Framkvæmda- og veitunefnd
57. fundur stjórnar Bláskógaveitu, miðvikudaginn 17. apríl 2013 kl. 13.00
Fundarmenn: Jóhannes Sveinbjörnsson, Ómar Sævarsson og Kjartan Lárusson
stjórnarmenn Bláskógaveitu, Benedikt Skúlason veitustjóri, Rúnar Guðmundsson
starfsmaður Bláskógaveitu og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri.
1. Ársreikningar Bláskógaveitu fyrir árið 2012:
Helstu niðurstöður ársreikninga hitaveitu eru: Rekstrartekjur kr. 70.152 þús.,
rekstrargjöld kr. 46.682 þús., þar af afskriftir kr. 5.243 þús., fjármagnsgjöld kr. 5.717
þús., rekstrarniðurstaða jákvæð um kr. 17.753 þús.
Bókfærðar eignir eru kr. 141.923 þús., skuldir kr. 73.070 þús., eigið fé kr. 68.854 þús.
Handbært fé í lok ársins voru kr. 8.674 þús.
Stjórn Bláskógaveitu samþykkir reikninga hitaveitunnar eins og þeir liggja fyrir.
Einnig var farið yfir reikninga kaldavatnsveitu. Stjórn Bláskógaveitu samþykkir þá fyrir
sitt leyti.
2. Starfsmannamál: Andrés Bjarnason hefur lokið störfum og vill stjórn Bláskógveitu hér
með bóka þakkir til hans fyrir vel unnin störf. Rúnar Guðmundsson er kominn til starfa
og væntir Bláskógaveita góðs af hans starfi.
3. Framkvæmdir í Fljótsbotnum: Framkvæmdum lokið, eftir er þó að fjarlægja gamla
tankinn og ljúka frágangi, þar á meðal að girða svæðið af. Stefnt er að því að hefja
lokafrágang þegar klaki er farinn úr jörðu.
4. Borholudæla Reykholti: Dælan er ónýt vegna sandburðar. Ný dæla kostar um 1
milljón og annar kostnaður gæti numið að lágmarki svipaðri upphæð. Meta þarf aðstæður
í samráði við sérfræðinga áður en farið verður í slíka framkvæmd.
5. Dælustöð Stekkárreitum: Í Giljareitum er verið að dæla með of miklum þrýstingi og
æskilegt væri að setja upp nýja dælu til að létta á þrýstingi. Slíkri dælu þarf að finna stað.
Benedikt falið að leita lausna á málinu.
6. Staða á skráningum/aflestrum og utanumhaldi: Aflestri á sumarhúsasvæðum og í
dreifbýli er að mestu lokið en þéttbýliskjarnar að mestu eftir. Restin verður tekin með
áhlaupi. Unnið er að því að leysa tæknileg vandamál vegna skráninga í tengslum við
lágmarksgjaldið.
7. Ýmis praktísk mál vegna skrifstofu o.fl., þ.e. tölvu-, síma- og hugbúnaðarmál,
viðvera RG á skrifstofu, símatími ofl. Æskilegt væri að hafa aukaskjá á skrifstofu til að
auðvelda vinnuna. Það mál og símamál verða skoðuð í samvinnu við skrifstofu
Bláskógabyggðar, sem er að leita tilboða í nýtt símkerfi.
Andrés var búinn að vinna töluvert í upplýsingasöfnun vegna heimlagnakerfis
sem mun nýtast mjög vel. Rætt var um hugbúnaðarmál veitunnar. Rúnari falið að skoða
þessi hugbúnaðarmál í samvinnu við Valtý og nýstofnað tæknisvið uppsveitanna. Rætt um að Rúnar verði með fasta símatíma á skrifstofu, honum og Benna falið að
finna út gott fyrirkomulag á því sem staðfest verði á næsta fundi.
8. Bifreiðamál veitunnar. Það kemur að því að endurnýja þarf Nissan-bifreiðina sem
Benni er með, en jafnframt er álitamál hversu vel Caddy- bifreiðin hentar þar á móti við
álestur o.fl.
9. Bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna kvörtunar frá Vörðuhlíð félagi
sumarhúsaeigenda. Ráðuneytið óskar eftir viðbrögðum Bláskógaveitu við kvörtuninni og
beinir jafnframt nokkrum spurningum til Bláskógaveitu. Rúnari og Benna falið að svara
bréfinu í samráði við veitustjórn.
10. Spjall við fulltrúa sumarhúsaeigenda á Reykjavöllum um möguleika á
veituframkvæmdum þar, sbr. fyrri samskipti. Málin rædd og ákveðið að boða
landeigendur á Reykjavöllum til fundar.
11. Mælifræðilegt eftirlit ? útskipting mæla: Rúnar og Benni gera áætlun um það og svara
Neytendastofu.
12. Dæluhús Reykholti: Verið er að ganga frá lóðamálum sveitarfélagsins í Reykholti og
í framhaldi af því að stofna lóð fyrir dæluhúsið.
Fundi slitið kl. 17.10