Framkvæmda- og veitunefnd
56. fundur stjórnar Bláskógaveitu, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 12.30 (símafundur)
Fundarmenn: Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórarinn Þorfinnsson, Kjartan Lárusson
1. Starfsmannamál: Starf hjá Bláskógaveitu var auglýst í júlí 2012 þar sem Andrés Bjarnason
starfsmaður Bláskógaveitu hafði óskað eftir að hætta. Vegna breyttra aðstæðna hjá Andrési
reyndist hann svo tilbúinn að halda áfram til 1. apríl 2013, og því var ráðning hans framlengd
tímabundið, sbr. bókun á 51. fundi stjórnar Bláskógaveitu. Nú hafa samningar náðst við
Rúnar Guðmundsson kt. 210262-4589 um að taka að sér starfið, en Rúnar var einn af
umsækjendum þegar starfið var auglýst laust til umsóknar í júlí 2012. Samið er um 60% starf,
er verður unnið 3 daga vikunnar, eftir nánara samráði við veitustjóra og stjórn Bláskógaveitu.
Kaup og kjör taka mið af samningi kjarafélags tæknifræðinga og sambands íslenskra
sveitarfélaga. Samningurinn gildir frá 1. mars 2013.
Fundi slitið kl. 13.30
Jóhannes Sveinbjörnsson (sign)