Framkvæmda- og veitunefnd
55. fundur stjórnar Bláskógaveitu, 13. febrúar 2013 kl. 13:00
Mættir: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson, stjórnarmenn
Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Benedikt Skúlason veitustjóri og Andrés Bjarnason.
1 Rætt við Rúnar Guðmundsson umsækjanda um starf hjá Bláskógaveitu. Rúnar kom á
fundinn og ræddi málin varðandi starfið. Ákveðið að Jóhannes, Benedikt og Valtýr ræði við
hann áfram varðandi starfið.
2 Reykjavallamál. Fjallað var um bréf frá fulltrúum sumarhúsafélaga á Reykjavöllum þar sem
fram koma nokkrar spurningar og athugasemdir vegna svars Bláskógaveitu vegna mögulegra
framkvæmda við kalda og heitavatnsveitu. Jóhannesi falið að svara sumarhúsaeigendum í
samræmi við umræður á fundinum.
3 Umsókn frá Erlendi Hjaltasyni Höfða 2. Tekin fyrir umsókn Erlendar Hjaltasonar Höfða 2 um
heitt vatn. Ákveðið að fara ekki í forhönnun og áætlunargerð á hitaveitu að Höfða nema fyrir
lægi umsókn frá báðum bæjum í Höfða.
4 Kaldavatnsmál að Bergstöðum . Áveðið að svera upp kaldavatnstofn að Bergstöðum.
5 Innsend erindi. Fyrir liggja 2 erindi frá sumarhúsaeigendum þar sem athugasemdir eru
gerðar um lágmarksnotkun í gjaldskrá Bláskógaveitu. Vísað er til áður sends dreifibréfs til
notenda. Við hönnun dreifikerfis á sumarhúsasvæðum þar sem rennslismælar eru nýttir er
lágmarksnotkun grunnforsenda. Jóhannesi falið að senda bréfriturum svar ásamt
drefibréfinu og einnig að senda svar til sveitarstjórnar.
6 Verkefni undanfarið og framundan. Stefnt að því að taka upp borholuna í Reykholti 21
febrúar ofl.
Fundi slitið kl 16:10