Framkvæmda- og veitunefnd

8. fundur 13. nóvember 2020 kl. 10:36 - 10:36
  1. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn í Aratungu, Reykholti, 22. október 2020, kl. 09:00.
    Fundinn sátu: Valgerður Sævarsdóttir, Helgi Kjartansson, Axel Sæland, Ásta Stefánsdóttir, Bjarni D. Daníelsson og Benedikt Skúlason. Fundinn sátu í Aratungu Hlegi Kjartansson, Bjarni D. Daníelsson og Ásta Stefánsdóttir, aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.     Fundargerð ritaði: Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.    
1. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022-2024 - 2009031
Viðhald og fjárfesting 2021, umræða um drög að fjárfestingaáætlun. Sviðsstjóri kynnir einnig stærri viðhaldsverkefni eignasjóðs.
Farið var yfir fyrstu drög að fjárfestingaáætlun og helstu viðhaldsliði.
2. Stígagerð styrkir vegna covid - 2010023
Hugmyndir að stígagerð á grundvelli styrks skv. samningi við Byggðastofnun.
Farið var yfir tillögu að stígagerð í Laugarási, Laugarvatni og Reykholti fyrir það fjármagn sem sveitarfélaginu var úthlutað til eflingar samfélags vegna covid-19. Sviðsstjóra og oddvita var falið að vinna áfram að verkefninu.
3. Sundlaug, Laugarvatni, viðhald - 2010022
Tillaga sviðsstjóra um að ráðist verði í viðhald á sundlauginni á Laugarvatni (skipt um dúk á hliðum).
Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds á sundlaugardúk. Samþykkt var að leggja til við sveitarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins, kr. 2.500.000 kr.
      Fundi slitið kl. 11:25.            
Valgerður Sævarsdóttir   Helgi Kjartansson
Axel Sæland   Ásta Stefánsdóttir
Bjarni D. Daníelsson   Benedikt Skúlason
     
 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?