Framkvæmda- og veitunefnd
23. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn í Aratungu, Reykholti, og í fjarfundi,
föstudaginn 14. janúar 2022, kl. 08:00.
Fundinn sátu:
Valgerður Sævarsdóttir, Helgi Kjartansson, Axel Sæland, Ásta Stefánsdóttir, Benedikt Skúlason og Kristófer Arnfjörð Tómasson.
Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Fundi slitið kl. 9:00.
1. | Umsókn um heimlögn, vatnsveitutenging - 2112003 | |
Umsókn Guðna Lýðssonar, dags. 19. nóvember 2021, um vatnsveitutengingu vegna Arnarholts lóð, L221130, fnr. 2346358. | ||
Þar sem ekki er skráð mannvirki á lóðinni er umsókn um tengingu vatnsveitu hafnað. | ||
2. | Umsókn um heimlögn, hitaveitutenging - 2112004 | |
Umsókn Reynis Pálmasonar, dags. 12. október 2021, um tengingu á heitu vatni vegna Fótarholts 5 (Hjálmsstaðir 2, lóð 3). | ||
Framkvæmda- og veitunefnd felur sviðsstjóra og veitustjóra að ræða við umsækjanda og kynna honum áætlaðan kostnað við tengingu. | ||
3. | Beiðni um vilyrði fyrir heitu og köldu vatni - 2201034 | |
Beiðni Yls Nature Bath ehf, dags. 26. nóvember 2021, um vilyrði fyrir afhendingu á 10 sekúndulítrum af heitu vatni og köldu vatni fyrir náttúru- og heilsuböð. | ||
Afgreiðslu erindisins er frestað þar til fundað hefur verið með umsækjendum um umsókn þeirra um lóð. | ||
4. | Verðkönnun fráveita Laugarvatni 1. áfangi - 2106039 | |
Niðurstaða verðkönnunar vegna útboðs á verkinu Fráveita Laugarvatni, 1. áfangi. | ||
Niðurstaða útboðsins er sú að samið verði við Fögrusteina um verkið. Lagt er til við sveitarstjórn að gengið verði frá samningi. | ||
5. | Leikskólalóð Laugarvatni, viðhald - 2006014 | |
Undirbúningur framkvæmda við lóð leikskólans á Laugarvatni. | ||
Sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs fór yfir stöðu málsins, stefnt er að útboði í lok janúar. Kostnaðaráætlun liggur fyrir og unnið er að gerð útboðsgagna. | ||
6. | Hönnun nýrrar götu í Reykholti Tungurimi Borgarrimi - 2101059 | |
Staða hönnunar og undirbúnings framkvæmda við Tungurima og Borgarrima. | ||
Sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs fór yfir stöðu málsins. Unnið er að lokahönnun og gerð útboðsgagna. | ||
7. | Gatnagerð Traustatún og Kotstún - 2105023 | |
Staða hönnunar og undirbúnings framkvæmda við gatnagerð á Laugarvatni. | ||
Sviðsstjóri fór yfir stöðu verksins. Unnið er að hönnun. Áætlað er að unnt verði að bjóða verkið út í mars. | ||
8. | Hönnun húsnæðis fyrir UTU - 2106036 | |
Staða hönnunar og undirbúnings framkvæmda við gatnagerð og nýtt húsnæði UTU við Hverabraut á Laugarvatni. | ||
Hönnun húsnæðisins er við það að ljúka. | ||
9. | Gjaldskrá fyrir körfubíl - 2201035 | |
Tillaga um gjald vegna útseldra tíma á körfubíl. | ||
Setja þarf gjaldskrá vegna útselds tíma á körfubíl. Sviðsstjóra er falið að vinna að málinu. | ||
10. | Brekkuholt 2. áfangi verðkönnun - 2104011 | |
Fundargerð verkfundar vegna Brekkuholts, 4. fundur haldinn 18. nóvember 2021 | ||
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. | ||
11. | Gatnahönnun Hverabraut (UTU) - 2201036 | |
Kostnaðaráætlun vegna gatnagerðar við Hverabraut vegna byggingar húsnæðis fyrir UTU. | ||
Verkframkvæmdir verða boðnar út í næstu viku og eru verklok áætluð um miðjan maí 2022. | ||
12. | Hitaveita í Reykholti og á Laugarvatni - 2101058 | |
Nýting heitavatnsforðans í Reykholti og staðsetning á nýrri heitavatnsholu, tillaga ÍSOR um verkþætti. | ||
Framkvæmda- og veitunefnd leggur til við sveitarstjórn að tekið verði tilboði ÍSOR í fyrirliggjandi verkefni. | ||
13. | Kaldavatnsveita í Vörðuhlíð - 1909034 | |
Staða verkefnis varðandi lagningu kaldavatnsveitu í Vörðuhlíð. | ||
Sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs fór yfir stöðu mála. Vatni hefur verið hleypt á nýja veitu í Vörðuhlíð. Verið er að stilla dælubúnað og setja þarf upp rennslismæli. Verkþáttur varðandi lagningu að Eiríksbakka var felldur út úr verkinu. | ||
14. | Eftirlitsskýrslur HES 2021 - 2110002 | |
Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 29. desember 2021, vegna Reykholtsskóla. | ||
Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að úrbótum til að mæta athugasemdum. | ||
Valgerður Sævarsdóttir | Helgi Kjartansson | |
Axel Sæland | Ásta Stefánsdóttir | |
Benedikt Skúlason | Kristófer Arnfjörð Tómasson |