæmdastjóra vottunarstofunnar Túns ehf, dags. 04.12.2023, þar sem tilkynnt er um sölu á hlutafél í félaginu og óskað afstöðu til forkaupsréttar.
Erindið var lagt fram. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnar forkaupsrétti á 1,46% hlut í Vottunarstofunni í samræmi við erindið.
15.Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk 2024
2312017
Styrkumsókn Kvennaathvarfsins vegna ársins 2024, sótt er um styrk að fjárhæð kr. 200.000.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að veita umbeðinn styrk.
16.Sundlaugamenning á Íslandi á skrá UNESCO
2312018
Erindi Menningar- og viðskipstaráðuneytisins, dags. 04.12.2023, þar sem óskað er stuðnings við skráningu sundlaugamenningar á skrá UNESCO.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.
17.Umferðaröryggisáætlun
2312019
Umferðaröryggisáætlun fyrir Bláskógabyggð
Umræða varð um málið og samþykkt að taka það fyrir á síðari fundi sveitarstjórnar í janúar.
18.Lóðarumsókn Vesturbyggð 7 Laugarási
2205049
Viðvörun um að lóðarúthlutun verði afturkölluð, sbr. 8. gr. laga nr. 153/2006.
Sveitarstjórn samþykkir með vísan til 8. gr. laga nr. 153/2006 að lóðarhafa verði tilkynnt að úthlutun lóðarinnar Vesturbyggð 7, sem úthlutað var hinn 1. júní 2022, verði afturkölluð þar sem ekki hefur verið staðið við úthlutunarskilmála.
19.Útsvarshlutfall 2024
2312016
Tillaga um breytingu á álagningarhlutfalli útsvars fyrir árið 2024 vegna samkomulags ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokks fatlaðra.
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga um samkomulag dags. 15.12.2023 milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks var lögð fram. Með samkomulaginu er kveðið á um hækkun álagningarhlutfalls útsvars og tilsvarandi lækkun álagningarhlutfalls tekjuskatts.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
20.Lántökur 2023
2304018
Lántökur 2023 (breyting á fyrri bókun vegna breyttra skilmála)
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- , til allt að 16 ára, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Hluti lánsins er vegna verkefnis sem uppfyllir gildandi græna umgjörð Lánasjóðsins, sem sveitarstjórn hefur kynnt sér og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við fráveitu og fasteignum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við fráveitu og fasteignum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
21.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2312020
Beiðni um að nemandi með lögheimili í Bláskógabyggð stundi nám utan sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og að um greiðslur fari samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
22.Reglugerð um merki fasteigna
2312010
Erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 13.12.2023 þar sem vakin er athygli á að drög að reglugerð um merki fasteigna er til kynningar í samráðsgátt.
Erindið var lagt fram til kynningar.
23.Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum (raforkuöryggi) 348. mál
2312011
Umsögn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 12.12.2023, um frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum.
Erindið var lagt fram til kynningar.
24.Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
2303025
Umsögn Bláskógabyggðar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Umsögnin var lögð fram til kynningar.
25.Rekstrarleyfisumsókn Efstidalur II 220 5918
2309002
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 08.11.2023, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Efstadals 2 ehf, um breytingu á gildandi leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H frístundahús. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um erindið, enda er starfsemin í samræmi við aðalskipulag.
26.Rekstrarleyfisumsókn Guðjónsgata 12, 220 5805
2312013
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 01.12.2023, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn Valgerðar Guðrúnar Johnsen vegna reksturs gististaðar í flokki II H frístundahús, að Guðjónsgötu 12, 2205805. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn því að umbeðið leyfi verði veitt, enda samræmist starfsemin ekki gildandi aðalskipulagi.
27.Rekstrarleyfisumsókn Dynjandisvegur 18 232 4302
2312014
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28.11.2023, um rumsögn um rekstrarleyfisumsókn Enn Eff ehf vegna gististaðar í flokki II H frístundahús að Dynjandisvegi 18. Umsögn byggingarfulltrúa liggur fyrir.
Sveitarstjórn leggst gegn því að umbeðið leyfi verði veitt, enda samræmist starfsemin ekki gildandi aðalskipulagi.
28.Áherslur um nýtingu vindorku
2209004
Fréttatilkynning Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 13.12.2023, vegna kynningar á tillögum starfshóps um vindorku.
Lagt fram til kynningar.
29.Styrkbeiðni Soroptimistaklúbbs Suðurlands vegna Sigurhæða, þakkir
2310067
Tölvupóstur verkefnisstjóra Sigurhæða, dags. 13.12.2023, þar sem þakkað er fyrir framlag til verkefnisins í gegnum Sóknaráætlun Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.
30.Aðalfundur Arnardrangs hses 2022
2312012
Boð á aðalfund Arnardrangs hses, sem haldinn verður 21.12.2023
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri mun sækja fundinn fh Bláskógabyggðar.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til landbúnaðarlóða í landi Skálabrekku-Eystri eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu er gert er ráð fyrir 17 landbúnaðarlóðum á um 75 ha svæði. Stærðir lóða eru frá 30.488 fm til 45.733 fm. Innan lóða er gert ráð fyrir heimild til að reisa eitt íbúðarhús ásamt aukahúsi á lóð innan nýtingarhlutfalls 0,03. Umsagnir bárust á kynningartíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Sveitarstjórn telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 4, Heiðarbær við Þingvallavatn; Frístundabyggð; Deiliskipulag - 2206013
Lögð er fram umsókn frá Ríkiseignum er varðar nýtt deiliskipulag frístundabyggðar Heiðarbæjar við Þingvallavatn. Markmið deiliskipulagsins er að hafa til staðar deiliskipulag sem gefur heildarmynd af svæðinu þar sem lóðarmörk, aðgengi og gönguleiðir eru skýrar. Jafnframt að fylgja eftir stefnu Bláskógabyggðar um að til skuli vera deiliskipulag fyrir eldri frístundasvæði. Með deiliskipulagsgerðinni er unnið að því að samþætta lóðamörk, auka skilvirkni við umsýslu á lóðum ásamt því að ramma inn svæðið og nýtingu þess í heild og einstaka þætti þess s.s. innviði, náttúruvernd og aðgengi. Skipulagið var auglýst frá 14.7.22 til 26.8.22. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipulaginu eftir auglýsingu auk þess sem meira en ár er liðið síðan athugasemdafrestur við skipulagið rann út og er því málið tekið fyrir að nýju til málsmeðferðar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir deiliskipulagið og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
-liður 5, Eyvindartunga L167632; Stækkun Lönguhlíðarnámu E19; Aðalskipulagsbreyting - 2103067
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til stækkunar á Lönguhlíðarnámu E19 í landi Eyvindartungu eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að náman stækkar úr 2 ha í 4,95 ha og efnismagn úr 50.000 m3 í 149.500 m3. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Sveitarstjórn tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar er varðar að útgáfa framkvæmdaleyfis á grundvelli breyttra heimilda aðal- og deiliskipulags telst til tilkynningaskyldrar framkvæmdar sem tilkynna ber til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um hvort hún skuli háð umhverfismati, sbr. 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda- og áætlana nr. 111/2021. Sveitarstjórn samþykkir að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 6, Eyvindartunga L167632; Langahlíð E19; Efnisnáma; Deiliskipulag - 2103066
Lögð er fram tillaga er varðar deiliskipulag Lönguhlíðarnámu, merkt E19 á aðalskipulagi Bláskógabyggðar, eftir auglýsingu. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi vegna skilgreiningar námunnar. Umsagnir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu samhliða breytingu á aðalskipulagi. Sveitarstjórn bendir á að útgáfa framkvæmdaleyfis á grundvelli breyttra heimilda aðal- og deiliskipulags telst til tilkynningaskyldrar framkvæmdar sem tilkynna ber til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um hvort hún skuli háð umhverfismati, sbr. 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda- og áætlana nr. 111/2021. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að frekari efnistaka af svæðinu er háð umsókn um nýtt framkvæmdaleyfi. Sveitarstjórn mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-liður 7, Gýgjarhólskot 1 L167094; Gýgjarhólskot 1B og 4; Stofnun lóða - 2311084
Lögð er fram umsókn um stofnun 2ja lóða úr landi Gýgjahóls 1 L167904. Um er að ræða annars vegar 1.764 fm lóð umhverfis matshl. 03-101 íbúð og 05-101 geymslu og hins vegar 2.500 fm lóð. Fyrir liggur samþykki landeigenda Gýgjarhólskots 1, 2 og 3 fyrir hnitsetningu lóðanna.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn bendir á að eftir atvikum eru framkvæmdir innan stofnaðra lóða háðar gerð deiliskipulags eða grenndarkynningu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir erindið.
-liður 8, Borgarrimi 3, Reykholti; fjölgun íbúða; Deiliskipulagsbreyting - 2312030
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi Reykholts sem tekur til lóðar Borgarrima 3. Í breytingunni felst að heimild verði veitt fyrir 6 íbúðum í stað 5 íbúða innan lóðarinnar. Jóhann Guðni Reynisson, fulltrúi lóðarhafa, Stakrar gulrótar ehf, kom inn á fundinn.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.
-liður 9, Reykholt; Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2306088
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027 innan þéttbýlisins í Reykholti eftir kynningu. Á Skólavegi 1 í Reykholti er starfrækt 40 herbergja hótel og er stefnan að stækka það í 120 herbergi á þremur hæðum. Gatan Tungurimi hefur verið hönnuð og var færð um 15 m til norðvesturs, landnotkun og lóðir umhverfis götuna eru aðlagaðar að breyttri legu hennar. Þá verður gamla leikskólanum á Reykholtsbrekku 4 breytt úr samfélagsþjónustu í verslunar- og þjónustusvæði. Lögð eru fram uppfærð gögn frá fundi skipulagsnefndar þar sem nýtingarhlutfall á Skólavegi 1 er hækkað úr 0,4 í 0,6 auk þess sem gert er ráð fyrir heimild fyrir stækkun á leikskóla.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Reykholts verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist sveitarstjórn til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Fundargerðin var lögð fram til kynningar að öðru leyti.