Framkvæmda- og veitunefnd
58. fundur stjórnar Bláskógaveitu, fimmtudaginn 20. Júní 2013 kl. 13.00
Fundarmenn: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson stjórnarmenn
Bláskógaveitu, Benedikt Skúlason Veitustjóri og Rúnar Guðmundsson starfsmaður Bláskógaveitu.
Fundargerð
1. Erindi Erlings Jóhannssonar kt.140261-4599, dags. 2. Júní 2013.
Tekið fyrir erindi Erlings vegna notkunar á heitu vatni að Hverabraut 8 á Laugarvatni.
Samþykkt að lækka áætlun úr 5,5 í 4,5 mínútulítra. Stefna þarf að því að koma öllum
notendum á mæli. Jafnframt er stefnt að því að hefja sem fyrst viðræður við forsvarsmenn
skólanna á Laugarvatni varðandi hitaveitumál. Rúnari falið að svara Erlingi.
2. Tilboð Íslenskrar jarðhitatækni ehf í endurvirkjun borholu RH-4 í Reykholti.
Samþykkt að taka tilboðinu og Benedikt falið að vinna málið áfram.
3. Tölvubréf Jóhanns Gunnars Friðgeirssonar frá Laugardalshólum.
Samþykkt að setja nýjan hitastýrðan bakrennlisloka á blæðingu og hitamæli svo hægt sé að
fylgjast betur með hitastigi. Benedikt og Rúnari falið að ræða við Jóhann.
4. Viðvera Rúnars á skrifstofu. (framhald. Skv. 57.fundargerð 7.liður)
Viðverutími Rúnars á skrifstofu er að jafnaði mánudaga til miðvikudags.
5. Bifreiðamál veitunnar. (framhald.skv.57.fundargerð 8.liður)
Ákveðið að stefna að endurnýjun bifreiðar veitustjóra. Veitustjórn heimilar jafnframt að WV
Caddy bifreið veitunnar verði seld og söluverðið verði notað til endurnýjunar á bifreið
veitustjóra. Miðað er við að gamla veitustjórabifreiðin leysi WVCaddy af hólmi.
6. Umsókn um heitt vatn að jörðinni Höfða.
Ákveðið að fara í forhönnun á hitaveitulögn að lögbýlunum í Höfða. Tekin verður afstaða til
erindisins þegar hönnunin verður tilbúin.
7. Umræður vegna óska sumarhúsaeigenda í Reykjavallalandi, um að Bláskógaveita, veiti
köldu vatni inn á svæðið.
Starfsmenn veitunnar hafa verið í sambandi við landeiganda Reykjavalla. Niðurstaða stjórnar
Bláskógaveitu er að vegna afstöðu landeigenda sé að svo komnu máli ekki grundvöllur fyrir
frekari viðræðum vegna ofangreindra óska sumarhúsaeigenda.
8. Málefni Vélstjórafélags Íslands, í Giljareitum, Laugarvatni.
Vélstjórafélag Íslands, hefur í hyggju að stækka hitaveitusvæðið í Giljareitum, og hugsanlega
leggja heitt vatn fyrir fleiri aðila. Nauðsynlegt er að ganga frá málum, milli Vélstjórafélagsins
og Bláskógaveitu vegna mælingar á vatnsnotkun og innheimtu stofngjalda af væntanlegum
nýjum húsum. Óskað verður eftir viðræðum við Vélstjórafélagið um þessi mál.
9. Félag Bókagerðarmanna, umræður vegna stofngjalda frá gamalli tíð.
Rúnari falið að afla frekari gagna tengt málinu.
10. Innheimtumál, almennt.
Farið yfir stöðu innheimtumála.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.20