Framkvæmda- og veitunefnd

28. fundur 12. maí 2022 kl. 09:54 - 09:54
28. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn í Aratungu, Reykholti, þriðjudaginn 10. maí 2022, kl. 15:00.     Fundinn sátu: Valgerður Sævarsdóttir, Helgi Kjartansson, Axel Sæland, Ásta Stefánsdóttir, Benedikt Skúlason og Kristófer Arnfjörð Tómasson.     Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.    
1.   Ársreikningur Bláskógaveitu 2021 - 2204038
Ársreikningur 2021
Lagður var fram ársreikningur Bláskógaveitu fyrir árið 2020. Sveitarstjóri kynnti reikninginn. Helstu kennitölur ársreiknings eru: Tekjur: 120,5 millj.kr. Gjöld: 72,9 millj.kr, Afskriftir: 8,2 millj.kr. Fjármagnsgjöld: 1,3 millj.kr. Tekjuskattur: 15,3 millj.kr. Hagnaður ársins: 25,3 millj.kr. Eignir samtals: 272,7 millj.kr. Eigið fé: 244,3 millj.kr. Skuldir: 28,3 millj.kr. Handbært fé: 105,5 millj.kr. Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir ársreikninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarstjórnar til staðfestingar.
 
2.   Sláttur og hirðing á Laugarvatni 2022-2024 - 2203023
Útboðsgögn vegna útboðs á slætti og hirðingu á Laugarvatni 2022-2024
Útboðsgögn voru kynnt. Tilboð verða opnuð 13. maí n.k.
 
3.   Aðveita að Lindarskógum - 2203022
Gögn vegna verðkönnunar vegna lagningar aðveitu að Lindarskógum (hitaveita).
Gögnin voru kynnt. Tilboð verða opnuð 19. maí nk.
 
4.   Gervigrasvellir í Reykholti og á Laugarvatni - 2205002
Endurnýjun gervigrasvalla, sviðsstjóri fer yfir málið
Sviðsstjóri gerði grein fyrir því að undirbúningur er hafinn að endurnýjun gervigrasvalla í sveitarfélaginu. Skipta þarf gervigrasi alfarið út. Leitað hefur verið tilboða í efni og vinnu.
 
5.   Reykholt 2 (Skólastjórabústaður) - 2012027
Viðhald á skólastjórabústað, sviðsstjóri fer yfir málið
Sviðsstjóri gerði grein fyrir viðhaldsþörf á Reykholti 2. Lagt var til að byrjað yrði á að leggja drenlögn við húsið.
 
6.   Verðkönnun vegna hönnunar sameiginlegrar vatnsveitu - 2204020
Niðurstöður verðkönnunar vegna hönnunar vatnsveitu
Kynntar voru niðurstöður verðkönnunvar vegna hönnunar sameiginlegrar vatnsveitu Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps. Eitt tilboð barst og standa viðræður við bjóðanda yfir.
 
7.   Umsókn um lóð fyrir áhaldahús Bláskógaveitu - 2203028
Umsókn Bláskógaveitu um lóð við Vegholt
Framkvæmda- og veitunefnd samþykkir að Bláskógaveita sæki um lóðina Vegholt 3-3a fyrir áhaldahús.
 
    Fundi slitið kl. 15:25.    
Valgerður Sævarsdóttir Helgi Kjartansson
Axel Sæland Ásta Stefánsdóttir
Benedikt Skúlason Kristófer Arnfjörð Tómasson
 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?