Framkvæmda- og veitunefnd

26. fundur 08. apríl 2022 kl. 10:11 - 10:11
    26. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn í Aratungu, Reykholti, fimmtudaginn 7. apríl 2022, kl. 14:30.     Fundinn sátu: Valgerður Sævarsdóttir, Helgi Kjartansson, Axel Sæland, Ásta Stefánsdóttir, Benedikt Skúlason og Kristófer Arnfjörð Tómasson.     Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.    
1.   Íþróttahúsið á Laugarvatni, gólf - 2110018
Fundargerð opnunarfundar vegna tilboða í endrnýjun á íþróttagólfi að Hverabraut 2, Laugarvatni.
Sjö tilboð bárust frá þremur aðilum. Tvö lægstu tilboðin hafa verið yfirfarin og uppfylla þau ekki áskilnað útboðsgagna og hefur þeim því verið hafnað. Unnið er að yfirferð þriðja lægsta tilboðsins. Lagt er til að sviðsstjóra og sveitarstjóra verði falið að tilkynna um töku tilboðs þegar niðurstaða liggur fyrir. Kostnaðaráætlun nam kr. 49.105.000. Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir fjármagni, 45.000.000, til þakskipta á íþróttahúsinu, en ráðgert var að endurnýja gólf á næsta ári. Lagt er til við sveitarstjórn að hluti fjárveitingar vegna þakviðgerða, kr. 42.000.000 verði færður yfir á gólfskipti.
 
2.   Leikskólalóð Laugarvatni, viðhald - 2006014
Fundargerð frá opnunarfundi tilboða í endurgerð leikskólalóðar á Laugarvatni.
Tvö tilboð bárust í verkið og hafa þau verið yfirfarin. Lagt er til við sveitarstjórn að tilboði lægstbjóðanda, Jóhanns Helga og co verði tekið. Tilboðið er að fjárhæð kr. 26.825.000, kostnaðaráætlun var kr. 24.853.300.
 
3.   Gatnagerð Traustatún og Kotstún - 2105023
Tilboð í gatnagerð Traustatún
Fjögur tilboð bárust í verkið og hafa þau verið yfirfarin. Lagt er til við sveitarstjórn að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Ketilbjarnar ehf, kr. 63.002.420. Kostnaðaráætlun nam kr. 71.521.930.
 
4.   Tungurimi Borgarrimi fráveita og gatnagerð - 2106013
Útboðsgögn vegna Tungurima og Borgarrima í Reykholti
Lögð voru fram til kynningar útboðsgögn vegna gatnagerðar í Tungurima og Borgarrima, Reykholti. Tilboð verða opnuð 13. apríl.
 
5.   Ráðning starfsmanns hjá Bláskógaveitu - 2204013
Tillaga um ráðningu starfsmanns hjá Bláskógaveitu
Lögð voru fram drög að starfslýsingu. Lagt er til við sveitarstjórn að staðan verði auglýst.
 
6.   Kaup á bíl fyrir þjónustumiðstöð (gámasvæði) - 2204014
Tillaga um að bifreið sem er til afnota fyrir gámasvæði verði endurnýjuð
Sviðsstjóri gerði grein fyrir því að nauðsynlegt væri að endurnýja bifreið sem gámasvæðið hefur til umráða. Lagt er til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir fjármagni til kaupa á bíl í viðauka við fjárhagsáætlun.
 
    Fundi slitið kl. 15:00.          
Valgerður Sævarsdóttir Helgi Kjartansson
Axel Sæland Ásta Stefánsdóttir
Benedikt Skúlason Kristófer Arnfjörð Tómasson
 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?