Framkvæmda- og veitunefnd
53. fundur stjórnar Bláskógaveitu, 3. Desember 2012 kl. 13:00
Mættir: Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson og Þórarinn Þorfinnsson, stjórnarmenn
Bláskógaveitu, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri, Benedikt Skúlason veitustjóri og Andrés Bjarnason.
1 Áframhaldandi viðræður við fulltrúa Brúarveitunnar. Mættir voru Kjartan Sveinsson, Kristinn
Antonsson og Bragi Þorsteinsson. Rætt var áfram um þá breytingu að fara að rukka eftir
mæli í staðin fyrir hemil. Stjórn Bláskógaveitu samþykkir að breyting yfir í mælagjald á
gróðurhúsataxta taki gildi 1. jan 2013. Ákveðið að veita Brúarveitu 25% afslátt af umræddu
mælagjaldi til aðlögunar árið 2013.
2 Afgreiðsla á gjaldskrá 2013. Farið var yfir gjaldskrá hitaveitu Bláskógaveitu og hún samþykkt
eins og hún liggur fyrir. Farið var yfir gjaldskrá kaldavatnsveitu og mælt með að hún verði
samþykkt.
3 Skilgreind viðmið Bláskógaveitu. Farið var yfir skildgreind viðmið Bláskógaveitu um hitastig
vatns á notkunarstað.
4 Farið var yfir afhendingarskilmála til sölu á heitu vatni til upphitunar sumarhúsa.
5 Vörðuhlíðarmál. Á 142. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2012 var fjallað um bréf stjórnar
Vörðuhlíðar, dags. 25. okt 2012; þar sem stjórn Vörðuhlíðar telur að um sé að ræða vanefndir
af hálfu Bláskógaveitu á samningi um hitaveitu í landi Iðu 2. Sveitarstjórn vísaði bréfinu áfram
til stjórnar Bláskógaveitu. Bláskógaveita hefur á undanförnum misserum átt í töluverðum
samskiptum við stjórn Vörðuhlíðar og m.a. gert grein fyrir eftirfarandi: Sala í gegnum
rennslismæla er það kerfi sem Bláskógaveita notast við (sbr. 8 gr. yfirtökusamnings við
hitaveitu Iðu), en þá er mælt það magn vatns sem um mælanna rennur, óháð hitastigi. Þetta
kerfi í sinni einföldustu mynd hefur þann ágalla að sumir notendur freistast til að spara vatn
með þeim afleiðingum að hitastig vatnsins lækkar hjá notendum almennt. Við þessu átti að
sjá í afhendingarskilmálum Bláskógaveitu sem gilda um sumarhúsahverfi. Í umræddum
afhendingarskilmálum er ákvæði sem heimilar Bláskógaveitu að innheimta svokallað
lágmarksgjald fyrir árið en þessu ákvæði hefur hingað til ekki verið beitt vegna tæknilegra
örðugleika við framkvæmd þess. Í þeirri gjaldskrá sem lagt er til að gildi frá og með áramótum
2012/13 er gert ráð fyrir slíku lágmarksgjaldi. Stjórn Bláskógaveitu vonast til að þessi
ráðstöfun verði til góðs fyrir alla aðila. Aðrar aðgerðir af hálfu Bláskógaveitu eru eftirfarandi:
? Framkvæmdum við Helgastaði og Eiríksbakka er að ljúka, og verða settir upp blæðilokar á
enda lagnar skv. 12. gr. yfirtökusamninga við hitaveitu Iðu.
6 Skilgreind viðmiðunarmörk Bláskógaveitu fyrir vatnshita verða kynnt öllum
heitavatnsnotendum í Bláskógabyggð og send með næsta greiðsluseðli.
7 Dæluhús Reykholti: Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun við dæluhús í Reykholti. Veitustjórn
óskar eftir því við sveitarstjórn að fjárheimildir verði tryggðar til að ljúka verkinu á næstu
tveimur arum.
8 Jóhannesi falið að kynna fyrir sumarhúsaeigendum í landi Reykjavalla kostnaðaráætlun
vegna lagningar á heitu og köldu vatni. Forsendur fyrir framkvæmdum eru að fyrir liggi
skuldbindandi viljayfirlýsing um kaup á heitu og köldu vatni frá öllum og leyfi landeigenda sé
tryggt.
Fundi slitið kl 16:30