Framkvæmda- og veitunefnd

54. fundur 08. febrúar 2013 kl. 09:38 - 09:38
54. fundur stjórnar  Bláskógaveitu, 14. Janúar 2013 kl. 15:00 Mættir:  Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson, stjórnarmenn Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Benedikt Skúlason veitustjóri og Andrés Bjarnason. 1  Átak í jöfnun vatnshita í sumarhúsahverfum ? bréf til notenda.   Kynnt bréf sem á að senda á til sumarhúsaeigenda varðandi lágmarksnotkun á heitu vatni.  Frá og með 1. apríl 2013 verður lágmarksnotkunin 542 rúmmetrar en frá og með 1. apríl 2014 verður lágmarksnotkunin samkvæmt gjaldskránni 642 rúmmetrar. 2  Verkefnin undanfarið ?BS/AB : búið að klára að setja blæðingu við Helgastaði og er þá öllum verkþáttum lokið við Iðuveituna.  Búið er að smíða dæluhús sem á að setja við Tjarnarafleggjarann og kaupa dælu í hann.  Andrés hefur verið í álestri og skráningum á veitunni. 3  Framkvæmdir og viðhaldsverkefni 2013.  Leggja verður sverari kaldavatnsstofn að Bergstöðum,  setja verður upp dælustöðina við Tjarnarafleggjara.  Laga þarf hitaveitudælu í Reykholti, skipta þarf út hitaveitumælum. Bjóða út vinnu við dælustöð í Reykholti og fleira. 4  Starfsmannamál veitunnar.  Jóhannes ætlar að tala við þá sem sóttu um starfið í haust.  5  Önnur mál.  Rætt um samskipti við ríkið varðandi heita vatnið á Laugarvatni. Fundi slitið kl 17:00 
Er eitthvað á síðunni sem betur má fara?