Framkvæmda- og veitunefnd
34. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn í Aratungu, Reykholti,
þriðjudaginn 28. febrúar 2023, kl. 13:30.
Fundinn sátu:
Stefanía Hákonardóttir, Helgi Kjartansson, Jón Forni Snæbjörnsson, Ásta Stefánsdóttir, Benedikt Skúlason og Kristófer Arnfjörð Tómasson.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Fundi slitið kl. 15:00.
1. | Viðhald íþróttamiðstöðvar (ungmennabúðir) Laugarvatni - 2004019 | |
Sviðsstjóri fer yfir stöðu mála hvað varðar viðhald á Hverabraut 16, Laugarvatni (Ungmennabúðum UMFÍ) í ljósi úttektar á húsnæðinu. | ||
Starfsemi ungmennabúða UMFÍ hefur verið stöðvuð vegna raka í húsnæðinu og myglu sem greindist á nokkrum stöðum. Nauðsynlegt er að ráðast í talsverðar endurbætur til að koma í veg fyrir frekari myglu og raka og uppræta þann raka/myglu sem þegar mælist. Ljúka þarf við að drena húsið, ráðast þarf í múrviðgerðir, lagfæra þarf frágang í kringum þá glugga sem endurnýjaðir höfðu verið þegar sveitarfélagið tók við húsinu og skipta um þá glugga sem ekki höfðu verið endurnýjaðir, þ.e. á matsal. Einnig þarf að skipta um kjallarahurðir. Frárennslislagnir og drenlagnir voru myndaðar í byrjun vikunnar. Sviðsstjóri gerði grein fyrir áætluðum kostnaði við framkvæmdina. Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir framkvæmdum við húsið fyrir 10 mkr. Framkvæmda- og veitunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar til ákvarðanatöku. | ||
2. | Lyfta í Reykholtsskóla - 2110025 | |
Uppsetning lyftu í Reykholtsskóla skv. fjárhagsáætlun ársins 2023 | ||
Til stendur að setja upp lyftu í Bláskógaskóla Reykholti. Lyftustokkur er fyrir hendi. Sviðsstjóra er falið að fá eldri tilboð í verkið uppfærð. Stefnt er að því að vinna verkið í sumar. | ||
3. | Endurnýjun gervigrasvalla - 2209017 | |
Endurnýjun gervigrasvallar á Laugarvatni skv. fjárhagsáætlun ársins 2023. | ||
Gervigrasvöllur á Laugarvatni verður endurnýjaður í sumar. Fyrir liggur tilboð frá Altis um að útvega gervigras á sama verði og í fyrra þegar skipta var um gervigras í Reykholti. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Altis á grundvelli eldra tilboðs. Verkið verður unnið í sumar. | ||
4. | Styrkúthlutanir vegna lagningar ljósleiðara í Bláskógabyggð - 2004021 | |
Yfirlit yfir greidda styrki vegna ljósleiðaralagningar í Bláskógabyggð | ||
Lagt var fram yfirlit yfir greidda styrki skv. samningum við Fjarskiptasjóð frá árunum 2018, 2019, 2020 og 2021. Samtals 139.095.921 kr. Einnig yfirlit yfir Byggðastyrki frá Byggðastofnun frá árunum 2018, 2009 og 2020, alls kr. 19.600.000. Allir styrkir hafa nú verið greiddir til verkefnisins. | ||
5. | Endurnýjun fráveitu Laugarvatni 1. áfangi - 2106039 | |
Fundargerð verkfundar 16.02.2023 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
6. | Endurnýjun vatnsveitu á Laugarvatni, 2. áfangi - 2301044 | |
Endurnýjun vatnsveitu samhliða fráveitulögn á Laugarvatni. | ||
Samhliða endurnýjun fráveitu verður kaldavatnslögn endurnýjuð frá Lindarbraut 5, að grunnskólanum. Lagður var fram uppdráttur Eflu sem sýnir framkvæmdasvæðið. | ||
7. | Endurnýjun fráveitu á Laugarvatni, 2. áfangi - 2301044 | |
2. áfangi fráveituframkvæmda á Laugarvatni. Verksamningur. | ||
Lögð voru fram drög að samningi við Fögrusteina ehf um framkvæmdir við 2. áfanga endurnýjunar fráveitulagna á Laugarvatni. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Verklok eru áætluð 15. ágúst n.k. | ||
8. | Tungurimi og Borgarrimi, fráveita og gatnagerð, 1. áfangi - 2106013 | |
Fundargerð 5. verkfundar | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
9. | Tungurimi, Borgarrimi 2 og 3 áfangi - 2208024 | |
2. áfangi gatagerðar, Borgarrimi 10-17. Verksamningur. | ||
Lögð voru fram drög að verksamningi við Fögrusteina ehf um 2. áfanga verksins, gatnagerð og veitulagnir við Borgarrima 10 til 17. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Verklok eru 1. ágúst n.k. | ||
10. | Borholudæla RH-04 - 2302019 | |
Tilboð í nýja dælu í borholu í Reykholti, RH-04. | ||
Lagt var fram tilboð í nýja dælu í borholu RH-04. Veitustjóri gerði grein fyrir þörf fyrir endurnýjun dælunnar. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að keypt verði dæla. | ||
11. | Útboð vegna byggingar húss fyrir UTU við Hverabraut - 2209023 | |
Verksamningur vegna byggingar skrifstofuhúsnæðis fyrir UTU. | ||
Drög að verksamningi við Selásbyggingar ehf voru lögð fram. Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Verklok eru 1. mars 2024. | ||
12. | Starfsmannahald Bláskógaveitu - 2302020 | |
Farið verður yfir stöðu mála. | ||
Veitustjóri og sviðsstjóri gerðu grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi. Sigurður Stefánsson hóf störf um áramót og er hann boðinn velkominn til starfa. Gunnar Erling Guðmundsson lætur af störfum 28. febrúar og eru honum þökkuð góð störf fyrir Bláskógaveitu. | ||
13. | Athugasemd við gjaldtöku v/heimlögn vatnsveitu Eyjavegur 3 - 2211026 | |
Beiðni Karl Bjarnasonar um að felld verði niður tengigjöld vatnsveitu að Eyjavegi 3, Bláskógabyggð. | ||
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir að tengigjaldið verði fellt niður með vísan til fyrri framkvæmdar. | ||
14. | Íþróttahúsið á Laugarvatni, gólf - 2110018 | |
Gólf íþróttahússins á Laugarvatni, minnispunktar sviðsstjóra. | ||
Farið var yfir málið. Haldið verður eftir greiðslum vegna galla á lökkun gólfsins. | ||
Stefanía Hákonardóttir | Helgi Kjartansson | |
Jón Forni Snæbjörnsson | Ásta Stefánsdóttir | |
Benedikt Skúlason | Kristófer Arnfjörð Tómasson |