28. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn í Aratungu, Reykholti,
þriðjudaginn 10. maí 2022, kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Valgerður Sævarsdóttir, Helgi Kjartansson, Axel Sæland, Ásta Stefánsdóttir, Benedikt Skúlason og Kristófer Arnfjörð Tómasson.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
1. |
Ársreikningur Bláskógaveitu 2021 - 2204038 |
|
Ársreikningur 2021 |
|
Lagður var fram ársreikningur Bláskógaveitu fyrir árið 2020. Sveitarstjóri kynnti reikninginn. Helstu kennitölur ársreiknings eru: Tekjur: 120,5 millj.kr. Gjöld: 72,9 millj.kr, Afskriftir: 8,2 millj.kr. Fjármagnsgjöld: 1,3 millj.kr. Tekjuskattur: 15,3 millj.kr. Hagnaður ársins: 25,3 millj.kr. Eignir samtals: 272,7 millj.kr. Eigið fé: 244,3 millj.kr. Skuldir: 28,3 millj.kr. Handbært fé: 105,5 millj.kr. Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarstjórnar til staðfestingar. |
|
|
|
2. |
Sláttur og hirðing á Laugarvatni 2022-2024 - 2203023 |
|
Útboðsgögn vegna útboðs á slætti og hirðingu á Laugarvatni 2022-2024 |
|
Útboðsgögn voru kynnt. Tilboð verða opnuð 13. maí n.k. |
|
|
|
3. |
Aðveita að Lindarskógum - 2203022 |
|
Gögn vegna verðkönnunar vegna lagningar aðveitu að Lindarskógum (hitaveita). |
|
Gögnin voru kynnt. Tilboð verða opnuð 19. maí nk. |
|
|
|
4. |
Gervigrasvellir í Reykholti og á Laugarvatni - 2205002 |
|
Endurnýjun gervigrasvalla, sviðsstjóri fer yfir málið |
|
Sviðsstjóri gerði grein fyrir því að undirbúningur er hafinn að endurnýjun gervigrasvalla í sveitarfélaginu. Skipta þarf gervigrasi alfarið út. Leitað hefur verið tilboða í efni og vinnu. |
|
|
|
5. |
Reykholt 2 (Skólastjórabústaður) - 2012027 |
|
Viðhald á skólastjórabústað, sviðsstjóri fer yfir málið |
|
Sviðsstjóri gerði grein fyrir viðhaldsþörf á Reykholti 2. Lagt var til að byrjað yrði á að leggja drenlögn við húsið. |
|
|
|
6. |
Verðkönnun vegna hönnunar sameiginlegrar vatnsveitu - 2204020 |
|
Niðurstöður verðkönnunar vegna hönnunar vatnsveitu |
|
Kynntar voru niðurstöður verðkönnunvar vegna hönnunar sameiginlegrar vatnsveitu Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps. Eitt tilboð barst og standa viðræður við bjóðanda yfir. |
|
|
|
7. |
Umsókn um lóð fyrir áhaldahús Bláskógaveitu - 2203028 |
|
Umsókn Bláskógaveitu um lóð við Vegholt |
|
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir að Bláskógaveita sæki um lóðina Vegholt 3-3a fyrir áhaldahús. |
|
|
|
Fundi slitið kl. 15:25.
Valgerður Sævarsdóttir |
|
Helgi Kjartansson |
Axel Sæland |
|
Ásta Stefánsdóttir |
Benedikt Skúlason |
|
Kristófer Arnfjörð Tómasson |